Tíminn - 10.10.1976, Blaðsíða 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 10. október 1976
NOTIÐ
ÞAÐ BESIA
Mýkt og
&Y99Í
GIRLING
H-O
D-t-
kennum (Schizophrenia), benda
til þess að langvarandi notkun
geti haft alvarlegar truflanir og i
sumum tilfellum varanlegar
skemmdir á miðtaugakerfi i .för
með sér. Áður var vitað hvernig
chlorprómzin orsakar útfellingu
gulra litarkorna i augum 27-36%
þeirra sem fá lyfið i stórum
skömmtum i meira en 3-5 ár (68)
og lengi hefur veriö vitað' að lyfiö
ylli riðu (parkinsonism) ef
skammtur er hár. Nýrri niður-
stöður sýna truflanir á vissum
hreyfistjórnstöðvum gamla heil-
ans (Substantia nigra) sem ieitt
geta til alvarlegs missis á stjórn
yfir hreyfingum likamans (tra-
dive dyskinesia) (69). Viröist sem
clorprómazine trufli þar efna-
skipti melanins (70) (litarefni i
húö og sumstaðar i miðtauga-
kerfi) og geti i sumum tilfellum
orsakað úrkynjun i þessum stöðv-
Skipholti 35 ■
í verzlup ■ 8-13-51 verk:
Símar:
íæði • 8-13-52
mm yif■ BmMMmna
hefur, að þvi er höfundur bezt
veit, verið verulega rædd i fjöl-
miðlum, sú sem snertir fólk sem
er háð vimugjöfum og sem leitar
á lækna, til þess að fá lyfseðla
fyrir efnum sem það er sólgið i.
Tvær aðrar hliðar málsins þyrfti
að athuga nánar lika, hin mikla
gjöf lækna yfirleitt á róandi lyfj-
um og svefnlyfjum gegn spennu,
streitu og tilfinningalegum
vandamálum i stað þess að veita
sjúklingunum sállæknislega að-
hlynningu eöa sállikamlega þjálf-
un, en álitiö er að meirihluti
þeirra sjúklinga sem koma til al-
menns læknis hafi fyrstog fremst
þörf fyrir sálræna aðstoð. (54). A
þetta atriði var nánar minnzt þar
sem fjallað var um sállikamlega
sjúkdóma fyrr i þessu riti. Hin
hliðin á ofneyzlu lyfseðlalyfja, er
hin mikla neyzla taugalyfja sem
geðlæknar ráöleggja sjúklingum
sinum. Mörg þessara lyfja virka
slævandi á meövitundina um sál-
ræn og félagssálfræðileg vanda-
mál fólks og hindra þannig við-
komandi I aö glima við og sigra
vandamálin. Sjúkdómseinkennin
mildast hins vegar nægilega til
þess að fólk getur oft farið að
vinna aftur, en vandamálið eða
sjúkdómurinn er yfirleitt fyrir
hendieftir sem áðurog fólki er oft
ráölögð taugalyfjaneyzla árum
og áratugum saman, jafnvel að
staðaldri. Annars konar aðgerðir
sitja oft á hakanum, t.d. er sál-
lækningum, likamsrækt, list til
lækninga og hóplækningum beitt i
miklu takmarkaðara mæli en
verið gæti, að minnsta kosti ef
borið er saman við nokkur fram-
farasinnuð geösjúkrahús, sem
höfundur hefur farið i kynnisferð-
irtil. Höfundur er þeirrar skoöun-
ar að innan nokkurra ára verði
ekki talið forsvaranlegt að gefa
taugalyf i jafnstórum skömmtum
og i j af nlangan tima og nú er gert,
nema i sérstökum undartekn-
ingartilfellum, en að almenn
regla verði að nota taugalyf aö-
eins i einn til tvo mánuði, þegar
virkileg þörf virðist á. Sá timi
verði notaður til þess að setja i
gang sállæknislega, sállikamlega
og félagslega meðhöndlun, þar
sem tekizt væri á við orsakir
hinna sálrænu eða félagslegu
vandamála sjúklings.
