Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 72

Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 72
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Jólatónleikar Klassískt jólakonfekt úr ýmsum áttum Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Kynnir ::: Halldór Gylfason Einleikari á klarinett ::: Arngunnur Árnadóttir Einleikari á trommur ::: Ingólfur Gylfason Kór ::: Barnakórar frá Flúðum og Selfossi Kórstjórar ::: Edit Molnar og Glúmur Gylfason Dansarar ::: Nemendur úr Listdansskóla Íslands Danshöfundur ::: Anna Sigríður Guðnadóttir tónsprotinn í háskólabíói LAUGARDAGINN 17. DESEMBER KL. 14.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 17. DESEMBER KL. 17.00* – ÖRFÁ SÆTI LAUS F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 *Tónleikar utan áskrifta ER BAKHJARL TÓNSPROTANS Kl. 21.00 SjálfsElskuKvöld Kameljónsins, útgáfufagnaður Birgittu Jóns- dóttur, verður í Alþjóðahúsinu. Birgitta les úr nýútkominni skáldsögu sinni, Hjörleifur Valsson og Jón Sigurðsson sjá um tónlistarflutning. > Ekki missa af ... ... jólasöngvum Skólakórs Kársness, sem haldnir verða í Kópavogskirkju í kvöld. Stjórnandi er Þórunn Björnsdótt- ir en Marteinn H. Friðriksson annast undirleik. ... upplestri glæpasagnahöfunda í hádeginu á hverjum degi fram að jólum í Þjóðmenningarhúsinu. Í dag mætir Ævar Örn Jósepsson og les úr bók sinni, Blóðberg. ... hinum árlegu Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju, sem haldnir verða í tuttugasta og sjö- unda sinn núna um helgina. Einsöngv- arar verða Eivör Pálsdóttir, Garðar Thor Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Litbrigðamygla er sjötta bók Kristians Guttesen. Hann kýs að lýsa henni sem ljóðahroll- vekju og gerir ráð fyrir að hún sé sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. „Aðdáendur Edgars Allans Poe kannast ef til vill við hugtak- ið en ég held að þetta sé fyrsta íslenska ljóðahrollvekjan,“ segir Kristian. „Það má líka kalla þetta drauma- eða draugabók, þar sem lifandi og framliðnir tala saman. En þetta er afskaplega persónu- leg bók og til þess að geta verið fullkomlega einlægur ákvað ég að losa mig undan merkingu per- sónufornafnanna, þannig að ég, þú og hún, til dæmis, urðu afstæð hugtök og geta því átt við hvern eða hvað sem er.“ Ljóðmælandinn í Litbrigða- myglu dvelur á draugasetri þar sem draumar og veruleiki verða eitt. Þar sem dauðir ríkja og eng- inn tími líður og Kristian segist vera að fást við þekkt stef í bók- inni. „Þetta er hugmyndin um að um leið og þú kveður einhvern úr þessu jarðlífi, heilsarðu einhverj- um öðrum. Með þessu á ég við að dauðinn er eins konar „böddí“ sem maður fær sér stundum í glas með og lífið er einhver sem þú kynnist, kannski fyrir tilviljun, og hjálpar þér vonandi að komast heim.“ Kristian segist vera trúr ljóð- forminu og hafa því ekki uppi nein áform um að snúa sér að skáldsögunni eins og ljóðskáld hafa tilhneigingu til að gera. „Nei, ég segi nú bara eins og Jim Morrison: „Það er ekkert form eins fullkomið og ljóðaformið. Hver getur munað heila skáld- sögu? En þú manst ljóð.