Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 72
4. desember 2005 SUNNUDAGUR44
Evrópukeppnin í handbolta:
Meistaradeildin, 16-liða úrslit - fyrri leikir:
ADEMAR LEON-PORTLAND SA. 31-26
VELENJE-MONTPELLIER 26-22
F. VESZPRÉM-AARHUS 30-21
EHF-keppnin, 16-liða úrslit - fyrri leikir:
GUMMERSBACH-THUN. 39-22
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir
Gummersbach en Róbert Gunnarsson skoraði 5.
LEMGO-PERUTNINA CAKOVEC 41-25
Logi Geirsson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo og Ásgeir
Örn Hallgrímsson skoraði 6 .
GÖPPINGEN-BESIKTAS 40-29
Jaleski Garcia skoraði 1 mark fyrir Göppingen en
Andreas Stelmokas, fyrrum leikmaður KA, skoraði
þrjú.
Iceland Express-deild kvk:
BREIÐABLIK-ÍS 53-66
Stig Breiðabliks Meagan Hoffman 22, Erica
Andersen 11, Sara Ólafsdóttir 6, Kristín Ólafsdóttir
4, Efemia Sigurbjörnsdóttir 3, Freyja Sigurjónsdóttir
3, Hrefna Stefánsdóttir 2, Ragna Hjartardóttir 2.
Stig ÍS Hanna B. Kjartansdóttir 15, Corrie Mizusawa
14, Signý Hermannsdóttir 13, Stella Kristjánsdóttir
9, Lovísa Guðmundsdóttir 4, Helga Jónasdóttir 4,
Þórunn Bjarnadóttir 2, Helga Einarsdóttir 2.
Enska úrvalsdeildin
BLACKBURN-EVERTON 0-2
0-1 James McFadden (28.), 0-2 Mikel Arteta (45.).
BOLTON-ARSENAL 2-0
1-0 Abdoulaye Diagne-Faye (20.), 2-0 Stelios
Giannakopoulus (32.).
CHELSEA-MIDDLESBROUGH 1-0
1-0 Fabio Rochemback, sjálfsmark (62.).
LIVERPOOL-WIGAN 3-0
1-0 Micheal Pollitt, sjálfsmark (19.), 2-0 Peter
Crouch (42.), 3-0 Luis Garcia (70.).
MAN. UTD-PORTSMOUTH 3-0
1-0 Paul Sholes (19.), 2-0 Wayne Rooney (80.),
3-0 Ruud Van Nistelrooy (84.).
NEWCASTLE-ASTON VILLA 1-1
1-0 Alan Shearer, víti (32.), 1-1 Gavin McCann
(75.).
TOTTENHAM-SUNDERLAND 3-2
0-1 Dean Whitehead (16.), 1-1 Hossam Mido
(37.), 2-1 Robbie Keane (51.), 2-2 Anthonty Le
Tallec (60.), 3-2 Michael Carrick (77.).
WBA-FULHAM 0-0
STAÐAN
CHELSEA 15 13 1 1 34-7 40
MAN. UTD 14 9 3 2 24-13 30
LIVERPOOL 14 8 4 2 18-8 28
TOTTENHAM 15 7 6 2 19-12 27
ARSENAL 14 8 2 4 22-12 26
BOLTON 14 8 2 4 17-13 26
WIGAN 14 8 1 5 16-13 25
MAN. CITY 14 6 3 5 15-12 21
WEST HAM 13 5 4 4 17-13 19
M´BROUGH 15 5 4 6 20-21 19
CHARLTON 13 6 1 6 17-18 19
NEWCASTLE 15 5 4 6 13-15 19
BLACKBURN 15 5 3 7 15-20 18
FULHAM 15 4 4 7 16-20 16
ASTON VILLA 15 4 4 7 15-23 16
EVERTON 14 5 1 8 7-16 16
WBA 15 3 4 8 15-24 13
PORTSMOUTH 15 3 4 9 11-23 10
BIRMINGHAM 13 2 3 8 8-17 9
SUNDERLAND 16 1 2 13 14-33 5
Enska 1. deildin
COVENTRY-PLYMOUTH 3-1
Bjarni Guðjónsson var ekki leikmannahópi
Plymouth í leiknum.
LEEDS-LEICESTER 2-1
Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði
Leicester og skoraði mark liðsins. Gylfi Einarsson
lék ekki með Leeds vegna meiðsla.
READING-LUTON 3-0
Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading
en Brynjar Björn Gunnarsson er enn frá vegna
meiðsla.
STOKE-QPR 1-2
Hannes Þ. Sigurðsson lék síðustu 15 mínúturnar
fyrir Stoke.
