Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 6
FISKELDISSTÖÐ
TIL SÖLU !!
MIKLILAX AÐ HRAUNI I. Í FLJÓTUM.
Fiskeldisstöðin Miklilax er staðsett á jörðinni
Hraun I Fljótahreppi, skammt frá Siglufirði.
Húsakostur: Vandað sláturhús úr límtré 485,3m2 stálklætt. Rafstöðvar-
hús 153,7m2, (steypt) djúpdæluhús 38,8m2 (steypt ) og skúrar.
Fiskeldisker: Steyptur. botn og hliðar úr glerjungsungshúðuðu stáli:
8 stk Ø 23,9 m og 3 stk Ø 12,9m.
Véla og tækjabúnaður: Rafstöð Cummins 820 hp, keyrð 900 klst, Rafall
Leroy-Somer 516kw, 4stk Framo djúpdælur, 4-5 stk loftdælur, krapavél
Type B105, o.m.fl.
Lausmunir: Talsvert magn af plaströrum Ø600mm og 170mm, og ýmsu
öðru efni og búnaði.
Upplýsingar verða gefnar í síma 444 - 8706 og einnig má senda fyrir-
spurnir á henry@kbbanki.is og fax 444-8709.
Óskað er eftir tilboðum í alla stöðina eða hluta.
Þ.e. byggingar, vélar eða lausamuni.
Senda skal inn formleg tilboð ásamt greiðsluskilmálum.
Tilboðsfrestur er til 14. janúar 2006.
Tilboð sendist til KB banka, Sóltúni 26. 105 R c/o Henrý Þór.
Kaupþing banki hf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum.
6 18. desember 2005 SUNNUDAGUR
KJARAMÁL „Þarna var kannski
gengið aðeins of langt en okkur
finnst eðlilegt að kjör þeirra
verst settu hækki án þess að
allar aðrar stéttir hlaupi upp til
handa og fóta líka,“ segir Hall-
dóra Friðjónsdóttir, formaður
Bandalags háskólamanna.
Á fundi miðstjórnar banda-
lagsins í vikunni var hart deilt
á aðfinnslur þær sem Félag
grunnskólakennara og Félag
leikskólakennara hafa við nýja
samninga Reykjavíkurborgar
við Eflingu og Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar. Samning-
arnir þýða að laun þeirra lægst
launuðu hækka sem hlýtur að
vera baráttumál allra í landinu.
Halldóra segir þó meiri skiln-
ing á máli leikskólakennara en
bendir á að vart sé hægt að tala
um að ófaglært fólk sé komið
yfir faglært í launum eins og
þeir hafi haldið fram. „Mjög
margir í viðkomandi félögum
eru háskólamenntaðir þó það sé
kannski ekki sem leikskólakenn-
arar og ekki sanngjarnt að tala
um ófaglært fólk eins og gert
er.“
Samningar borgarinnar hafa
einnig haft þau áhrif að umsókn-
ir um atvinnu á borð við heima-
hjúkrun eru farnar að berast inn
á borð starfsmannaskrifstofu
borgarinnar. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir
það vera í fyrsta sinn sem slíkt
eigi sér stað. „Í þessari viku
hafa borist allnokkrar umsókn-
ir sem vart hafa borist áður til
okkar. Þar er komið fólk sem
áður taldi kjörin ekki nógu góð
en það hefur breyst og eingöngu
vegna þessara nýju samninga.“
-aöe
Bandalag háskólamanna gagnrýnir Félag leik- og grunnskólakennara:
Fagna hækkun lægstu launa
GAGNRÝNA LEIKSKÓLAKENNARA Talið er
eðlilegt að laun lægstu stétta landsins og
þeirra sem setið hafa eftir hækki án þess
að til komi hækkanir fyrir alla aðra hópa
í þjóðfélaginu einnig að mati Bandalags
háskólanema.
