Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 4

Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 4
„... er opinská, leiftrandi og heillandi ... Hér er vissulega um eigulega bók að ræða, ekki aðeins fyrir aðdáendur Lennons, heldur alla þá sem ... láta sig sögu dægurtón- listar einhverju varða.“ Sveinn Guðjónsson, Mbl. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. „... leiftrandi og heillandi“ SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is 4 18. desember 2005 SUNNUDAGUR MATVÖRUMARKAÐUR Fákeppni á matvörumarkaði heldur matvöru- verði háu hér á landi, ekki bara innflutningshömlur á búvörum. Verslunarkeðjurnar hafa á síð- ari árum skipulagt innkaup sín þannig að fáir annast innkaupin. Samþjöppunin er meiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Hér sjá tvö innkaupa- og vöruhús um yfir 80 prósent innkaupanna í hillur stórmarkaðanna. Samþjöppun í innkaupum hefur aukið afköst og lækkað innkaupsverð matvöruverslana. Aukin magninnkaup hafa styrkt keðjurnar í viðskiptum við birgja en á smásölumarkaði hefur þetta leitt til einsleitni í vöruvali og færri valkosta fyrir neytendur. Þó að launakostnaður sé hærri á Norðurlöndunum en annars staðar í Evrópu geti verðmunur milli stórmarkaða lækkað fyrir tilstilli ofurlágvöruverðsversl- ana. Þessar verslanir hafa ekki enn rutt sér til rúms hér á landi. Þá geti aukin útboð á vöruinn- kaupum verslunarkeðja leitt til aukinnar samkeppni birgja, fjöl- breyttara vöruúrvals og lægra innkaupaverðs. Þetta kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um nor- rænan matvörumarkað. Þar segir jafnframt að mikil sam- þjöppun á smásölustigi hafi haft áhrif á samkeppnina og dregið úr samkeppnisstöðu lítilla og nýrra birgja. Þessa samkeppnisstöðu þurfi að styrkja á nýjan leik, til dæmis með því að auka aðgang nýrra birgja að hilluplássi í verslunum. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna sé „áfell- isdómur um samkeppnina“. „Hér er nauðsynlegt að tvennt gerist. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á því að fara í breytingar á vernd- un landbúnaðarins og finna leið- ir til þess að hagsmunir neytenda og bænda fari saman. Það verður síðan að skoða kostnaðarupp- gjör í verslunarfyrirtækjum og kanna hvers vegna vöruverðið er svona hátt og afkoman lág, hvað það er í bókhaldi þessara fyrir- tækja. Stór aðili á matvörumark- aði, sem á fasteignafyrirtæki og leigir sjálfum sér, tekur hagnað- inn bara út í fasteignarekstrin- um.“ Samkeppniseftirlitið hyggst á næstunni beina tilmælum til stjórnvalda um að skoða inn- flutningshömlur á búvörum. Í skýrslunni segir að flutnings- kostnaður hingað vegi æ minna í matarverði og útskýri ekki nema að litlum hluta hærra verð á mat- vörum hér en í nágrannalöndun- um. ghs@frettabladid.is Áfellisdómur um samkeppni Samþjöppun er mikil bæði á smásölumarkaði og hjá birgjum. Birgjar þurfa aukinn aðgang að hilluplássi og markaði í matvöruverslunum hér á landi. Verslunarrými þarf að skipuleggja á nýjum lóðum með tilliti til virkrar samkeppni. Áfellisdómur, telur framkvæmdastjóri ASÍ. MATVARA Vöruúrval í stórmörkuðum hér er minna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Samkeppniseftirlitið telur að það þurfi að auka samkeppni meðal birgja og opna nýjum birgjum greiðari leið að hilluplássi í verslunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GYLFI ARNBJÖRNSSON „Ef það er slegið á samkeppnina og dregið úr henni eða það á sér stað á matvörumarkaði þá hefur það líka áhrif til hækkunar á matvöruverði.“ Vöruúrval í verslunum Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins um matvörumarkað á Norðurlöndum. 