Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. október 1976
TtMINN
11
Sjóður til styrktar börnum:
Stofnfé áætlað á
fjórða tug milljóna
— dánargjöf Sigfúsar
Jónssonar, fyrrum
Framkvæmdarstjóra
Stofnaður hefur veriö sjóöur,
sem ber heitiö Minningarsjóöur
Magdalenu Guöjónsdóttur,
h júkrunarkonu, og hjónanna
Kristinar Guöjónsdóttur og Sig-
fúsar Jónssonar og er hlutverk
hans „aö llkna og styrkja börn og
unglinga undir 15 ára aldri, þeim
sem þurfa á hjálp aö halda vegna
sjúkdóma.sérstaklega þeim, sem
eru i tengslum viö barnaspitala
Hringsins, segir i frétt frá Kven-
félaginu Hringnum.
1 skipulagsskrá sjóösins segir,
aö stofnfé hans sé dánargjöf Sig-
fúsar Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Morgunblaösins, sam-
kvæmt arfleiösluskrá dagsettri
25. september 1971, en Sigfús
andaöist hinn 26. júli 1975. Höfuö-
stóllinn nemur 6.968.730 krónum.
Eru þar með taldar fasteignir,
sem metnar eru á fasteignamati,
en söluverð þeirra er allmiklu
hærra og er alls ekki fráleitt aö
áætla stofnféö á fjórða tug millj-
óna, segir i fréttinni.
Eignir sjóösins eru nánar til-
tekið einbýlishúsiö nr. 68 viö Viöi-
mel i Reykjavik og tveggja her-
bergja ibúð aö Brekkustig 14 i
Reykjavík. Ennfremur lóö i
ölfusi, spariskirteinirikissjóös aö
upphæö 1,5 milljón krónur, hluta-
bréfi Eimskipafélagilslands h.f.
og Verzlunarbanka Islands h.f.,
innbú samkvæmt mati að upphæð
1,6 milljónir króna og 1.453 þús-
und krónur i peningum.
Stjórn sjóösins skal skipuö
samkvæmt fyrirmælum erfða-
skrár þremur mönnum: for-
manni Kvenfélagsins Hringsins,
yfirlækni Barnaspitala Hringsins
og einum af núverandi eigendum
Málflutningsskrifstofu Guömund-
ar Péturssonar og Axels Einars-
sonar, eða einum af þeim, er siö-
ar eignast Málflutningsskrifstof-
una. Skal sá aöili vera formaöur
sjóösstjórnar. Höfuöstól sjóösins
má ekki skerða.
Sjóösstjórnin skal leitast viö aö
ávaxta eignir sjóösins á þann
hátt, að rýrnun höfuöstólsins
verði sem minnst, t.d. meö þvi aö
ávaxta hann meö visitölutryggö-
um skuldabréfum eöa fasteign-
um. Stjórnin ákveöur hverjir
hljóta styrk úr sjóðnum. Heimilt
er aö hafa samvinnu viö stjórn
Kvenfélagsins Hringsins og þá, er
fara með málefni Barnaspitala
Hringsins um úthlutun hverju
sinni. Afl atkvæöa ræöur bæöi
ráöstöfun eigna og styrkveiting-
um úr sjóönum. Reikningsár
sjóösins er almanaksárið og
endurskoöendur hinir sömu og
Kvenfélagsins Hringsins.
Forseti Islands staðfesti skipu-
lagsskrá sjóösins hinn 20. ágúst
siðastliðinn.
Skáksamband Austurlands:
Vetrarstarfið
að hefjast
Gsal-Rvik — Nú er vetrarstarf
Skáksambands Austurlands aö
hefjast.
Skáksveit Landsbanka Islands
heimsækir Austfirði um helgina
og keppir viö félaga I Skáksam-
bandi Austurlands. 1 Skáksveit
Landsbankans eru 10 skákmenn,
þar á meðal kunnir landsliös- og
meistaraflokksmenn.
Helgarmót á vegum Skáksam-
bands Austurlands fer fram á
Egilstöðum laugardaginn 23. og
sunnudaginn 24. október n.k.
Tefldar verða 6 umferðir eftir
Monrad-kerfi, og er umhugsunar-
Timlnn er
• peningar j
j Auglýsícf
| í Tímanum j
timi ein klst. á hvern mann á
hverja skák.
Teflt verður i barnaskólanum
og hefst taflið kl 2 á laugar-
daginn. Ollum er heimil þátttaka.
Einfalt
lánakerfi
Tvöfaldir
möguleikar
Sparilánakerfi Landsbank-
ansveitir yðurrétttil lántöku
á einfaldan og þægilegan
hátt.
Taflan hér fyrir neöan
sýnir greinilega hvernig
reglubundinn sparnaður
hjóna getur til dæmis
skapað fjölskyldunni rösk-
lega eina milljón króna í ráð-
stöfunarfé eftir umsaminn tíma.
SPARIFJÁRSÖFNUN tengd rétti til lántöku
Sparnaður Mánaðarleg Sparnaður i Landsbankinn Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Þér endurgr.
yðar eftir innborgun lok timabils lánar yöur yðar 1) endurgreiðsla Landsbankanum
5.000 60.000 60.000 123.000 5.472
12 mánuði 6.500 78.000 78.000 161.000 7.114 á 12 mánuðum
8.000 96.000 96.000 198.000 8.756
5.000 90.000 135.000 233.000 6.052
18 mánuði 6.500 117.000 176.000 303.000 7.890 á 27 mánuðum
8.000 144.000 216.000 373.000 9.683
5.000 120.000 240.000 374.000 6.925
24 mánuði 6.500 156.000 312.000 486.000 9.003 á 48mánuöum
8.000 192.000 384.000 598.000 11.080
1) í fjárhæóum þessum er reiknað með 13% vöxtum af innlögóu fé, svo og kostnaði
vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðaö viö hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka islands á hverjum
tíma.
LANDSBANKINN
Sparilán til vidbótar
Tannlæknastofa
Er tekinn aftur til starfa eftir eins árs dvöl
erlendis.
Eyjólfur Busk, tannlæknir.
Laufásvegi 12.
Viötalstimi 9-12 og 2-6, nema laugardaga.
Simi 10452.
Eggjaframleiðendur
Orvals fallegir 2 mánaða hænuungar af
hinu viðurkennda varpkyni frá Teigi, til
afgreiðslu nú þegar. Tryggið ykkur unga
hið allra fyrsta.
Alifuglabúið Teigur. Mosfellssveit.
Simi: 91-66130.
Þú færð ísmola í veizluna
í ISest i
Nú getur þú áhyggjulaust boöió ggstum kalda
drykki heima hjá þér. Engin biö eftir aö vatnið frjósi í
ískápnum.
Hjá Nesti færöu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á
hættu aö veröa ís-laus á miöju kvöldi.
Renndu viö í Nesti og fáöu þér ísmola í veizluna!
NESTI h.f.
Ártúnshöfða — Elliðaár — Fossvogi