Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 36
15. desember 2005 FIMMTUDAGUR36
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið
á móti efni sem sent er frá Skoðanasíð-
unni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeining-
ar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðl-
unum að hluta eða í heild. Áskilinn er
réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Nýlega skrifaði Kolbrún Berg-
þórsdóttir grein í bænarstíl, þar
sem hún óskaði endurkomu Jóns
Baldvins í stjórnmálin fyrir Sam-
fylkinguna. Á hæla hennar kom
svo Össur Skarphéðinnsson og bað
í krafti trúar sinnar um það sama.
Til mikils er ætlast af Guði og
hreinlega fáránlegt að búast við
að hann verði við bænum sem
innihalda svo mikið tillitsleysi við
þjóðinna. Ef Jón kemst til baka,
þarf það ekki að þýða sama og
Guð hafi orðið við skrítnu kvabbi
þessa fólks. Guð vill að fólk trúi á
sig og hið góða í sjálfu sér og því
mundi afturganga Jóns sanna,
að Guð hefur húmor og væri að
láta reyna á, hvort Samfylkingin
þyldi álagið. Samfylkingin hefur
nóg af erfiðleikum, þó eigi bætist
fortíðardraugur þar við.
Engin frír Jóni vits en hann
var ekki hugulsamur við þjóðina
þegar hann hafði tækifæri til. Hún
aftur á móti, hefur mulið undir
hann, óverðskuldaðan. Fólk má
ekki gleyma að Jón Baldvin átti
stærstan þátt í að matarskattur-
inn alræmdi var lagður á. Í þessu
sem fleiru, kom Jón verst fram
við þá sem minnst höfðu. Hann
kom bílagjaldinu á. Meðan hann
réð Alþýðuflokknum, var stefnu-
skrá hans meiningarlaust plagg.
Ekki bætir hann, glámskyggnin
á ESB. Í því evrópska fyrirbæri,
er hver höndin upp á móti annari.
Eigingjarnar stórþjóðirnar, mis-
muna smáþjóðunum. Í grautar-
skál ólíkra þjóða ESB, yrði Ísland
gleymt áhrifalaust jaðarþorp, í
stað blómlegs sjálfstæðs menn-
ingarríkis.
Hjá Jóni Baldvini hef ég aldrei
séð votta fyrir jafnrétti á borði,
aðeins í orði. Alþýðuflokkurinn
varð að engu í höndunum á honum
og hvarf að lokum rúinn trausti í
Samfylkinguna. Ég hef aldrei séð
Jón leggja lægst launuðu stéttun-
um lið, þvert á móti lét hann sem
þær hefðu nóg. Kvennastéttirnar
urðu illa úti, sérstaklega þær sem
eru í umönnun. Nú hefur borgar-
stjóri leiðrétt mismun sem mynd-
ast hefur undanfarin ár. Vonandi
hafa verkalýðsfélögin þroska til
að gera ekki þann óvinafagnað að
hleypa öllu í bál og brand.
Það er vandséð hvar Jón hefur
gagnast þjóðinni. Borðleggjandi
er aðstoðin við Eystrasaltsrík-
in, en svo þarf að leita. Sýndar-
mennska, er leikaranna fag. Hvað
er sá maður sem vill að þjóðin
eigi auðlindir sínar og hinnsveg-
ar afhennda þær erlendu valdi og
þjóðina með. Jón hefur verið þjóð-
inni óþarfur í umhverfismálum og
bændum fjandsamlegur. Þegar ég
sé Jóni hampað, kemur í hugann
sagan af Marbendli. Lengi vel
hafði ég gaman af orðfærni hans,
en það lagðist af þegar farið var
að skilja hismið frá kjarnanum.
Undir niðri hef ég þó gaman af líf-
legum ræðustíl hans og svörum,
enda er maðurinn flugmæskur og
á fárra færi við að eiga. ESB- og
virkjunnarsinninn Jón Baldvin
Hannibalsson, gæti því ennþá
verið hættulegur íslenskum hags-
munum og náttúru landsins. Aðal-
atriðið er, að taka hann ekki alvar-
lega.