Eitt það sem styöur þá skoðun
að draga muni úr neyzlu og gjöf
taugalyfja geðlæknanna, er það
að eftir þvi sem lengri timi liður
koma hættur slikra lyfja betur i
ljós. Virðist gamla sagan um til-
hneiginguna til þess að láta sér
yfirsjást hættur nýrra lyf ja, vera
að koma i ljós enn einu sinni, þvi
að rannsóknir á Chlorprómazini,
aðalfulltrúa og ættfööur margra
taugalyfja gegn geðklofa ein-
Misnotkun alls konar lyfja, sem fengin eru með löglegu móti, er áreiðanlega mikil. Stórslys geta hlotizt af, þegar meðöl eru geymd þar I
heimahúsum, er börn ná til þeirra.
um (substantic nigra) f gamla
heilanum (71).
Nýlega barst svo frétt í Mbl. um
að Valium (diazepam), sem
læknar gefa mikið af gegn streitu,
spennu og ótta, virðist auka tiðni
vansköpunar i vör 3-4 sinnum taki
móðirin lyfið á meðgöngutiman-
um.
Þessi alvarlegu tiöindi minna á
Thaladomide-hneykslið, sem
hafði i för með sér mikinn fjölda
af vansköpuðum börnum viða um
lönd fyrir nokkrum árum. Það
mál og þau tvö önnur dæmi sem
voruhér nefnd, chlorpromazin og
diazepam, eru sterk áminning um
þaö að lyfjaframleiðendur, lækn-
ar og allur almenningur er of auð-
trúa á skaðleysi lyf ja og að skað-
leysisathuganir á lyfjum og
reyndar lika efnum sem notuð eru
við matvælaframleiðslu eru alls
ófullnægjandi. Langtíma auka-
verkanir og eitrunaráhrif koma
nefnilega ekki I ljós fyrr en seint
ogum siðir. Kostnaðarsamter að
gera mjög yfirgripsmiklar próf-
anir til langs tima á nýjum lyfum
og þar sem efnahagssjónarmið
togar á við mannúöleg sjónarmið,;
hafa hin siðarnefndu þvi miður
oft setið á hakanum, eru lyfja-
verksmiðjur alls ekki eina dæmið .
um það.
Læknar eru oft i erfiðri aöstöðu,
þvi lyfjaframleiðendur reka mik-
inn áróður fyrir framleiðslu sinni
með auglýsingum i læknatimarit-
um, með ókeypis sendingum
timarita og fræðslurita til lækna,
með örlátri dreifingu lyfjasýnis-
homa og með styrkjum til lyfja-
rannsókna, þetta kann að vera
nokkur skýring á oftrú lækna á
gildi lyfja. Hin volduga staða
lyfja i hugarheimi lækna og al-
mennings væri hins vegar ekki
möguleg nema vegna þeirrar
efnishyggju, sem enn ræður hug-
um meiri hluta jarðarbúa, þeirri
sömu efnishyggju og hefur skap-
að slika sókn i efnaleg verðmæti
að verðlag samkvæmt fram-
færsluvisitölu hefur hækkað hér á
landi u.þ.b. sjötiuogfimmfait
milli 1939 og 1975 (72).
Eftir þvi sem timar liða koma
hættur lyfja berlegar I ljós. Ef
hinir löngu listar blákaldra stað-
reynda um þaö hvernig lækninga-
lyf framkalla hættuleg viðbrögð
og sjúkdóma (68) eru athugaðir
með hlutlausu hugarfari, þá virð-
ist sú spurning æ áleitnari, hve-
nær þessar staðreyndir um
„sjúkdóma sem læknar skapa”
(Iatrogenic diseases, iarto-lækn-
ir, genus-ætt, sköpun) fara að
leiða til þess að aðgát og varfærni
fari að ráða meiru i lyfjagjöf. Að
áliti höfundar getur þess ekki
verið langt að bfða. Hæfustu
iæknar hafa aftur og aftur bent á
nauðsyn varkárni i sambandi viö
lyfjagjafir og ýmis jákvæð um-
merki má sjá sem benda til þess
að tiöarandinn innan læknisfræð-
innar sé byrjaður að snúast við
(73).
