Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 10. október 1976 MAÐURINN, sem ætlar a6 spjalla vi6 lesendur Timans i dag, heitir Geir Sigurösson. Hann er Dalamaöur aö uppruna, hann hefur stundaö búskap, kennslu og sitthvaö fleira um dagana, og hefur hvarvetna reynzt góöur liösmaöur. A unga aldri leitaði hann sér menntunar I Samvinnu- skólanum, og þá tókst sú vinátta meö honum og Jónasi Jónssyni, skólastjóra Samvinnuskólans, sem siöan entist á meöan báðir lifðu. Uppvaxtarár og bú- skapur i Dölum Geir Sigurösson kennir sig jafn- anviö Skeröingsstaði i Dalasýslu, og þess vegna liggur beint viö aö spyrja? — Er þetta fæöingarbær þinn, sem þú kennir þig viö, Geir? — Nei. Ég fæddist i Sælingsdal 10. okt. 1902. begar ég var á fimmta aldursári, fluttist ég meö foreldrum minum aö Skerðings- stöðum, þar sem fjölskyldan átti heima i tvö ár, en fyrri veturinn, sem viö vorum þar, andaöist faöir minn. Þegar þessi tvö ár voru liö- in, fluttist móðir min frá Skerö- ingsstöðum aö Glerárskógum og giftist þar öðru sinni, og þar átti ég siöan heima i þrjátiu ár. Allir þessir bæir, sem ég hef nefnt, Sælingsdalur, Skerðingsstaðir og Glerárskógar, eru i sömu sveit- inni, Hvammshreppi i Dalasýslu. t desembermánuöi áriö 1925 varö stjúpfaöir minn úti i mann- skaöaveöri, sem þá skall yfir. Þegar svo var komiö, geröist ég umsjónarmaður meö búi móöur minnar og var þaö i þrettán ár. — Voru einhver tök á þvi fyrir unglinga i heimahögum þinum aö fara i skóla á þeim árum, sem þú varst aö alast upp? — Þegar ég var átján ára, fór ég i unglingaskóla i Hjarðarholti. Honum veitti forstööu Björn Her- mann Jónsáon, sem seinna varö skólastjóri á Isafirði. Eftir þaö var ég heima i þrjú ár, en fór siö- an i Samvinnuskólann i Reykja- vik. Og það var einmitt snemma á siðari vetri minum i Samvinnu- skólanum, sem stjúpfaðir minn féll frá, og ég varð aö hætta námi af þeim sökum. Ég hvarf þá heim til móður minnar, sem bjó stóru búi, eftir þvi sem þá gerðist, og átti börn um fermingaraldur, og sum enn yngri. Eins og ég sagði áðan, þá stóð ég fyrir búi hennar i þrettán ár, eða til vorsins 1939, en þá hafði ég kvongazt nokkru áöur, og reisti nú bú aö Skerðingsstöö- um, þar sem ég hafði eitt sinn átt heima sem ungur drengur. Á Skerðingsstöðum bjuggum viö svo, þangaö til ég var á sextug- Íasta aldursári, eöa til 1962, en þá var konan min oröin veik af þeim sjúkdómi, sem dró hana til dauða, og féll frá þaö ár. Þar meö var búskap mínum á æskustöðvunum lokiö. Og nú tók ég mér þaö fyrir hendur, sem ég haföi reyndar stundað dálitiö heima i Glerárskógum, þegar ég var ungur: Ég fór aö kenna börn- um, og stundaði þaö i niu ár. Ég kenndi i Húnavatnssýslu, Þykkvabæ og i Borgarfiröi syöra. IHugurinn dróst að Samvinnuskólanum — Þaö væri gaman aö spjaila meira um kennslu þina og veru i ólikum héruöum, en fyrst langar mig aö fræöast um þitt eigiö nám. Hvernig stóö á þvi, aö þú fórst i Samvinnuskólann, 'en ekki til dæmis i Kennaraskóla íslands? — Já, þaö væri nú hægt aö segja ýmislegt um þetta. Veturna eftir aö ég var á skólanum i íljaröarholti, kenndi ég börnum. ■æði systkinum minum, sem voru ngri en ég, og öörum. Og tvö >rin var Björn skólastjóri i