Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 10
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR10 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Margir öryrkjar og eldri borgarar eru öskuillir eftir að ljóst varð fyrir helgina að ekki aðeins var umsamin 26 þúsund króna eingreiðsla þeirra skattlögð heldur einnig skert vegna tekna eða annarra skerðingarákvæða. Þeir benda á almenna vinnumarkaðinn sem samdi um 26 þúsund króna launauppbót í desember fyrir alla launamenn óháð tekjum. Ekki stóð til af hálfu stjórnvalda að fylgja samningum á almennum vinnumarkaði sjálfkrafa. Sambæri- leg uppbót fyrir aldraða og öryrkja hlyti einnig að vera samningsatriði. Málið var tekið upp á alþingi og ákváðu stjórnvöld síðar að verða við kröfum öryrkja og eldri borgara. Nú segja talsmenn eldri borgara að fyrirspurnum og kvörtunum vegna afgreiðslu stjórnvalda rigni inn á skrifstofu Landssambands eldri borgara. Kostar ríkið ekki neitt Leiða má líkur að því að 26 þúsund króna launauppbót í þessum mánuði jafngildi um 2,5 milljarða króna útgjöldum fyrir atvinnuvegina. Pétur Guðmundsson verk- fræðingur og eldri borgari hefur reiknað það út að þessi upphæð færi ríkissjóði um 650 milljóna króna óvæntar skatttekjur á þessu ári. Auk þess renni um 340 milljónir króna til sveitarfélaganna í formi útsvars. Ef eldri borgarar, sem fá lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins eru 27 þúsund, hefðu um 700 milljónir króna dugað til þess að greiða hverjum þeirra 26 þúsund króna eingreiðslu. En þeir greiða líkast til um 175 milljónir króna í skatta af þessum 700 milljónum króna og er þá ekki tekið tillit til útsvars til sveitarfélaga. Hreinn kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemur því um 525 milljónum króna. Það er 125 milljónum króna lægri upphæð en ríkið fær í auknar tekjur vegna kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Met í lítilsvirðingu Þeir eldri borgarar sem fá skerta tekjutryggingu vegna annarra launa fá einnig sambærilega skerðingu á 26 þúsund krónurnar. Innan við helmingur þeirra fær uppbótina að fullu samkvæmt þessu eða á bilinu átta til tíu þúsund manns. „Við erum afgangsstærð, eins og kom á daginn 1. desember. Uppbótinni er útdeilt með öllum tekjutengingum og skerðingum sem hugsast getur,“ segir Pétur sem unnið hefur trúnaðarstörf fyrir Landssamband eldri borgara. „Þessi lítilsvirðing ríkisvalds- ins á þörf aldraðra fyrir bætur vegna hærri verðbólgu slær öll fyrri met. Í næstu kosningum telja þeir greinilega að ekki þurfi að treysta á fylgi þeirra 17% kjósenda, sem eru reiðir gamir menn og konur.“ Og skattlagningin eykst Talnagögn, sem hvorki hafa verið véfengd af sérfræðingum né embættismönnum, benda afdráttarlaust til þess að kjör eldri borgara hafi ekki haldist í hendur við kaupmáttaraukningu síðustu 10 ára. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og aðrir ráðherrar hafa haldið því fram, meðal annars í þingræðum, að ráðstöfunartekjur hafi almennt hækkað um allt að 60 prósent á umræddu tímabili. Gögn samráðshóps á vegum eldri borgara og stjórnvalda sýna að kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá drjúgum meirihluta eldri borgara hafi aukist um 10 prósent frá árinu 1995. Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara, bendir á að í rauninni hafi skattbyrði eldri borgara einnig hækkað á undanförnum árum. Reiknast honum til að skattar sem hlutfall tekna hafi hækkað úr 7,6 prósentum árið 1995 í 9,4 prósent árið 2005. Þar sem skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við hækkandi verðlag og laun er nú greiddur skattur af hærri hluta tekna en áður. Þannig segir skattprósentan ekki alla söguna. johannh@frettabladid.is Mánudagur Utandagskrárumræður á Alþingi um stefnu stjórnvalda í alþjóðasamstarfi gegn vá af völdum loftslagsbreytinga. Ráðherrar svarar óundirbúnum fyrir- spurnum. Þriðjudagur Lokaumræður um fjárlög 2006 á Alþingi. Miðvikudagur Atkvæðagreiðsla um fjárlög, fyrirspurnir og þingflokksfundir. Fimmtudagur Afgreiðsla þingmála. Föstudagur Afgreiðsla þingmála. Stefnt að þing- lokum fyrir jól. 26 þúsund krónur minnka Regluverk velferðarkerfisins íslenska sá til þess fyrir helgina að fjöldi aldraðra og öryrkja fékk lítið sem ekkert til ráðstöfunar af þeim 26 þúsund krónum sem stjórnvöld höfðu heitið í samræmi við samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Utanríkisráðherrann hefur sagt það afdráttarlaust að við Íslendingar viljum ekki mannréttindabrot á okkar flugvöllum.“ Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, um fangaflug í Fréttablaðinu 2. desember. „Gagn af þeim virðist ekki neitt - og kannski hafa þau einungis tilfinningalegt gildi fyrir handhafa sína - þannig að lýst sé á kurteislegan hátt því geðslagi sem sumir aðrir mundu kalla snobb.“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, eftir að hann fékk svör utanríkisráðherra um diplómatavegabréf. Fyrir ekki margt löngu var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins og síðar í fréttaskýringum blaðsins að bakland Halldórs Ásgrímssonar innan Framsóknarflokksins væri ótryggt. Um þetta var rætt býsna opinskátt og voru ólíklegustu menn orðaðir við vaxandi andspyrnu við formanninn. Meginskýringin á ólgunni gat legið í viðvarandi fylgisvanda flokksins í þéttbýli suðvesturhornsins þar sem tvö af hverjum þremur atkvæðum í landinu hafa fasta búsetu. Þegar Halldór virðist nú hafa náð vopnum sínum - án þess að fylgið hafi aukist - hafa þessar raddir þagnað. Myndugleikinn og valdið segir til sín. Halldór ítrekar að hann sé ekki á leið úr pólitík. Á sama tíma gerist það að ungur aðstoðarmaður forsætisráðherranns, Björn Ingi Hrafnsson, býður sig fram til forystu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosninarnar í vor. Sumum innan þingflokksins þykir Björn Ingi hafa komist upp með brellur og pot í skjóli Halldórs. Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa var skákað í hátæknisjúkrahúsið af forsætisráðherra. Hver annar hafði vald til þess að rýma fyrir Birni Inga? Björn Ingi er varaþingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi Reykjavíkur. Man einhver eftir því að hann hafi tekið sæti á þingi fyrir Jónínu Bjartmarz? Í sálfræðinni er til hugtakið yfirfærsla en með því er átt við að einstaklingur varpi bagalegum vanda í afkimum sálar sinnar yfir á aðra. Með þetta hugtak að vopni mætti setja fram þá tilgátu að ýmsir þingmenn Framsóknarflokksins, einkum þeir sem þurfa að finna sér kjördæmi og sæmilega öruggt þingsæti, hafi nú flutt óánægju sína með formanninn yfir á Björn Inga sem um síðir gæti ógnað pólítískri framtíð einhverra ef ekki rætist úr með fylgið. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Situr Halldór á rökstólum með þingmönnum sínum í þéttbýlinu til þess að finna leiðir til að auka fylgið? Situr hann með Birni Inga og vill bæta hag flokksins með því að skipta út forystumönnum? Sitja þéttbýlisþingmenn á sellufundum og ráða ráðum sínum gegn Birni Inga og jafnvel formanninum? Þótt þingmenn Framsóknarflokksins geti talað saman um framgang einstakra stefnumála má telja fullvíst að enginn þeirra segi umbúðalaust við formanninn að nauðsynlegt sé að skipta um forystu flokksins. Og sennilega hefur formaðurinn ekki heldur sagt