Fréttablaðið - 04.12.2005, Page 6
6 4. desember 2005 SUNNUDAGUR
Handa öllum foreldrum
Nauðsynleg bók fyrir alla
foreldra ungra barna.
Tilvalin í jólapakkann.
Bókin er notuð á
foreldranámskeiðum hjá
heilsugæslunni og hefur
fengið frábæra dóma.
Bók sem skiptir máli.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
�������������������������������������
������������������������ �������������������
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur viðurkennt greiðslu-
skyldu Reykjavíkurborgar vegna
aðstoðar táknmálstúlks á foreldra-
fundum í barnaskóla þar sem mál-
efni barna heyrnarlausra hjóna
voru til umfjöllunar.
Hjónin báru fyrir dómi að
móðurmál þeirra væri íslenskt
táknmál og að konan talaði enga
íslensku og maður hennar tak-
markaða.
Þau höfðu óskað eftir aðstoð
túlks vegna foreldraviðtala í
skólanum, en þurftu að greiða
fyrir þá þjónustu sjálf. Í október
2003 komst borgarlögmaður að
þeirri niðurstöðu að túlkaþjónusta
félli ekki undir þær skyldur sem
sveitarfélögum væri ætlað að
veita fötluðum einstaklingum.
Taldi dómurinn að færð hefðu
verið fram gild og málefnaleg rök
fyrir þeirri mismunun sem fælist
í þeirri ákvörðun að greiða fyrir
aðstoð túlks í foreldraviðtölum
þegar um væri að ræða fólk af
erlendum uppruna, en ekki þegar
í hlut ætti heyrnarlaust fólk, enda
væri svipað ástatt hjá báðum. - óká
Héraðsdómur segir sömu lögmál gilda um útlenska foreldra og heyrnarlausa:
Borgin á að borga fyrir túlkun
FRÁ MÓTMÆLUM HEYRNARLAUSRA
Félag heyrnarlausra efndi í mars 2003 til
mótmæla við Alþingishúsið og krafðist
þess að íslenska táknmálið fengist
viðurkennt formlega í lögum og fólki yrði
tryggð túlkaþjónusta.
KJÖRKASSINN
Er nauðsynlegt að bæta kjör
öryrkja?
Já 86,7%
Nei 13,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að veita ungmennum undir
tvítugu lán?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
Árekstur fyrir ofan Hellu Bíll og
kerra skullu saman um hádegi í gær
á Suðurlandsvegi austan við Hellu. Bíl
var ekið inn á Suðurlandsveg og tók
bílstjórinn ekki eftir kerru aftan í bílnum.
Nokkurt tjón varð bæði á kerru og bíl.
Skrykkjótt ökulag í Keflavík
Rúmlega þrítugur ökumaður var tekinn
ölvaður í Keflavík um hádegisbil í gær.
Lögregla taldi ástæðu til að stöðva
bílinn þar sem ökulag var ekki eðlilegt.
Bíll út af í hálku Hálkuóhapp
varð við Eskifjörð í gær. Bíll rann út af
veginum vegna hálku og var dreginn
aftur upp á veg. Engin slys urðu á
mönnum og bíllinn var óskemmdur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Kveikt á jólatrjám Víða var kveikt
á jólatrjám í gær. Meðal annars var
kveikt á jólatrénu á Akratorgi á Akra-
nesi og á Kirkjutorgi á Sauðárkróki.
Handverksmenn voru með sölu í
Safnaðarhúsinu.
JÓLAUNDIRBÚNINGUR
FANGAR Fangar heimsins eru
orðnir rúmlega níu milljón tals-
ins og meira en helmingi þeirra
er haldið í fangelsum í þremur
ríkjum: Bandaríkjunum, Kína og
Rússlandi. Ísland er meðal þeirra
ríkja sem hafa fæsta bak við lás
og slá.
Föngum hefur fjölgað í þrem-
ur af hverjum fjórum ríkjum
heims á síðustu árum, samkvæmt
samantekt háskólans King‘s
College í Lundúnum. Flestir eru í
bandarískum fangelsum, rúmar
tvær milljónir. Meira en einni og
hálfri milljón manna er haldið
í kínverskum fangelsum. Næst
kemur Rússland með 760 þúsund
fanga og Brasilía og Kína með
rúmlega 300 þúsund fanga.
Bandaríkin eru líka efst á lista
yfir þau ríki heims sem eru með
hæst hlutfall íbúa sinna bak við
lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á
hverja 100 þúsund íbúa. Á hinum
enda töflunnar er svo Búrkína
Faso þar sem 23 af hverjum 100
þúsund íbúum eru í fangelsi.
Ef litið er til Norðurlanda
eru flestir fangar í Svíþjóð, 75 á
hverja 100 þúsund íbúa. Næstir
koma Finnar með 71 fanga á
hverja 100 þúsund íbúa, Danir
með 70, Norðmenn 65 og Íslend-
ingar með 39. Fæstir eru svo í
haldi í Færeyjum, fjórtán í allt
eða þrjátíu framreiknað á 100
þúsund íbúa. ■
Föngum í heiminum fjölgar stöðugt:
Níu milljónir dúsa í fangelsi
LITLA-HRAUN Íslendingar virðast upp til hópa löghlýðnir sé horft til fjölda fanga hérlendis
samanborið við önnur ríki.
STÝRIVEXTIR Greiningardeildir
bankanna telja að verðbólguhorfur
séu enn slæmar þó þær hafi batnað
frá því í haust. Seðlabankinn
hækkaði stýrivexti um 25 punkta
á föstudaginn og var það heldur
lægri hækkun en búist var við.
