Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 32
ATVINNA 6 4. desember 2005 SUNNUDAGUR Þjónustu- og rekstrarsvið fer með þjónustu, innkaupamál, upplýsingatækni og rekstur. Nýstofnaðar þjónustumiðstöðvar í hverfum heyra undir sviðið, innkaupa- og rekstrarskrifstofa, skrifstofa þjónustu- og upplýsingatækni, upplýsingatæknimiðstöð og símaver. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Áhugaverð störf í boði ÞJÓNUSTU- OG REKSTRARSVIÐ Þjónustumiðstöð – framkvæmdastjóri Við leitum að metnaðarfullum leiðtogum í störf fram- kvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafar- holts og Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Helstu verkefni þjónustumiðstöðva: • Almenn upplýsingamiðlun um þjónustu Reykjavíkur- borgar og afgreiðsla umsókna. • Þjónusta við hverfisráð. • Sérfræðiráðgjöf á sviði félagslegrar þjónustu, leik- og grunnskólaþjónustu, fjölskyldumála, daggæslu og íþrótta- og frístundamála. • Stuðningsþjónusta, s.s. félagsleg heimaþjónusta, liðveisla og stuðningsfjölskyldur. • Félags- og tómstundastarf. • Forvarnastarf. Helstu verkefni framkvæmdastjóra: • Forysta í samstarfi innan hverfis og utan. • Forysta við innleiðingu á framúrskarandi þjónustu- viðmóti. • Fjármála- og starfsmannastjórnun. • Mótun kröftugrar og áhugasamrar liðsheildar. • Skipulagning starfseminnar og áætlanagerð. • Tengsl við aðrar borgarstofnanir og kjörna fulltrúa. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Árangursrík stjórnunarreynsla. • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar. • Tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. • Menntun á sviði stjórnunar og/eða reksturs er æskileg. Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva heyra undir sviðs- stjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna annast Helga Jónsdóttir (helga@img.is) og Sigrún Ýr Árnadóttir (sigrun@img.is) hjá Mannafli – Liðsauka, s. 540 7100, Borgartúni 27. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Mannafls – Liðsauka: www.mannafl.is og senda jafnframt ítarlega starfsferil- skrá. Í umsókn skal tilgreint hvernig viðkomandi uppfyllir auglýstar hæfnis- kröfur og hvora stöðuna sótt er um. Umsóknarfrestur er til og með 27. desember næstkomandi. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts hefur verið rekin sem útibú frá Breiðholti en verður sjálfstæð miðstöð á árinu 2006. Vaxandi íbúafjöldi er á þjónustusvæðinu og er mikilvægt að framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar taki virkan þátt í að byggja upp fjölskylduvænt samfélag. Þjónustumiðstöðin er staðsett að Bæjarhálsi 1, húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Félags- og þjónustumiðstöðin að Hraunbæ 105 tilheyrir þjónustumiðstöðinni og þjónustuíbúðir við Þórðarsveig í Grafarholti. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða var formlega stofnuð í september sl. Miðstöðin er þekkingarstöð í fjölmenningu en á þjónustusvæðinu býr fjöldi íbúa af erlendum uppruna. Þjónustumiðstöðin er staðsett að Skúlagötu 21 en auk þess tilheyra miðstöðinni Unglingasmiðjan Stígur, félagsstarf og þjónustuíbúðir að Lindargötu 59 og Lönguhlíð 3, félags- og þjónustumiðstöðvarnar að Bólstaðarhlíð 43 og Vesturgötu 7 auk íbúðakjarna á Skúlagötu. Geðlæknir Laus er staða geðlæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Unnið er að mótun geðlæknisþjónustu við stofnunina og er hlutverk nýs geðlæknis m.a. að taka þátt í þeirri mótun. Geðlæknisþjónustan lýtur að því að veita almenna geðlækn- isþjónustu við íbúa Suðurlands, vera hluti af heilbrigðisþjón- ustu við fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni og við vistmenn á réttargeðdeildinni á Sogni. Nánari upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson, lækningafor- stjóri, í síma 480-5100 Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum, sem fást á skrifstofu landlæknis, til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands, v/Árveg, 800 Selfoss. ––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––– Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við samein- ingu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði hinnar nýju stofnunar nær til um 17000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 súkrarúm, auk þess sem stofnunin rekur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Alls eru um 200 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Dýrahirðir Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn óskar eftir að ráða dýrahirði. Auk almennrar dýrahirðingar felur starfið í sér fræðslu skólabarna og almennings um dýr og umhverfismál. Óskað er eftir búfræðingi eða sambærilegum starfs- krafti. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Hafrafelli við Engjaveg, 104 Reykjavík, eða á netfang sigrun@husdyragardur.is í síðasta lagi sunnudaginn 11. desember 2005. Nánari upplýsingar veittar í síma 575 7800. Ertu góður sölumaður? Við leitum að þeim bestu. Leitum að sölumönnum sem búa yfir áræðni, metnaði og frumkvæð til að starfa í einni öflugustu söludeild landsins. Umsækjendur sendið fyrirspurnir og/eða ferilskrá á Valdimar Birgisson, valdimar@365.is Verslunin Tvö líf óskar eftir starfsmanni. Starfið er líflegt og skemmtilegt og þarf viðkomandi að vera með reynslu í þjónustu og verslunarstörfum. Umsækjendur þurfa að vera 25 ára eða eldri. Áhugasamir komið með umsókn í verslunina tvö líf, Holtasmára 1 eða sendið á tvolif@tvolif.is Meiraprófsbílstjóri óskast á vörubíl með krana uppl. síma 693 5454 - 693 5455. Snyrtifræðingur/Meistari Erum að leita eftir meistara til starfa, æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði og gott starfsumhverfi. Einnig kemur til greina að leigja út aðstöðuna fyrir lítinn pening. Uppl. hjá Berglindi í s. 698 9262.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.