Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 10. október 1976 TÍMINN 21 Geir Sigurbsson. Á ferð með Jónasi Jónssyni ÞU spuröir áöan um skilning á einkahögum nemenda. Eins og ég hef lýst að nokkru hér aö framan, þá lét Jónas sér mjög annt um hag nemenda sinna, jafnvel i smáatriöum, en ekki var hann siöri, ef einhvern alvarlegan vanda bar aö höndum. Þá fyrst kom I ljós vináttusamband Jónasar og nemenda hans. Um þetta get ég sérstaklega borið, þvi aö ekki brást velvild Jónasar og skilningur hans á högum minum, þegar stjúpfaðir minn varö úti og ég neyddist til þess aö hætta námi og hverfa heim til þess að annast bú móöur minnar. Voriö áöur hafði Jónas reyndar komiö á æskuheimili mitt og gist þar, og siöan fylgdi ég honum noröur á Boröeyri, en hann var þá á yfir- reið um landið og hélt ræöur hing- að og þangað. Þær fjölluöu um „samkeppni og samvinnu”. Það var sólrikur sumardagur, þegar ég fylgdi Jónasi úr Dölum og norður i Hrútaf jörð. — Vor i lofti, og vor i hugum margra ungra manna. Við fundum, aö nýir tim- ar voru að ganga i garð i landi okkar. — Þaö hefur ekki staöið á sam- þykki skólastjórans, þegar þú hlauzt aö hverfa frá námi? — Ég sótti aldrei um neitt leyfi, þvi aö þess þurfti ekki. Jónas flutti mér sjálfur fregnina um lát stjúpa mins, og siöan ræddi hann um þaö viö mig aö fyrra bragöi, hvaö nú skyldi til bragös taka. Honum voru allar aöstæöur full- komlega ljósar, og mér var ómet- anlegur stuöningur aö skilningi hans. Um voriö kom ég svo aftur hingaö til Reykjavikur og var hér i hálfan mánuö, aöallega viö bók- færslu. Þá ferö fór ég alveg i sam- ráöi viö Jónas Jónsson. Þess má geta, aö voriö 1927, þegar kosningabarátta stóö sem hæst, var Jónas Jónsson á fund- um meö Jóni Þorlákssyni úti á Snæfellsnesi. Þá geröi hann mér orö aö Glerárskógum, þar sem ég átti þá heima, að koma meö sér og lána sér hesta norður i Hrúta- fjörö, en hann var aö fara noröur á Hvammstanga, og kom þangaö flestum aö óvörum á framboös- fund, þar sem hann mætti Magn- úsi Guðmundssyni. Jónas var þarna á ferðinni dag og nótt, og tel ég mig hafa kynnzt honum betur á þessum tveim vornóttum, heldur en i annan tima fyrr eöa siðar á ævinni. Torfi I ólafsdal og Magnús á Staðarfelli — Voru ekki búskaparhættir og verktækni meö gömlu, hefö- bundnu sniöi, þegar þú geröist bóndi i Dölum vestur? — Jú, og lengi siöan. Fyrstu ár- in, sem ég annaöist bú móður minnar, máttu heita sæmileg til búskapar, en svo kom viöskipta- kreppan fræga, og þá stanzaði margur bóndinn á framkvæmda- braut sinni. — Þiö hafi auövitaö búiö ein- göngu viö sauöfé? — Já, kýr voru aðeins til heimilisnota. Segja mátti, að móöir min byggi stórbúi, eftir þvi sem þá gerðist. En heyskapurinn varákaflega erfiður, engjar voru litt samfelldar, nær allar i fjall- íendi, og mjög erfitt um vik á all- an hátt. — I Dölum hefur löngum veriö mikið mannval, allt frá elztu tfm- um. Hvaöa bændur þar eru þér minnisstæðastir? Sem svar viö þessari spurningu finn ég sérstaka ástæöu til aö geta tveggja manna, sem koma mikið