Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 15.12.2005, Síða 39
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 Skinn inniskórnir komnir aftur Tilvaldir til jólagjafa pantanir óskast sóttar ...hafðu þinn eigin stíl Opnunartími í desember: 1.– 22. desember 10 – 20 23. desember 10 – 22 24. desember 10 – 12 Ilmurinn er svo lokkandi Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Fötin komin á sinn stað, jólatréð skreytt í frystinum síðan í nóv- ember og aðeins eftir að ákveða hvaða ilmvatn eigi að nota. Svo geta jólin komið. En það er ekki svo einfalt að velja ilmvatnið í þeim frumskógi sem er í boði. Hver veit líka nema einhver sem stendur ykkur nærri hafi hugsað sér að færa ykkur guðdómlegan ilm fyrir jólin. Ilmvatnsiðnaðurinn er ein mikilvægasta aukatekjulind tískuhúsanna. Varla er sá hönn- uður sem vill vera tekinn alvar- lega að hann skapi ekki sinn eigin ilm sem tákn fyrir tísku- hús hans. Fyrir vikið er nóg af nýjum ilmum fyrir jólin enda er það mikilvægasti sölutími ársins. Meðal þeirra er hinn nýi ilmur Jean-Paul Gaultier, „Gaultier2“ en Gaultier er orðinn einn af ilmvatnskóngum tískuheimsins. Hin þrjú fyrri ilmvötn Gaulti- ers hafa komið tískuhúsi hans í hóp tíu stærstu ilmvatnsfram- leiðenda í heimi. Þetta er hins vegar það fyrsta sem er fyrir bæði kynin. Nú er ekki aðeins talað um „haute couture“ heldur „haute parfumerie“ í tískuheim- inum. Og til þessa háilmvatns er til dæmis talið „Cuir Béluga“ frá Guerlain, þar sem er bland- að saman mandarínu, vanillu og leðurilmi, sem er mjög mild- ur. Einnig má nefna ilminn frá Prada sem kom á markað fyrr á árinu sem Miuccia Prada hafði geymt niðri í skúffu í nokkur ár þar sem hún vildi ekki að mark- aðsetningin væri of mikið tengd tælingu og kynþokka eins og ilm- vötn eru svo oft. Í þessu ilmvatni eru nátturuleg efni 40 prósent en algengt er að þau séu aðeins 10 prósent í ilmvötnum. Narciso Rodriguez á nú sitt ilmvatn „For her“ en þetta er eitt af heitustu tískuhúsunum í dag. Svo er það Sarah Jessica Parker sem kannski er betur þekkt sem Carrie Bradshaw í „Beðmálum í borginni“, sem á heiðurinn af ilmi sem heitir „Lovely“. Hef ég nú grun um að þetta ilmvatn sé anda New York stúlkunnar og „fashion victims“ úr þáttunum frægu. Fleiri mætti nefna sem senda nýja ilmi á markað fyrir jólin svo sem Calvin Klein, Cerruti, Mos- chino, Agatha Ruiz de la Prada (ekki rugla saman við Miuccia Prada), Thierry Mugler, Alex- ander McQueen og fleiri. Svo eru auðvitað margir klassíkir eins og Chanel 5 eða Opium frá Yves Saint Laurent sem á hverju hausti stendur fyrir auglýsingaherðferð með fyrirsætunni sem lengi hefur verið tengd þessu ilmvatni, Kate Moss. Þetta árið kom þessi aug- lýsingaherferð YSL fyrir augu borgarbúa rétt á eftir að allir kepptust við að reka hana, þó ekki fyrir ópíumneyslu, heldur kókaín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.