Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 10. október 1976
Á siðastliönum vetri kom út á
vegum Rannsóknastofnunar vit-
undarinnar skýrsla um Stjórn
vitundarinnar og sálræn lyf, þar
sem fram komu margs konar
upplýsingar um sálfræðilegar að-
ferðir til könnunar og stjórnar á
vitund mannsins. Aðalmarkmiö
skýrslunnar er, eins og segir i
inngangi hennar: „Að kynna ör-
fáar af þeim sálrænu, lifeðlislegu
og félagslegu leiðum, sem fara
má til þess að stjórna og þróa vit-
undarlif mannsins, og stuðla
þannig að þvi að draga úr hinni
miklu notkun og misnotkun á sál-
rænum lyfjum og vimugjöfum,
sem sjá má i islenzku samfélagi
nú.”
Þar eö við telum að efni
skýrslu þessarar eigi mikið erindi
til almennings munum viö hér
birta siðasta kafla skýrslunnar,
sem fjallar um SALRÆN LYF
OG VIMUGJAFA. Til skýringar
birtum við f upphafi efnisy'firiít
skýrslunnar, tilvitnanir í heim-
ildfr haida sömu númerum og i
heildarskýrslunni. Þar eð vitnaö
er i kaflanum til skýringarmynd-
araf bls. 21 er einnig hún birt hér-
með.
Höfundur skýrslunnar er Geir
V. Vilhjálmsson, sálfræðingur, en
hann er meðlimur i Félagsvis-
indafélagi íslands og i Sálfræö-
ingafélagi Islands og vinnur að
sálfræðilegum rannsóknum á
vegum Rannsóknastofnunar vit-
undarinnar.
Kaflinn fer hér á eftir.
Algengustu vimugjafar.
Hér er um hagnýta, ekki fræði-
lega yfirlitsflokkun að ræða. Sum
lyf koma fyrir i tveim flokkum,
þar eð flokkarnir skerast að
nokkru. Þetta er ekki tæmandi
listi, mörg fleiri lyf og efni mætti
nefna.
A. Lyf eða efni notuð fyrst og
fremst sem vimugjafar:
Afengi (ethýlalkohól)
Kaffi.svartte (caffein, tein o.f 1.),
tóbak (nikotin) Cannabis
(marijuana, hassish)
LSD (lysergið) DOM („STP”)
meskalin, psilosibin, DMT, o.fl.
ofskynjunarlyf.
ópium, heróin.
B. Vimugjafar, sem hafa haft
eða sem gætu haft læknislegt gildi
áfengi: e.t.v. einstöku sinnum,
sem róandi lyf gegn spennu eða
streitu.
kaffi, te: sem örvandi lyf gegn
sleni, þunglyndi, til þess að
draga úr matarlyst, „móteit-
ur” gegn of stórum skömmtum
svefnlyfja eða róandi lyfja.
cannabis: notað af grasalæknum
áður fyrr aðallega sem verkja-
deyfandi eða róandi lyf.
LSD, Meskalin, psilósibin, DPT
(diphenyl tryptamine) o.fl. of-
skynjunarlyf hafa veriö notuö i
sállækningum (psychedelic eða
psycholytic therapy) og til þess
að rannsaka starfsemi mið-
taugakerfisins og sálarlifsins.
Kókain: var áður fyrr mikið not-
að til staðdeyfingar og er notað
enn i sambandi við staðdeyf-
ingar auga, einnig áður fyrr
mikið notað sem örvunarlyf likt
og kaffi nú.
ópium: notað sem svefnlyf og
sársaukadeyfandi lyf fyrr á
öldum, ýmis efni úr ópium hafa
verið og eru enn mikið notuð,
t.d. morfin, dilaudid og codein.
C. Læknislyf, sem oft eru mis-
notuð sem vimugjafar:
Sterk verkjadeyfandi lyf: morfin,
peditin o.fl.
svefnlyf: barbtúrsýru lyf s.s.
Nembutal, Phenobarbital,
Seconal, einnig önnur svefnlyf,
s.s. Doriden, svæfingarlyf,
einkum hláturgas.
Geir Vilhjálmsson.
örvandi lyf: Amfetamin, Ritalin,
Preludin o.fl.
D. Leysisefni, sem stöku sinn-
um eru misnotuð sem vimugjaf-
ar: blettavatn, þynnir, lim,
bensín .o.fl.
Hugtök yfir misnotkun
sállyfja og
vimugjafa:
Orð endurspegla hugarlega
byggingu málsins og þau hugtök,
sem á islenzku hafa veriö notuð
um lyfjamisnotkun endurspegla
hinn almenna skilning á málinu
til þessa.
Algengasta heitiö þar til fyrir
skömmu var hugtakið eiturlyf.
Ég hef heyrt þeirri skoðun haldið
fram að þetta hugtak sé merk-
ingarfræðilega óheppilegt, þar eö
eitur og lyf séu merkingarlega
andstæðir pólar, lyf hjálpi og likni
en eitur sé skaðlegt.
