Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 24
Stökktu til Kanarí 17. janúar frá kr. 29.990 Kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 10. eða 17. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi /íbúð/stúdíó í viku 10. eða 17. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í janúar á frábærum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. 10. janúar Uppselt - aukaflug Síðustu sætin 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR24 fréttir og fróðleikur > Alþjóðlegur samanburður á árslaunum í iðnaði árið 2002 í evrum Svona erum við TIL Í SLAGINN Marlie Casseu, sextán ára, gekkst undir aðgerð í gær á Holtz-barnaspítalan- um í Miami á Flórída. Þar átti að fjarlægja átta kílóa þungan vef af andliti hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Heimild: Hagstofa Íslands 41 .1 33 29 .2 74 33 .2 07 ár sl au n 38 .2 07 30 .6 86 36 .7 04 Bretland Dan- mörk Frakk- land Ísland Svíþjóð Þýska- land Nýlokið er loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Montreal í Kanada þar sem meginmarkmiðið var að framlengja þá bókun sem 157 aðildarríki gerðu í Kyoto í Japan árið 1997. Markmið þeirrar bókunar var að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum væri ekki stefnt í hættu. Hvað felur Kyoto-bókunin í sér? Markmiðið var að stuðla að alþjóðlegri samvinnu ríkja um að auðvelda aðlögun að loftslagsbreytingum en um leið leitast við að koma í veg fyrir eða minnka þau áhrif sem mannkynið hefur á loftslagskerfi heimsins. 157 ríki skrifuðu undir samninginn og skuldbundu sig til að minnka til muna útstreymi svokall- aðra gróðurhúsalofttegunda. Hvað átti sér stað í Montreal? Þar leituðust sömu ríki við að ná samkomu- lagi um næstu skref en upprunalega sam- komulagið sem gert var í Kyoto náði aðeins til ársins 2012. Í Montreal voru viðræður um næstu skref eftir það með það fyrir augum að ný markmið verði sett fyrir 2012. Af hverju eru Bandaríkjamenn ekki með? Sú staðreynd að stærsta iðnríki veraldar skuli ekki taka þátt, og raunar finna loftslagssamn- ingum allt til foráttu, er meira pólitísk ákvörð- un stjórnar George Bush en nokkuð annað. Fjölmörg ríki og fyrirtæki í landinu hafa sjálf tekið það upp hjá sér að minnka útblástur og mengun og því má segja að Bandaríkin séu með þó formlegt samþykki stjórnarinnar liggi ekki fyrir. FBL GREINING: KYOTO-BÓKUNIN Ætlað að hindra loftslagsbreytingar George Bush Bandaríkjafor- seti og þarlend stjórnvöld skapa bandarískum fyrirtækjum mikla óvissu með því að neita að taka þátt í viðræðum um takmörkun á útstreymi gróðurhúsalofts vegna þess að þjóðir heims líta svo á að slík afstaða samrýmist ekki hug- myndum um sjálfbæra þróun. Við þennan tón kveður í niður- lagi ritstjórnargreinar Washing- ton Post í gær þar sem gerð er upp niðurstaða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Montreal í Kanada um síðustu helgi. Gaggað á hliðarlínunni „Fyrirtækin vita ekki hvers þau eiga að vænta af bandarískum stjórnvöldum í framtíðinni þegar þau sem nú ríkja stíga af valda- stóli. Hvernig eiga þau að taka skynsamlegar ákvarðanir um útstreymi gróðurhúsalofttegunda undir þessum kringumstæðum,“ er spurt. Í upphafi greinarinnar er talað um auma stöðu Bush-stjórnarinn- ar sem skilin hafi verið eftir gagg- andi á hliðarlínunni í lok loftslags- ráðstefnunnar í Montreal. Þess ber að geta að Bandaríkin eiga ekki aðild að Kyoto-bókun- inni um takmörkun á útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Aftur á móti eiga þau aðild að loftslags- samningi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi Dana á ráðstefnunni vill ekki gefa bandarísk stjórn- völd upp á bátinn og lét hafa eftir sér á ráðstefnunni að þótt afstaða Bandaríkjanna, sem ábyrgð bera á um fjórðungi útstreymis gróð- urhúsalofttegunda í veröldinni, sé ekki uppbyggileg, gæti það breyst í framtíðinni. Orð eru til alls fyrst Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, sótti ráð- stefnuna í Montreal. Hann telur heldur ekki ástæðu til þess að gefa upp von um að Bandaríkja- menn taki til óspilltra málanna. Hann segir að þótt þeir rekist illa í samfélagi þjóðanna sé margt að gerast. Í norðausturríkjum Bandaríkjanna finni menn til ábyrgðar og takmarki upp á eigin spýtur útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda með svipuðum aðferðum og Kyoto-ríkin hafi tekið upp. