Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 10. október 1976
— Þaö mun hafa verið árið 1947
sem Sigurður hófst handa i
Hveragerði og reisti trésmiðjuna,
sem hann rak fyrir eigin reikning
fyrstu árin. Arið 1953 var tré-
smiðjan gerö að hlutafélagi og
geröist ég þá meðeigandi i fyrir-
tækinu ásamt þeim Bjarna Ey-
mundssyniog Stefáni Guðmunds-
syni.
Bjarni Eymundsson starfar
þarna enn, en Stefán Guömunds-
son er nú látinn, en synir hans
tveir hafa tekið viöafhonum, þeir
Guðmundur og Kristján Wium.
— Arið 1958 keyptum við svo
fyrirtækiö alveg af Sigurði og
hann stofnaði siöan sina eigin
smiðju, sem kunnugt er.
Trésmiðja Hverageröis hf. var
upphaflega i húsnæði, sem
Sigurður reisti undir starfsemina
árið 1947. Þótt myndarlega væri
að öllu staðið, kom samt fljótt að
þvi að nýjar aöstæður kröfðust
meira húsrýmis og þvi var ráðizt
i aö byggja nýtt verkstæöishús og
áriö 1966 var hafizt handa um
byggingu á 1800 fermetra verk-
stæöishúsi og i þaö var flutt áriö
1969. Þetta hús er mjög hentugt
og á einu gólfi.
— Nú kemur það fram hér að
framan að á sinum tíma sóttist
Sigurður Eliasson eftir jarðhita
til þess að þurrka timbur og hita
verkstæði. Þess vegna setzt hann
aö I Hverageröi. Nú á timum er
hægt að fá jarðhita viöar, t.d. i
Reykjavik. Hvers vegna kusuð
þið þá að reisa nýja verkstæðið i
Hveragerði, en ekkit.d. i Reykja-
vik? Þar er mest byggt og mikil
verkefni að fá.
Kristján Wiium skrifstofumaður og einn af eigendum trésmiöjunnar.
— Þaö er rétt, aö það getur ver-
ið hentugtað hafa verkstæði viðar
en I Hveragerði. Við teljum þó að
aðsetur i Hveragerði hafi ýmsa
kosti, a.m.k. fyrir okkur.
Við búum i Hveragerði, eigum
þar heimili og hús og kunnum þar
vel við okkur. Við teljum ekkert
þvi til fyrirstöðu aö smíða fyrir
Stdrreykjavikurstæöiö austur I
Hverageröi, nema siður sé. Þetta
er skotvegur. Það var dálitiö
vandamál meðan vegurinn var
vondur en núna er ekkert til fyrir-
stöðu hvað það snertir. Auk þess
eru unnin þýðingarmikil verkefni
i Hveragerði og nærsveitum og
fyrir aöila á Suöurlandi. Þetta er
t.d. eina stóra trésmiöaverkstæð-
ið i Hveragerði, og það væri mjög
bagalegt ef það væri lagt niöur.
Við litum þvi á okkur sem Hver-
geröinga og þar höfum við kosiö
að starfa og eiga heima. Það kom
þvi aldrei til álita að flytja burtu.
011 þau ár sem ég hefi starfaö
þarna, hafa verið næg verkefni
fyrir trésmiðjuna og ég tel að svo
verði áfram.
2000 innihurðir á ári
— Hver eru helztu verkefnin á
þessu ári?
— Það eru innihurðir I verka-
mannabústaðina 1 Reykjavik.
Auk þess höfum viö stórverkefni
með höndum fyrir Póst og sima
og Innkaupastofnun rikisins.
— Annars er rétt að taka þaö
fram, að verkefnin koma eftir
ýmsum leiðum. Við framleiðum
1500-2000 innihuröir á ári. Þær
kosta nú i karmi, spónlagðar um
29.000 krónur, eöa innan við þaö.
Auk þess gerum við tilboð i stærri
verk, bæöi fyrir einstaklinga og
fyrirtæki skóla og skrifstofur.
Þetta er bæði tilboðsvinna og
timavinna, eftir þvi hvað taliö er
henta betur.
— Hjá Trésmiðju Hveragerðis
hf. vinna um 30 manns og eru það
mest faglæröir menn. Söluverö-
mæti framleiöslunnar var á sið-
asta ári milli 50 og 60 milljónir
króna, og má gera ráð fyrir að
þessi tala hækki enn á þessu ári
vegna verðbólgunnar.
