Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 34

Fréttablaðið - 15.12.2005, Page 34
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fátækt heimsins er að sönnu þyngri en tárum taki. Nú þarf 1,1 milljarð- ur manna að gera sér að góðu innan við einn Bandaríkjadollara á dag. Fyrir aldarfjórðungi þurfti einn og hálfur milljarður manna að búa við svo kröpp kjör. Það hefur m.ö.o. tekizt að lyfta 400 milljónum manna upp úr örbirgð síðan 1980, en það er ekki nóg. Nú hafa 2,8 milljarðar manna innan við tvo dollara á dag að bíta og brenna: þetta er næstum helmingur alls mannkyns. Þar af eru tveir milljarðar manna í Asíu og hálfur milljarður í Afríku. Þrír af hverjum fjórum íbúum Afríku þurfa að gera sér að góðu innan við tvo dollara á dag. Tæpur helm- ingur allra Afríkubúa lifir á minna en dollara á dag, ef líf skyldi kalla. Þjóðartekjur Bandaríkjamanna nema hundrað dollurum á dag til samanburðar. Er hægt að útrýma fátækt? Bandaríski hagfræðingurinn Jef- frey Sachs, sem er Sameinuðu þjóðunum innan handar um ráðgjöf um þróunarmál, stillir dæminu upp á einfaldan hátt. Hann spyr: hvað skyldi það kosta að lyfta allri heimsbyggðinni upp fyrir dollara á dag? Það er einfalt reikningsdæmi. Meðaltekjur þeirra, sem búa undir þessum tilteknu fátæktarmörkum, eru 77 sent á dag. Þeir þyrftu einn dollara og átta sent á dag (átta senta viðbótin stafar af gengisfalli doll- arans undangengin ár), svo að þá vantar 31 sent á mann á dag til að brúa bilið, og það gerir 113 dollara á mann á ári. Við erum að tala um 1.100 milljónir manna, svo að heild- arkostnaðurinn er þá 124 milljarð- ar dollara á ári. Hversu mikið fé er það? Fjárhæðin nemur 0,6 prósenti af samanlagðri landsframleiðslu iðnríkjanna, og það er lægra hlut- fall en þau lofuðu hvort eð er fyrir löngu að leggja fram til þróunar- hjálpar. Þess vegna segir Sachs: þetta er hægt, ef menn vilja. Málið er samt ekki alveg svona einfalt. Það kostar sitt að koma öllu þessu fé í réttar hendur. Reynslan sýnir, að ílátin leka: féð, sem gef- endur láta af hendi rakna, kemst ekki allt á leiðarenda. Til þess liggja ýmsar ástæður. Gefendur eru gjarnir á að binda ráðstöfun hjálparfjárins við eigin fram- leiðslu, svo að féð leysir þá aldrei landfestar. Ekki vilja Íslendingar, að fólkið í Mósambík noti íslenzkt fé til að kaupa pólsk skip − eða hvað? Við þetta bætist það, að við- takendur þróunarhjálpar freistast stundum til að nota hjálparféð til annarra þarfa en til var stofnað, að ekki sé meira sagt, og nauðsynlegt aðhald og eftirlit kostar sitt. Skil- virk þróunarhjálp útheimtir skipu- lag, sem erfitt og dýrt getur reynzt að koma á og halda við. Almenna reglan er þessi: ef við reiðum fram 100 milljónir króna handa fátæk- um þjóðum, þá aukast tekjur þeirra um miklu minni fjárhæð en svo. Hversu miklu minni? Það veit eng- inn með vissu: þar er efinn. Þróunaraðstoð í fríðu getur gert mikið gagn, þótt hún verði ekki með auðveldu móti metin til fjár. Hjálp í fríðu − kristniboð, læknishjálp, lánveitingar − hefur m.a. þann kost, að henni er ekki auðstolið. Tökum dæmi. Sumir halda, að bókstaflega allt hljóti að hafa gengið á afturfótunum í Kína undir stjórn Maós formanns, af því að hann var bandvitlaus og landið var í hers höndum öll þau ár. Eitt tókst þeim samt: þeir sendu lækna um landið til að hjálpa fólki. Ber- fættu læknarnir voru þeir kallað- ir og fóru þorp úr þorpi og veittu fæðingarhjálp og gerðu einfaldar aðgerðir og björguðu með því móti miklum fjölda mannslífa. Þannig stendur á síminnkandi barnadauða í Kína allar götur síðan um 1960 og auknum ævilíkum. Árið 1960 gat