aröarholtiprófdómari hjá mér. r er þaö minnisstætt, aö á amóti, sem Björn hélt sumar- 22, kom hann aö máli viö mig ti undir mig aö halda áfram , og benti mér fyrst og t á Kennaraskólann. Ég hef gsaö um þaö á siðari árum, rn skyldi leggja að mér aö fara i Kennaraskólann, einmitt eftir aö hann haföi sjálfur veriö prófdómari þeirra barna, sem höföu notið tilsagnar minnar. En einhvern veginn var þaö nú svo,- aö ég haföi ekki nærri eins mikinn áhuga á Kennaraskólanum eins og Samvinnuskólanum. — Hvernig stóð á þvi? Lék þér hugur á aö fást viö verzlunar- störf? — Nei, ég haföi ekki neina sér- staka hneigö til verzlunarstarfa út af fyrir sig. En ég haföi kynnzt Samvinnuskólanum óbeinlinis, og skólastjóra hans beinlinis i gegn- um penna hans, — skrif hans i blöðum og timaritum, og mér fannst sem þarna væri eitthvaö mikiö um aö vera, viöfeömt og fé- lagslegt, og áhugi minn á þvi aö kynnast þessum manni óx aö sama s'kapi sem ég varö vitni aö fleiri og stærriádeilum á hann, og af hvilikrVsnilld hann hratt hverri árás, sem'á hann var gerö. — Þaö eV sagt, aö fjarlægðin geri fjöllin 'þiá. Hvernig fannst þér svo aö vera nemandi Jónasar Jónssonar og standa augliti til auglitis viö hann inni i kennslu- stofu? — Þaö, sem kom mér fyrst á óvart, var það, aö skólastjóri Samvinnuskólans reyndist miklu mildari persóna en ég hafði gert mér i hugarlund. Þaö, sem næst vakti athygli mina, var hve mjög hann var opinn fyrir þvi, sem ýmsir myndu sjálfsagt kalla smáatriði. Hið daglega lif nem- endanna, hvernig þeir væru út- búnir, hvernig fötin þeirra væru, hvernig þeir gengju um, og annað slikt. Mikil áherzla var lögö á prúömennsku og háttvisi, og yfir- leitt virtist Jónas hafa sivaxandi áhuga á þvi aö rækta og bæta sér- hvern þátt i fari nemenda sinna, og engu siður þaö, sem smátt er kallaö, heldur en hitt, sem talið er stærra. — Þetta hlýtur að hafa haft djúp áhrif á þig og aöra nemend- ur? — Þegar viö vorum sezt inn i félagsfræöitima, opnaðist okkur útsýn um ný svið — veraldir, sem okkur hafði varla órað fyrir, aö væru til. Á eftir fannst okkur hug- ur okkar hafa vikkað og mildazt um leiö. — Hvaöa námsgreinar þótti þér skemmtilegast aö læra hjá Jónasi? ÁTTUNDU HÆÐ Rætt við Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum — Þegar ég var i skólanum, kenndi hann aöallega félagsfræöi og samvinnusögu, sem var eink- um bundin viö sögu kaupfélag- anna, og þá sérstaklega hér á landi, þótt einnig væri farið viðar. En auk þessa var Jónas stundum meö aukatima, sem hann nefndi „bókmenntir og listir”. Þá bar jafnan margt á góma, enda kapp- kostaði Jónas aö hafa efni þess- ara tima sem fjölbreyttast. Tryggvi Þórhallsson, hinn gáfaði og glæsilegi maöur, kenndi is- lenzku og forn-bókmenntasögu, og þegar svo bættust við timarnir um bókmenntir og listir, þar sem Jónas valdi efniö sjálfur, gat naumast hjá þvi fariö, að sú kennsla skildi margt gott og gagnlegt eftir i hugum þeirra, sem kennslunnar nutu, enda held Magnús Friöriksson ég, aö sú hafi oröið raunin um flesta, ef ekki alla, sem i skólan- um voru. Dagarnir liðu fljótt i skólanum — Var ekki gaman aö læra hjá Tryggva Þórhallssyni? — Ég veit ekki hvaö aörir segja, — nema þá að litlu