Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 66

Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 66
 4. desember 2005 SUNNUDAGUR38 baekur@frettabladid.is „Ramminn sem nútíminn markar veruleikanum segir að þótt útilokað sé að hersing beinagrinda, hunda og glottandi hesta komi af hafi við skyndileg heimsslit og lokasigur dauðans, sé ekki hægt að útiloka að konan manns haldi við svila sinn.“ Stóuspekingarnir Guðjón og Lína velta fyrir sér því versta sem getur gerst í Stefnuljósi Hermanns Stefánssonar. Ljóðið virðist stundum eins og aldraður frændi skáldsögunnar. Það er talað um það í virðingartóni en lítið fer fyrir því í jólaboði íslenskrar bókaútgáfu þar sem það fellur í skuggann af háværari gestum. Það verður þó í hávegum haft hjá Máli og menningu í dag, þar sem nokkur af helstu ljóðskáldum þjóðarinnar munu troða upp. Haukur Már Helgason, eitt efnilegasta ungskáld þjóðarinnar, mun lesa upp úr nýútkominni bók sinni Rispa Jeppa, sem kemur út í ljóðabókaseríu Nýhil, Norrænar bókmenntir. Haukur Már hefur áður gefið út ljóðabækurnar Eini strákurinn í heiminum sem kunni að telja, og 2004 sem kom reyndar út árið 2003. Aðrir ungir höfundar sem lesa upp eru Sölvi Björn Sigurðsson en önnur skáldsaga hans, Gleðileikurinn djöfullegi, er nú kominn út, og hugbúnaðarverkfræð- ingurinn Kristian Guttesen, sem nýlega hefur gefið út sjöttu ljóðabók sína, Litbrigðamyglu. Yngstur allra er þó hinn 25 ára gamli Óttar Norðfjörð,en Edda gaf nýlega út fyrstu skáldsögu hans Barnagælur. Strákarnir verða að hafa sig alla við því öndvegisskáldið Þorsteinn frá Hamri mun einnig lesa úr bók sinni Dyr að draumi. Eina konan sem kemur fram er Halldóra Thoroddsen sem les úr bókinni Gangandi vegfarandi. Halldóra fékk góða dóma fyrir örsögusafn sitt 90 sýni úr minni mínu. Upplesturinn hefst klukkan 15 og mun standa til 17. Halldóra mun einnig koma fram í kvöld á Næsta bar þar sem Skáldkvennakvöld byrjar klukkan 21. Úrvalslið íslenskra kvenhöfunda mun þar bera saman bækur sínar. Ekki minni kvenmenn en Ingibjörg Hjartardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Súsanna Svavarsdóttir og Vigdís Grímsdóttir mæta til leiks ásamt Halldóru. Konur og ljóðskáld, og þá sérstaklega kvenljóðskáld, haft oft virst hálfgerður minnihlutahópur í íslenskum bókmenntum. Því er ekki seinna vænna að hvor hópurinn um sig fái að baða sig í sviðsljósinu um stund. Ljóðskáld og kvenhöfundar kveða BÓK VIKUNNAR Bókin sem kostaði bókmenntaverðlaunanefnd fleiri rósir en allar hinar sem tilnefndar voru í flokki fræðirita samanlagt. Sex höfundar skrifa bókina, þar á meðal Silja Aðalsteinsdóttir sem skrifar um skáldið Kjarval, Matthías Jóhannesson sem skrifar um persónuleg kynni sín af honum og bandaríski listheimspekingurinn Arthur C. Danto skrifar um Kjarval með augum útlendings. Bókin er 640 blaðsíður með yfir 600 myndum. Þetta er bók sem aðrar íslenskar listaverkabækur verðar miðaðar við um ókomin ár. HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR „Þetta er náttúrulega mikill heiður,“ segir Vilborg Davíðsdóttir í símann frá Edinborg, en hún var nýlega tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunana. „Síðustu tvær bækurnar mínar komu reyndar út í Þýskalandi, en ætli þetta hjálpi ekki einnig eitthvað þar.