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, sótti einnig ráðstefnuna í Montreal. Hann segir mest um vert að tekist hafi samkomulag um undirbún- ing að áframhaldandi samstarfi þjóðanna þegar gildistími Kyoto- bókunarinnar rennur út árið 2012. „Þetta skiptir miklu máli því ef þjóðir heims ætla að ná mark- miðum sínum um að hefta gróð- urhúsaáhrifin og takmarka lofts- lagsbreytingar af þeim völdum verður málið að fara fyrir þjóð- þingin löngu fyrir árið 2012. Það tekur mörg ár að afgreiða þetta fyrir þann tíma,“ segir Árni. Í öðru lagi tókst samkomulag í Montreal um aðkomu þróunar- ríkja og ríkja sem mögulega ráða miklu um heildarniðurstöðuna um takmarkanir á útstreymi eins og Kína og Indland og Bandaríkin. „Vandinn er viðurkenndur sem ógn við lífríki jarðar en Banda- ríkin kvittuðu samt sem áður ekki undir neinar skuldbindingar,“ segir Árni. Hvað um Ísland? „Þetta var árangursríkur fundur. Annars vegar náðu aðildarríkin að Kyoto-bókuninni árangri um framhald samningsins eftir árið 2012. Hins vegar samdist um við- ræðugrundvöll allra ríkja heims, þeirra á meðal Bandaríkjanna. Það er í anda þess sem Stephane Dion, umhverfisráðherra Kanada, hafði lagt upp með fyrir ráðstefn- una en það var að fá þjóðir verald- ar til að taka upp almennar við- ræður um loftslagsbreytingar og útstreymi. „Það næst ekki árangur nema stórþjóðirnar eigi aðild að samningum,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, en hún flutti boðskap íslenskra stjórnvalda á loftslagsráðstefn- unni í Montreal. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi fáeinum dögum áður en hún hélt til Kanada og vildi vita um stefnu stjórnvalda í loftslags- málum. Hann staldraði við ger- ólík viðhorf núverandi forsætis- ráðherra og forvera hans. Davíð Oddsson hefði á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins lýst miklum efa- semdum um vísindalegan grunn Kyoto-bókunarinnar. Halldór Ásgrímsson hefði á hinn bóginn sagt um Norðurheimskautsskýrsl- una að aldrei hefðu menn staðið frammi fyrir jafn örum loftslags- breytingum á norðurhveli jarðar. „Milli orða fyrrverandi for- sætisráðherra úr öðrum stjórnar- flokknum og yfirlýsinga núver- andi forsætisráðherra úr hinum stjórnarflokknum, er himinn og haf,“ sagði Mörður. Umhverfisráðherra sagði í umræðunum að stefna Íslands væri skýr og að þjóðin hefði meðal annars dregið úr útstreymi gróð- urhúsalofttegunda um sex prósent frá árinu 1990. „Mér fannst framlag Íslands á ráðstefnunni í Montreal ágætt. Í ávarpi Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur umhverfisráðherra var Ísland á sömu línu og Evrópuþjóðir og Norðurlöndin og það skiptir miklu máli,“ segir Árni Finnsson for- maður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Lítið vinnst án sam- starfs við stórþjóðir Að lokinni loftslagsráðstefnunni í Montreal eru bundnar vonir við að þjóðir heims geti gengið í takt og samið um frekari takmarkanir á útstreymi gróður- húsalofttegunda. Líka þeir sem dregið hafa lappirnar eins og Bandaríkjamenn. FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, UMHVERFISRÁÐ- HERRA Mikilsvert er að fá Bandaríkin, Kína og Indland í viðræður um útstreymi gróður- húsalofttegunda. ÁRNI FINNSSON, FORMAÐUR NÁTTÚRUVERNDAR- SAMTAKA ÍSLANDS „Mér fannst framlag Íslands á ráðstefn- unni í Montreal ágætt.“ GRÓÐURHÚSAÁHRIFUM MÓTMÆLT Í MONTREAL Eftir loftslagsráðstefnuna í Montreal er vonast til að Bandaríkjamenn, og aðrir sem hafa ekki samið um frekari takmarkanir á útstreymi gróðurhúsalofttegunda, muni sammælast um slíkar takmarkanir. NORDIDPHOTOS/AFP Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.