Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 10. október 1976 TÍMÍNN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsinga- sfmi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Óáran í mannskepnunni Á liðnum vikum hafa fjölmiðlar gert sér titt um óstandið við Tónábæ, ærsl unglinga i miðbæ Reykjavikur og skemmdarverk i Breiðholti. Lög- reglumenn hafa skýrt frá þvi, að þeir standi i þvi að flytja drukkin ungmenni, jafnvel tólf ára börn, heim til föðurhúsa, og geti þó brugðizt til beggja vona, hvernig aðkoman er þar. Stundum eru for- eldrarnir, þegar upp á þeim hefst, engu betur á sig komnir en afkvæmin. Við vinveitingahúsin standa halarófur af fólki, hvert kvöld sem þar eru byrlaðir lævi blandnir drykkir, og i skjóli næturinnar eru afbrotin fram- in og ofbeldisverk af ölvuðum mönnum. Óreiða af þessu tagi virðist standa i beinu hlut- falli við fjölda vinveitingahúsa og bara, og á flestum stöðum úti á landi, þar sem gistihús hafa fengið vinveitingaleyfi, munu vandkvæði af völdum aukins drykkjuskapar hafa fylgt i kjöl- farið. Beri svo við, að vinveitingum verði ekki við komið vegna vinnustöðvunar, dettur þörf á hinum umfangsmestu þáttum löggæzlu svo að segja niður eins og dæmin hafa sannað. Það segir sina sögu. Þannig er óhófleg áfengisnautn ótvirætt eitt mesta bölið, sem við eigum við að striða. Það er kannski ekki þungbærast fyrir þjóðina, hversu miklum fjármunum er varið til áfengiskaupa, þótt þau leggi fjárhag margra einstaklinga og heimila i rúst, heldur það gæfurán og mannfall, sem mikil áfengisneyzla hefur i för með sér, auk alls annars, sem of langt yrði upp að telja. Það eru óuppgerðir reikningar, sem torvelt mun að gera full skil, hversu marga milljarða i peningum talið við leggjum árlega á altari Bakkusar, og þó verst af öllu, að þar er kurlum að safna, sem koma til grafar langt út i framtiðina. Engum blöðum er um það að fletta, að mjög margt þeirra unglinga, sem býsnast er yfir, leggjast i óreglu og flæmast út á vondar brautir, hefur alizt upp á heimilum, þar sem ekki er allt með felldu i umgengni við Bakkus. Þetta vita engir betur en lögreglumennirnir, sem i eldinum standa og mega marga nóttina horfa upp á átakanlegra sjónarspil inni á svokölluðum heimilum en orð fá lýst. Samt sem áður getur það gerzt, að i blöðum birtast greinar, þar sem sárlegast er yfir þvi kvartað, að við höfum ekki nóg af vinveitingahús- um — þurfum endilega fleiri drykkjuhús og meira brennivin. Við þörfnumst án efa eindreginnar hugarfars- breytingar á mörgum sviðum. Við erum fyrir- hyggjulitið óhófsfólk á marga grein, þótt ekki sé það algilt þjóðlifseinkenni, sem betur fer. Aldrei fremur en nú þörfnumst við manngildishug- sjónar, sem hafnar hófleysinu og óreiðunni og lifsviðhorfa, sem hafa viðara svið en þann og þann daginn. Tugþúsundum saman eru ungir Is- lendingar i skólum. Þekking skal ekki vanmetin, þegar tekst að miðla henni, en þó fylgdi þvi vafa- litið meiri farnaður, ef þar væri lögð aukin rækt við að þroska manngildið og treysta mannslund- ina, jafnvel þótt yrði á kostnað einhverra þekkingarmola. Einu sinni var kjörorðið: Heilbrigð sál i hraustum likama. Skyldi það ekki enn vera i fullu gildi? Likamshreysti þorra fólks er sjálfsagt við- unandi, en sálin ætti að vera heilbrigðari. JH. ERLENT YFIRLIT Ung stúlka tekur við af Barböru Walters Cronkite fær Barböru fyrir keppinaut Harry Reasoner og Barbara Walters. HÉR i blaöinu var nýlega skýrt frá samkeppni þriggja stærstu sjónvarpsstöðvanna i Bandarikjunum um