Aldrei aftur, Jón
Baldvin Hannibalsson
UMRÆÐAN
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUREngin breyting virðist ætla
að verða á afstöðu meirihluta
alþingismanna til verðtrygg-
ingar á húsnæðislánum. Ennþá
finnst þessum kjörnu fulltrúum
fólksins í landinu sjálfsagt og
eðlilegt að almenningur greiði
hæsta lánskostnað sem þekkist í
öllum hinum vestræna heimi og
þó víðar væri leitað. Það er engu
líkara en þeir séu sér þess ekki
meðvitaðir að verðtrygging lána
er verðbólguhvetjandi og heldur
öllum almenningi í heljargreip-
um vaxtaokurs og öryggisleysis.
Þar að auki gerir verðtrygging
þá sem lánin taka að ánauðugum
þrælum, sem engu fá ráðið um
hve háar greiðslur þeim er gert
að borga.
Afsökun
Hingað til hafa flestir þing-
manna, sem mæla með verð-
tryggingu lána, haft það sem
aðal afsökun að sveiflur séu svo
miklar hér í hagkerfinu umfram
það sem gerist hjá öðrum þjóð-
um að nauðsynlegt sé að verð-
tryggja lánin. Allir sem fylgjast
eitthvað með þjóðmálum vita að
þetta er alröng fullyrðing því
sveiflur í íslenska hagkerfinu
eru ekkert meiri en almennt ger-
ist hjá nágrannaþjóðum okkar ef
frá eru taldar rangar ákvarðanir
stjórnvalda, sem ýta verðbólgu-
skriðum af stað.
Þeim til viðbótar koma
svo fjárfestingar hins frjálsa
fjármagns í landinu, sem hugsar
bara um að græða sem mest án
tillits til hvaða áhrif það hefur
á efnahagskerfi þjóðarinnar
eða greiðslugetu almennings. Í
stað þess að gera vel skipulagð-
ar áætlanir um framkvæmdir
til lengri tíma og sporna gegn
þenslu eru ákvarðanir um verk-
efni og fjárfestingu teknar með
stuttum fyrirvara og án tillits
til afleiðinga sem af þeim hljót-
ast. Síðan er almenningur látinn
borga reikninginn.
Afleiðingar
Skyndiákvarðanir stjórnvalda
verða til þess að verðbólga rýkur
upp og veldur hækkun á afborg-
unum af lánum. Og ekki nóg með
það, þessar hækkanir greiðir
almenningur ekki í eitt skipti
fyrir öll með hærri afborgunum
í þeim mánuðum sem verðbólgan
er í hæstum hæðum, heldur
hækkar greiðslustofninn líka.
Síðan er leikurinn endurtekinn
12 sinnum á ári með nýrri verð-
tryggingu og vöxtum ofan á fyrri
skuld, sem sjálfkrafa vindur upp
á sig ennþá meiri verðtryggingu,
vöxtum og öðrum kostnaði. Þetta
virkar eins og greiðandinn sé að
taka nýtt og hærra lán í hverjum
mánuði. Í stað þess að skuld-
in lækki þegar greitt er af lán-
inu hækkar hún. Vegna þessara
útreikningskúnsta greiða lántak-
endur verulega hærri upphæð
en verðbólgan segir til um.
Öfugmælavísa
Það hljómar eins og öfugmæla-
vísa að halda því fram að verð-
trygging húsnæðislána leiði til
minni verðbólgu. Þessu er öfugt
varið. Verðtryggingin ýtir undir
þenslu, því ráðamenn banka og
sparisjóða vita að aukin verð-
bólga skilar meiri gróða. Og til
að tryggja að ekkert fari á milli
mála þá hafa þeir samráð sín
í milli um lágmarks vexti og
„hæfilega verðbólgu“ eins og
margir þeirra kalla 3 til 4 pró-
sent verðbólgu. Þessi okurlán
eru síðan tryggð í bak og fyrir
með veðum í húsum og eignum
lántakenda. Hlutverk íslenska
ríkisins, bankanna og annarra
fjármagnseigenda er einung-
is að hirða gróðann, sem er að
jafnaði tvöfalt til þrefalt meiri
en hjá nágrannaþjóðum okkar.
