Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 40
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR4 Harpa Birgisdóttir er ung, fjölhæf kona sem nýverið hefur varið doktorsritgerð í Umhverfisverkfræði frá DTU í Danmörku. Eftir áralanga dvöl í Danmörku er hún að koma sér fyrir í miðbæ Reykja- víkur ásamt því að hefja störf sem umhverfisverkfræðingur hjá Línuhönnun. Við höfð- um spurnir af því að Harpa stundaði annars konar hönnun í frístundum og tókum hús hjá henni og grennsluðumst fyrir um þessa sköpunarþörf hennar. Allt frá því að Harpa var ung að árum hefur hún dundað sér við að skapa með höndunum: „Ég hef eig- inlega alltaf verið að búa eitthvað til, allt frá því ég var lítil stelpa og á mínum yngri árum stefndi ég á nám í fatahönnun.“.Af því varð nú ekki, en þess í stað hefur hún stundað nám í verkfræði undan- farin 10 ár. Meðfram náminu hefur hún svalað sköpunarþörf sinni og þróað hönnun á handgerðum skartgrip- um fyrir konur. Upphafið af því ævintýri hófst af tilviljun fyrir tveimur árum. Harpa var sjálf að panta sér skartgripi af netinu sem létu eitthvað á sér standa. Óþolin- móð á biðinni fór hún að fikta sjálf við að útbúa sína eigin skartgripi, hálsmen og lokka. Sérstæðir og áberandi sem þeir eru, fóru þeir að vekja mikla athygli og fyrr en varði var hún farin að framleiða í eldhúsinu, komin með heimasíðu og selja eftir pöntunum. Eftir- spurn eftir skartgripum hennar sem hún nefnir Gyðjuskart, hefur bara aukist og í kjölfar þátttöku hennar á sýningunni Hús og híbýli um miðjan nóvember hefur hún ekki undan að framleiða. Gyðjuskart segir Harpa vera einstakt skart fyrir sannar gyðj- ur. Gyðjurnar eru sumar með trúarleg tákn til að mynda Búdda, Maríu mey og Jesú á krossinum. Hugsun Hörpu er að skartgripur- inn veiti þeirri konu sem hann ber stuðning í hinu daglega amstri og minni hana á hvert hún geti leitað. „Ég hef tekið eftir því að sumar konur sem eignast Gyðjuskart bera það nánast daglega. Trú- artáknin veita þeim stuðning og þær treysta þannig enn frekar á trúna.“ Efniviðurinn í menin, arm- böndin og lokkana er ýmist nýjar eða gamlar ferskvatnsperlur, glerperlur, steinar og kristallar. Lásar, vírar og skrautefni er allt úr silfri og gullhúðuðu messing og silfri. Það er áhugavert að Harpa sækir mikið á antíkmarkaði á erlendi grundu með það að mark- miði að finna gamlar festar, nælur og skreyti með þeim tilgangi að gefa því nýtt líf. Hún endurnýtir sem sannur umhverfisverkfræð- ingur. En hvert stefnir hún með þessa ástríðu og hvernig mun hún svara eftirspurninni? „Ég er búin að mennta mig í mörg ár í verkfræð- inni og það er mitt starf og mun vera. Ég er ekki að fara fjölda- framleiða skartgripi. Hef hugsað mér að sérhanna hvern hlut og hanna í hjáverkum. Þetta er meira ástríða og þörf fyrir að svala sköp- unarþörfinni frekar en að útfæra viðskiptahugmynd.“ Gyðjuskart er hægt að nálg- ast í gegnum heimasíðuna www. gydjur.com eða í gegnum tölvu- póst gydjur@gydjur.com Hafnarstræti 106, Akureyri, sími 462 4010 Ármúli 15, Reykjavík, 588 8050 • Grímsbæ v/Bústaðarveg S: 588 8488 NÝTT • JÓLAGJÖFIN Í ÁR Leðurskór með flecce fóðri og mjúkum botni. Bæði fyrir hana og hann. Hægt að nota sem inniskó eða sem innlegg í skíðaskó. Tilvalið í leikfimi. Falleg gjöf. Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 • Opið laugardaga Fallegir bolir úr ull/silki og ull/bómull. Glæsileg nærfatasett. 15% afsl. af öllum vörum til jóla SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Ný sending af PILGRIM skarti Jólabónus 20% afsláttur af öllum vörum frá fimmtudegi til sunnudags. Opnunartími: fimmtud-föstud 16-18 laugard 12-18 sunnud 14-16 Hver hlutur er handgerður og enginn er eins. Einstakt skart fyrir glæstar gyðjur. Umhverfisvæn & skapandi Skartgripunum fylgir poki með mynd af þeirri gyðju sem einkennir gripinn. Skart fyrir hina glæstu gyðju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.