— Ofskynjunarlyf og efni eru
sérstakt og erfitt vandamál bæði
vegna þess að þau eru flest til-
tölulega ný fyrirbrigði á menn-
ingarsvæði okkar og eins vegna
hinna oft þverstæðufullu, sér-
kennilegu áhrifa, sem erfitt er að
finna viðhlitandi skýringar á.
Sennilegast er einfaldasta leið-
in til þess að skilja hin marghátt-
uðu áhrif þessa hóps lyfja og efna,
að miða við skýringarmyndina á
bls. 21 og lita svo á að hin ýmsu
ofskynjunarlyf opni um tima
hluta af veggnum milli meö-
vitundar og dulvitundar. Slik opn-
un getur leitt til margvislegustu
reynslu eftir þvi hvaða svið dul-
vitundarinnar kemur i ljós og get-
ur reynslan undir áhrifum of-
skynjunarlyfja spannað flest eða
öll svið manniegrar reynslu, frá
hugsanatengslum um málefni
daglega lifsins i tengslum við
vökuvitund og miðhluta dul-
vitundar (free associations), yfir
til hátindarreynslu (peak-experi-
ence) þar sem hærri hluti dul-
vitundarinnar birtist sjónum
meðvitundarinnar. Erfið eða
þjáningarfull reynsla er alveg
eins möguleg, þá kemur lægri
hluti dulvitundarinnar fram á
sjónarsviðið með öllu þvi sem
honum getur fylgt, stundum ótta-
þrungin reynsla eða ofsóknarhug-
myndir, stundum endurheimting
bældra tilfinninga, jákvæðra eða
neikvæðra, og svo mætti lengi
telja.
Meðal þeirra áhrifa, sem taka
þátt i að ákvarða, hvers eðlis
reynslan verður meðan of-
skynjunaráhrifin vara eru:
— Hvert ofskynjunarlyfið er hef-
ur áhrif á það hvaða „bylgju-
lengdir” dulvitundarinnar opn-
ast. Hinar ýmsu lyfjategundir eru
auðvitaö mismunandi i þessu til-
liti. Gæði sama lyfs eða efnis eru
einnig mjög mismunandi eftir þvi
hvaðan það er upprunniö. Gæða-
eftirlit er ekkert á þeirri fram-
leiðslu sem dreift er á svörtum
markaði og alveg eins og það er
munur á hráu heimabruggi og
gæðavini er mikill munur á gæða-
stigi ofskynjunarefna sem ganga
undir sama nafni. Með tilliti til
visindalegra rannsókna er erfitt
ef ekki ómögulegt að bera beint
saman ofskynjunarlyf framleidd i
efnaverksmiðjum og framleiðslu
svartamarkaðs, þvi þau siðast-
nefndu eru nær aldrei kemiskt
hrein og einnig er oft öðrum lyfj-
um blandað saman við.
— Allar kringumstæöur þess
sem lyfsins neytir hafa mikil
áhrif á reynsluna. Hvað viðkom-
andi undir niðri býst við, persónu-
leiki hans, fólk sem er viðstatt,
staðurinn þar sem lyfið er tekið,
tónlist og önnur áhrif meðan á
reynslunni stendur, næringar-
ástand likamans og heilsufar o.fl.
Þessi eiginleiki ofskynjunarlyfja,
að þau magna upp það sem er i
vitund mannsins eða umhverfi,
gott eða illt, er þaö sem liggur á
bak við notkun þeirra sem vimu-
gjafa. Þessi sami eiginleiki
þeirra leidditil þess að sállæknar
og geölæknar tóku að reyna að
örva endurheimtingu dulvitaðra
þátta sálarlifsins með aðstoð
slikra lyfja, einkum LSD og hafa
slikar rannsóknir leitt til m jög at-
hyglisverðra fræðilegra upplýs-
inga um dýpri sviö dulvitundar
mannsins (53).
En þessi hömluleysandi eða
„vitundarvikkandi” (psyche-
delic) eiginleiki ofskynjunarlyfj-
anna er einmitt það sem gerir þau
svo vandmeðfarin og þær hættur
sem þvi geta fylgt að leysa úr
læðingi of mikið af kröftum dul-
vitundarinnar i einu hafa
áþreifanlega gert vart við sig á