Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 32
ATVINNA
6 4. desember 2005 SUNNUDAGUR
Þjónustu- og rekstrarsvið fer með þjónustu, innkaupamál,
upplýsingatækni og rekstur. Nýstofnaðar þjónustumiðstöðvar
í hverfum heyra undir sviðið, innkaupa- og rekstrarskrifstofa,
skrifstofa þjónustu- og upplýsingatækni,
upplýsingatæknimiðstöð og símaver.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu
Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar,
4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi
borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Áhugaverð störf í boði
ÞJÓNUSTU- OG REKSTRARSVIÐ
Þjónustumiðstöð – framkvæmdastjóri
Við leitum að metnaðarfullum leiðtogum í störf fram-
kvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafar-
holts og Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.
Helstu verkefni þjónustumiðstöðva:
• Almenn upplýsingamiðlun um þjónustu Reykjavíkur-
borgar og afgreiðsla umsókna.
• Þjónusta við hverfisráð.
• Sérfræðiráðgjöf á sviði félagslegrar þjónustu, leik- og
grunnskólaþjónustu, fjölskyldumála, daggæslu og
íþrótta- og frístundamála.
• Stuðningsþjónusta, s.s. félagsleg heimaþjónusta,
liðveisla og stuðningsfjölskyldur.
• Félags- og tómstundastarf.
• Forvarnastarf.
Helstu verkefni framkvæmdastjóra:
• Forysta í samstarfi innan hverfis og utan.
• Forysta við innleiðingu á framúrskarandi þjónustu-
viðmóti.
• Fjármála- og starfsmannastjórnun.
• Mótun kröftugrar og áhugasamrar liðsheildar.
• Skipulagning starfseminnar og áætlanagerð.
• Tengsl við aðrar borgarstofnanir og kjörna fulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Árangursrík stjórnunarreynsla.
• Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
• Tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í
ræðu og riti.
• Menntun á sviði stjórnunar og/eða reksturs er æskileg.
Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva heyra undir sviðs-
stjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar.
Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun
kjaranefndar.
Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna annast
Helga Jónsdóttir (helga@img.is) og Sigrún Ýr Árnadóttir
(sigrun@img.is) hjá Mannafli – Liðsauka, s. 540 7100,
Borgartúni 27.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir
að sækja um störfin á heimasíðu
Mannafls – Liðsauka: www.mannafl.is
og senda jafnframt ítarlega starfsferil-
skrá. Í umsókn skal tilgreint hvernig
viðkomandi uppfyllir auglýstar hæfnis-
kröfur og hvora stöðuna sótt er um.
Umsóknarfrestur er til og með
27. desember næstkomandi.
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts hefur verið rekin sem
útibú frá Breiðholti en verður sjálfstæð miðstöð á árinu 2006.
Vaxandi íbúafjöldi er á þjónustusvæðinu og er mikilvægt að
framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar taki virkan þátt í að byggja upp
fjölskylduvænt samfélag. Þjónustumiðstöðin er staðsett að Bæjarhálsi
1, húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Félags- og þjónustumiðstöðin að
Hraunbæ 105 tilheyrir þjónustumiðstöðinni og þjónustuíbúðir við
Þórðarsveig í Grafarholti.
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða var formlega stofnuð
í september sl. Miðstöðin er þekkingarstöð í fjölmenningu en
á þjónustusvæðinu býr fjöldi íbúa af erlendum uppruna.
Þjónustumiðstöðin er staðsett að Skúlagötu 21 en auk þess tilheyra
miðstöðinni Unglingasmiðjan Stígur, félagsstarf og þjónustuíbúðir að
Lindargötu 59 og Lönguhlíð 3, félags- og þjónustumiðstöðvarnar að
Bólstaðarhlíð 43 og Vesturgötu 7 auk íbúðakjarna á Skúlagötu.
Geðlæknir
Laus er staða geðlæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Unnið er að mótun geðlæknisþjónustu við stofnunina og er
hlutverk nýs geðlæknis m.a. að taka þátt í þeirri mótun.
Geðlæknisþjónustan lýtur að því að veita almenna geðlækn-
isþjónustu við íbúa Suðurlands, vera hluti af heilbrigðisþjón-
ustu við fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni og við vistmenn á
réttargeðdeildinni á Sogni.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson, lækningafor-
stjóri, í síma 480-5100
Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum, sem fást á
skrifstofu landlæknis, til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands, v/Árveg, 800 Selfoss.
–––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––
Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við samein-
ingu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á
Selfossi. Þjónustusvæði hinnar nýju stofnunar nær til um 17000 íbúa
á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt
sjúkrahús á Selfossi með 55 súkrarúm, auk þess sem stofnunin rekur
Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi.
Alls eru um 200 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Dýrahirðir
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn óskar eftir að
ráða dýrahirði. Auk almennrar dýrahirðingar
felur starfið í sér fræðslu skólabarna og
almennings um dýr og umhverfismál.
Óskað er eftir búfræðingi eða sambærilegum starfs-
krafti. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins, Hafrafelli við Engjaveg, 104
Reykjavík, eða á netfang sigrun@husdyragardur.is
í síðasta lagi sunnudaginn 11. desember 2005.
Nánari upplýsingar veittar í síma 575 7800.
Ertu góður sölumaður?
Við leitum að þeim bestu.
Leitum að sölumönnum sem búa yfir
áræðni, metnaði og frumkvæð til að
starfa í einni öflugustu söludeild landsins.
Umsækjendur sendið fyrirspurnir
og/eða ferilskrá á Valdimar Birgisson,
valdimar@365.is
Verslunin Tvö líf
óskar eftir starfsmanni.
Starfið er líflegt og skemmtilegt og þarf viðkomandi
að vera með reynslu í þjónustu og verslunarstörfum.
Umsækjendur þurfa að vera 25 ára eða eldri.
Áhugasamir komið með umsókn í verslunina tvö líf,
Holtasmára 1 eða sendið á
tvolif@tvolif.is
Meiraprófsbílstjóri óskast
á vörubíl með krana uppl. síma
693 5454 - 693 5455.
Snyrtifræðingur/Meistari
Erum að leita eftir meistara til starfa, æskilegt er
að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði
og gott starfsumhverfi. Einnig kemur til greina að
leigja út aðstöðuna fyrir lítinn pening.
Uppl. hjá Berglindi í s. 698 9262.