Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 18. desember 2005 — 342. tölublað — 5. árgangur risa SMÁR Nýr Yaris 6 DAGAR TIL JÓLA SNYRTIFRÆÐINGAR Mög mikið að gera fyrir jólin atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS POPPPUNKTUR Felix og Dr. Gunni kveðja Skjá einn FÓLK 70 VEÐRIÐ Í DAG S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD Hátíðartónleikar Sinfóníunnar „Ef Sinfóníuhljómsveit Íslands á að fá dafna og þrífast og þroskast af list sinni verðum við að fá tækifæri til að laða að okkur bestu listamenn heims,“ segir framkvæmdastjóri hennar. UMRÆÐAN 16 KÓLNAR EFTIR ÞVÍ SEM LÍÐUR Á DAGINN Suðvestan strekkingur með skúrum og síðar slyddu- eða snjóéljum. Bjart með köflum allra austast. Hiti 0-5 stig, mildast fyrripartinn. VEÐUR 4 HONG KONG, AP Mótmælendum úr röðum hnattvæðingarandstæð- inga og óeirðalögreglu laust saman í Hong Kong í gær, þar sem ráðherrar hinna 149 aðildar- ríkja Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, sátu á rökstólum til að reyna að ná samkomulagi um nýjan áfanga að frjálsari alþjóða- viðskiptum. Horfur á samkomulagi virtust ekki góðar og leit út fyrir að á lokasprettinum snerust viðræð- urnar fyrst og fremst um það að ná samstöðu um smááfanga að settu marki svo að fundurinn færi ekki alveg út um þúfur. Hinum sex daga langa fundi á að ljúka í dag. Viðræðurnar stóðu fram á nótt í von um að takast myndi að leysa einhver ágreiningsefnanna. Í brennidepli var afnám hafta á viðskipti með búvörur, einkum að rík ríki skuld- bindi sig til að hætta greiðslu útflutningsbóta. Fyrir utan ráðstefnumiðstöð- ina sló í brýnu milli lögreglu og mótmælenda sem gerðu tilraun til að brjótast til inngöngu á fundar- staðinn. Nokkrum hinna herskáu hnattvæðingarandstæðinga tókst það nærri því en lögregla beitti kylfum, piparúða, þrýstivatni og táragasi til að hrekja þá út fyrir öryggisgirðingarnar. Þetta voru verstu götumótmæli sem átt hafa sér stað í Hong Kong í áratugi. Um 900 manns voru handteknir og 41 særðist, þar af fimm lögreglumenn, að sögn lög- reglustjórans Dick Lee. - aa Hart tekist á fyrir utan ráðherrafund Heimsviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong: Lítil hreyfing innandyra ÞAKTIR PIPARÚÐA Óeirðalögregla í Hong Kong fór óblíðum höndum um hnattvæðingarandstæðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDBÚNAÐUR „Við fögnum því ef stjórnmálamenn vilja gera breyting- ar sem orðið geta til þess að lækka matvöruverð,“ segir Sigurður Arnar Sigurðarson, forstjóri Kaupáss. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði í ræðu á fundi Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar í Hong Kong á föstudag að Ísland væri reiðubúið til þess að lækka verulega tolla og minnka framleiðslustuðning við innlendan landbúnað. „Ef álögur á innflutt matvæli lækka og losað verður um innflutningshöft má búast við að það leiði til verðlækkunar,“ segir Sigurður Arnar. Jóhannes Jónsson í Bónus fagn- ar einnig tíðindunum. „Ég tel allar sérgreiðslur skekkja samkeppnis- stöðuna,“ segir Jóhannes, sem leggur áherslu á að frjálsræði þurfi samhliða að aukast. „Það verður jafnframt að slaka á klónni um inn- flutninginn þannig að einhliða verð- hækkanir fylgi ekki í kjölfarið.“ „Við treystum á að fá góðan aðlögunartíma að breyttum aðstæðum,“ segir Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. „Tíðindi sem utanríkisráð- herra flytur nú eru okkur þó ekki ný, í raun hefur undirbúningur staðið yfir síðastliðin ár.