Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 31

Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 31
Sunnudagur 10. október 1976 TÍMINN 31 inni og eru til ýmsir flokkar diskótóniistar, sem ég kann ekki að nefna. B.T. Express var áður soul- hljómsveit, sem flutti lög, i „gamla” soulstflnum, ef ég má orða það svo, en hefur nú vent sinu kvæði i kross, og flytur á þessari plötu lög, sem myndu flokkast undir diskótónlist. Diskótónlistin hefur oft fengið á sig það orö að vera „máskinu- leg”, þ.e.a.s. öll mjög keimlik og ber svip fjöldaframleiðslu. Vel má vera að eitthvað sé satt I þessu, en alltént á þetta ekki við um B.T. Express, sem flytja á þessari plötu sinni Energy To Burn, mjög vandaða og góða tónlist. Lögin eru vel flest frum- samin, og þótt þau séu ekki öll i sama háa gæðaflokknum, bætir hljómsveitin það upp i góðum söng og frábærum hljóð- færaleik. B.T. Express er átta manna hljómsveit, þar af ein söngkona, og eru þau öll dökk á hörund. ' Diskótónlistin er þó alls ekki eingöngu bundin svertingjum, ' þvi margt hvitra manna hefur helgað sig þessari tónlist, og má þar m.a. nefna brezku hljóm- sveitirnar Kokomo og Bee Gees — en sú slðarnefnda hefur þó helzt leikiö rokktónlist. Energy To Burn er áreiðan- legaihópi beztu platanna, sem komið hafa út I diskótónlist á þessu ári og verður enginn að- dáandi þessarar tónlistar fyrir vonbrigðum með plötuna. Beztu lög: Energy To Burn 1 Make Your Boy Move. Time Tunnel G.S. hljómleikum i október 1974 og er tvöföld. Plötuna skortir allt, sem prýða fyrri plötur þeirra. Hljóö- færaleikurinn er grút-máttlaus ogskortiralla innlifun. 1 staðinn fyrir mjög næmt samspil er hér á ferðinni hálfgert gutl. Söngur- inn er illa tekinn upp og oft á tið- um mætti halda, að Garcia syngi i gegn um blikkdós. Lagavalið er alls ekki nógu gott. Lögin eru allt of róleg, eng- ir toppar, ekkert að gerast, og þau lög, sem komið hafa út á öðrum plötum þeirra, eru þar margfalt betur flutt. Mér er illmögulegt að skilja, hvers vegna Dead sendir frá sér jafn slappa plötu og hér er á ferðinni, og meö tveggja ára gömlum upptökum i þokkabót. Þessi plata á ekki erindi til ann- arra en sanntrúaðra Dead aðdá- enda, sem eflaust geta fundiö einn og einn punkt, en ef á allt er litið, eru vonbrigðin mikil. Beztu lög: Missisippi Half-Step Uptown Toodeloo G.G. Róleg og rómantísk Linda Ronstadt — Hasten Down The Wind Asylum 7E-1072/ FACO ★ ★ ★ ★ Linda Ronstadt er meðal al- vinsæiustu söngkvenna i Banda- rikjunum I dag. Það sem hefur gert Lindu að þvi nafni, sem hún er, er gott og fjölbreytilegt laga- val, frábærar útsetningar, sem þakka má Peter Asher, (Peter og Gordon), ávallt úrvals hljóð- færaleikarar og síöast en ekki sizt, hún sjálf með sina kröftugu, fallegu og tilfinninga- miklu rödd. Nýjasta plata hennar, „Hasten Down The Wind”, er engin undantekning. Á plötunni blandar hún saman lögum úr ýmsum áttum, svo sem Country, reggae, soft-rokk, og eitt gamalt og gott, hið þekkta rokk-lag „That’ll De The Day”. I Að þessu sinni hefur blandan \ rólegt yfirbragð. Flest lögin eru i rólega flokkinum og fjalla öll um ástina á einn eða annan hátt. Melódiurnar eru yfir höfuð mjög fallegar og beitir Linda röddinni af mikilli kunnáttu. Hljóðfæraleikurinn er fyrsta flokks, valinn maður i hverju sæti eins og Andrew Gold, Michael Botts, Kenny Edwards, Russ Kunkel svo einhverjir séu nefndir. Hvert smáatriöi er margyfirfarið og þaulhugsað, ekkert á greinilega að fara úr- skeiöis. „Hasten Down The Wind” er ekki bezta plata