En slik þverstæðuhugtök geta
vel átt rétt á sér, þegar fyrir-
brigöið sem lýsa á er þverstæöu-
kennt. Og i sambandi við mis-
notkun lyfja stöndum við jú
frammi fyrir þeirri grundvallar-
legu þverstæðu aö i sumum til-
fellum hefur notkun ákveðins lyfs
jákvæöar afleiöingar en i öðrum
tilfellum hefur notkun sama lyfs
neikvæðar afleiðingar i för með
sér. Er notkun eiturlyf jahug-
taksins erfiö einmitt af þessum
sökum, þ.e. að undir sumum
kringumstæðum hæfir heitið
„eiturlyf” ákveðnu lyfi, en undir
öörum kringumstæðum hæfir það
ekki sama lyfi. Til þess aö skilja
þessa ofangreindu þverstæðu til
fulls er nauðsynlegt að athuga eitt
af frumatriðum lyfjafræöinnar
„að öll lyf eru eitur, það sem
gerir gæfumuninn er skammt-
urinn”. (65)
Það er að segja, öll lyf hafa ein-
hvers konar áhrif á efnaskipti,
stjórnkerfi eða aðrar hliðar
likamsstarfseminnar. Ef tekinn
er nægilega stór skammtur verða
lyfjaáhrifin hættulega mikil.
Vestur-þýzkur lyfjaprófessor
hefur i þessu sambandi komizt
svo að orði: „Ef þvi er haldið
fram, að ákveðið lyf hafi engar
aukaverkanir, þá er full ástæða
til þess að ætla að efnið hafi
heldur enga aðalverkan. Praktist
séð verður alltaf að reikna með
þvi, að ölllyf, sem áhrif hafa, hafi
aukaverkanir.” (66)
En úr þvi að öll lyf eru eitruð og
lifshættuleg i nægilega stórum
skömmtum þá er það augljósum
vandkvæðum bundið að nota hug-
takið eiturlyf á sum lyf öðrum
fremur. Er þvi skýrara að tala
um notkun eða misnotkun lyfja
eftir þvi hvort jákvæðar eða nei-
kvæöar afleiðingar notkunar-
innar eru yfirgnæfandi.
Hugtökin ávana- og fiknilyf,
ávana- og fikniefni, sem hafa rutt
sér til rúms um tima byggjast á
ávana þeim eða fikn þeirri, sem
oft er einkenni lyfjamisnotkunar.
Hugtökin ávana.efni og fikniefni
ergjarnan notuð um efni sem sál-
ræn áhrif hafa en sem ekki eru i
„viðurkenndum” lyfjaskrám, t.d.
benzin og blettavatn, sem fyrir
kemur að fólk verður sólgið i, svo
og efni eins og cannabis, sem
sjaldgæft er að finna i lyfjaskrám
samtimans. En það er vafasamt
að gera slika aðgreiningu milli
sálrænna lyfja og sálrænna efna,
að einhverju aðalatriði, þvi inni-
hald lyfjaskráa er stöðugum
breytingum undirorpið. Mörg lyf
úr jurtarikinu eru t.d. ekki lengur
i lyfjaskrám i upprunalegu eða i
hálfunnu ástandi þó að viss efni
úr þessum jurtum séu enn mikið
notuð sem lyf. (s.s. Magnyl, at-
ropin, digitalis o.f 1.).
Sem heildarheitifyrir svokölluð
ávana- og fiknilyf og efni hefur
prófessor Þorkell Jóhannesson
bent á samheitið vfmugjafar.
Reynslan verður að skera úr
um það hvert þetta hugtak verður
almennt notað. Hin islenzka orða-
bók Menningarsjóðs gefur sem
merkingar á vímu: 1. ölvun,
leiðsla, svimi. 2. deyfð, doöi.
Þessar merkingar draga eðlilega
fram ýmis einkenni áfengisvimu
(ölvun, svimi, deyfð, doöi). A
hinn bóginn fremur hlutlaust hug-
tak leiösla, sem almennt er notað
eitt sér eöa i samsetningu um
breytingar á vitundarástandi. Þvi
virðist hin merkingarlega hlið
hugtaksins vimugjafi nægilega
viðtæk að upplagi til þess að geta
spannað flest lyf og efni, sem hér
um ræðir. Fyrir utan aö vera
þjálla i munni kemst hugtakið
þannig nær þvi að lýsa llklegu
markmiði með sjálfskammtaöri
neyzlu (að komast í vimu),
meðan ávani eða fikn lýsa auka-
verkunum fremur en aðalverk-
unum þessara lyfja. Að siðustu
ber þess að gæta að hugtökin
ávani og fikn virðast vera að
hverfa úr skýrslum WHO og
siðasta áratuginn tala skýrslur
WHO minna og minna um ávana
eða fikn. Þess i staö er komiö
hugtakið að vera háður lyfjum
(drug dependance) og sá sem
háður er orðinn notkun lyfja (a
dependent on drugs). (66)
1 eftirfarandi texta munum viö
Sólaðir
Nýir
amerískir
IEKK
Sendum
í póstkröfu
um land allt
snjó-hjólbarðar
í flestum stærðum
MJÖG
HAGSTÆTT VERÐ
ATLAS
snjó-hjólbarðar
með
hvítum hring
GOTT VERÐ
BéiÆmmwm
Smiðjuvegi 32-34
Simar 4-39-88 & 4-48-80
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Prestskosningarnar í Háteigs-
sókn eru í dag. Skrifstofa
stuðningsmanna séra Auðar:
Skipholt 37
simar 81055 og 81666.
Takið þátt í kosningunni og
komið snemma á kjörstað í
Sjómannaskólanum!
Stuðningsmenn.