“ Nýjasta bók Vilborgar, Hrafninn, gerist í Inúítaþorpi í Grænlandi á 15. öld. „Hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég var á Grænlandi á vegum Rásar 2. Þar komst ég að því að á Grænlandi hafa varðveist heillegustu búningar miðaldamanna í Evrópu. Þeir samsvara búningum í Frakklandi frá sama tíma, þannig að Grænlendingar hafa tollað í tískunni á miðöldum. Þeir hafa ekki verið afskekktari en það.“ Byggðir norrænna manna hurfu svo skyndilega undir lok 15. aldar á dularfullan hátt, en Vilborg setur upp kenningu um það í lok bókar sinnar. Bækur Vilborgar hafa allar gerst á miðöldum, síðustu tvær á 15. öld en í þeirri næstu er hún að hugsa um að snúa aftur til Landnámsaldar. „Ég er ekki spennt fyrir tímanum eftir siðaskipti, hann er svo drungalegur og allt, svo sem dans og söngur, var bannað. Mér finnst eins og það hafi verið meiri gleði í kaþólskunni, þó að hún hafi haft slæmar hliðar líka.“ Vilborg fór í rannsóknarferð til Grænlands áður en hún hófst handa við ritun bókarinnar. „Ég vildi fara að skoða miðaldakirkju sem er í firði í tveggja tíma siglingu frá flugvellinum. Ég hafði engin tök á að komast að kirkjunni eftir að til Grænlands var komið, þannig að ég þurfti að bjóða mig fram sem leiðsögumann fyrir hóp af amerískum ellilífeyrisþegum, og leiðbeina þeim um stað sem ég hafði aldrei komið á áður.“ Seinni ferð hennar til Grænlands var farinn árið 2001, svo bókin hefur verið talsverðan tíma í vinnslu. „Ég fór að læra þjóðfræði í millitíðinni sem ég útskrifaðist úr í vor og er nú í mastersnámi í Edinborg. Námið hefur nýst vel við gerð bókarinnar, og bókin við námið. Svo hef ég líka bætt við mig barni.“ Og nú hefur hún einnig bætt við sig bók. valurg@frettabladid.is Miðaldagrænlendingar toldu í tískunni Í Bókatíðindunum 2005 eru tilgreindar einar 11 frumsamdar íslenskar sakamálasögur sem hlýtur að vera nýtt met. Hér áður fyrr liðu oft mörg ár á milli nýrra íslenskra spennusagna og á fyrri hluta 20. aldar voru þær varla skrifaðar, nema þá undir dulnefni. Það er skemmtileg tilviljun að þessi bylgja á íslenskum bókamarkaði rís nánast nákvæmlega eitt hundrað árum eftir að bókaútgáfa á Íslandi stórefldist fyrir tilstuðlan erlendra „raufarasagna“ sem svo voru kallaðar (áður en orðið breyttist í reyfara). Um aldamótin 1900 var bókaútgáfa á Íslandi ósköp aumingjaleg; áratuginn þar á undan höfðu landar okkar bæði í Winnipeg og Kaupmannahöfn staðið sig betur á þessu sviði. En á fyrsta áratug 20. aldar styrktist bókamarkaðurinn hér til muna, mest vegna stóraukinnar útgáfu á þýddum skemmtisögum. Umsvifamesti útgefandinn, Jóhann Jóhannesson sem kallaður var „próki“, gaf út fjölda slíkra bóka, allt frá Kapítólu til Valdemars munks, verk með dásamlegum nöfnum einsog Hinn óttalegi leyndardómur eða Kynblandna stúlkan. Þetta voru auðvitað ekki allt sakamálasögur, en þó komu í bland við ástarsögurnar sumar hinar frægustu morðgátur, einsog Baskerville hundurinn eftir Conan Doyle árið 1911. Þessar þýddu afþreyingarsögur nutu mikilla vinsælda, en unnendur íslenskrar menningar urðu strax áhyggjufullir. Þannig segir Matthías Viðar Sæmundsson frá því í Íslenskri bókmenntasögu (3. bindi) að Jónas frá Hriflu, sem þá var ekki orðinn sá umsvifamikli stjórnmálamaður sem hann varð