Fréttablaðið - 04.12.2005, Qupperneq 22
4. desember 2005 SUNNUDAGUR22
Trygg atvinna og niðurgreitt húsnæði, enginn tekju-skattur, ókeypis menntun
og heilbrigðisþjónusta og
rausnarlegur ellilífeyrir. Það
eru ekki amaleg réttindi sem
fylgja því að vera ríkisborgari
furstadæmisins Mónakó.
Reyndar njóta aðeins sumir
Mónakóbúa þessara rausnarlegu
velferðarréttinda. Eiginlegir
Mónakóar (á máli heimamanna:
Monegasques), sem flestir eru
komnir af fyrri kynslóðum
þegna Mónakófursta (og kunna
mállýskuna mónakósku) eru
aðeins um 7.500. Hinir íbúarnir
teljast vera aðfluttir og hafa til að
mynda ekki kosningarétt. En bæði
rótgrónir og aðfluttir Mónakóbúar
voru mjög ánægðir með hvernig
Rainier III, sem lést í byrjun
apríl í vor, hafði tekizt í nær 56
ára furstatíð sinni að nútímavæða
furstadæmið og festa velferð þess
og virðingu í veröldinni í sessi,
Nú hvíla því augu allra
þegnanna á Albert II, sem tók
við furstatigninni eftir andlát
föður síns. Hann tók í raun við
embættisskyldum fursta strax 6.
apríl, en formlega þann 12. júlí.
Embættistakan var innsigluð
með viðhöfn þann 19. nóvember
síðastliðinn, að viðstöddum
íslenzku forsetahjónunum og
öðrum tignarmennum.
Og nú spyrja Mónakóbúar sig:
Skyldi Albert takast að sjá til þess
að það verði áfram jafn gott og
jafnvel betra að búa í ríki hans?
Eitt það fyrsta sem Albert fursti
hyggst taka sér fyrir hendur í
þágu ímyndarbótar Mónakó er að
halda í leiðangur á hundasleðum
alla leið á Norðurpólinn í vor, í
félagi við sænska og norska félaga
sína. Tilefnið er að á næsta ári
verða rétt 100 ár síðan Albert
I, langalangafi Alberts II, fór
í heimskautaleiðangur og varð
meðal annars fyrstur til að taka
ljósmyndir af jöklum á Svalbarða.
Fyrirtækið Mónakó
Á Mónakó hefur lengi hvílt
sú ímynd að vera bæði einn af
uppáhaldsleikvöllum þotuliðsins og
staður sem veitir hinum forríku skjól
fyrir skattmanni í heimalöndum
sínum og peningaþvætti og önnur
vafasöm fjármálaumsýsla fer fram
í skjóli strangrar bankaleyndar.
Brezki rithöfundurinn Somerset
Maugham komst svo að orði að
Mónakó væri sólríkur staður fyrir
skuggalegt fólk. Fyrir nokkrum
áratugum kom hátt í helmingur allra
tekna mónakóska ríkissjóðsins af
spilavítisrekstri. En Rainier fursti
beitti sér mjög til að breyta þessu
og nú er svo komið að spilavítin
skila aðeins fáeinum prósentum af
ríkistekjunum. Hann samþykkti
eftir deilur við frönsk stjórnvöld
að skattleggja franska ríkisborgara
sem voru heimilisfastir í Mónakó og
leggja skatta á fyrirtæki sem leituðu
frá Frakklandi til skattaskjólsins
við Rívíeruna.
„Ég er nokkurs konar yfirmaður
fyrirtækis,“ sagði Rainier III eitt
sinn í viðtali þegar hann talaði um
hvernig hann hefði umbylt Mónakó.
Á síðustu árum hefur tekist að
skjóta fleiri stoðum undir efnahagslíf
furstadæmisins á ýmsum sviðum
þjónustuviðskipta en einnig með
sérhæfðum smáiðnaði. Mónakósk
yfirvöld hafa sótzt sérstaklega
eftir því að fá alþjóðleg fyrirtæki
til að flytja Evrópuhöfuðstöðvar
sínar til furstadæmisins. Árið
2001 var ráðizt í að stækka til
muna aðstöðuna í aðalhöfninni
þar sem skemmtiferðaskip geta
lagzt að bryggju og heil hverfi
fyrirtækjabygginga reist á
uppfyllingum.
