Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 55
SUNNUDAGUR 4. desember 2005 27 Frétt vikunnar að mati Gunnars Kristmannssonar, annars af höfundum kammeróperunnar Gests sem hefur verið sýnd í Iðnó, er af bankaræningjum í El Salvador sem voru handteknir naktir. „Þeir ætluðu að grafa göng undir götu og inn í banka. Það var svo heitt að vinna í göngunum að þeir klæddu sig úr öllum fötunum og voru naktir. Svo hrundu göngin og þeir voru handsamaðir á hlaupum, allir í ryki,“ segir Gunnar og hlær. „Þetta var nú frekar misheppnaður glæpur en þetta voru samt örugglega voða fínir glæpamenn og vel undirbúnir. Þetta voru 75 metra löng göng sem hrundu rétt fyrir framan bankann. Þeir áttu það eiginlega skilið að þetta tækist,“ segir Gunnar, sem hefur gaman af því að fylgjast með fréttum af seinheppnum glæpamönnum. Gunnar, sem sjálfur hefur aldrei komið til El Salvador, hefur gaman af glæpasögum og las fyrir nokkru síðan Röddina eftir Arnald Indriðason. „Hún var ansi góð. Hún kom mér á óvart eins og held ég öllum öðrum. Það var gaman að því hversu trúverðug hún var og laus við að vera hallærisleg. Ég á örugglega eftir að lesa fleiri glæpasögur í framtíðinni.“ FRÉTT VIKUNNAR - GUNNAR KRISTMANNSSON TÓNLISTARMAÐUR Naktir bankaræningjar í El Salvador GUNNAR KRISTMANNSSON Gunnar hafði gaman af frétt um berrassaða bankaræningja frá El Salvador. Gríðarlega vel var fylgst með kynlífssenum leikarans Johnnys Depp fyrir myndina The Libertine vegna þess að rúmið sem þær fóru fram í var gamall safngripur. Starfsmenn safnsins sem rúmið tilheyrir fylgdust með senunum vegna hættu á að rúmið yrði fyrir skemmdum. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og gríðarlega fallegt gamalt rúm úr eik,“ sagði safnvörðurinn Sharon Masters. „Ég var ein af fáum sem fengu að fylgjast með kynlífssenunum og verð að segja að það að horfa á Depp leika í kynlífssenu er upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Sem betur fer skemmdist rúmið ekkert.“ ■ Fylgdust með kynlífssenunum JOHNNY DEPP Hann hefur væntanlega ekki látið það á sig fá þó að starfsmenn safnsins hafi fylgst með honum leika í kynlífssenum enda er þarna alvöru leikari á ferð. Björk Guðmundsdóttir ætlar að halda áfram að semja tónlist á meðan á siglingu hennar um heiminn stendur. Björk er um þessar mundir að læra hvernig á að sigla skipi og stefnir á heimsreisu með eiginmanni sínum, Matthew Barney, og barni þeirra. Björk ætlar að taka ferðatölvuna sína með í förina. „Tæknin leyfir mér að taka tónlistina með mér hvert sem ég fer. Með ferðatölvu get ég komið mér fyrir hvar sem er á minna en tveimur klukkustundum,“ segir Björk. „Stundum finnst mér ég þurfa að ferðast á enda alheimsins alein og syngja inn á upptökutæki. Þannig er ég bara,“ segir hún. Björk syngur þann 7. janúar á næsta ári á tónleikum til stuðnings náttúruvernd á Íslandi ásamt listamönnum á borð við Damien Rice og Damon Albarn og hljómsveitunum Sigur Rós og Ham. Ferðatölvan með í siglingu BJÖRK Söngkonan vinsæla stefnir að því að sigla um heiminn á næstunni. Hún tekur ferðatölvuna sína með í förina og ætlar að semja ný lög. Leik- og söngkonan Julie Andrews hefur sætt sig við það að hafa misst röddina og segir það hafa opnað nýjar dyr fyrir henni. Hún var alveg miður sín í fyrstu en hefur komist yfir harmleikinn. „Ég hef fundið aðra hluti sem ég hef sömu ástríðu fyrir,“ sagði hún. „Ég er að skrifa barnabækur og einnig er ég að leikstýra í leikhúsinu, sem er virkilega gaman. Ég hugsa bara um það hversu heppin ég er.“ Skrifar og leikstýrir JULIE ANDREWS LEIKKONA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.