nýfæddur Kínverji vænzt þess að verða tæplega fertugur. Nú getur hann vænzt þess að komast yfir sjötugt. Það er bylting. Fátækustu löndin í heiminum standa við stiga, sem hangir yfir höfðum þeirra, og þau ná ekki upp í neðsta þrepið og sökkva því smám saman dýpra og dýpra í gljúpa jörð. Þau síga vegna þess, að fólkið þarna lifir bókstaflega frá hendinni til munnsins og getur ekkert lagt til hliðar af sínu nauma aflafé, svo sem nauðsynlegt væri til viðhalds og viðgerða á fram- leiðslutækjum, þótt ekki væri annað. Fjármagnið grotnar því niður smám saman og framleiðsl- an minnkar, og þess vegna sökkva fátækustu löndin dýpra og dýpra. Vöxtur framleiðslunnar er m.ö.o. neikvæður, og fólkið fær ekki rönd við reist af eigin rammleik. Þetta fólk þarf hjálp til þess að ná upp í neðsta þrep stigans, og þá getur það klifrað upp stigann af sjálfs- dáðum. Það þarf hjálp til sjálfs- hjálpar. Þetta er áskorun til okkar allra. Er hægt að útrýma fátækt? Í DAG BARÁTTAN FYRIR BETRA LÍFI ÞORVALDUR GYLFASON Þróunaraðstoð í fríðu getur gert mikið gagn, þótt hún verði ekki með auðveldu móti metin til fjár. Hjálp í fríðu − kristni- boð, læknishjálp, lánveitingar − hefur m.a. þann kost, að henni er ekki auðstolið. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Vinir ráðherrans Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki verið í hópi helstu aðdá- enda fjölmiðlanna sem 365-fyrirtækið stendur að. „Baugsmiðlar“ er nafnið sem hann gefur þeim í pistlum sínum á netinu. Þess vegna má þykja frásagnar- vert að í nýjum pistli á heimasíðu sinni hrósar ráðherrann tveimur dagskrárgerð- armönnum á síðdegisútvarpi Bylgjunnar og kallar þá meira að segja vini sína. Þetta eru þeir Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason. „Mér finnst ágætt að ræða við þá félaga,“ skrifar Björn. „Þeir hafa líklega oftast rætt við mig af fjölmiðla- mönn- um um málefni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Þeir hafa áhuga á lögreglu- og dómsmálum [og] sömu sögu er að segja um Svein Helgason, sem nú er umsjónarmaður morgunútvarps RÚV. Skiptir miklu í samtölum við fjölmiðlamenn, að þeir hafi þekkingu og áhuga á því, sem þeir vilja ræða.“ Ólafur og Abramovich Eftirfarandi mátti lesa á vefsíðu Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmála- fræðings og Samfylkingarmanns á sunnudaginn: „Eins og menn vita er Roman Abramovich einn alræmdasti ólígarki Rússlands, einn af þeim sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun kommúnismanns með afar vafasömum hætti. En frægastur er hann þó fyrir að eiga enska knattspyrnuklúbb- inn Chelsea. Í Fréttablaðinu í dag er flennimynd af Abramovich og eiginkonu hans á vellinum ásamt forseta Íslands og frú. Þessir fulltrúar Íslands voru í boði Abramovich á leiknum.“ Greinilegt að Eiríkur Bergmann er ekki hrifinn af félagsskapnum sem forsetinn er í. Lýðskrum Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur leggur orð í belg um kjaramálin á bloggi sínu í gær: Honum finnst að ekki eigi að hækka láglaunastéttir sérstaklega nema „með samstilltu átaki margra stéttarfé- laga“. Það sé „lýðskrum að halda því fram að samningar á borð við þá sem gerðir voru við ófaglærða starfsmenn borgarinnar geti ekki haft í för með sér hættu á víðtæku launaskriði og víxlverkunum kaupgjalds og verðlags“. Að benda á tekjuhæstu einstaklingana í tekjublaði Frjálsrar verslunar í þessu samhengi er líka lýðskrum, segir hann. gm@frettabladid.isVið Íslendingar búum við góðæri um þessar mundir. Tekjum er að vísu misskipt eins og gengur í markaðsþjóðfélagi en flestir landsmenn njóta með einhverjum