SAMFÉLAGSMÁL „Umsókn um
félagsíbúð sem metin er sem for-
gangsmál liggur ekki óafgreidd
í fimm ár. Þá eru það einhverjir
þættir þar á bak við sem eru þess
valdandi að hún er ekki afgreidd,“
segir Ellý Þorsteinsdóttir frá Vel-
ferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Hún getur þó ekki tjáð sig sér-
staklega um málefni Sævars Arn-
fjörð.
„Við höfum ýmis úrræði fyrir
fólk í svipuðum aðstæðum. Það
eru til dæmis gistiskýlin í Þing-
holtum sem eru ófullnýtt um
þessar mundir og húsnæði fyrir
heimilislausa við Miklubraut,“
segir hún.
Heiðar Guðnason, forstöðu-
maður Samhjálpar, segir að ætla
megi að rúmlega fimmtíu manns
séu á vergangi um þessar mundir.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
sé brýn þörf á heildarendurskoð-
un á húsnæðismálum fatlaðra og
sjúkra,“ segir Sigursteinn Más-
son, formaður Öryrkjabandalags-
ins. „Við verðum að byggja upp
virkan leigumarkað þar sem allir
sitja við sama borð og að þar verði
tryggt að öryrkjar og aðrir hafi
efni á því að vera á þeim markaði
en þurfi ekki á sérúrræðum að
halda.“ - jse
Formaður Öryrkjabandalagsins um húsnæðismál öryrkja:
Þörf á heildarendurskoðun
SÆVAR OG SIGURSTEINN Nokkur úrræði eru í boði fyrir heimilislausa í Reykjavík.
Sigursteinn Másson vill heildarendurskoðun á húsnæðismálum öryrkja og annarra sem
veikir eru.
DÓMSMÁL Fiskistofa hefur verið
dæmd til að greiða útgerðarfélag-
inu Bjarti í Vík og Berki Hrafni
Árnasyni 200.000 krónur hvorum
í skaðabætur fyrir að samþykkja
að flytja veiðileyfi ólöglega á
milli báta.
Samkvæmt dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur sem kveðinn var upp
í gær var Fiskistofu óheimilt að
flytja veiðileyfi af bátnum Sig-
rúnu GK yfir á bátinn Einar HU.
Útgerðarfélagið stefndi Fiski-
stofu fyrir það tjón sem félagið
varð fyrir vegna þessarar færslu
á veiðileyfum. Fyrir héraðsdómi
lá dómur hæstaréttar um að flutn-
ingurinn hefði verið ólögmætur
og því taldist sannað í héraði að
Fiskistofu bæri að greiða skaða-
bætur.
- æþe
Fiskistofa dæmd í héraði:
Gert að greiða
skaðabætur
Einn lést í loftárás Einn lést og
minnst þrír særðust þegar ísraelsk
flugvél skaut flugskeyti á bíl á Gaza-
svæðinu í gær, að sögn palestínsku
öryggis- og neyðarþjónustunnar. Ísraelar
hafa brugðist af hörku við sjálfsmorð-
sárásinni hinn 5. desember þegar fimm
Ísraelar létu lífið.
Skotárás Á föstudag skutu palestínskir
skæruliðar á bíl í borginni Hebron og
drápu íbúa gyðingabyggðar í nágrenn-
inu. Fatah-samtökin og samtökin Heilagt
stríð lýstu sameiginlegri ábyrgð á
hendur sér. Ísraelsmenn segja palestínsk
stjórnvöld ekki gera nóg til að stemma
stigu við öfgamönnum en þau hafa
heitið auknum öryggisráðstöfunum á
svæðinu er nær dregur kosningum í
Palestínu hinn 25. janúar.
Arabar í háskóla í gyðinga-
byggð Vakið hefur athygli að 300
arabar stunda nám við háskóla í afar
umdeildri gyðingabyggð, á landi sem
Palestínumenn gera kröfu til. Fjárhags-
legt bolmagn skólans virðist hafa brúað
gjána milli Ísraela og Palestínumanna í
þessu tilviki.