““ Litbrigðamygla fór beint í 4. sæti sölulista ljóðabóka þegar hún kom út og mjakaði sér svo upp í það þriðja viku síðar þannig að skáldið getur ekki verið annað en ánægt og leyfir sér að brosa breitt. Nokkuð sem Jim Morri- son gerði helst aldrei. hið fúla fræ trúir þú á betri kodda spurði hann já svaraði hún og betri sæng og betra rúm * samasem tími afl og eða pláss (kannski pása viltu að ég útskýri þetta nánar fyrir þér) meira pláss þýðir meiri ást * nóttin er græn gróin og ógeð- felld ég er ógeðslega graður þú ert ógeðslega flott Ljóðagangur í draugahúsi Bókaútgáfan Salka er með nokkra karlkyns rithöfunda á sínum snærum og efnir í kvöld til karlakvölds á Súfistanum, þar sem þeir Guðlaugur Arason, Bruce McMillan, Kristian Guttesen og Þórhallur Heimisson kynna nýjar bækur sínar, sem Salka hefur gefið út. Guðlaugur Arason rithöfundur segir frá bók sinni Gamla góða Kaup- mannahöfn. Hann er manna fróðastur um gömlu höfuðborgina okkar og kann stór- skemmtilegar sögur frá hverju götuhorni. Bandaríkjamaður- inn Bruce McMillan er mikill Íslandsvinur og mun kynna barnabók sína Til fiskiveiða fóru en þar er sjómennska á Íslandi litin augum ungs drengs. Hann hefur samið og myndskreytt fjölda barnabóka, en þetta er sjötta bók hans um Ísland. Kristian Guttesen gefur út sína sjöttu ljóðabók fyrir þessi jól. Hún ber nafnið Litbrigðamygla og er sannkölluð ljóðahrollvekja. Loks kynnir séra Þórhallur Heimisson bók sína Hin mörgu andlit trúarbragðanna og útskýrir fyrir okkur landslag trúar- bragðanna fyrr og nú, bæði hér og erlendis. Karlakvöldið hefst klukkan 20 á Súf- istanum við Lauga- veginn, á efri hæð bókabúðar Máls og menningar. Allir vel- komnir meðan hús- rúm leyfir. Salka heldur karlakvöld KRISTIAN GUTTESEN Leiðir saman lifandi og dauða í nýju ljóðabókinni sinni Litbrigða- myglu. Fyrsta bókin um íslenskan kvikmyndagerðarmann sem gefin er út fjallar að sjálfsögðu um Friðrik Þór Friðriksson. Bókin heitir Kúreki norðursins og þar eru myndir Friðriks skoðað- ar í þaula. „Friðrik er auðvitað höfundur sem er hægt að nálgast á mjög ólíkum forsendum,“ segir Guðni Elísson, ritstjóri bókarinnar. „Hann er bæði áhugaverður út frá fagurfræðilegri greiningu á kvikmyndum og svo er hann líka áhugaverður hugmynda- fræðilega. Hann er búinn að vera lengi að vinna að sinni listgrein og það má merkja mjög áhugaverða þróun í hans kvikmyndun, en að sama skapi eru ákveðnir þættir í þeim sem eru gegnumgangandi alveg frá upphafi.“ Bókin Kúreki norðursins er hluti af nýrri ritröð í kvikmynda- fræðum sem ber nafnið Sjöunda listgreinin. Auk Guðna skrifa þeir Hákon Gunnarsson, Benedikt Hjartarson, Björn Þór Vilhjálms- son, Björn Ægir Norðfjörð og Egg- ert Þór Bernharðsson greinar í Kúreka norðursins. Tvö önnur greinasöfn í þess- ari ritröð eru á leiðinni á næstu vikum, bæði með þýðingum á erlendum úrvalsritgerðum um kvikmyndir. Í bókinni er kvikmyndagerð Friðriks krufin til mergjar og reynt að gefa sem fjölbreytileg- asta mynd af þessum frægasta kvikmyndaleikstjóra Íslendinga. Meðal annars er birt ítarlegt við- tal við Friðrik og rýnt í leiknar kvikmyndir hans út frá ýmsum ólíkum fræðilegum sjónarhorn- um. Einnig eru tilraunamyndir frá upphafi ferils hans skoðaðar sérstaklega og einnig fjallað um heimildarmyndirnar Eldsmiður- inn og Rokk í Reykjavík. Guðni segir að líta megi á kröf- una um persónulega tjáningu sem rauðan þráð í kvikmyndagerð Friðriks. „Þessi krafa brýst mjög gjarn- an fram í glímu einstaklingsins við stofnanabákn samfélagsins. Við sjáum aftur og aftur hvernig einstaklingarnir reyna að leita til- gangs í persónulegum athöfnum og tengt því þá beinist sjónarhorn- ið mjög oft að utangarðsfólki og glímu þess við samfélagið.“ Þótt síðustu tvær myndir Frið- riks, Fálkar og Niceland, hafi ekki hlotið jafngóðar viðtökur og sumar fyrri myndir hans vill Guðni engan veginn meina að Friðriki sé að fatast flugið. „Ég er persónulega á því að það hafi verið tekið allt of hart á þess- um tveimur myndum. Í Niceland eru til dæmis afskaplega flottir hlutir sem gagnrýnendur virðast hafa horft fram hjá, kannski af því þeir voru að leita eftir einhverju öðru.“ Guðni bendir á að Friðrik hafi fyrir skemmstu gert samning um að gera mynd fyrir meira en millj- arð eftir Óvinafagnaði Einars Kárasonar. Í viðtalinu, sem birt er í bókinni, upplýsir Friðrik enn- fremur að næst ætli hann að snúa sér að því að kvikmynda Íslend- ingasögur, og nefnir þar Grettlu, Njálu og Laxdælu. FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Í bókinni Kúreki norðursins upplýsir Friðrik Þór að hann hyggist gera kvikmyndir eftir Íslendingasögum á borð við Grettlu, Njálu og Laxdælu, strax og hann hefur lokið við að kvikmynda Óvinafögnuð Einars Kárasonar. Kúreki norðursins krufinn „Þetta eru lög sem flestir þekkja, en í alveg nýjum búningi,“ segir Hrafnhildur Atladóttir, fiðluleik- ari í hljómsveitinni L‘amour fou. Hljómsveitin var að senda frá sér sína fyrstu plötu með tangó- skotnum útsetningum á íslensk- um dægurlögum. Í kvöld verða útgáfutónleikar haldnir í Þjóðleik- húskjallaranum. Auk Hrafnhildar eru í hljóm- sveitinni þau Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleik- ari og Gunnlaugur Torfi Stefáns- son á kontrabassa. Hljómsveitin var stofnuð árið 1999 en upphaf- lega kynntust þau öll í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. „Það var fyrir mörgum árum,“ segir Hrafnhildur. „Núna búum við hvert í sínu landinu en komum yfirleitt saman árlega og höldum tónleika, oft um jólaleytið eða nýárið.“ Sjálf býr Hrafnhildur úti í New York þar sem hún vinnur fyrir sér sem fiðluleikari, meðal annars sem íhlaupamanneskja í hljóm- sveit Metropolitan-óperunnar. „Strákarnir, Hrafnkell og Gunnlaugur, eru á báðir á Íslandi, en Guðrún Hrund býr í Hollandi og Tinna í Danmörku.“ Í kvöld verða þau þó öll saman komin í Þjóðleikhúskjallaranum og flytja lögin sem finna má á disknum, sem flest eru á meðal eftirminnilegustur og vinsælustu dægurlaga 6. og 7. áratugarins. Þar má nefna lög á borð við Vegir liggja til allra átta, Dagný, Frost- rósir, Tondeleyo, Þú og ég og Litli tónlistarmaðurinn. „Við höfum leikið mörg þessara laga áður, en það er hann Hrafn- kell sem hefur útsett þau öll fyrir okkur. Hann er aðalmaðurinn í þessu.“ L‘AMOUR FOU Þessi íslenska tangóhljómsveit heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaran- um í kvöld. Íslensku lögin í tangósveiflu 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR48 menning@frettabladid.is !

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.