Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 70
42 4. desember 2005 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI „Ég er rosalega
ánægður með þennan sigur. Þetta
var þvílíkur leikur og mikil spenna
og þannig eru bestu leikirnir og
við lögðum okkur 110 prósent í
þennan leik. Við eigum allir góða
vini í HK og við ætluðum okkur
alls ekki að tapa fyrir þeim,“ sagði
Jón Björvin Pétursson eftir 28-27
sigur Fram á HK Í Safamýrinnni
í gær. Jón Björgvin fór á kostum
í liði Fram og skoraði tíu mörk
og fór fyrir sínum mönnum í
æsispennandi leik sem var jafn
nánast allan tímann.
„Ég er að vonum sáttur með
minn leik, ég er búinn að vera
að bíða eftir þessu og þetta gekk
vel. Varnarleikurinn var frábær
og okkur tókst að gera þeim mjög
erfitt fyrir og þeir neyddust til að
taka erfið skot. Við stefnum ekki
á neitt annað en að klára þetta og
taka titilinn. Við erum með topp
lið og ég hef fulla trú á því að við
getum orðið Íslandsmeistarar.“
sagði Jón Björgvin sem þvertók
fyrir að Valdimar Þórsson hafi
verið sínum gömlu félögum
erfiður, en Valdimar skoraði tólf
mörk og bar af í liði HK: „Nei nei,
hann var kannski allt í lagi“ sagði
Jón Björgvin skælbrosandi.
HK gekk vel í sókninni
framan af en markmenn liðsins
vörðu ekki skot fyrr en undir
lok fyrri hálfleiks en þeir höfðu
þó yfirhöndina þar til góður
lokasprettur Fram gaf þeim
tveggja marka forystu í hálfleik.
Síðari hálfleikur var ótrúlega jafn
og spennandi en jafnt var á öllum
tölum frá stöðunni 20-20 þar til
Fram tryggði sér sigurinn undir
lokin.
Héðinn Gilsson þjálfari HK
var daufur í dálkinn eftir leikinn:
„Já, þetta er virkilega sárt að tapa
þessu, mér fannst við eiga skilið
að fá meira en ekkert út úr þessum
leik. Að mestu leyti getum við þó
kennt okkur sjálfum um enda erum
við að fara illa með dauðafæri
hvað eftir annað og gerum mikið
af byrjendamistökum í vörninni
þrátt fyrir að mest allur leikurinn
hafi verið ágætlega spilaður af
okkar hálfu, sagði Héðinn sem var
samt ánægður með sína menn.
„Ég hef ekki yfir neinu að
kvarta hjá liðinu í þessum leik,
allir börðust og gáfu allt í þetta og
það er ekki hægt að fara fram á
neitt meira en þetta. Á endanum
vorum við bara óheppnir og mér
fannst nokkrir dómar og annað
ekki falla með okkur í dag og
því fór sem fór,“ sagði Héðinn að
lokum. - hþh
������������������������
�����������������
�����������������
������������������������
�������������������������
��������������������������������
������������������������������
Erfiðasti andstæðingur: Roberto
Baggio
Besti leikmaður heims í dag: Wayne
Rooney
Besti samherjinn: Dennis Irwin
Erfiðasti útivöllur: Shelhaurst Park
Á Sven-Göran að þjálfa England
á HM? Já.
Á að láta Alex Ferguson fara? Nei
Chelsea er... sæmilegt lið.
Roy Keane er... mjög, mjög, mjög
góður leikmaður
Hápunktur ferilsins: Að vinna
tvöfalt með Man. Utd ´93 og ´94
Lágpunktur ferilsins: Að fara frá Man.
Utd ´96
Besti leikmaður allra tíma hjá Man.
Utd? Mark Hughes
Eiður Smári Guðjohnsen er... frábær
leikmaður
Væri Eiður í enska landsliðinu? Hann
væri í liðinu hjá Man. Utd, svo já.
Besti leikmaður ensku deildarinnar í
dag? Wayne Rooney
David Beckham er... mjög góður í
fyrirgjöfum.
MEÐ PAUL
PARKER60 SEKÚNDUR
Sigrún Norðurlandameistari
Sundkonan Sigrún Brá Sverrisdóttir varð í
gær Norðurlandameistari unglinga í 100
metra skriðsundi kvenna þegar hún synti á
57,23 sekúndum í Laugardalslaug. Tíminn
er jafnframt nýtt stúlknamet og bæting á
fyrra metinu um átta hluta úr sekúndu.
> Við hrósum...
... íslensku handboltamönnunum hjá
Lemgo, þeim Loga Geirssyni og Ásgeiri
Erni Hallgrímssyni, sem nýttu tækifærið
vel í gærkvöldi þegar lið þeirra mætti
Perutnina Cakovec í Evrópukeppni
félagsliða. Logi skoraði sjö mörk í sínum
öðrum leik eftir nokkurra mánaða legu
utan vallar vegna meiðsla en Ásgeir
Örn skoraði sex. Reyndar áttu íslenskir
leikmenn almennt mjög góðan dag í
Evrópu-
keppninni
í gær
og unnu
Íslendinga-
liðin öll stóra
sigra þar sem
einmitt íslensku
leikmennirnir voru
í aðalhlutverkum.
