Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 62
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR38 Ólafur Ragnar Grímsson á skilið mikið þakklæti þjóðar sinnar fyrir að hafa stöðvað fjölmiðlafrum- varpið á síðasta ári. Þetta segi ég ekki vegna þess að það frumvarp hefði líklega komið illa því fyrirtæki sem rekur núna þessa sjónvarpsstöð og ég hef unnið fyrir allar götur síðan fjölmiðlafrumvarpið var á döf- inni. Ég vona að enginn ætli mér þá skammsýni að taka afstöðu til mála á grundvelli þess – enda ætti ég vonandi ekki í vandræðum með að finna mér vinnu þótt þetta fyrirtæki væri ekki til. Nei – það sem var þakkarvert við að Ólafur Ragnar stöðvaði fjölmiðlafrumvarpið var að með því kenndi hann nauðsynlega lexíu stjórnvaldi sem orðið var blint, firrt og grimmt. Stjórn- valdi sem taldi að ríkið, það væri fámenn valdaklíka sem gæti og ætti að ráðskast með alla hluti í samfélagi okkar eftir sínum eigin kenjum, fordómum og hagsmun- um. Hann kenndi lexíu stjórn- valdi sem orðið var gegnsýrt af valdníðslu og valdhroka – og fyrir þá lexíu eigum við að vera Ólafi Ragnari Grímssyni þakklát, hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á einstökum fjölmiðlum eða fjölmiðlakóngum. Með því að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið gerði Ólafur Ragnar þjóðinni mikið gagn – ef það hefði gengið í gegn, þá hefði valdaklíkan litið svo á að henni væri bókstaflega allt leyfilegt, heimilt og gerlegt. En í staðinn er nú svolítið farið að létta til eftir grimmþoku valdaklíkunnar. En þá bregður svo við að Ólafur Ragnar Grímsson, þessi forseti sem í fyrra var bandamaður þjóð- arinnar, hann virðist nú sjálfur genginn í einhver einkennileg björg og ráfa þar um í villu og svíma án tengsla við þjóð sína. Hinir nýju auðmenn Því hvað á að kalla þá furðulegu uppákomu sem hér átti sér stað í síðustu viku þegar Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hélt lokaða tónleika með einhverjum frægum og vafa- laust frábærum velskum söngv- ara og enginn fékk að mæta nema sérstakir boðsgestir hljómsveit- arinnar sjálfrar og svo KB banka sem kostaði uppátækið í einhverju dularfullu samkrulli við ... já, embætti forseta Íslands. Forsetinn bauð sínum eigin gestum á þessa fínu tónleika og allir áttu að mæta í sínu fínasta skarti og svo var haldið eitthvað fínt partí á eftir – dinner eða eitt- hvað – og forsetaembættið útveg- aði sérstakan heiðursgest, sem var einhver barónessa frá Bretlandi, talsmaður bresku ríkisstjórnar- innar í lávarðadeildinni. Nú er það svo að ég hef hneigst til að sýna hinum nýju auðmönnum Íslands ákveðið umburðarlyndi. Þó þeir séu stundum hallæris- legir í sínum nýríka flottræfils- hætti, þá hefur það ekkert káfað svo mjög upp á mig. Bæði vegna þess að ég fæ í allri einlægni ekki séð að þessir nýríku kappar allir stundi verulegt arðrán – þvert á móti verður því ekkert móti mælt að ýmsir þeirra virðast hreinlega hinir gagnlegustu menn. Og því er mér svosem alveg sama þótt þeir séu stundum dálítið eins og fílar í postulínssjoppu með alla pening- ana sína. Og það er altént fáránleg bábilja þegar sumir eru að fárast út í hina nýju auðmenn og tala þá eins og hinir fyrri auðmenn okkar Íslendinga hafi á einhvern hátt verið miklu kúltíveraðri og dannaðri og „betri“ auðkýfingar heldur en þessir nýju, sem séu svo dónalegir. Eini munurinn er í hæsta lagi sá að ríku kallarnir núna eru lík- lega miklu ríkari en ríku kallarn- ir í gamla daga – annars eru ríkir kallar alltaf eins og engin ástæða til að fjargviðrast mikið yfir uppátækjum þeirra, þótt vissu- lega eigum við að hafa áhyggjur af vaxandi launamun í samfélag- inu. En það sem ég vildi sagt hafa – ef ríku kallarnir í KB banka vilja eyða sínum peningum, eða réttara sagt peningum bankans, þeim peningum sem þeir hafa grætt meðal annars á viðskipta- vinum sínum hér á landi, ef þeir vilja eyða þessum peningum í að halda fína tónleika og fínan dinn- er með fínum boðsgestum fyrir fínustu viðskiptavini sína, þá get ég svosem ekkert annað gert en yppt öxlum. Kannski viðskipta- vinir KB banka hafi einhverjar athugasemdir við þetta, eða hlut- hafarnir, en mér er svosem sama. Sinfónían skuldar þjóðinni afsök- unarbeiðni En hvað var Sinfóníuhljómsveit Íslands að gera í þessu kompaníi? Sinfóníuhljómsveitin er rekin af peningum skattgreiðenda og hver gaf stjórnendum hennar leyfi til að eyða tíma og orku og kannski peningum líka í að halda lokaða tónleika fyrir hið svokallaða fína fólk? Sem alþýða manna hafði engan aðgang að? Sú alþýða sem litið hefur á það sem menningar- lega skyldu sína áratugum saman að halda uppi þessari hljómsveit, jafnvel þótt sáralítill hluti þjóðar- innar sæki tónleika hennar. Sinfóníuhljómsveit Íslands skuldar þjóðinni skýringu á þess- ari dónalegu dellu og ekki bara skýringu, heldur afsökunarbeiðni líka. Það er svo fjarri því að hljómsveitin eigi að fá að komast upp með að gera svona snobbtón- leika að árlegum viðburði, eins og boðað var; þvert á móti þarf Sinfóníuhljómsveit Íslands að strengja þess heit að gera þetta aldrei aftur. Og hún þarf helst að fá þennan ágæta velska söngvara hið fyrsta til landsins aftur og halda með honum ókeypis tónleika – í yfirbótarskyni. Ella fæ ég ekki séð að þessi hljómsveit hafi neitt að gera á fjárlögum íslenska ríkisins, hún getur bara hunskast til þess að lifa á betli hjá ríka og fína fólkinu, ef það er hvort sem er þangað sem hljómsveitin leitar þegar hún vill mest við hafa. En hafi Sinfóníuhljómsveit Íslands gert í buxurnar með þessum tónleikum, þá er þó ekki nema vægur fnykur af því miðað við þá stækju sem þessi uppák- oma hefur gert embætti forseta Íslands og Ólafi Ragnari Gríms- syni persónulega. Hvað var Ólafur Ragnar Gríms- son eiginlega að hugsa þegar hann lagði nafn embættisins við þetta fáránlega snobbfíflerí? Það má Ólafur Ragnar altént vita að sá stóri hluti íslensku þjóðarinnar sem kaus hann til æðsta embættis þjóðarinnar gerði það ekki til að hann gæti blandað geði við fínt fólk á fínum tónleikum og fínum dinner – allt innan gæsalappa. Á sínum tíma var talað um Séð og heyrt-væðingu forsetaembætt- isins, það var nú líklega að meira eða minna leyti óhjákvæmileg þróun – en þetta, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Upp á síðkast- ið hefur dufl og daður forsetaemb- ættisins við eitthvert evrópskt aðalsfólk gert það að verkum að maður er farinn að fyrirverða sig fyrir embættið. Evrópskt aðalsfólk á vorum dögum er, með varla nokkurri einustu undantekningu, eitthvert hæfileikalausasta og innihalds- lausasta og tilgangslausasta fólk í veröldinni, og það er Ólafi Ragn- ari Grímssyni og embætti forseta Íslands til algerrar vansæmdar að vera hið minnsta að viðra sig upp við þetta fólk. Hingað streyma prinsessur En hingað virðast nú streyma einhverjar Habsborgaraprinsess- ur og barónessur og forsetinn að drífa sig til útlanda í brúðkaup hjá þessu slekti – en hvað hefur hann til dæmis til málanna að leggja um málefni aldraðra á Íslandi sem svo mjög eru á döfinni þessa dagana? Hvað hefur Ólafur Ragnar Gríms- son lagt af mörkum til aðstoðar íslenskum öryrkjum? Hvar hefur hann tekið til máls nýlega um kyn- ferðisafbrot gegn börnum? Hann hefur ekkert haft um þetta að segja nýlega, svo ég viti til. Nei, hann hefur verið í Mónakó að vera þar viðstaddur brúðkaup einhvers furstaræfils – forseti Íslands, einn þjóðkjörinna þjóð- höfðingja. Ekki sá Frakklands- forseti neina ástæðu til að heiðra þetta spilavítisskattaparadísar- viðrini með nærveru sinni. Ekki einu sinni forseti Möltu mætti í gillið, og er þó smáríki eins og bæði við og Mónakó og með okkur á Smáþjóðaleikunum! Nei, þarna kom bara eitt- hvert aðalshyski – og svo forseti Íslands. Og svo bítur Ólafur Ragnar hausinn af skömminni með því að taka þátt í hinum lokuðu einka- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og KB banka fyrir fína fólkið á Íslandi! Og býður þangað sérstaklega breskri barónessu. Nú er það að vísu svo að umrædd bar- ónessa er víst ekki fædd til þeirr- ar „tignar“ ef tign skyldi kalla, og er því kannski ekki alveg jafn feyskin og venjulegar kynbornar barónessur, heldur var hún sæmd þessum titli eftir dygga þjónustu við Tony Blair – en af hverju í veröldinni eru íslenskir skatt- greiðendur að heiðra einhvern sérstakan talsmann Tony Blair í lávarðadeildinni með því að bjóða henni hingað til lands? Til hvers? Forseti Íslands skuldar íslensku þjóðinni skýringu á því af hverju hann notaði fé hennar til að bjóða þessari konu til landsins. Og hann skuldar þjóðinni afsökunarbeiðni fyrir að hafa misst – vonandi bara um stund – svo illilega tengsl- in við þjóð sína að hafa látið sér detta í hug að þetta væri hlutverk embættis forseta Íslands. Og reyndar – hver einasti ráð- herra sem þarna mætti, með Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra í broddi fylkingar, skuldar líka skýringu á þeim dómgreindar- bresti að hafa látið sjá sig þarna. Svei þessu öllu saman! Pistillinn var áður fluttur á NFS. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 19.900 kr. NOKIA 6101 SÍMI af flví besta!Brot E N N E M M / S IA / N M 18 9 4 2 Duni gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettu- skreytingu í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram fleirri stemningu sem flú leitar eftir. Í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir a› servíettubrotum og bor›skreytingum. Svei þessu öllu saman! UMRÆÐAN LOKAÐIR TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓM- SVEITAR ÍSLANDS ILLUGI JÖKULSSON En hvað var Sinfóníuhljómsveit Íslands að gera í þessu komp- aníi? Sinfóníuhljómsveitin er rekin af peningum skattgreið- enda og hver gaf stjórnendum hennar leyfi til að eyða tíma og orku og kannski peningum líka í að halda lokaða tónleika fyrir hið svokallaða fína fólk? SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Skuldar þjóðinni skýringu og afsökunarbeiðni á þessari „dellu“ að mati greinarhöfundar. En hafi Sinfóníuhljómsveit Íslands gert í buxurnar með þessum tónleikum, þá er þó ekki nema vægur fnykur af því miðað við þá stækju sem þessi uppákoma hefur gert embætti forseta Íslands og Ólafi Ragnari Grímssyni persónulega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.