Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 58
58 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Þórir Georg Jónsson er rúm-lega tvítugur Húsvíkingur. Hann er í mörgum hljóm-
sveitum sem allar eru góðar.
Fyrsta platan hans hét Þórir og
kom út í fyrrahaust. Síðastliðið
haust endurtók hann leikinn
með nýrri plötu. Honum hefur
oft verið líkt við söngskáld eins
og Will Oldham, Elliott Smith
og Neil Young. Þórir er þó líka
harðkjarnamaður, spilar í pönk-
hljómsveitum og er að fikta við
rappið. Hann fékk frábæra dóma
á Iceland Airwaves og tímari-
tið Rolling Stone er búið að upp-
götva hann. Er Þórir the Next
Big Thing?
Anna Björnsson: Þú ólst upp á
Húsavík. Var það stuð?
Þórir Georg Jónsson: Örugg-
lega skemmtilegt fyrir suma.
Var bara eins og það er. En nei,
Húsavík var allavega ekki fyrir
mig. Það er líka þannig með alla
litla bæi að ef maður er aðeins
öðruvísi og fittar ekki inn í lífið
sem er í gangi þá er þetta ekki
staðurinn sem maður vill vera á.
Húsavík er ekkert verri en aðrir
staðir. Er ekki öllum illa við
staðinn sem þeir alast upp á?
AMB: Þekkirðu Birgittu
Haukdal?
ÞGJ: Nei, hef aldrei sagt eitt
orð við Birgittu Haukdal.
AMB: Hvenær fluttirðu í
bæinn?
ÞGJ: Ætli það hafi ekki verið
í janúar 2002. Var eiginlega
heimlislaus fyrstu tvö árin, svaf
á sófum hjá fólki. Var mikið á
flakki, svona bóhem fílingurinn.
Var fyrst að fá mér íbúð núna.
AMB: Eru einhverjir textar
innblásnir af Húsavík?
ÞGJ: Furðulega lítið. Ég var
fluttur í bæinn þegar ég byrjaði
að semja. Kannski frekar eitt-
hvað fólk sem er hægt að finna
í textanum mínum heldur en
staðurinn sjálfur.
AMB: Hvað er málið með nýja
nafnið þitt, My Summer as A Sal-
vation Soldier? Var Þórir erfitt
nafn fyrir útlendingana?
ÞGJ: Þetta er fyrsta nafnið
sem ég notaði þegar ég gaf út
sjálfur. Svo breytti ég því í Þóri
á fyrstu plötunni sem 12 Tónar
gáfu út. Við lentum alltaf í veseni
með nafnið Þóri þegar verið var
að dreifa plötunni úti. Það var
alltaf skrifað Pórir eða Hórir eða
eitthvað. Það var líka bjánalegt
að heita Þórir þegar vinir mínir
voru að spila með mér sem gerist
nú oft. Við erum stundum band,
stundum spila ég einn, stundum
erum við þrír. Nafnið þýðir í
raun ekkert sérstakt, fannst
þetta bara hljóma vel.
AMB: Þú ert líka í öðrum bön-
dum? Dauðarokk ekki satt?
ÞGJ: Nei, nei ég veit það nú
ekki. Þetta er svona hard-rokk
pönk. Er til dæmis
í hljómsveitunum
Fighting Shit og
Hryðjuverk. Svo
er ég bara að gera
ýmislegt.
AMB: Eins og
hvað?
ÞGJ: Ég er til
dæmis að vinna
núna með rappara
sem heitir Elvar
og er kvikmynda-
gerðarmaður og
var í Afkvæmum guðanna. Hann
gerði líka myndböndin mín.
Vonumst til þess að það verði
plata einhvern tímann. Hann
rappar og ég bý til tónlist.
AMB: Þetta eru mjög ólíkar
tónlistarstefnur.
ÞGJ: Já, það var eiginlega
„pointið“. Ég hlusta á svo mikið
af ólíkri tónlist. Get ekki verið í
einni hljómsveit sem spilar hipp
hopp, annarri sem spilar pönk
og þriðju sem er róleg, og þarf
því að finna ný nöfn á þetta þó
að ég sé oft að spila með svipuðu
fólki.
AMB: Á hvað hlustar þú?
Hvað verður í jólapökkum frá
þér í ár?
ÞGJ: Ég er hrifinn af six-
tís- og seventís-rokki, dauða-
rokki, klassískri tónlist, poppi,
hipphoppi, elektróník, en mest
kannski þessu indie-alterna-
tive rokki. Það er mjög mikið af
íslenskum böndum sem ég er að
fíla. Í fyrra gaf ég öllum Singa-
pore Sling plötuna í jólagjöf og
ætli ég endurtaki ekki leikinn
núna með nýju plötunni þeirra.
Þeir hafa verið uppáhaldsbandið
mitt frá því að ég heyrði í þeim í
Sýrðum Rjóma á Húsavík.
AMB: Er mikið hlustað á
svona tónlist á Húsavík?
ÞGJ: Nei, þess vegna hlustaði
ég á Sýrðan Rjóma. Það eru allir
að hlusta á Smashing Pumpkins,
Bubba Morthens og Nirvana.
Húsavík er í
raun mikill
rokkbær en
það eru engir
nördar á Húsa-
vík. Engir
sem grafa
upp eitthvað
á internetinu
og panta sér
plötur.
Reikna ekki
með að ég
hafi áhrif á fólk
AMB: Ég sé þig fyrir mér
sem ljúfan dreng sem syngur
róleg lög um tilfinningar en svo
ertu bara að spila pönk fyrir fólk
sem lítur út fyrir að geta borðað
börnin mín ?
ÞGJ: Við erum líka að tala
um tilfinningar í pönkinu. Þetta
eru allt tilfinningar sem maður
er að yrkja um. Pólitík eru líka
tilfinningar. Maður þekkir
ekkert annað en sínar eigin til-
finningar. Mér finnst þetta vera
sú leið sem maður á að tjá sig í
gegnum. Listin er bara þannig.
Þetta er allt byggt á manns eigin
reynslu.
AMB: Textar eins og „So this
is what you call going out, gett-
ing drunk at your best friends
house?“
ÞGJ: Já.
AMB: Ertu ekkert í sex,
drugs og rokk og rólinu?
ÞGJ: Nei. Vil ekki vera mikið
innan um fólk sem er mjög
ölvað. Ég er í mjög hardkor
tengdu fyrirbæri sem heitir að
vera „straight-edge“, sem þýðir
að vera alger bindindisman-
neskja. Drekk ekki, reyki ekki
Væminn anarkisti
Trúbadorinn Þórir, öðru nafni My Summer as a
Salvation Soldier, hefur fengið afbragðsdóma hér á
landi fyrir ljúfsára plötu sína Anarchists are Hopeless
Romantics. Anna Margrét Björnsson settist með Þóri
á Mokka yfir grænu tei og fékk að kynnast honum
betur.
ÞÓRIR GEORG JÓNSSON, TRÚBADOR OG HARÐKJARNAMAÐUR.
Þrennt sem þú vissir
ekki um Þóri:
Hann safnar myndasögum.
Hann hefur gaman af gömlum
hryllingsmyndum.
Honum finnst óþægilegt að
horfa á Bachelor.
1
2
3