Fréttablaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 56
4. desember 2005 SUNNUDAGUR28
Tæplega fjörtíu milljarðar króna skipta um hendur nú fyrir jólin, samkvæmt
spá Rannsóknarseturs verslu-
narinnar á Bifröst og er búist við
metári. Að jafnaði er búist við að
jólavelta verslana geti aukist um
20 prósent nú fyrir jólin. Að hluta
til er verið að kaupa jólamatinn,
jólaskrautið og allt hitt sem snýr
að því að halda gleðileg og skra-
utleg jól. Að stórum hluta er
aukin verslun í desembermánuði
vegna þess að verið er að kaupa
jólagjafirnar.
Fréttablaðið hafði áhuga á
að forvitnast aðeins um jólagja-
fakaup landans og spurði því í
síðustu könnun hvað svarandi
reiknaði með að eyða í jólagja-
fir þetta árið og hvað átti að gefa
margar jólagjafir. Svörin voru
allt frá því að eyða engu í jóla-
gjafir, vegna þess að engar voru
gefnar eða þær voru allar búnar
til, upp í að eyða ríflega hálfri
milljón til að gleðja fjölskyldu og
vini. Ekki var óalgengt að þeir
sem spurðir voru margfölduðu
einfaldlega fjölda jólagjafa með
tíu til að reikna út hversu mikið
jólagjafirnar muni koma til með
að kosta. Flestir voru á því að
eyða heldur minna, eins og sést
á því að að meðaltali sögðust sva-
rendur ætla að eyða 3.773 kró-
num í hverja jólagjöf.
Rúmlega 55 þúsund í jólagjafir
Samkvæmt könnuninni mun hver
fullorðinn einstaklingur kaupa
jólagjafir fyrir 55.291 krónu, en
það er misjafnt hversu gjafmild
við erum. Greinilegur munur er
bæði á milli kynjanna og á milli
íbúa höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. Karlar eru
rausnarlegri í því hversu miklu
þeir eru tilbúnir til að eyða í
hverja gjöf og sögðust tilbúnir
til að reiða fram allt að 58.612
krónur, á meðan konur sögðust
ætla að kaupa gjafir fyrir 51.904
krónur.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins
sögðust ætla að eyða 56.183 kró-
num í jólagjafir þetta árið, en
íbúar landsbyggðarinnar hyg-
gjast borga 53.976 fyrir sínar
gjafir.
Karlar á höfuðborgarsvæðinu
ætla svo að eyða mest, eða rúm-
lega 61 þúsundum í jólagjafir.
Konur á höfuðborgarsvæðinu
ætla svo að eyða minnst, eða um
51.500 krónum.
Fimmtán sem á að gleðja
Einnig er munur hvað við ætlum
að gefa margar gjafir og snúast
þá tölurnar við. Þeir sem ætla að
eyða meiru, ætla að gefa færri
gjafir. Að meðaltali eru það fim-
mtán ættingjar og ástvinir sem
fá frá hverjum gjöf.
Konur ætla að gefa aðeins flei-
ri gjafir að meðaltali, eða sextán,
á meðan karlar telja sig þekkja
fjórtán sem gleðja á með gjöf.
Íbúar landsbyggðarinnar þek-
kja líka fleiri sem þarf að gleðja
en íbúar höfuðborgarinnar, því
þeir sem búa utan höfuðborgar-
svæðisins gefa sextán gjafir, en
íbúar Reykjavíkur og nágrennis
ætla að gefa þrettán.
Það eru konur á landsbyggðin-
ni sem ætla að gefa flestar gja-
firnar, eða 17, en karlar í höfuð-
borginn reikna með að gefa 12
gjafir að meðaltali.
Dýrustu gjafirnar
Það eru því karlar og íbúar
höfuðborgarsvæðisins sem gefa
dýrustu jólagjafirnar fyrir þessi
jólin. Karlar á höfuðborgars-
væðinu gefa svo allra dýrustu
gjafirnar.
Ef skoðað er hvað meðalverð
á jólagjöf, út frá þeim upplýsin-
gum sem við höfum fyrir hendi,
mun hver gjöf kosta um 3.773
krónur. Fyrir þá upphæð er til
dæmis hægt að kaupa ágæta
bók. Íbúar höfuðborgarsvæði-
sins reikna með heldur meiri
kostnaði á jólagjöf, eða 4.169 á
meðan þeir sem búa utan þess
svæðis ráðgera að hver gjöf
kosti 3.274 krónur.
Konur eru heldur sparsamari
á hverja jólagjöf en karlar, og
ætla að eyða 3.332 krónum á gjöf,
á meðan karlar ætla að eyða 4.296
krónum í gjöf. Fyrir hverja gjöf
eru það karlar á höfuðborgars-
væðinu sem eru reiðubúnir til
að kosta mestu til, eða rúmlega
4.900 krónum. Konur á landsbyg-
gðinni eru hins vegar tilbúnar að
borga að meðaltali 3.030 krónur
fyrir hverja gjöf.
Þegar kemur að jólunum er þó
gott að muna að það er hugurinn
sem skiptir máli, en ekki verð-
miðinn á gjöfinni.