leyti — en hvaö sjálfan mig snertir þá hlakkaöi ég alltaf til, þegar ég átti von á þvi, að dyrnar opnuöust og Tryggvi Þórhallsson gengi inn i skólastofuna, viröulegur i fram- göngu og hlýlegur i viðmóti, til þess að miðla okkur af þeim mikla fróðleik, sem hann bjó yfir. — Hvað lét Tryggvi ykkur aöaiiega lesa af fornbókmennt- um? — Egils saga og Gunnlaugs saga ormstungu voru þær sögur, sem hann notaði mest. En i sam- ræðum viö okkur fór hann miklu viöar, og þaö var sannarlega bæði fræösla og skemmtun. — Dagarnir hafa liöiö fljótt innan veggja skólans? — Já, og þaö er sannast mála, að viö nutum margra ágætra kennara annarra en Jónasar og Tryggva, þótt ég hafi einungis minnzt á þá hér aö framan. Héö- inn Valdimarsson kenndi hag- fræöi, en aö visu naut ég þess ekki mikiö, þvi aö hagfræöin var aöal- lega kennd i efri deild, en I neöri deild kenndi Friögeir Björnsson, sem seinna starfaöi i Stjórnar- ráöinu, og hann kenndi svokall- aöa hagfræöisögu, eöa sögu hag- fræöinnar, og þaö þótti mér alltaf skemmtilegt viöfangsefni. Sigur- geir Friöriksson frá Skógarseli i Þingeyjarsýslu kenndi vélritun og f leira. Hann var ákaflega mik- illfélaginemenda sinna. Ég man, aö i fyrsta timanum, sem hann kenndi, bauö hann okkur öllum dús, og upp frá þvi umgekkst hann okkur eins og hann væri „einn af oss”, en ekki hátt yfir okkur hafinn, enda var slik hugs- un viösfjarri honum. — Var ekki lika náinn skiining- ur á einkahögum nemenda, til dæmis ef einhver veiktist, eöa annaö ófyrirsjáanlegt bar aö höndum? — Jú, þaö er alveg áreiöanlegt, og m jög var áberandi, hve Jónasi var sýnt um að greiöa fyrir nem- endum, þannig aö skólavistin yröi þeim sem ódýrust. Veturinn, sem ég var i skólanum, sváfum viö nokkrir skólapiltar i óupphituöum skúr, en lásum i skólastofunum. Viö vorum i sameiginlegu matar- félagi viö nemendur Kennara- Torfi Bjarnason i Ólafsdal. skólans, og fengum þannig mjög gott fæði, sem þó var svo ódýrt, aö menn réöu við kostnaöinn, þótt þeir hefðu sáralitið fé handa á milli. Um skipulegt félagslif skólans er það aö segja, að annan hvorn laugardag voru haldnir þar mál- fundir, en á sunnudagskvöldið daginn eftir var sérstök sam- koma, sem Jónas mótaöi sjálfur. Þar var leikiö á orgel og sungið, ogfenginn maöur, einn eöa fleiri, til þess aö halda erindi. Voru þeir ýmist utan af landi eöa úr Reykjavik. Siguröur Nordal, Sig- tryggur Guölaugsson á Núpi, Guömundur Danielsson og Sigur- björn Astvaldur Gislason komu allir til þess aö halda fyrirlestra i skólanum. Vist voru þetta óllkir menn og höfðu ólikt umræöuefni aö flytja, en sannarlega var mikill ávinningur aö hlýöa á mál þeirra. — Þessum samkomum stjórnaöi Jónas Jónsson. Þær enduöu jafnan meö þvl, aö menn fengu sér öl aö drekka, Jónas og gestir hans sér i hóp, en nemend- umir og gestir þeirra sér. Var þá annað hvort spilaö eöa gripið tafl. Þetta var sem sagt um aöra hvora helgi. Hinn laugardaginn var danssamkoma frá klukkan átta til tólf aö kveldi. Jónas var mjög fylgjandi þvi, aö menn lærðu aö dansa og tækju þátt i þessum samkomum. Kom hann þá oft sjálfur og leit yfir hópinn, en stanzaði aö jafnaði ekki lengi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.