VESTURBAKKINN
KJÖRKASSINN
Mun friður komast á í Írak
nú eftir að búið er að kjósa til
þings?
já 13,3
nei 86,7
SPURNING DAGSINS Í DAG
Mun ríkisstjórnin lækka
landbúnaðarstyrki?
Farðu inn á visir.is til að greiða atkvæði
IÐNAÐUR Verksmiðjan Alpan á
Eyrarbakka mun flytjast til Tar-
goviste í Rúmeníu á næsta ári.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins segir tvær ástæður vera fyrir
þeirri ákvörðun. „Það er skortur
á vinnuafli og hátt gengi íslensku
krónunnar sem gerir okkur mjög
erfitt um vik,“ segir Þórður Bach-
mann framkvæmdastjóri en fyrir-
tækið framleiðir álpönnur og potta
og fara um níutíu prósent fram-
leiðslunnar á erlendan markað.
„Þetta eru störf sem er mjög
erfitt að fá Íslendinga til að vinna.
Við höfum verið að reyna að dekka
þetta með erlendu starfsfólki en
það dugar samt ekki,“ segir Þórð-
ur en um helmingur starfsmanna
Alpan er af erlendu bergi brotinn.
„Við þurftum einfaldlega að taka
ákvörðun um það hvort við vild-
um flytja inn fólk í stórum stíl
eða flytjast til útlanda. Við völd-
um staðsetningu þar sem mikil
þekking er á málmvinnslu og mjög
greiður aðgangur að vinnuafli.“
Alpan kemur til með að aðstoða
þá sem missa vinnuna við að finna
ný störf en þetta eru um 25 manns.
„Atvinnuástandið er þannig að við
sjáum ekki fram á að það verði
vandamál að útvega fólkinu vinnu
því það er mikil eftirspurn eftir
vinnuafli.“
Verksmiðjan heldur uppi fullri
starfsemi til loka mars og mun
flytjast um set í lok maí en sölu-
starfseminni verður áfram stýrt
frá Íslandi „Við hefjumst handa
við flutning í apríl og líklega verð-
ur verksmiðjan orðin fullgangsett
í Rúmeníu í lok júní. Það eru mjög
stórir samningar í burðarliðnum
hjá okkur sem við höfum ekki
getað sinnt hingað til vegna skorts
á vinnuafli og það verður gott
að geta uppfyllt allar fyrirliggj-
andi pantanirnar. Ég býst við að
starfsmannafjöldinn í fyrirtækinu
muni fara úr fjörutíu manns upp í
hundrað innan tveggja ára.“
Að sögn Einars Njálssonar, bæj-
arstjóra á Eyrarbakka, mun þessi
flutningur Alpan til Rúmeníu hafa
mikil áhrif á sveitarfélagið. „Þetta
kemur til með að hafa heilmikil áhrif
þar sem þarna hverfur 25 manna
vinnustaður úr sveitarfélaginu og
það er ekki gott. Fólk sem hefur
starfað þarna missir vinnuna og
þó svo að það sé alls ekki slæmt
atvinnuástand í sveitarfélaginu þá
kemur þetta til með að hafa mikla
röskun för með sér og sérstaklega
á líf fólks sem þarna vann,“ segir
Einar. „Þetta er verulegt áhyggju-
efni og það virðist vera slík þróun í
gangi hérlendis að iðnaðarfyrirtæki
flytja starfsemi sína til láglauna-
svæða og þetta virðist vera angi af
því. Það er stór ástæða til að hafa
áhyggjur af þeirri þróun.“
hilda@frettabladid.is
Álpönnuverksmiðja
flutt til Rúmeníu
Stjórn fyrirtækisins Alpan á Eyrarbakka hefur ákveðið að flytja framleiðslu
þess til Targoviste í Rúmeníu. Bæjarstjóri Árborgar segir það hafa mikil áhrif á
sveitarfélagið að missa 25 manna vinnustað og segir þróunina áhyggjuefni.
VIÐ STÖRF Í ALPAN Starfsmenn fyrirtækisins missa vinnuna þegar starfsemi fyrirtækisins
verður flutt til Rúmeníu.