“ Haraldur segir þó alls ekki hægt að fullyrða að verðlækkanir fylgi í kjölfarið. „Breytingarnar gætu leitt til þess að heimsmarkaðsverð á búvöru hækkaði,“ segir Haraldur. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra telur brýnt að fara yfir málið. Skipa þurfi stýrihóp sem fari yfir stöðuna og velti fyrir sér tollastefnu og stuðningi við land- búnaðinn til framtíðar. Guðni bendir þó á að allt verðlag á Íslandi sé hátt, það einskorðist alls ekki við íslenskar landbúnaðarvör- ur. Tollalausar innfluttar landbún- aðarafurðir séu einnig hlutfalls- lega dýrari en víða annars staðar. - ht/sjá síður 2 og 4 Ekki víst að verð á matvælum lækki Forsvarsmenn matvöruverslana fagna orðum Geirs H. Haarde um að Ísland sé reiðubúið að lækka tolla og minnka framleiðslustuðning við innlendan landbúnað. Formaður Bændasamtakanna segir ekki víst að matvöruverð lækki í kjölfarið. DROTTNINGIN KOMIN HEIM Unnur Birna Vilhjálmsdóttir kom til landsins í gær og var henni mikið fagnað þegar hún mætti í móttökuhátíð sem haldin var henni til heiðurs í Vetrargarðinum í Smáralind. Þúsundir manns höfðu safnast saman til að taka á móti fegurðardísinni og á myndinni sést Halldór Ásgrímsson óska henni innilega til hamingju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR, AP Finnskur ríkisborg- ari, sem var handtekinn um borð í strætisvagni í Björgvin kófdrukk- inn og á nærbuxunum einum klæða, hefur sett nýtt Noregsmet í vangoldnum sektum, að sögn lög- reglu. Sektirnar eru 99 talsins, að því er dagblaðið Bergens Tidende greindi frá. Samkvæmt frásögn blaðsins er maðurinn góðkunningi lögregl- unnar og þekktur fyrir að fækka fötum á almannafæri eftir því sem hann gerist drukknari. Alls hljóða ógreiddu sektirnar upp á andvirði um einnar milljónar íslenskra króna. Manninum ku ítrekað hafa verið vísað frá Noregi en hann birtist jafnan aftur.  Drukkinn Finni í Björgvin: Met í ógreidd- um sektum KRÁ Í BJÖRGVIN Drykkfelldi Finninn birtist jafnan aftur í borginni. VIÐSKIPTI Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, skoðar nú kaup á norska fjölmiðlafyrirtæk- inu Orkla Media. Félagið er nú til sölu en það á og rekur meðal annars dönsku blöðin Berl- ingske Tidende og BT og stendur jafn- framt í blaðaútgáfu í Noregi og Austur- Evrópu. Rætt er um að andvirði félagsins sé um níutíu milljarðar íslenskra króna, að sögn Þórdísar Sigurðardóttur, stjórn- arformanns Dagsbrúnar. Þórdís segir engar ákvarðanir þó hafa verið teknar um hvort fest verði kaup á félaginu. - ht Móðurfélag 365 miðla: Skoðar BT ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Dagsbrún skoðar kaup á Berlingske Tidende. Áttu allt? Þegar fólk er komið í þrot með jólagjafahugmyndir handa fólki sem á allt kemur Fréttablaðið til bjargar með hugmyndir. FÓLK 56 Fram á mikilli siglingu Framarar lögðu Íslandsmeistara Hauka að velli í gær, 26-33, að Ásvöllum í Hafnarfirði í DHL-deild karla í handbolta. Fram spilaði glimrandi vel og virðist ætla að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeist- aratitilinn. ÍÞRÓTTIR 79 Akademískum dyrum Asíu lokið upp Mikil hátíðarsamkunda var haldin í Háskólanum á Akureyri þegar upphafi Asíuvers Íslands var fagnað. TÍMAMÓT 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.