Könnunin fór þannig fram að
hringt var í 800 manns þann 19.
nóvember, og skiptust svarendur
jafnt milli kynja og hlutfallslega
eftir kjördæmum. Spurningar-
nar voru tvær, annars vegar;
Hve miklu ætlar þú að eyða í
jólagjafir á þessu ári? og hins
vegar; Hvað munt þú gefa mar-
gar jólagjafir í ár? 63,1 prósent
þeirra sem spurðir voru tóku
afstöðu til fyrri spurningarin-
nar, 87,8 prósent tóku afstöðu til
þeirrar síðari.
Karlar gefa dýrari jólagjafir, en konur fleiri
Íslendingar ætla að kaupa jólagjafir fyrir um 55
þúsund krónur að meðaltali og gefa 15 gjafir
hver, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Karlar
ætla að eyða meiru í jólagjafir en konur, en
konur ætla að gefa fleiri gjafir. Þá ætla íbúar
höfuborgarsvæðisins að gefa dýrari og færri gjafir,
en þeir sem búa á landsbyggðinni. Svanborg
Sigmarsdóttir skoðaði jólagjafakaup fyrir þessi jól.
Það eru rétt tæpar þrjár vikur
til jóla og á mörgum heimilum er
jólaundirbúningur kominn á fulla
ferð.
Þökk sé auglýsingaherferðum
verslana, jólalögunum í útvarpinu
og tilheyrandi stemningu
í þjóðfélaginu bíða margir
landsmenn nú spenntir eftir að
opna pakkana sína á aðfangadag.
Fréttablaðið fór á stúfana og
kannaði hvað mun helst leynast
í pökkunum sem eiga eftir að
hlaðast upp undir jólatrjánum
von bráðar.
Harður pakki er alltaf vinsæll hjá
krökkunum. Nýjasta bókin um Harry
Potter er langvinsælasta bókin í Máli
og menningu. Íslensku glæpasög-
urnar seljast líka vel og þar er Arnald-
ur Indriðason á toppnum með Vetrar-
borgina. Þýddar skáldsögur eru farnar
að seljast í auknum mæli og njóta
töluverðra vinsælda en það þekktist
ekki fyrir nokkrum árum. Sem dæmi
má nefna að japanskar glæpasögur
eru nokkuð vinsælar. Borðspilin selj-
ast ávallt vel fyrir jólin og í ár er það
fótboltaspilið Spark sem er vinsælast.
Einnig er búist við því að Su Doku
borðspilið verði vinsælt, enda má segja
að hálfgert Su Doku æði eigi sér stað
við morgunverðaborð landsmanna.
BÆKUR OG SPIL
■ Harry Potter, reyfarar og Su doku
Meðaltal
15
Höfuð-
borg
13
Lands-
byggð
16
Karlar
14
Konur
15 Meðaltal55.291 kr.
Höfuð-
borg
56.183 kr.
Lands-
byggð
53.975 kr.
Karlar
58.612 kr.
Konur
51.904 kr.
Margir gæludýraeigendur gefa
dýrunum sínum gjafir um jólin.
Verslunin Dýraríkið selur alls konar
varning handa dýrum og fyrir jólin eru
þar meðal annars til sölu jólasokkar
sem starfsmennirnir hanna og fylla
svo af góðgæti fyrir dýrin.
Hundaeigendur vilja líka að bestu
vinir sínir sofi vel því samkvæmt starfs-
mönnum Dýraríkisins eru margir sem
koma í búðina og kaupa nýja körfu
handa hundinum.
DÝRAVÖRUR
■ Körfurnar eru sígildar
Geisladiskar rjúka út fyrir jólin og
það sem breytist þá miðað við
geisladiskasölu á öðrum tímum ársins
er að íslenskir tónlistarmenn raða sér
í toppsætin, enda duglegir við að gefa
út tónlist sína rétt fyrir jólin. Á topp
fimm lista Skífunnar eru tveir íslenskir
tónlistarmenn sem eru hoknir af
reynslu, Björgvin Halldórsson og Helgi
Björnsson sem skipa fyrsta og fjórða
sætið á listanum. Sálin hans Jóns
míns er í öðru sæti, Garðar Cortes í
þriðja og Hjálmar í því fimmta. Í BT
er Írafár með vinsælasta diskinn og
stúlkurnar í Nylon eru í fjórða sæti
á eftir Sálinni og Helga Björnssyni.
Í DVD myndunum er Harry Potter
gríðarlega vinsæll og á topp fimm
lista BT eru allar þrjár
myndirnar um
Harry Potter sem
komið hafa í
kvikmyndahús.
TÓNLIST
■ Geisladiskarnir rjúka út
HVERSU MARGAR
JÓLAGJAFIR GEFUR FÓLK?
HVERSU MIKLUM PENINGUM
EYÐIR FÓLK Í GJAFIR?
Margir eru byrjaðir að kaupa jólagjafirnar:
Jólaverslunin komin á fullt
JÓLAGLEÐI Á AUSTURVELLI Fólk ætlar að
eyða 3.773 krónum að meðaltali í hverja
jólagjöf.