Virkt í alþjóðasamstarfi
Furstadæmið varð fullgilt
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna árið
1993. Mónakó er aðili að mörgum
alþjóðastofnunum og -sáttmálum, svo
sem Evrópuráðinu. Aðalskrifstofur
Alþjóða sjómælingastofnunarinnar
(IHB) eru til húsa í Mónakó. Þar
er einnig rótgróið haffræðisafn,
stofnað í furstatið Alberts I
Svalbarðafara. Mónakó heldur úti 10
sendiskrifstofum í Vestur-Evrópu
og fastanefnd hjá SÞ í New York.
Heiðursræðiskrifstofur Mónakó er
að finna í 106 borgum í 45 löndum.
Furstafjölskyldan, Grimaldi-
ættin, hefur verið formlega við völd
í Mónakó síðan árið 1419. Samkvæmt
samkomulagi við Frakka sem gert
var á 19. öld var kveðið á um að
Mónakó yrði sjálfstætt ríki svo
lengi sem þjóðhöfðinginn væri
réttborinn til erfða furstastólsins.
Þar sem Albert hefur ekki kvænzt
og á ekki skilgetin börn komu upp
áhyggjur meðal þegnanna af því að
reyna myndi á þetta ákvæði þegar
hann félli frá. En þessu var bjargað
með breytingu á erfðalögunum sem
heimila að ríkiserfðirnar gangi til
systkinabarna furstans. Eignist
Albert ekki börn verður Andrea,
elzti sonur Karólínu, næsti fursti
Mónakó. ■
ALBERT ÆTLAR NORÐUR Albert II fursti stillti sér upp fyrir ljósmyndara á blaðamannafundi í
Mónakó í byrjun vikunnar í tilefni af áformuðum leiðangri hans á Norðurpólinn í vor.
MYND/AP
FURSTAFJÖLSKYLDAN Þessi mynd var tekin af fjölskyldunni nokkru fyrir andlát Rainiers
fursta sem er lengst til hægri. Næst honum stendur Stefanía, þá Albert, Karólína og
eiginmaður hennar Ernst-August af Hannover. Rómuð fegurð prinsessanna, dætra
Rainiers og Hollywood-þokkagyðjunnar Grace Kelly, og glaumgosalíf Alberts hefur tryggt
Mónakó ómælda athygli slúðurpressu heimsins. Að margir hinna ríku og frægu velji
að setjast að í örríkinu hjálpar líka upp á fjölmiðlaathyglina, svo og viðburðir eins og
Mónakókappaksturinn, Monte-Carlo-rallið og opna tennismótið.NORDICPHOTOS/AFP
Metnaður til að vera meira en skattaskjól
Þann 19. nóvember síðastliðinn var embættistaka Alberts II Mónakófursta innsigluð með viðhöfn að forseta Íslands viðstöddum.
Auðunn Arnórsson rekur hér hvert örríkið nafntogaða við Miðjarðarhaf stefnir.
MÓNAKÓ Tveir ferkílómetrar af velmegun í bröttum hlíðum upp af Miðjarðarhafsströnd. Hér sést snekkjuhöfnin og kjarni Monte Carlo, stærsti þéttbýliskjarni borgríkisins.
NORDICPHOTOS/AFP
MÓNAKÓ
✮Næstsmæsta ríki heims
Opinbert heiti: Furstadæmið Mónakó (á
frönsku: Principauté de Monaco).
Flatarmál: 1,95 ferkílómetriar - annað
minnsta ríki heims á eftir Páfagarði.
Íbúar: 32.409 (2005), þar af um 5.800 með
kosningarétt. Þéttbýlasta ríki heims með
16.620 íbúa á ferkílómetra.
Stjórnskipun: Þingbundin furstastjórn
(stjórnarskrá frá 1962).
Fursti: Albert II (síðan 2005).
Forsætisráðherra: Jean-Paul Proust (síðan
1.6. 2005).
Mónakófursti velur forsætisráðherra úr hópi
þriggja sem Frakklandsstjórn stingur upp á.
Mónakóþing er kjörið á fimm ára fresti. Á því
sitja 24 fulltrúar.
Sjálfstætt furstadæmi síðan árið 1419.
Er í sérstökum tengslum við Frakkland
samkvæmt sáttmála (tolla-, efnahags- og
varnarbandalag).
Stjórnvöld í Mónakó birta engar tölur yfir
tekjur íbúanna. Áætlaðar þjóðartekjur
árið 2002 voru um 2.500 milljónir evra,
andvirði 187 milljarða króna, en það er
um þriðjungur af þjóðartekjum Íslendinga.
Aðalatvinnuvegirnir eru ferðaþjónusta og
fjármálaþjónusta.