Greiningardeild KB banka segir
að hækkunin sé á mörkum þess að
vera í samræmi við fyrri yfirlýs-
ingar Seðlabankans. Hætta sé á því
að svo lítil hækkun komi niður á
trúverðugleika bankans.
Greining Landsbankans bendir á að
á næstunni verði Seðlabankinn að
haga peningastefnunni þannig að
aðlögun gengis
leiði ekki til
meiri verðbólgu.
Ef útgáfa skulda-
bréfa taki ekki
við sér í desember
má gera ráð fyrir
að krónan sígi
áfram.
Tryggvi Þór
H e r b e r t s s o n ,
forstöðumaður
Hagfræðistofn-
unar Háskóla
Íslands, segir
að ákvörðun
S e ð l a b a n k a n s
hafi komið á óvart,
sérstaklega í ljósi
vaxtahækkana
erlendis. Hann
telur samt að
hækkunin hafi
jákvæð áhrif.
„Vaxtamunin-
um er haldið
svipuðum milli
Íslands og hinna
Evrópulandanna
sem þýðir að gengið mun eitthvað
veikjast í framhaldinu en þetta sýnir
að það er áfram sama aðhaldið þó
það haldist kannski ekki jafnmikill
hraði eða styrkur að hækkunum og
hefur verið. Ég held að við hljótum
að sjá frekari hækkanir framundan.
Nú fer að þrengja meira að lánsfjár-
magnsmarkaðnum, fjármagnið
verður dýrara og vonandi leiðir þetta
út í langtímalánin þannig að það slái
á þenslu á fasteignamarkaði,“ segir
Tryggvi Þór.
„Ég var að vonast til að
Seðlabankinn myndi bíða með frekari
vaxtahækkanir í bili. Það eru teikn
á loft um að það slái á verðbólguna
núna. Við höfum verulegar áhyggjur
af því hvað gengið er sterkt og
stýrivaxtahækkanir ýta undir að
það haldi áfram að vera sterkt
eða styrkist enn frekar. Veruleg
vandræði eru hjá útflutnings- og
samkeppnisgreinunum, hátækni-
greinarnar, sem byggja sinn rekstur
á tekjum í erelndri mynt, eiga undir
högg að sækja, Hjartavernd hefur
sagt upp fólki og Medcare Flaga
er að flytja starfsemina úr landi.
Við þessar aðstæður skiptir miklu
máli að vinna gegn því að krónan
sé svona ofursterk,“ segir Ólafur
Darri Andrason, hagfræðingur
Alþýðusambands Íslands.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir
að vaxtahækkunin hafi verið
skynsamleg. Forystumenn í
atvinnulífinu hafi haft áhyggjur af
því að of miklar vaxtahækkanir,
sem hafi skilað sér í gegnum hátt
gengi krónunnar, séu farnar að
valda of miklu tjóni í atvinnulífinu
og því sé ekki þörf á þeim. „Við
teljum það jákvætt að bankinn skuli
meta stöðuna með þessum hætti og
taka mið af breytingum sem við
teljum að hafi orðið í atvinnulífinu,“
segir hann.
ghs@frettabladid.is
Verulegar áhyggjur af
styrkleika krónunnar
Hagfræðingur ASÍ vonaðist til að Seðlabankinn biði með vaxtahækkun fram
í janúar. Framkvæmdastjóri SA segir að hækkunin hafi verið skynsamleg. KB
banki telur að lítil hækkun eftir stór orð komi niður á trúverðugleika bankans.
TRYGGVI ÞÓR
HERBERTSSON
ÓLAFUR DARRI
ANDRASON
ARI EDWALD .
FJÁRÖFLUN Leikarinn sir Roger
Moore leit inn á jólakortasölu
UNICEF á Laugavegi 42 í gær.
Kortasalan var ein fyrsta fjáröflun
almennings sem UNICEF fór
út í og er enn stór tekjulind
samtakanna.
Á Íslandi hafa kortin verið seld
í nærri 50 ár en Félag íslenskra
háskólakvenna hefur séð um
söluna í sjálfboðavinnu. ■
Jólakortasala í UNICEF:
Roger Moore í
miðbænum
MOORE HEIMSÆKIR UNICEF Á LAUGAVEGI
Roger Moore ásamt eiginkonu sinni Lady
Kristina og þeim Sigrúnu Stefánsdóttur og
Erlu Elínu Hansdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
BRETLAND, AP Meðlimir fjölmargra
náttúruverndarsamtaka stóðu að
mótmælagöngu um London í gær,
laugardag. Um 10.000 tóku þátt
samkvæmt skipuleggjendum, en
4300 samkvæmt lögreglu.
Forsprakkar göngunnar afhentu
Tony Blair bréf. þar sem þess er
krafist að staðfestur sé niðurskurður
á losun gróðurhúsaloftteguna og að
alþjóðlegur sáttmáli um mengun
sé virtur. Eftir gönguna hélt
fyrrverarndi umhverfisráðherra
Bretlands tölu og sagði m.a. „Ef
hann (Bush) heldur að (fellibylurinn)
Katrina hafi verið slæm, þá eru mun
verri fellibylir á leiðinni breyti hann
ekki stefnu sinni.“ ■
Hlýnun jarðar mótmælt:
Þúsundir ásaka
Blair og Bush
SEÐLABANKASTJÓRAR TILKYNNA VAXTAHÆKKUN Vaxtahækkunin að þessu sinni var heldur
lægri en búist hafði verið við.