Hvað skyldu margar íslenskar
fjölskyldur hafa orðið gjald-
þrota, bara á síðustu 10 árum,
vegna okurstarfsemi sem hér-
lendis er stunduð á lánum til
íbúðarkaupa?
Milljarðar á mánuði
Það er engin tilviljun að banka-
stjórar og æðstu strumpar
fjármálafyrirtækja fá margar
milljónir króna í mánaðarlaun.
En fyrir hvað? Jú, þeir fá það
fyrir að sýna sem mestan hagn-
að. Meiri verðbólga þýðir meiri
hagnað fyrir þá og þau fyrir-
tæki sem þeir stjórna. Og þess
vegna er verðtryggingin í þeirra
augum eins og heilagar kýr, sem
ekki má hrófla við og allt gert til
að viðhalda henni. Síðan er seilst
ofan í vasa almennings, sem
vinnur baki brotnu til að eiga
fyrir afborgunum af verðtryggð-
um lánum sem hækka eftir því
sem oftar er af þeim greitt. Það
er ekki af snjallri fjármálastjórn
sem íslenskar lánastofnanir
skila margra milljarða hagnaði í
hverjum mánuði, heldur er það
að þakka okurlánastarfsemi sem
stjórnvöld heimila að rekin sé
hérlendis.
Höfundur er fyrrverandi for-
maður Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Verðtrygging er okurstarfsemi
UMRÆÐAN
VERÐTRYGGING
SIGURÐUR T. SIGURÐSSON
BRÉF TIL BLAÐSINS
Páll hringdi:
Ekki er nema von að þeir skjálfi eins og
hríslur, úrtölumennirnir sem spáð hafa
Framsóknarflokknum feigð allt frá síðustu
kosningum. Nú hefur Björn Ingi Hrafns-
son gefið kost á sér í 1. sæti framsóknar
í Reykjavík og þar með slegið vopnin úr
höndum þeirra sem fullyrða að flokkur-
inn eigi ekki erindi við yngri kjósendur.
Björn Ingi sannar, svo ekki verður um
villst, að í flokksstarfinu á sér stað góð og
nauðsynleg endurnýjun. Það væri heill-
aspor fyrir Framsóknarflokkinn að velja
hann í 1. sæti, að ég tali ekki um fyrir
borgarbúa að kjósa hann í borgarstjórn.
Álfrún skrifar:
Á þessum síðustu og verstu tímum offitu
og velmegunarsjúkdóma finnst mér rétt
að skjóta inn eftirfylgjandi athugasemd.
Jólin eru sá tími sem fólk leyfir sér að
belgja sig út af söltuðu kjöti með góðri
samvisku. Heimili mitt var engin undan-
tekning þar til fyrir sjö vetrum síðan þegar
við hjónin ákváðum að venda kvæði
okkar í kross og elda eingöngu fisk- og
grænmetisrétti um jólin. Skemmst er frá
því að segja að það lukkaðist svo vel að
við höfum haft það að sið síðan og finn-
um ekki fyrir þeim þyngslum sem fylgja
öllu kjötátinu. Gefum kjöti frí um jólin,
við erum nú einu sinni fiskþjóð.
Sverrir hringdi
Mér finnst skrítið að sjá hvernig DV og
Fréttablaðið fjalla um dómsmál Ástþórs
Magnússonar gegn DV. „17 – 2“ segir
í fyrirsögn DV og „90 prósent skrifa DV
standa“ segir í Fréttablaðinu. Frá bæjar-
dyrum hins almenna lesenda séð hefði
ég haldið að fréttin væri sú að tvenn
ummæli sem DV hélt fram um Ástþór
voru dæmd dauð og ómerk. Ég get skil-
ið hvers vegna æsingamennirnir á DV
skyldu snúa þessu á haus, en að Frétta-
blaðið skuli hafa þurft að hygla „litla
bróður“ svona finnst mér heldur verra.