CREWE-PRESTON 0-2
CRYSTAL PALACE-MILLWALL 1-1
DERBY-NORWICH 2-0
HULL-CARDIFF 2-0
IPSWICH-WOLVES 1-1
SHEFF. UTD-SHEFF. WED. 1-0
SOUTHAMPTON-BURNLEY 1-1
WATFORD-BRIGHTON 1-1
Enska bikarkeppnin
TORQUAY-NOTTS COUNTY 2-1
Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans eru þar með úr
leik í ensku bikarkeppninni.
Þýska úrvalsdeildin
BIELEFELD-SCHALKE 0-1
B. DORTMUND-HANNOVER 0-2
M´GLADBACH-NURNBERG 0-1
HAMBURG-KÖLN 3-1
STUTTGART-B. MUNCHEN 0-0
W. BREMEN-DUISBURG 2-0
STAÐA EFSTU LIÐA
B. MUNCHEN 15 12 2 1 31-10 38
HAMBURG 15 10 4 1 25-7 34
W. BREMEN 15 10 2 3 41-19 32
SCHALKE 15 7 7 1 19-10 28
H. BERLIN 14 6 4 4 23-20 22
B. DORTMUND 15 5 6 4 22-20 21
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Eftir að hafa spilað í 24
klukkutíma samfleytt án þess
að skora náði framherjinn Peter
Crouch loksins að binda endi á
markaþurrð sína fyrir Liverpool í
gær en þá sigraði liðið Wigan, 3-0.
„Nú er markið úr sögunni
og það er mikill léttir. Ég er
hamingjusamasti maður í heimi,“
sagði Crouch í skýjunum eftir
leikinn og bætti því við að hann
ætlaði að eigna sér fyrsta markið
sem skráð var á markvörð Wigan,
Mike Pollitt. „Það var vissulega
smá snerting en markið var mitt,“
sagði hann.
Rafael Benitez, stjóri
Liverpool, var að sjálfsögðu
ánægður með Crouch. „Það sást
bara á viðbrögðum leikmanna og
áhorfenda hversu mikill áfangi
þetta var og hversu ánægðir þeir
voru fyrir hans hönd. En fyrir
mér er það mikilvægara að hann
hafi spilað vel og heldur áfram
að bæta sig. Það skiptir ekki
máli hver skorar mörkin, svo
framarlega sem þau koma,“ sagði
Benitez, en Liverpool spilaði mjög
vel í leiknum og átti Wigan aldrei
möguleika.
Við sigurinn komst Liverpool
um tíma í annað sæti deildarinnar
en Manchester United endurheimti
það með því að sigra Portsmouth
örugglega, 3-0, síðar um daginn.
Það voru þeir Paul Scholes, Wayne
Rooney og Ruud van Nistelrooy
sem skoruðu mörk Man. Utd.
Fyrsta sæti deildarinnar er
sem fyrr í höndum Chelsea og um
helgina sigraði liðið Middlesbrough
í leik þar sem fyrirliðinn John
Terry var hetjan með því að skora
eina markið. „Hann er frábær
fyrirliði og frábær leikmaður,“
sagði Jose Mourinho um Terry
eftir leikinn en hann veðjaði á
að fyrirliði sinn myndi skora í
leiknum. „Við sköpuðum okkur
færi til að bæta við fleiri mörkum
en ég held að Middlesbrough hafi
ekki átt skilið að tapa stærra,“
bætti Mourinho við.
Af öðrum úrslitum gærdagsins
bar hæst nokkuð óvænt 2-0 tap
Arsenal fyrir Bolton. Arsene
Wenger, stjóri Arsenal, var ekki
sáttur með sína menn í leikslok.
„Við erum nú 14 stigum á eftir
Chelsea og þá er um að gera að
vera raunhæfur. Það er óraunhæft
að tala um að minnka bil okkar
og Chelsea. Í augnablikinu hef
ég meiri áhyggjur af mínu liði
því frammistaðan í dag var ekki
boðleg“ sagði Wenger, en Arsenal
datt niður fyrir Tottenham í 5.
sætið með tapinu en Martin Jol
og lærisveinar hans unnu nauman
sigur á botnliði Sunderland, 3-2.
- vig
Loksins fann Crouch leiðina í netið
Liverpool klifrar enn upp stigatöfluna í ensku úrvalsdeildinni eftir sannfærandi sigur á Wigan í gær, sem
virðist vera að missa flugið eftir frábæra byrjun. Peter Crouch skoraði í fyrsta sinn síðan 7. maí.
LOKSINS, LOKSINS Áhorfendur á Anfield hreinlega trylltust þegar Peter Crouch skoraði
loksins fyrir Liverpool. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES