Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 61
THURSDAY 15. desember 2005 37
AF NETINU
Mjúkt núggat, rista›ar heslihnetur, dökkt gæ›asúkkula›i
Me› hverjum
Baci súkkula›ikossi fylgja
skemmtileg skilabo› um
ást og vináttu.
Heill pakki af kossum!
Baci súkkula›ikossarnir fást í mismunandi umbú›um
sem henta til gjafa vi› öll tækifæri.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
19
10
6
Tjá›u flig me›
kossum
Senn líður að jólum og vert er að
huga að þeim fjölmörgu öryrkjum
sem finna meira fyrir einmanaleik-
anum á þessum árstíma en öðrum.
Í baráttu okkar fyrir bættum hag
öryrkja gleymist stundum hvað
hið einfalda skiptir líka miklu máli
í lífinu.
Í fjölbýlishúsunum við Hátún
10 búa nærri þrjú hundruð öryrkj-
ar. Flestir búa í litlum einstaklings-
íbúðum og oft við félagslega
einangrun. Ég heiti nú á aðstand-
endur öryrkja að huga vel að þeim
um hátíðarnar. Sumir eru í þeirri
stöðu að aðstandendur eru fáir eða
nokkrir. Mikilvægt er að nærsam-
félag þeirra hugi að þeim sem svo
er komið fyrir. Vinkona mín hafði
samband við mig um daginn og
spurði hvort ég vissi um einhvern
sem hefði í engin hús að venda um
jólin. Þá vildi hún bjóða viðkom-
andi að verja jólunum með sér og
fjölskyldu sinni. Í þessu boði felst
inntak hins kristilega kærleiks-
boðskaps. Í þessu ætti líka að felast
inntak jólanna sem fyrir mörgum
er því miður löngu gleymt.
Hvernig það gat gerst að við
gleymdum þeim sem minnst mega
sín í samfélaginu? Þegar Danir og
Svíar voru á fullri ferð í byrjun
tíunda áratugarins að þróa fram-
úrstefnulegar lausnir í málefnum
fatlaðra og langveikra þá stöðnuð-
um við, sem er raunverulega aft-
urför. Skýringarnar eru að hluta
til pólitískar og að hluta til einhver
værukærð sem gripið hefur um sig
í þjóðfélaginu. Við urðum skyndi-
lega svo upptekin af því að verða
rík í landi tækifæranna. En tæki-
færin voru bara sumra og flestir
eignuðust aðallega skuldir. Nú býr
fatlað fólk og sjúkt við bágari kjör
en í þeim löndum sem við höfum
borið okkur saman við til þessa.
Hið norræna velferðarkerfi
á ekki við um Ísland nútímans
og það staðfestir skýrsla Stefáns
Ólafssonar prófessors. Þessu verð-
um við að breyta. Íslendingar hafa
réttlætiskennd. Þeir vilja ekki að
stórir hópar fólks verði útundan í
samfélaginu. Þeir vilja ekki amer-
íska gervivelferð þar sem fólki
er vísað út á guð og gaddinn. Á
nýju ári skulum við taka höndum
saman, öll sem eitt, um breytingar
til bætts hags öryrkja.
Tvennt er mikilvægast að ganga
í strax. Í fyrsta lagi þurfum við að
breyta lögum um almanntrygging-
ar og afnema ýmsar vondar reglu-
gerðir sem Tryggingastofnun
ríkisins vinnur eftir. Grunnbætur
þurfa að hækka verulega, verða
mannsæmandi og þær gerðar
ótekjutengdar. Afnema þarf ýmsar
aðrar tekjutengingar svo sem
vegna lífeyrisréttinda og þá þarf
að skapa hvata til atvinnuþátttöku.
Hvað endurhæfingu og atvinnuþát-
töku snertir þarf stórátak til að við
stöndum jafnfætis hinum Norður-
landaþjóðunum. Svo vel takist til
þarf að skapa samráðsgrundvöll
Samtaka atvinnulífsins auk ríkis-
stjórnar og stjórnarandstöðu.
Það á að geta orðið þverpólitísk
sátt um uppbyggingu hins íslenska
velferðarkerfis og ég treysti því
að aðilar komi með opnum hug að
þessu borði. Það verður eftir því
tekið ef einhver skorast undan
ábyrgð. Fyrir hönd ÖBÍ óska ég
landsmönnum öllum gleðilegrar
hátíðar og gæfu á komandi ári.
Höfundur er formaður Öryrkja-
bandalags Íslands.
Sýnum samstöðu um nauðsynlegar breytingar
UMRÆÐAN
ÖRYRKJAR
SIGURSTEINN MÁSSON
Verður það sama sagt um X-D?
Breski Íhaldsflokkur hefur lengi verið í
tilvistarkreppu, í raun allt frá því járnfrúin
sté úr hásætinu, en reynslan hefur sýnt
að flokkar eru jafnan lengi að jafna sig
eftir að sterkir leiðtogar víkja frá. Margir
hafa reynt að blása lífi í Íhaldsflokkinn
og gert tilraunir til þess að leiða flokk-
inn til sigurs, en án árangurs. Núna er
hins vegar mikil bjartsýni ríkjandi meðal
Íhaldsmanna og miklar vonir eru bundn-
ar við hinn nýja leiðtoga.
Erla Tryggvadóttir á tikin.is
Doktor í fegurðarsamkeppnum
Ég er ekki á móti fegurðarsamkeppn-
um. Raunar gæti ég verið dómari í slíkri
keppni, svo vel hef ég stúderað þær.
Mér finnst fegurðarsamkeppnir ekki síðri
skemmtun en lestrarkeppni grunnskól-
anna, Ædolið eða spurningakeppni fram-
haldsskólanna. Svo fer það eftir hverjum
og einum hvort viðkomandi finnst mest
um vert að muna nafnið á höfuðborg
Malawi, lesa vel, syngja ófalskt eða vera
flínkur í að ganga á sundbol og brosa
eðlilega.
Ármann Jakobsson á murinn.is
Hinn staðlaði inngangur
Hún er í hvimleið sú umræða um störf
Alþingis sem grípur um sig í fjölmiðl-
um með reglulegu millibili og snýst um
afköst þingmanna, ráðherra og starfstíma
þingsins. Ætla mætti að fréttamenn og
aðrir sem taka þátt í þessari undarlegu
umræðu telji að magn og gæði löggjaf-
arstarfs fari ævinlega saman þannig að
landsmönnum farnist þeim mun betur
sem fleiri lög eru samþykkt á Alþingi.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Helsta vandamál kaupmannsins
Eitt helsta vandamál margra verslunareig-
anda vill reynast vera skari af eirðarlaus-
um krökkum og unglingum sem oft vill
safnast saman fyrir framan verslun hans.
Blessuð ungmennin eiga það til að fæla
í burtu viðskiptavini sem vilja ekki eiga
á hættu að verða fyrir áreiti eða hvers
konar ónotum sem oft fylgir athyglissjúk-
um unglingum. Hvaða verslunareigandi í
Kringlunni eða Smáralind óskar sér ekki
tækis sem tekur af honum ómakið við að
sussa í burtu krakkaskarann?
Samúel T. Pétursson á deiglan.com
Sænskir dyntir
Laxness sækir sér innblástur í „þjóðar-
djúpið“ og er gagnrýninn og fær verð-
laun. Það gerði Pinter líka og fékk verð-
laun. Tolstoj og Gunnar gagnrýndu líka en
fengu engin verðlaun. Rithöfundar mega
hvorki vera menningarfjandsamlegir né
dulúðlegir. En þeir mega vera róttækling-
ar og andófsmenn. Allt eftir duttlungum
sænsku akademíunnar.
Sverrir Ingi Gunnarsson á djoflaeyjan.
com
Gamall boli
Valdís Borgarstjóri sem hefur átt nokkuð
undir högg að sækja lyfti sér til flugs með
aðsópsmiklu vængjataki þegar Borgar-
stjórinn tók afgerandi frumkvæði með
aðdáunarverðum kjarasamningum við
láglaunakonur í Borginni.
Pólitískir fjendur í ýmsum flokkum skóku
skellum að Valdísi þegar í stað. Kristján
Þór Júlíusson, íhald á Akureyri, virtist
missa alla rökræna hugsun og kom í
sjónvarp þar sem hann bölvaði einsog
gamall boli kolfastur í mýri.
Össur Skarphéðinsson á hexia.net/roll-
er/page/ossur.