Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 2
2 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR ���������� �������������� �������������������� ������������������������� �������������������������������� ���������� ������������� ����� ������������� ����������� ������������������������ ������� ����������������������� ������������������� Egótónleikum frestað Tónleikum hljómsveitarinnar Egó, og annarra hljómsveita og listamanna sem vísað er til í viðtali við Magnús Stefáns- son í blaðinu í dag, hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Að sögn Magnúsar verða þeir hins vegar haldnir í Austurbæ 21. janúar. ATHUGASEMD LÖGREGLUMÁL Maður á fertugsaldri, sem lögreglan í Reykjavík tók 65 kannabisplöntur hjá á mánudag, hefur játað að hafa ræktað og átt plönturnar. Það var við húsleit hjá mannin- um sem lögreglan fann plönt urnar. Skorin höfðu verið niður um 40 grömm af þeim til undirbúnings fyrir neyslu. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu fyrr. -jss Fíkniefnamál upplýst: Kannabisrækt- andi játaði SPURNING DAGSINS Sigvaldi, ert þú þessi Gluggagægir? „Já, já, ég er hann.“ Sigvaldi Snær Kaldalóns hefur þvegið glugga í 40 ár. Í gær birtist mynd af honum á forsíðu Fréttablaðsins að gera glugga Lands- bankans hreina fyrir jólahátíðina. MATVÖRUMARKAÐUR Íslendingar og Norðmenn eiga eitt sameiginlegt, hátt matvöruverð. Verð á matvör- um í verslunum á Íslandi er 42 pró- sentum hærra á Íslandi og 38 pró- sentum hærra í Noregi en í löndum Evrópusambandsins. Helsta ástæð- an er talin samkeppnishöft í inn- flutningi á búvörum. Árið 2003 greiddu neytendur á Norðurlöndunum 12-42 prósent- um hærra meðalverð fyrir mat- og drykkjarvörur en neytendur í 15 löndum Evrópusambandsins. Lægst var verðið í Grikklandi. Verð á mat og drykkjarvörum hefur hækkað meira á Íslandi en á hinum norðurlöndunum, eða um 14 prósent, 1999-2005. Þetta kemur fram í norrænni matvöruskýrslu sem Samkeppnis- eftirlitið kynnti í gær. Í henni segir að neytendur á Norðurlöndunum hafi úr færri vörutegundum að velja í stórmörkuðum en neytendur í Frakklandi. Minnst sé vöruvalið á Íslandi og í Noregi. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í smásöluverslun á norð- urlöndum og er Ísland þar engin undantekning, ekki síst ef litið er til markaðshlutdeildar þriggja stærstu verslanakeðjanna. Þá kemur í ljós að meiri samþjöppun hefur átt sér stað á Norðurlöndum en í Þýskalandi og Bretlandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að kraftar samkeppninnar vinni ekki nógu vel neytendum í hag og vill til dæmis minnka samkeppnishöml- ur í innflutningi. Hann vill leggja áherslu á eftirlit með samkeppnis- háttum á matvörumarkaði og mun á næstu vikum og mánuðum eiga viðræður við stjórnvöld og hags- munaaðila um hvað sé tilráða og hvernig eigi að forgangsraða verk- efnum. Auka þurfi aðgang birgja að hilluplássi þannig að vöruval auk- ist og skipuleggja aðgang verslana að húsnæði og byggingarlóðum með tilliti til samkeppni. Fara þurfi yfir alla frekari samruna á þessum markaði og skoða hvort hugsanleg- ar samkeppnishindranir tengist aukinni samþjöppun og fákeppni. Ásta Möller alþingismaður segir að 42 prósent séu geysimik- ill verðmunur og telur sjálfsagt að skoða innflutningshömlur á landbúnaðarvörum. „Ég held samt að Íslendingar séu tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir innlendar vörur. Ég held að það séu töluverð- ir möguleikar á hagræðingu í land- búnaði þannig að það getur verið gott að fá samkeppni utan frá. Það kemur mér á óvart að samþjöppun sé svipuð hér og á öðrum Norður- löndum,“ segir Ásta Möller, alþing- ismaður. ghs@frettabladid.is sjá nánar bls. 14 í aukablaði Fréttablaðsins í dag Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kveðst ekki vita hvort sanngjarnt sé að stjórnvöld skoði einhliða innflutnings- hömlur á búvörum fyrir utan þá vinnu sem fer fram í Hong Kong þessa dag- ana. Hann telur að innflutningshöml- urnar séu ekki eina ástæðan fyrir háu matvælaverði hér. Vöruverð hækki í hafi. „Íslenskur landbúnaður er íslenskri þjóð mikilvægur. Það er sjálfstæðri þjóð mikilvægt að brauðfæða sig. Landbúnaðurinn hefur staðið sig vel og íslenskir neytendur eru sáttir. Ég held þeir vilji ekki rústa landbúnaðin- um. Þeir vilja gefa honum tíma til að mæta þeirri þróun sem verið hefur,“ segir hann. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra: Þjóðinni mikilvægt að brauðfæða sig Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, fagnar skýrslunni um mat- vörumarkaðinn á Norðurlöndum og er sammála því að innflutningshöft á búvörum skýri að langstærstum hluta verðmuninn hér á landi og innan Evr- ópusambandsins. Verð myndi lækka verulega yrðu þau afnumin. Hann telur mikið verk bíða samkeppnisyfirvalda á þessu sviði. „Stærsta verslanakeðjan á smásölu- markaði er með 43 prósenta markaðs- hlutdeild. Ég held að það sé eðlilegt að samkeppnisyfirvöld skoði hvort mark- aðsráðandi aðili hafi svo stóra sneið af kökunni. Ég tel að það hafi áhrif á markaðinn að einn aðili hafi svo mikla yfirburðastöðu,“ segir hann. Jóhannes Jónsson í Bónus telur að vöruverð á Íslandi myndi snarlækka og þá sérstaklega verð á landbún- aðarvörum ef innflutningshömlur á búvörum yrðu afnumdar. Verðið yrði aldrei það sama og gerist innan ESB en kannski ekki nema 15 prósentum hærra en þar. „Verðmunurinn getur aldrei þurrk- ast út því að við erum í þeirri fjarlægð frá framleiðslulöndunum en það yrði veruleg lækkun á þessum vörum. Við höfum margoft lýst því yfir að vöru- verð í landbúnaðarvöruflokkunum myndi snarlækka ef það skapaðist samkeppni,“ segir hann. Jóhannes í Bónus og Sigurður Arnar forstjóri Kaupáss: Afnám hafta lækkar vöruverð Matvörur dýrastar á Íslandi Verð á matvörum í verslunum á Íslandi er 42 prósentum hærra en í löndum Evrópusambandsins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þetta sé vísbending um að kraftar samkeppninn- ar vinni ekki nógu vel neytendum í hag og vill beina kastljósinu að aukinni samkeppni. 47% 40% 24% 21% 14%15% 8% 8% 10%13% ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SAMÞJÖPPUN Í SMÁSÖLUVERSLUN 2002-2003 ÞÝSKALAND 58% 25% SVÍÞJÓÐ 93% 45% 79% ÍSLAND 43% NOREGUR 83% 35%36% FINNLAND 80% 38% DANMÖRK 90% 59% 28% BRETLAND Markaðshlutdeild stærsta aðilans Markaðshlutdeild þriggja stærstu aðilanna Eins og sjá má hefur stærsta verslanakeðjan töluvert stærri mark- aðshlutdeild á Íslandi en í hinum löndunum. Staðan er þó svipuð hér og á hinum Norðurlöndunum þegar litið er á þrjár þær stærstu. HAGAR SAMKAUP AÐRAR VERSLANIR OG KEÐJUR KAUPÁS AÐRAR MINNI ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ÞRÓUN Á MARKAÐSHLUTDEILD Efling samþykkti kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna Eflingar samþykkti samning stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg. Á kjörskrá voru 1.922 félagsmenn og greiddu 694 atkvæði. Alls sögðu 659 manns já eða um 95% og 35 sögðu nei eða um 5%. KJARAMÁL KJARAMÁL Stór hluti leikskólakenn- ara Reykjavík mun segja upp störf- um taki Launanefnd sveitarfélaga ekki kjarasamning leikskólakenn- ara strax til endurskoðunar. Þetta segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólakennari sem flutti erindi á fundi Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara á Grand hóteli í gærkvöldi. Í kjölfar fundarins sendi stjórn félagsins frá sér harðorða álykt- un þar sem meðal annars segir: „Fundurinn skorar á Launanefnd sveitarfélaga að taka strax til endurskoðunar kjarasamning leikskólakennara. Ella blasir við að leikskólakennarar í Reykjavík grípi til örþrifaráða og segi upp störfum.“ Í ályktuninni segjast leikskóla- kennarar fagna k j a r a b ó t u m réttindalausra s t a r f s m a n n a leikskóla en segj- ast jafnframt ekki munu líða að vera lægra launaðir en þeir. „Ályktunin var lesin upp og það stóðu allir upp og klöppuðu fyrir þessu,“ segir Guð- rún Jóna. Hún segist jafnframt geta séð fyrir sér að verði ekk- ert gert í málunum á allra næstu dögum geti komið til fjöldaupp- sagna fyrir áramót. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, tekur í sama streng. „Uppsagnir eru auð- vitað eitthvað sem hver verður að gera upp við sig en mér heyrist á fólki að það muni ekki líða þenn- an launamun. Það eru nokkuð skýr skilaboð sem við fáum frá félagsmönnum og þeir hafa ófáir látið í sér heyra,“ segir Björg og bætir við að hún voni innilega að ekki þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við fjöldauppsagnir og að farsælli lausn finnist á málinu. - sh Leikskólakennarar í Reykjavík krefjast kjaraviðræðna strax: Hóta fjöldauppsögnum BJÖRG BJARNADÓTTIR LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars Haraldssonar, 18 ára pilts. Síðast var vitað um ferðir hans við Laugarásbíó klukkan hálf eitt á þriðjudagskvöld. Einar er um 180 sentímetrar á hæð, ljósskolhærð- ur með millistutt hár, þrekvaxinn um 85 kg, og gráeygður. Að sögn lögreglu leikur grunur á að Einar hafi farið í átt að Öskjuhlíð en þar stóð yfir víðtæk leit í gær- kvöldi og hafði þá staðið frá því um miðjan dag í gær. Við leitina naut lögregla aðstoðar liðmanna Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um ferðir Einars eru beðnir að snúa sér til lögreglu í síma 444-1100. - óká Lögregla lýsir eftir pilti: Leit í Öskjuhlíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.