hætti uppsveifl- unnar. Viðskiptahallinn við útlönd er ljóst dæmi um mikla eyðslu og neyslu í landinu. Grundvöllur afkomu og efnahags er þó ekki alls staðar traustur. Þetta á ekki síst við um sjávarbyggðirnar á norðan- og vestanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopna- firði. Tala ýmsir málsmetandi menn um „hallæri í góðærinu“ í því sambandi eins og lesa mátti í athyglisverðri fréttaskýringu Jóhanns Haukssonar hér í blaðinu í gær. Svo einkennilega sem það hljómar eru það stóriðjufram- kvæmdirnar á Austurlandi, sem í fréttaskýringunni eru kall- aðar „einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamál- um á síðari tímum“, sem draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögunum á Vestur- og Norðurlandi. Þá er átt við að framkvæmdirnar hafi leitt til mótvægisaðgerða stjórnvalda og Seðlabankans, sem aftur hafi skapað sjávarbyggðunum vand- kvæði. Hér er ekki síst átt við vaxtahækkanirnar og áhrif þeirra á gengi krónunnar. Í blaðinu eru ýmis dæmi nefnd um hvernig fyrirtæki á lands- byggðinni eru að draga saman seglin og jafnvel flytja á brott vegna óviðunandi rekstrarumhverfis. Sum þessara fyrirtækja eru máttarstólpar sinna byggðarlaga þannig að áhrifin eru til- finnanleg og afdrifarík. Þau eru ekki aðeins á leið á suðvestur- hornið heldur íhuga sum að flytja starfsemi sína úr landi ef þau eru ekki þegar farin. Slíkt hefur áhrif á þjóðarhag. Það er með öðrum orðum ekki aðeins um hefðbundinn landsbyggðarvanda að ræða, þótt úti á landi séu erfiðleikarnir mestir, heldur einnig vanda landsins alls. Fram kemur enn fremur í Fréttablaðinu í gær að í nýrri skýrslu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, þar sem lagt er mat á þróun byggðaáætlunar undanfarin þrjú ár, sé niðurstaða helstu umsagnaraðila sú að aðgerðir stjórnvalda í byggðamálum hafi ekki skilað nægum árangri. Skýrslan var lögð fram í þinglok og urðu því ekki umræður um hana eins og efni standa til. Ekki blasa við augljósar lausnir. Kröfur um vaxtalækk- un og jafnvel handstýrða gengisfellingu þykja ekki rökréttar þegar stærsti hluti hagkerfisins býr við þenslu. Að einhverju leyti kann hins vegar að mega mæta vandanum með aðgerðum í byggðamálum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, bendir réttilega á að sveitarfélög á suðvesturhorninu njóti stóraukinna útsvarstekna vegna hag- stæðra skilyrða í atvinnulífinu en ekki þurfi að fara langt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að sjá jafnvel þokkalega fjölmenn sveitarfélög sem séu í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna. Væntanlega er hann að gefa því undir fótinn að auknar tilfærsl- ur í gegnum Jöfnunarsjóð komi til greina. Vilhjálmur gagnrýnir byggðastefnu stjórnvalda og talar um ákveðinn doða á því sviði. Engin stór skref hafi verið stigin ef stóriðjan á Austurlandi sé undanskilin. Í sama streng tekur Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, flokksins sem fer með byggðamál- in í ríkisstjórninni. Kristinn stingur upp á því að tuttugu þúsund tonnum af fiskveiðikvóta verði úthlutað til sjávarbyggðanna. Það er áhyggjuefni að á höfuðborgarsvæðinu virðast menn ekki veita vanda landsbyggðarinnar nægilega athygli og vilja jafnvel víkja sér undan því að ræða hann. Þótt vandinn sé að sönnu erfiður úrlausnar er mikilvægt að Alþingi, stjórnvöld og landsmenn horfist í augu við hann og viðurkenni að hann er vandi þjóðarinnar allrar. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Grundvöllur afkomu og efnahags er víða ótraustur. Vandi okkar allra

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.