DHL-deild karla:
FRAM-HK 28-27
Mörk Fram: Jón Björgvin Pétursson 10/3, Þorri
Gunnarsson 5, Gunnar Harðarson 3, Stefán
Stefánsson 3, Sigfús Sigfússon 2, Jóhann Einarsson
2, Sergei Serenko 2, Björgvin Björgvinsson 1.
Varin skot: Egidijus Petkevicius 14/1, Magnús
Erlendsson 1.
Mörk HK: Valdimar Þórsson 12/2, Remigijus
Cepules 5, Elías Halldórsson 2, Brynjar Valsteinsson
2, Vilhelm G. Bergveinsson 2, Gunnar Jónsson 2,
Maxim Shalimov 1, Romualdas Gecas 1.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 15/1.
AFTURELDING-HAUKAR 23-22
Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson 6, Hrafn
Ingvarsson 4, Ernir Hrafn Arnarson 4, Alex Kuznins
3, Magnús Einarsson 2, Hilmar Stefánsson 2,
Reynir Árnason 1, Haukur Sigurvinsson 1.
Mörk Hauka: Andri Stefan 5, Árni Þór Sigtrygsson
5, Guðmundur Pedersen 4, Kári Kristjánsson 4,
Samúel Ívar Árnason 3, Gísli Þórisson 1.
ÍBV-SELFOSS 28-24
Mörk ÍBV: Mladen Cacic 12, Michael Dostalik
5, Ólafur Víðir Ólafsson 4, Jan Utipil 3, Sigurður
Bragason 2, Erlingur Richardsson 1, Grétar Þór
Eyþórsson 1.
Mörk Selfoss: Vladimir Djuric 6, Ramunas
Mikalonis 6, Einar Örn Guðmundsson 5, Atli
Kristinsson 3, Hörður Bjarnason 2, Bergsveinn
Magnússon 1, Gylfi Ágústsson 1.
STAÐA EFSTU LIÐA
VALUR 12 9 1 2 379-338 19
FRAM 12 8 2 2 329-311 18
HAUKAR 10 7 1 2 293-267 15
FYLKIR 12 7 1 4 329-300 15
KA 11 5 3 3 299-293 13
AFTURELDING 12 5 2 5 306-310 12
ÍR 11 5 1 5 372-351 11
STJARNAN 11 4 3 4 311-299 11
Áskorendakeppni Evrópu:
KA-STAUA BÚKAREST 25-24
Mörk KA: Jónatan Magnússon 7, Goran Gusic 5,
Hörður Fannar Sigþórsson 3, Rögnvaldur Johnsen
3, Magnús Stefánsson 2, Ólafur Sigurgeirsson 2,
Bjartur Máni Sigurðsson 2.
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 26.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Ætluðum ekki að tapa
Fram sigraði HK 28-27 í æsispennandi leik í Safamýrinni í gær þar sem jafnt var
á nánast öllum tölum undir lokin. Fram er áfram í 2. sæti deildarinnar.
HINGAÐ OG EKKI LENGRA Jóhann G. Einarsson hjá Fram reynir hér að komast framhjá
leikmönnum HK í viðureign liðanna í gær. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KA sigraði Steua í Áskorendakeppni Evrópu:
Stáltaugar Jónatans
HANDBOLTI KA vann mjög
góðan sigur á Steaua Búkarest,
24-23 í fyrri leik liðanna í
áskorendakeppni Evrópu í
KA-höllinni í gær. Eins og
lokatölurnar gefa til kynna var
um æsispennandi leik að ræða og
stórskemmtilegan að auki.
Mikil barátta einkenndi fyrri
hálfleik leiksins þar sem Hreiðar
Levý Guðmundsson í marki KA
fór hamförum og varði 14 skot.
KA var ávallt fyrri til að skora
en aldrei munaði meira en einu
marki á milli liðanna þar til í
hálfleik, þegar staðan var 13-11.
Síðari hálfleikur var jafn
spennandi og leiddi KA liðið
leikinn allan tímann með 1-3
mörkum og mega þeir þakka
Hreiðari markmanni fyrir það,
hann hélt áfram að verja eins og
berserkur allann leikinn.
Síðustu mínútur leiksins voru
æsispennandi. Steaua jafnaði
leikinn 23-23 þegar lítið var
eftir af leiknum en Rögnvaldur
Johnsen fiskaði vítakast á
lokamínútunni og kom það í hlut
Jónatans Magnússonar að taka
vítakastið. Honum brást ekki
bogalistin frekar en venjulega og
skoraði sigurmarkið við mikinn
fögnuð áhorfenda, lokatölur 24-
23 fyrir KA.
Hreiðar átti stórleik í marki
KA eins og áður segir með ein
26 skot varin og er greinilega að
verða einn albesti markmaður
okkar íslendinga. Einnig átti
Jónatan Magnússon, fyrirliði KA-
manna, stórleik og fór fyrir sínum
mönnum bæði í vörn og sókn.
Steaua er mjög sterkt lið, með
góðar skyttur og góðan markmann
og eiga KA-menn erfitt verkefni
fyrir höndum í seinni leik liðanna
sem fer fram í Búkarest.
Það var frábær stemming í
KA-höllinni og góð mæting á
leikinn og vildi Sævar Árnason
aðstoðarþjálfari KA koma á
framfæri þakklæti til fólksins
fyrir þeirra stuðning, „Það var
frábær stemming hér í dag og
leikur liðsins var til fyrirmyndar.
Ég er gríðarlega stoltur af þeirri
baráttu sem við sýndum hér í
kvöld,“ sagði Sævar. - hly