viö sögu umgetins héraös á 5 ára- tugum beggja megin viö seinustu aldamót. Þeir voru báöir um- svifamiklir búhöldar en við ólfkar aöstæöur. Lifiö gaf þeim báöum tækifæri til að njóta stórhuga sinna og vlðsýnis og tengjast menntabraut þjóöar sinnar meira en dagleg önn hins rétta og slétta bónda getur venjulegast gert. Annar þessara manna var Torfi Bjarnason i Olafsdal. Hann var fæddur aö Skaröi á Skarösströnd 28. ágúst 1838. Hann dvaldi i átt- högum sinum i hálfan þriöja ára- l tug, fór svo I vinnumennsku tíl frænda sins, Asgeirs Einarssonar á Þingeyrum og var hjá honum i 4 ár. Þá fór hann til Skotlands, kynntist búnaðarháttum þar i landi og kom heim nokkrum ár- um seinna, fullur áhuga. Hann reisti bú i ólafsdal áriö 1871 og bjó þar I 44 ár. Ariö 1880 reisti Torfi fyrsta búnaöarskólann á Islandi og hélt honum gangandi i 28 ár. Er talið, aö alls hafi stundaö nám viö ólafsdalsskólann 160 nemend- ur viös vegar aö af landinu. Námstimi nemenda var 2 ár. Þegar Torfi kom aö Ólafsdal var jöröin talin rýröarkot. Sem dæmi má þar nefna, aö þá var þar ein dagslátta slétt tún, en þegar Torfi féll frá áriö 1915, var slétta túnið i Ólafsdal 50-60 dagsláttur, Vélknú- in jarövinnslutæki komu ekki til sögunnar fyrr en mörgum árum eftir daga Torfa. Þaö má segja, aö hlutverk Torfa sem skóla- Timamynd: Róbert. stjóra, hafi verið tvenns konar: 1 fyrsta lagi tæknilega hliöin, þar sem brúaö var biliö meö aöstoö „þarfasta þjónsins” milli frum- stöðunnar i vinnubrögöum sveita- lifsins og nútimaaöferöarinnar. 1 ööru lagi hin vekjandi áhrif á uppvaxandi mannsefni vitt um sveitir, sem á einskis færi mun vera að meta aö veröleikum. For- ysta hans á sviöi samvinnuhug- sjónarinnar mun einnig um langa framtið halda folvalausu nafni Torfa i Ólafsdal. Hinn maöurinn, sem ég vil nefna, var einn af nemendum ólafsdalsskólans, Magnús Friö- riksson frá Staðarfelli. Hann var 24 árum yngri en Torfi i ólafsdal og þvi aö sjálfsögöu, sem at- hafnamaöur, aldarfjóröungi seinna á feröinni. Æviferill Magn- úsar verðskuldaður að mörgu leyti varanlega athygli. Æviferill Magnúsar veröskuldar aö mörgu leyti varanlega athygli. Hann fékk höfuöbólið Staöarfell á Fells- strönd til eignar og ábúöar áriö 1903. Var hann þá 41 árs aö aldri og haföi búiö áöur á tveim stööum á annan tug ára. Hann var tiltölulega efna- litill maður, þegar hann kom að Staöarfelli, og þótti hann sýna mikiö áræöi aö kaupa svo verömikla jörö, þó aö vonir um mikinn afrakstur, byggðar á reynslu undangenginna ára, væru hvöt fyrir bjartsýnan og Utsjónar- saman mann. Magnús bjó á Staö- arfelli I 18 ár, og vegnaöi honum þar vel. Hlunnindi eru jafnan mikil á Staöarfelli og jöröin aö öllu leyti gott ábýli. Magnús hús- aöi jörö sina prýöilega og bætti hana á marga vegu. Staöarfell er höfuöból sveitar sinnar og stend- ur I miöri sveit, þar er kirkja sveitarinnar og samkomustaöur. Magnús var kirkjuháldari á Staö- arfdli og rækti þaö hlutverk vel, enda var hann kirkjulega sinnaö- ur maöur. Haustiö 1920 vildi til mikiö slys á Staöarfelli. Einka- sonur