— Hvað er stærsta verkefniö,
sem þið hafiö tekiö i smiði og er
ráðgert að stækka verkstæðið,
eða væri æskilegt að hafa stærra
verkstæði til innréttingasmiði?
— Ég hygg að stærsta verkefnið
hafi verið 360 ibúöir fyrir Fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlunar
rikisins.
— Við vorum þar með allar
huröir, innihurðir útihurðir og
alla fataskápa i þessar ibúöir.
Mig minnir að það hafi tekið eitt
og hálft ár að smiöa þetta allt, eða
þar um bil.
Framleiðni i trésmiði
— Hvað hinu viðvikur, þá er
mönnum það auövitaö ljdst, að
aukinni framleiöni má ná með
stórum verkstæöum, sem
kannske geta margfaldað afköst-
in. Það eru til talsvert stór verk-
stæði i landinu, en til þess að unnt
sé að reka stóriðju á þessu sviöi,
þarf markaðurinn að vera stærri,
a.m.k. þarf hann að vera
stööugri, ef vel á að vera. Ef til
samdráttar kemur i húsbygging-
um, þá kemur það harkalega nið-
ur á stórrekstri, sem þarf að hafa
viðfangsefni viö sitt hæfi, ef
árangur á að nást. Ég tel þvi lik-
legast að húsgagna- og innrétt-
ingaiðnaðurinn muni þróast i takt
við timann, og að verkstæðin
muni stækka eftir þvi sem tilefni
gefst til.Við erum á kafi i vinnu I
TrésmiðjuHveragerðis og gætum
þvi vel aukiö við okkur, og meg-
um ekki ætla okkur af, þvi mikið
er I húfi að geta staðið við sitt, t.d.
afhendingartima: Það og annað
kann aö hvetja menn til þess aö
reyna aö stækka, en I bili eru eng-
in sérstök áform um það.
— Ég vil þó minna á það, aö
mjög mikil þróun hefur orðiö i
trésmiði hér á landi. Þessi iðnaö-
ur er sifellt aö fá betri og afkasta-
meiri vélar til starfseminnar og
verðið hefur þvi lækkað mjög
mikið. Þaö er þvi talsverð fram-
leiðni i þessum iðnaði.
Nóg að gera i trésmiði
— Þiö smiðið ekki húsgögn?
— Neiframleiösla á húsgögnum
er engin hjá okkur. Segja má að
það sé orðið sérstakt fag. Annað
hvort eru verkstæöin i innrétting-
um, eða þau framleiða húsgögn.
— Svo vikið sé aö söiustarfinu.
Hvernig gengur það fyrir sig?
— Eins og sagt var, þá er
þetta mikið tilboðsvinna. Við ger-
um tilboð i stærri verk, þá oft eftir
opinberum útboðum. Einnig
koma menn með teikningar, eða
senda okkur þær og dska eftir til-
boðum. Nú með hurðirnar, þá er
þetta þekkt framleiðsla. Hús-
byggjendur hringja og panta
hurðir við ákveðnu verði, koma
kannske og velja sér viðartegund
og annað og þannig koma verk-
efnin eitt af öðru og við höfum nóg
aö gera alla daga og stundum
meira en nóg.
— Fyigja þvi ekki mikil ferða-
lög að vinna fyrir aðiia utan
Hveragerðis?
— Jú þaö er mikiö keyrt. Ekki
vantar það. Um 90% af vinnunni
er fyrir aðila á svokölluðu Stór-
reykjavikursvæði, en eftir að nýi
vegurinn kom, eru fjarlægðirnar
ekki nein sérstök hindrun og
stundum tekur það ekki mikið
lengri tima að aka I Breiðholtið
frá Hveragerði en neðan úr mið-
bæ I Reykjavik, sagöi Stefán
Magnússon, framkvæmdastjóri
Trésmiðju Hveragerðis hf. að
lokum. JG
Guðmundur Wiium Stefánsson verkstjóri og einn eigenda trésmiöjunn-
ar.
Þótt harðviðarhuröin sé slétt og felld að utan, er innvolsið ekki eins einfalt. Ilundruð smáhólfa eru gerð,
annaðhvort meö masonit renningum eða pappa, þetta er gert til þess að hurðin sé léttari og til þess aö
hún vindi síg ekki. Undirlagið, eöa hólfin segja yfirleitttil um gæðin, þegar fram liöa stundir.