Lindu, eða rétt- ara sagt, ekki sú skemmtileg- asta, en hún er örugglega sú ró- legasta og rómantiska fram að þessu. g.g. * EKKERT EINFALT OG FERSKT ★ ★ ★ Það er nú orðinn all langur timi frá þvi að Beach Boys létu siðasti sérheyra, eða ein tvö ár, er tvöfalda hljómleikaplatan kom út, og þrjú ár siðan Holland The Beach Boys — 15 Big Ones Reprice MS 2251/FACO. kom út, en siðan Holland kom, hefur ekkert nýtt efni komið frá þeim. Það hefði mátt ætla, að þeir notuðu timann vel, en eitthvað hefur gengiö úrskeiöis. Þegar það fréttist, að Brian Wilson, óumdeilanlega bezta tónskáld þeirra, og einn mesti tónlistar- maður Bandarikjanna á siðari árum, væri aftur farinn að starfa með þeim, setti maöur markið hátt og bjóst viö miklu. Þegar svo platan 15 Big Ones leit dagsins ljós, voru von- brigðin lika mikil. A plötunni eru mjög þekkt gömul rokklög, innan um lög frá þeim sjálfum, sem eru i gömlum Beach Boys stil, ekki beint það, sem maður bjóst við. Aðalgalli plötunnar liggur i þvi, að þeir eru aö reyna að gera Beach Boys plötu upp á gamla mátann, en ofgera þvi á flestum sviðúm. Fyrir það fyrsta er það söngurinn, hann er eiginlega of mikill, þ.e.a.s. þeir radda meir en góöu hófi gegnir. Ég er ekki að segja, að þeir syngi illa, heldur aö þaö sé einum of mikið af þvi góða hér. Hljóöfæra- leikurinn er lika allt of um- fangsmikill, allt of miklu af hljóðfærum hrúgað á lögin, og oft á tiöum hljóðfæri, sem eiga ekki við. Gottdæmi um þessa ofnotkun er t.d. Rock And Roll Music og Blueberry Hill. Á Rock and R. er einn forsöngvari, 6, sem radda, 5 á saxafóna, 4 á klarinett, tveir gitarar Auto- harp, trommur, ásláttarhljóö- færi, orgel, pianó moog, bassi og arp. (Beriö saman við útgáfu Bitlanna) A Blueberry Hill er forsöngvari, 4, sem radda, 2 á saxafón, trommur, bjöllur, harmonika, 3 gitarar, bassi kontrabassi, orgel chimes og pianó. Það er ekkert einfalt og ferskt á plötunni og verö ég þreyttur á að hlusta á öll ósköpin. 15 Big Ones er ekki eins og ég óskaði mér, og ef mig langar að heyra i Beach Boys upp á gamla, góða mátann, (sem kemur fyrir), þá vel ég tvöföldu samsafns- plötuna, Endless Summer, sem allir ættu aö eiga, því þar er hörku plata á feröinni — 20 stórfengleg Beach Boys lög, 20 alvöru Big Ones. G.G. Peter Frampton — Frampton Comes Alice....36 ! BozScaggs — Slik Degrees................28 : Linda Ronstadt — Hasten Down The Wind... 6 Fleetwood Mac............................62 Wild Cherry.............................. n War—GreatestHits ........................ 5 John Denver — Spirit..................... 5 Jefferson Starship — Spitfire............13 Steve Miller Band — Fly Like An Eagle....19 Chicago X................................14 George Benson — Breezin’.................25 Commodores—HotOn The Tracks..............13 Diana Ross Greatest Hits................. 9 Lou Rawls — All Things In Time...........18 Heart — Dreamboat Annie..................26 NeilDiamond — Beautiful Noise............14 Aerosmith—Rocks..........................19 BarryMainlow — This One’s For You........ 7 Eagles — Their Greatest Hits 1971-1975...31 Bee Bees—Children Of The World........... 0 ný ryksugo i HELZTU KOSTIR: | Electrolux 850 w mótor tryggir nægan sogkraft. Snúruvinda dregur snúruna inn í hjólið á augabragði. Sjólflokandi pokar — hreinlegt að skipta um þá. Rykstillir lætur vita þegar pokinn er fullur. Sjdlfvirkur rykhaus lagar sig að f letinum sem ryksuga á. Vörumarkaðurinn hf ARMÚLA 1A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.