Staöarfellshjónanna, fóstursonur og tvö vinnuhjú drukknuöu viö eina eyjuna, sem liggur undir jöröinni. Ætlaöi fólk- iö aö fást þar viö heyskap, en sú ferö endaði á annan hátt. Næsta ár skeði þjóökunnur atburöur. Magnús Friöriksson og kona hans, Soffia Gestsdóttir, ákváöu aö afhenda rikinu jörö sina til eignar meö þvi skilyröi, aö svo- nefndur Herdisarskóli yröi settur þar á stofn. Löngu áöur haföi frú Herdis Benediktsen gefiö sjóö til stofnunar kvennaskóla viö Breiöafjörö. Gjöfin var gefin til minningar um látna dóttur gef- andans. Frú Herdis var ættuö frá Staöarfelli. Mikiö var deilt um hvar Herdisarskólinn skyldi hafö- ur en umgetin ráöstöfun Staðar- fellshjónanna greiddi götu þess. Vorib 1929 kom Jónas Jónsson frá Hrifiu, sem þá var menntamála- ráöherra, meö fjölmennu föru- neyti og vigöi skólann meö hátiö- legri athöfn. Tvö þjóðskáld, bú- sett i Dalasýslu, Stefán frá Hvita- dal og Jóhannes úr Kötlum, ortu við þetta tækifæri vigsluljóð. Mál- iö var komið i höfn. Deilur um skólastaðinn tilheyröu fortiöinni. Grundvöllur þessarar skólastofn- unarátti engan sinn lika. Lýsingu á honum mun hvergi betri aö finna en i eftirfarandi ljóðlinum i vigsluljóöi Stefáns frá Hvitadal: Til Staðarfells er öll hans ætt i einum þætti rakin, — er dauöinn sló, var dýrleg sætt af Drottins mætti vakin. . Staöarfellsskólinn hefur nú starfað i 48 ár. , . Stefán frá Hvítadal — Fyrst viö erum komnir meö hugann til Stefáns frá Hvitadal, væri freistandi aö heyra eitthvaö af kynnum ykkar. — Já. Kynni okkar hófust reyndar ekki fyrr en ég var kom- inn heim, eftir að hafa verið viö nám i Reykjavik. En á næstu ár- um kynntumst við mikiö og áttum ýmislegt saman að sælda, Til dæmis sýndi hann heimili minu mikla vinsemd i tvo skipti með þvi aö yrkja gullfalleg erfiljóð, þegar dauðinn sótti okkur heim. 1 annaö skiptiö var þaö, þegar stjúpfaðir minn varð úti, en i hitt skiptið, þegar frændi minn og fóstursonur móður minnar dó, fá- um árum siðar. — Stundum varö ég Stefáni samferöa um lengri eöa skemmri veg, og ég minnist ekki að hafa fyrirhitt skemmti- legri ferðafélaga. Mér er i minni ferö, sem viö fórum saman á tunglskinsbjartri vetrarnótt yfir Svinadal á leið að Bessatungu, þar sem Stefán átti heima. Þaö ferðalag gleymist mér seint, en hins vegar á ég ekki auövelt meö aö lýsa endurminningum minum um þessa nótt meö orðum. — Var Stefán ekki líka skemmtilegur maöur heim aö sækja? Tvö þjóökunn skáld úr Döium, Stefán frá Hvitadal og Jóhannes úr Kötlum. — Jú, þaö var hann. Einu sinni var ég á ferö meö Lúövig Guö- mundssyni skólastjóra og konu hans. Lúövig þekkti Stefán vel, og tilhans stefndum viö. Viö komum aö Bessatungu á laugardags- kveldi, og þá stóö svo á, aö Stefán var aö hirða tööu á túni sinu. En þegar okkur haföi boriö aö garði, hætti Stefán fljótt verki sinu og kom til okkar. Þar uröu fagnaö- arfundir. Eitt af þvi, sem Stefán geröi okkur til skemmtunár þetta kvöld, var aö lesa fyrir okkur kvæöi sitt Anno domini 1930: „Is- land biður aldir iangar”. Það birtist