fullum hálsi við þingmenn sína að til þess að ná betri árangri verði að skipta út nokkrum þingmönnum. „Það er eðli hvers stjórnmálaflokks að vera stríðandi heild, hópur til sóknar og varnar,“ sagði Guðmundur Finnbogason eitt sinn. Er það eðli hvers framsóknarmanns að vera stríðandi afl gegn samherjum sínum? Kratahremmingar Samfylkingin mælist í nýrri Gallupkönnun með um 25 prósenta fylgi og hefur vegur hennar ekki verið minni í slíkum könnunum síðan í ágúst 2002. Sérfræðingar telja að það hljóti að vera flokksforystunni áhyggjuefni takist ekki betur en raun ber vitni að ná til nýrra kjósenda, einkum á miðjunni. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur benti á það eftir könnun Fréttablaðsins á dögunum að svo virtist sem Samfylkingin hefði einnig tapað vinstrisinnuðum kjósendum til vinstri grænna. Athygli vekur að í umræddri Gallupkönnun fyrir Ríkisútvarpið segist rétt um fimmti hver kjósandi Samfylkingarinnar geta hugsað sér að kjósa vinstri græna. Margir telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi verið atkvæðalítil síðan hún var kjörinn formaður og settist á þing í haust. Aðrir hamra á því að Samfylkingin hafi enga afdráttarlausa stefnu í mikilvægum málum. Stjórnarliðar hafa óspart hamrað á þessu á alþingi. Enn aðrir hafa bent á hliðstæður frá nágrannalöndum og segja sem svo að einu og hálfu ári fyrir kosningar ætti jafnaðarmannaflokkur í stjórnarandstöðu - á borð við Samfylkinguna - að vera nánast með unnið spil. Hvað um norsku leiðina? Loks eru það þeir sem segja að Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna hafi gert Samfylkingunni óleik á flokksþingi vinstri grænna með því að höfða mjög sterkt til hennar um myndun vinstri stjórnar á borð við þá sem Stoltenberg myndaði í Noregi í haust. Þar með hafi komið hik á hægrikratana í röðum kjósenda. Þeir sem gæla við tveggja flokka stjórn þykjast vita það nokkuð fyrir víst að í þeim spilum sé aðeins um að ræða Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Svo er á það að líta að Framsóknarflokkurinn hefur sýnt veik en ótvíræð merki þess að hann vilji í sæng með Samfylkingunni. En það dugar varla til eins og nú er ástatt. Og ef miðju- og vinstrimenn vilja fara norska þriggja flokka leið með Stoltenberg, Haga og Halvorsen sem fyrirmyndir lífsins, verða menn að fara eins að og þau; ýta til dæmis aðildarumsókn að Evrópusambandinu út af borðinu til að friða vinstri græna. NÆSTA VIKAÚr bakherberginu... VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Stríðandi framsóknaröfl EINAR ÁRNASON, HAGFRÆÐINGUR LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA Fullyrðir að kaupmáttur meirihluta aldraðra hafi aðeins hækkað um 10 prósent á einum áratug meðan aðrir njóti 60 prósenta aukningar. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Stjórnvöld brugðust hratt við þrýstingi um að greiða öryrkjum og eldri borgurum 26 þúsund króna uppbótina. Skerðing hennar kemur hins vegar flatt upp á þá sem hana áttu að fá. ���������� �Fín glæpasaga� ����� ��������������������������� ������������������������������� � ������������������������������������ �Meiriháttar lesning� ������������������������� ��������������� � ��������������������������������� „Hörkufín glæpasaga með öllu sem til þarf.” � ������������������������������������ „Glæsilega fléttuð bók.“ � ������������������ �Kom skemmtilega á óvart … ���������������������������� ������������������������ � ��������������������������� �������� ������������������� � � ��� �� ��� � � � � � Noregur 660 Danmörk 622 Svíþjóð 568 Finnland 447 Ísland 402
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.