Fréttablaðið - 04.12.2005, Side 31

Fréttablaðið - 04.12.2005, Side 31
ATVINNA SUNNUDAGUR 4. desember 2005 5 Okkur í heilsuleikskólanum Suðurvöllum í Vogum vantar tvo jákvæða og hressa leik- skólakennara í 100% stöðu frá 1. janúar. Önnur staðan er á deild yngstu barnanna, en hin á eldri barna deild. Leikskólinn er þriggja deilda í nýlegu, glæsilegu húsnæði með góðri aðstöðu. Ef ekki fæst uppeldismenntað starfsfólk, verða aðrar umsóknir teknar til umfjöllunar. Umsóknareyðublöð er að finna á netslóðinni http://www.vogar.is/-skolar-leikskóli og í leik- skólanum. Umsóknarfrestur er til 15. desem- ber. Nánari upplýsingar veitir Salvör Jóhannesdóttir skólastjóri leikskólans í síma 424-6817. LEIKSKÓLAKENNARAR OG ANNAÐ UPPELDISMENNTAÐ STARFSFÓLK ATHUGIÐ Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101 postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is FJÁRMÁLASTJÓRI Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan ein- stakling í starf fjármálastjóra. Um er að ræða krefjandi starf með möguleika á þróun og samþættingu við önnur sérfræðistörf á stjórnsýslusviði Neytendastofu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni fjármálastjóra: • Gerð fjárhags- og rekstraráætlana • Uppgjör, afstemmingar og skýrslugerð • Yfirumsjón með tekjuáætlunum, eftirlit með reikningum, innheimtum og merkingum í bókhaldi • Tengiliður við stjórnendur vegna reksturs og bókhalds • Sérhæfð verkefni í samræmi við árangur og starfsþróun Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og rekstrarfræði • Reynsla af fjármálastjórnun • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Skipulags- og samskiptahæfileikar • Þekking á gæðastjórnun og reynsla af Oracle-fjárhagskerfi er æskileg Fjármálastjóri starfar á stjórnsýslusviði. Hann tekur einnig virkan þátt í störfum stjórnendateymis Neyt- endastofu en starfseiningar hennar eru markaðssvið, mælifræðisvið, rafmagnsöryggissvið og faggildingarsvið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Tryggvi Axelsson, forstjóri (tryggvi@neytendastofa.is) í síma 510 1100. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til skrifstofu Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, merktum fjármálastjóri eigi síðar en 19. desember 2005. Stjórnsýslusvið Neytendastofu hefur yfirumsjón með rekstri, bókhaldi, innkaupum, starfsmannahaldi, upp- lýsingatækni – og gæðamálum Neytendastofu. Neytendastofa Félagsþjónustan í Hafnarfirði Lausar stöður Félagsþjónustan í Hafnarfirði leitar að einstaklingi til að taka að sér liðveislu fyrir unga konu og aðstoða við heimilis- hald, 2-3 tíma á dag. Liðveisla er úrræði samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra og miðar að því að gera fötluð- um kleyft að njóta eðlilegs félagslífs. Laun fyrir liðveislu fer eftir kjarasamningi Hafnarfjarðar- bæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um starfið gefur Kolbrún Oddbergsdóttir, félagsráðgjafi í síma 585-5700 Félagsþjónustan í Hafnarfirði vantar starfsmenn í félags- lega heimaþjónustu og til félagslegrar liðveislu fyrir yngri og eldri einstaklinga. Bæði störfin gera kröfu til jákvæðs viðmóts, mannúð- legraviðhorfa og góðra hæfileika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir. Heima- þjónusta er veitt á hefðbundnum vinnutíma, en liðveisla utan venjulegs vinnutíma. Starfshlutföll eru samkomulagsatriði.Laun fara eftir kjara- samningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um störfin veita Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi heimaþjónustu (félagsleg heimaþjónusta) og Guðrún Þ. Ingólfsdóttir félagsráðgjafi ( félagsleg liðveisla) í síma 585 5700. Umsóknum skal skila til: Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði Strandgötu 33 -220 Hafnarfirði Norræna húsið í Reykjavík var vígt 1968. Það er hannað af hinum heims- fræga finnska arkitekt Alvar Aalto. Húsið er nálægt miðborg Reykjavíkur og í næsta nágrenni við Háskóla Íslands. Norræna húsið er norræn menningarstofnun og er aðalmarkmið þess er að styrkja tengsl innan Norðurlandanna, efla og styrkja áhuga á norrænum málefnum á Íslandi og koma upplýsingum um Ísland á framfæri á hinum Norðurlöndunum. Í húsinu fer fram margs konar dagskrá, þar er rekið öflugt bókasafn og sýn- ingar af ýmsu tagi eru í sýningarsölum hússins. Stjórn hússins er skipuð af Menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna. Kostnaður við rekstur Norræna hússins er greiddur sameiginlega af Norðurlöndunum undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Norræna húsið auglýsir eftir: Upplýsinga- og verkefnafulltrúa (100% starf) Starf upplýsinga- og verkefnafulltrúa Norræna hússins er fjölbreytt og áhugavert. Starfið býður upp á frumkvæði og frumleika við undirbúning og umsjón dagskrár. Rétt manneskja fær möguleika á miklu sjálfstæði í starfi ásamt því að vinna með öðru starfsfólki Norræna hússins og samstarfsaðilum þess hér á landi og á Norðurlöndunum. Starfsmanni í kaffistofu (100% starf) Starfsmaður í kaffistofu er staðgengill forstöðumanns hennar og tekur þátt í daglegu starfi í eldhúsi, t.a.m. bak- stri, matreiðslu, framreiðslu o.fl. Tekur einnig þátt í pönt- un matvöru, eftirliti með lager og bókhaldi. Umsókn ásamt persónuupplýsingum (CV) og meðmælum sendist á netfangið nh@nordice.is eða í pósti til Norræna hússins, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 30 desember nk. Starf upplýsinga- og verkefnafulltrúa er veitt frá 1. febrúar 2006 en óskað er eftir að starfsmaður í kaffistofu hefji störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin á heimasíðu Norræna hússins www.nordice.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.