155 153 105 198 279 254 113 127 91 164 195 209 MJÓLKURVÖRUR KJÖTVÖRUR OG ÁLEGG DRYKKJARVÖRUR ÍS LA N D D A N M Ö R K N O R EG U R SV ÍÞ JÓ Ð FI N N LA N D FR A K K LA N D ÍS LA N D D A N M Ö R K N O R EG U R SV ÍÞ JÓ Ð FI N N LA N D FR A K K LA N D ÍS LA N D D A N M Ö R K N O R EG U R SV ÍÞ JÓ Ð FI N N LA N D FR A K K LA N D 122 140 94 146 195 250 Matarkostnaður Hlutfall af ráðstöfunartekjum í matar- og drykkjarinnkaup 2004 ÍSLAND 16,3% (14%) DANMÖRK 15,2% (25% VSK.) FINNLAND 15,8% (17% VSK.) SVÍÞJÓÐ 14,7% (12%) NOREGUR 13,5% (12%) BRETLAND 10,6% (ENGINN VSK.) BELGÍA 16,8% (6%) FRAKKLAND 16.6% (5,5%) ÞÝSKALAND 11,8% (7%) ÍTALÍA 16,9% (4%) SPÁNN 22,2% (4%) PORTÚGAL 18,6% (5% VSK) MATVÖRUVERÐ Gunnar Gunnars- son, svínabóndi á Hýrumel í Borg- arfirði, gagnrýnir umræðuna um hátt verðlag á Íslandi vegna inn- flutningshafta á búvörum. Hann telur sanngarnara að bera saman hlutfall matvöru af ráðstöfunar- tekjum íbúa í Evrópu og taka tillit til virðisaukaskatts á matvæli. Gunnar rekur svínabú í Borg- arfirði og bendir á að vinnuaflið sé dýrt. Hann greiðir pólskum starfsmönnum samkvæmt íslensk- um kjarasamningum. Væri þeim greitt samkvæmt pólskum kjara- samningum myndi launaliðurinn lækka verulega. Taka þurfi tillit til ýmissa slíkra þátta í umræð- unni. - ghs Svínabóndi um matarverðið: Hlutfall ráð- stöfunartekna BÆJARSTJÓRNARMÁL „Ekkert hefur verið ákveðið ennþá en við erum í þreifingum við World Class og ef allt gengur að óskum þá göngum við til samninga við þá fljótlega,“ segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Skammt er síðan bæjarstjórnin ákvað að ræða nánar við einn aðila af þremur sem um sóttu varðandi byggingu líkamsræktarstöðvar við hlið sundlaugarinnar á Sel- tjarnar nesi. Hefur sú ákvörðun farið fyrir brjóstið á þeim tveimur aðilum sem ekki var rætt við og hefur annar þeirra sent formlega stjórnsýslukæru vegna málsins. Jónmundur segir engar ákvarð- anir hafa verið teknar. Bæjarstjórn hafi einróma viljað skoða tilboð World Class nánar enda sá aðili sá eini sem stendur í viðlíka rekstri annars staðar. Það þýði ekki að hinir tveir hafi verið útilokaðir en flestum lítist vel á tillögur þær er forsvarsmenn World Class hafa fram fært og byggi á svipaðri hugmynd og í Laugum í Reykjavík. Gangi viðræður allar eftir mega Seltirningar eiga von á að ný líkamsræktarstöð verði risin við sundlaugina strax næsta haust. - aöe Stjórnsýslukæra á hendur Seltjarnarnesbæ vegna líkamsræktarstöðvar: Rætt við einn af þremur SUNDLAUG SELTJARNARNESS Til stendur að líkamsræktarstöð World Class rísi við hlið sundlaugarinnar og að laugin sjálf verði jafnvel að einhverju eða öllu leyti yfirbyggð. DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur sýknað tvo menn af ákæru um til- raun til innflutnings á 137 grömm- um af amfetamíni frá Kaupmanna- höfn í september síðastliðnum. Annar maðurinn, sem er um þrítugt, var handtekinn af dönsku lögreglunni á aðaljárnbrautarstöð- inni í Kaupmannarhöfn þar sem hann vitjaði eiturlyfja sem vitorðs- maður hans hafði komið fyrir. Ekki þótti fullsannað hjá ákæruvaldinu að tilætlan sakborninga hafi verið að flytja efnið til landsins og voru þeir því sýknaðir. Hinn yngri var þó sakfelldur fyrir ýmis önnur afbrot og dæmdur til fangelsis- vistar í þrjátíu daga. - æþe Tveir sýknaðir í eiturlyfjamáli: Tilætlan þeirra ósönnuð BANDARÍKIN, AP Ný innflytjendalög sem samþykkt voru í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kveða meðal annars á um að vinnuveitendum beri að rannsaka lögmæti starfs- manna sinna, að her og lögreglu megi nýta til að hefta ólöglega innkomu í landið og byggja megi öryggisgirðingu meðfram landa- mærum Mexíkó. Einnig verður hætt að halda happdrætti um bandarískt atvinnuleyfi (græna kortið) en ríkisborgurum landa, þar sem lítið er um ásókn í bandarískan ríkisborgararétt, hefur staðið þátttaka í þessu happdrætti til boða, þar á meðal Íslendingum. Nýju lögin hafa verið gagnrýnd af ráðamönnum í Mexíkó og sam- tökum innflytjenda, sem telja þau of harðneskjuleg. Talsmenn frum- varpsins segja hörkuna nauðsyn- lega svo að auka megi virðingu fyrir lögum og reglum. Yfir tíu milljónir manna eru innan landa- mæra Bandaríkjanna án landvist- arleyfis.  Hert innflytjendalög vestra: Grænakorts- happdrætti hætt GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 16.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,16 62,46 Sterlingspund 110,07 110,61 Evra 74,57 74,99 Dönsk króna 10,007 10,065 Norsk króna 9,346 9,402 Sænsk króna 7,855 7,9018 Japanskt jen 0,5344 0,5376 SDR 89,65 90,19 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,7986

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.