morgun- fréttirnar, en timinn milli kl. 7 og 8 á morgnana viröist vera mjög vinsæll fréttatimi. Þar hefur NBC sjónvarpsstööin lengi haft forystuna meö hin- um vinsæla þætti I dag, þar sem Barbara Walters hefur veriö annar aðalstjórnandinn. A þessu ári hefur ABC-sjón- varpsstöðinni tekizt aö ná for- ystunni meö nýjum þætti, Góöan dag, Amerika. En ABC hyggst ekki láta sér þetta nægja, heldur hefur einnig f huga aö ná forystunni á sviöi kvöldfréttanna, þar sem hún hefur orðiö aö láta sér nægja aö vera i þriöja sæti. Aðal- kvöldfréttirnar, sem eru milli kl. 7 og 7.30, eru ekki aöeins vinsæll fréttatimi, heldur einnig eftirsóttur auglýsinga- timi og sækjast stórfyrirtæki mjög eftir aö koma auglýs- ingum sinum inn i hann. Þess vegna er það mikiö fjárhags- mál fyrir sjónvarpsstöövarn- ar, aö þessi fréttaþáttur njóti vinsælda hjá sjónvarpsáhorf- endum. Skoöanakannanir, sem hafa verið geröar undanfarin ár, hafa leitt i ljós, aö CBS heföi vinsælustu kvöldfréttirnar, og er það þakkað þeim manni, sem um langt skeiö hefur annazt stjórn þeirra og samiö þær og flutt aö miklu leyti sjálfur, Cronkite. Næst honum aö vinsældum hafa komiö Chancellor hjá NBC og i þriöja sæti Reasoner hjá ABC. ABC hefur nú ákveðiö aö gera stórfellt átak til þess aö sigra einnig á sviði kvöldfrétt- anna. t þeim tilgangi réöi stööin Barböru Walters i þjónustu sina fyrir hvorki meira né minna en eina milljón dollara í árslaun, þeg- ar samningstimi hennar rynni út hjá NBC. Samningstíma Cronkite og Chancellor. hrófla viö vinsældum Cron- kite, sem hefur unniö sér þaö orö að vera sérlega vandaöur, sanngjarn og óháöur frétta- maöur. Þvi er einnig spáö, aö vafasamt sé aö Barbara reynist eins vel i þessu nýja starfi og hinu fyrra, þar sem hún gat haft lengri viötöl. Þaö hefur eðlilega valdiö NBC nokkrum vanda aö finna konu til aö taka viö af Barböru Walters i morgunfréttaþætt- ina I dag. í sumar var Betty Furness látin reyna sig i þessum þáttum. Henni þótti takast vel aö mörgu leyti, enda þaulvön sjónvarpskona. Niöurstaöan varösamt' sú, aö hún var ekki ráöin til fram- búöar. Sennilega hefur aldur- inn ráöiö miklu, en hún er orö- in sextug. Nú hefur veriö ákveöiö aö rúmlega tvitug stúlka, Jane Pauley, taki viö hlutverki Barböru. Hún hefur unniö hjá sjónvarpsstöö NBC i Chicago og þótti reynast þar vel. Fyrst um sinn mun henni þó ekki ætlaö eins mikið hlut- verk og Barbara haföi, heldur er ráögert aö hún takist það á hendur i áföngum. Ýmsir spá þvi aö hún geti unniö sér vinsældir Barböru og kunni hún m.a. aö njóta þess aö vera tuttugu árum yngri. Þaö færist nú mjög 1 vöxt aö konur gegni samtimis frétta- og þularstörfum hjá sjón- varpsstöövum i Bandarlkjun- um og hafa margar þeirra unniö sér vinsælda þótt engin jafnistá viö Barböru Walters i þeim efnum. Þ.Þ. Jane Pauley. hennar þar er nú lokiö, og hefur hún nú tekið viö kvöld- fréttum hjá ABC, ásamt Harry Reasoner. Jafnframt hefur fréttatiminn veriö lengdur um stundarfjóröung, eöa úr 30 minútum i 45 minút- ur. Samhliöa þessu hafa veriö fyrirhugaöar ýmsar breyting- ar á efni hans og eru sumar þegar aö koma i framkvæmd. Barbara Walters mun aðal- lega annast þær, en Reasoner halda sig aö mestu viö svipaö efni og áöur. Þaö mun vafalaust hafa meiri eöa minni áhrif á frétta- tlmann hjá CBSog NBC, aö ABC efnir til þessarar auknu samkeppni og teflir nú ekki aöeins Reasoner fram gegn þeim Cronkite og Chancellor, heldureinnig Barböru. Margir spá þó þvi, aö erfitt veröi aö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.