seinna i Perlum. Þetta kvöld ljómaði Stefán af gáfum og andriki. Á honum varö ekki séö, að hann heföi fyrir skammri stundu verið að binda hey, — erfiðisverk, sem honum var i raun og veru um megn, fötluðum manni. — Auövitaö hefur erfiöisvinna ekki hentaö manni meö heilsufar Stefáns frá Hvitadal, en heidur þú ekki, aö hann hafi þar fyrir utan alltaf veriö á rangri hiliu sem stritandi bóndi? — Þaö er sennilegt, enda var hann aldrei stærstur á þeim vett- vangi. Ég veit, aö sumir hafa haldiö þvi fram, aö Stefán heföi ekki átt aö setjast þarna aö meö þungt heimili, þvi ekki er hægt aö segja að afkomuskilyröi væru þar neitt sérlega glæsileg, jafnvel þótt i hlut heföi átt bóndi meö ó- skerta starfsorku, hvaö þá fyrir mann meö heilsufar Stefáns. En eitthvaö hefur þaö veriö, sem laö- aöi Stefán heim i gamla dalinn sinn, þar sem hann haföi alizt upp aö miklu leyti. Hér gafst honum næöi til þess aö sinna mesta hugö- arefni sinu, skáldskapnum, þótt heilsufar hans leyföi honum ekki nema takmörkuö afköst. — Hann hefur þá iiklega unaö dável viö þessar aöstæöur? — Aldrei varö ég var viö nein merki þess, aö honum leiddist, en þó get ég auövitað ekki fullyrt mikið um það efni. — Eins og kunnugt er, þá var Stefán frá Hvitadal kvæntur Sigriöi Jóns- dóttur frá Ballará á Skarös- strönd. Þau eignuðust tiu börn, og má þvi fara nærri um aö heimilið var þungt. Fyrstu tvö árin bjuggu þau aö Ballará hjá Jóni tengda- föður Stefáns, þá fluttu þau aö Krossi I sömu sveit, siðan voru þau i Hvitadal viö mjög tak- markaöan húsakost, en vorið 1923 réöist Stefán i þaö, — auövitað af vanefnum — aö kaupa Bessa- tungu i Saurbæ. Þangaö fluttist hann meö fjölskyldu sina, og þar áttihann heima til dauöadags, en hann lézt i marzmánuði 1923, aö- eins hálffimmtugur að aldri. — Bessatunga er mjög litil jörö, svo þar veröur ekki búiö neinum stór- búskap, sizt eins og búskapar- hættir voru hérá landi fyrir hálfri öld eöa svo, en jöröin er annáluö fyrir fagurt útsýni, einkum er þar kvöldfagurt aö vor- og sumarlagi. Stefán var ekki vanmetinn i átthögum sinum — Kunnuö þiö Dalamenn mikiö af skáldskap Stefáns, eöa sannaö- ist á honum hiö fornkveöna, aö enginn spámaöur sé mikiis met- inn i sinu fööurlandi? — Ég held, aö þetta, sem þú nefndir og oft er vitnaö til, veröi varla sagt um Stefán. Aö visu liggja ekki nein veruleg stórvirki eftir Stefán, þaö vita allir, bæöi sveitungar hans og aörir. Ritsafn hans, var gefið út nokkrum árum eftir dauöa hans meö ágætum for- mála og persónulýsingu höfundarins eftir Tómas Guö- mundsson skáld. Þar eru bækur Stefáns, Söngvar förumannsins, Óður einyrkjans, Helsingjar, Hei- lög kirkja og ljóöiö Anno domini 1930. Jóhannes úr Kötlum var tólf ár- um yngri en Stefán. Þeir voru höfuöskáldin i Dölum um sina daga, og þótt farið sé lengra aftur i timann. Nokkrum árum eftir dauða Stefáns var gefin út bókin Jólavaka.og haföi Jóhannes valið efnið i hana. Hann tekur þar hiö gullfallega kvæði Stefáns, Jól: Framhald á bls 34

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.