síðar, hafi fundið sig knúinn til að gera atlögu að útgáfu Jóhanns próka. Jónas taldi að reyfararnir myndu auka heimsku og spillingu með þjóðinni, enda hugsuðu höfundar sem útgefendur þeirra ekki um neitt nema ágóðann og að þóknast lesendum sínum: „Þeir vita að lesendurnir lesa ekki til að fullnægja fegurðarþrá, þeir vita að það eru menn sem lesa til að gleyma stundaráhyggjunum, stór, sterk dýr, fjárplógs-klakaklárar sem vinna 18 tíma á dag, en þykir gott að hvíla ofreyndan heilann nokkur augnablik undir svefninn; með því að blaða í gegnum æsandi og spennandi skáldsögu“, skrifaði Jónas í blaðagrein 1909. Í framhaldinu hófu hann og skoðanabræður hans einskonar herferð gegn hinum þýddu reyfurum, og létu hvarvetna í ljósi áhyggjur yfir því hvað yrði um Íslendinga „á þessari óöld raufarasagna og skrílræðis“ einsog einn þeirra orðaði það. Það má vera til marks um breytingu í ríkjandi viðhorfum að nú orðið myndu margir réttlæta spennusögur með sömu rökum og Jónas notaði til að gagnrýna þær fyrir hundrað árum ¿ að þær séu vel til þess fallnar að þreytt vinnandi fólk geti hvílt heilann nokkur augnablik undir svefninn. Og íslenskir höfundar keppast við að hasla sér völl á þessu sviði undir fullu nafni, svo þar er nú komið heilt samfélag höfunda með konungi, krónprinsi og þá væntanlega líka drottningu og prinsessum og stöku hirðfífli. Og það er vandséð hvers vegna nokkur maður ætti að koma sér í hugaræsing yfir útgáfu afþreyingarbókmennta; ekki rættust aldargamlar heims- endaspár Jónasar frá Hriflu. Þegar nánar er að gáð er sakamálasagan einmitt kröfuhörð bókmenntagrein fyrir sinn hatt; það þarf að vera í henni bæði flétta og fletta, það er löngun til að lesa áfram. Ekkert er fjær góðri sakamálasögu en tilgerð, þokukennd hugsun og langdregið tíðindaleysi. Raufarasögur er orð ættað úr dönsku, röverhistorie, sem þýðir bókstaflega ræningjasaga, en er í yfirfærðri merkingu haft um ýkjusögur og lygisögur. Það fer vel á því, þar sem Íslendingar tengdu einmitt í öndverðu saman lygisögur og góða skemmtun. Í Sturlungu, nánar tiltekið Þorgils sögu og Hafliða, segir frá því að Hrólfur nokkur af Skálmarnesi hefur ofan af fyrir Sverri konungi í veislu með því að segja honum sögu af Hröngviði víkingi og Ólafi liðsmannakonungi og haugbroti Þráins og sjálfsagt fleiri sakamálum: „En þessari sögu var skemmt Sverri konungi og kallaði hann slíkar lygisögur skemmtilegar.“ ■ Raufarasögur Í tilefni af því að 50 ár verða liðin frá því að Laxness hlaut Nóbelsverðlaun verður haldin viðamikil dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu næsta laugard- ag. Umsjónarmaður er Viðar Eggerts- son, og þar sem hann vildi ekki að hátíðarhöldin „væru eins og líkkista“ fékk hann Nýhilhópinn til að ljúka dagskránni, til að minna á framtíð íslenskrar ritlistar. Allir helstu Nýhil- liðarnir munu koma fram og lesa upp verk til heiðurs Laxness, og að lokum mun Böddi Brútal synja Maístjörnuna afturábak. Nýhilmenn hafa fengið tvo tíma til ráðstöfunar frá 20-22. En kvöldinu lýkur þó ekki þar, því að útgáfukvöld verður haldið til að fagna nýútkominni seríu er nefnist Norrænar bókmenntir. Staðsetning mun verða tilkynnt síðar. ■ Maístjarnan sungin afturábak KJARVAL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.