Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 12
18. desember 2005 SUNNUDAGUR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
14.900 kr.
NOKIA 6020
SÍMI
Hugmyndin um fjölmenningu
hefur alltaf verið mjög umdeild
en upp á síðkastið hefur komist
aukin harka í deilurnar um hug-
myndina. Orsök þess, líkt og svo
margs annars, er hryðjuverka-
starfsemi sem knýr okkur til
aðgerða, hryðjuverkastarfsemi
sem hefur það að markmiði að
auka enn frekar bilið milli fólks
sem kemur úr ólíkum menning-
arheimum. Svo er bilið milli þjóð-
félagshópa notað sem réttlæting
fyrir hryðjuverkastarfseminni.
Það er ekki spurning að það
er erfiðara að hampa hugmynd-
inni um fjölmenningu þegar
karlmenn frá Norður-Afríku
geta talið belgískar konur á að
sprengja sjálfar sig í loft upp
ásamt öðru fólki til dýrðar ein-
hverri trú.
Bretland, það land í Evrópu
sem er hvað fjölmenningarleg-
ast, er mjög mikilvægt í þessari
umræðu. Samkvæmt nokkrum
skoðanakönnunum hafa breskir
borgarar lýst yfir áframhaldandi
stuðningi sínum við hugmyndina
um fjölmenningu, og það jafnvel
stuttu eftir sprengjuárásirnar
þann 7. júlí. Margir þeirra sem
hafa tjáð sig um ástand mál eru
hins vegar ekki eins bjartsýnir.
David Goodhart, ritstjóri
tímaritsins Prospect, hefur
spurt hinnar gömlu heimspeki-
legu spurningar: „Hver er bróðir
minn?“ og hefur lýst því yfir að
of fjölbreytt samfélag kunni að
vera alveg ómögulegt samfélag.
Fyrsti þeldökki erkibiskup Bret-
lands, séra John Sentamu, sakar
fjölmenninguna um að hafa
slæm áhrif á þjóðareiningu á
Englandi. Og breska ríkisstjórn-
in hefur tilkynnt að héðan af
þurfi þeir sem sækja um enskan
ríkisborgararétt að ganga í gegn-
um „próf í breskleika“ þar sem
verður kannað hversu breskir
þeir eru. Breskt vegabréf nýrra
ríkisborgara mun því votta að
þeir hafi lært nýju leikreglurn-
ar í samfélagi sem einkennist af
aukinni þjóðernishyggju.
Karen Couhan, félagi í mann-
réttindasamtökunum 1990 Trust,
sem stjórnað er af blökkumönn-
um, er á öndverðum meiði og
segir: „Við þurfum að horfa fram
veginn með alvarlegri umræðu
um hversu langt við þurfum
að fara til að takast á við kyn-
þáttabundið misrétti á hinum
ýmsu sviðum samfélagsins, ekki
taka skref til baka með því að
þröngva alla til að vera breskari
(hvítari).“
Menningarlegir blendingar
Prófessor Bhikhu Parekh end-
urskilgreinir fjölmenningu sem
trúna á það að „enginn menning-
arheimur sé fullkominn eða sé
tákn fyrir lífið eins og á að lifa því
og þess vegna er það sérhverjum
menningarheimi til hagsbóta að
eiga í gagnrýnni samræðu við
aðra menningarheima [...] Bret-
land er, og á að halda áfram að
vera, líflegt og lýðræðislegt fjöl-
menningarsamfélag þar sem virð-
ing fyrir fjölbreytni þarf að fara
saman við sameiginleg gildi.“
Það er ómögulegt fyrir mann
eins og mig, sem hefur lifað lífi
sem gerbreyttist við það að ég
flutti frá einu landi til annars, að
vera algerlega hlutlægur er ég
met gildi slíkra aðgerða. Ég hef
varið meirihluta ferils míns sem
rithöfundar í það að fanga mögu-
leika hugmyndaflugsins og auk
þess að reyna að stuðla að áfram-
haldandi samræðum og núningi
milli ólíkra menningarheima
sem orðin eru næsta hversdags-
leg fyrirbæri í nútímanum. Aftur
á móti hef ég aðra ástæða til að
taka þátt í þessari umræðu, eins
og fólk bendir iðulega á, vegna
þess að deilurnar sem spruttu
upp eftir að Söngvar Satans kom
út þjónaðu mikilvægu hlutverki
í myndun einingar og pólitískr-
ar stefnumörkunar hjá breskum
múslímum. Ég komst ekki hjá
því að koma auga á kaldhæðnina
í þeim deilum vegna þess að þar
var um að ræða veraldlegt lista-
verk sem ýtti undir að gríðarlega
sterk félagsleg, andveraldleg öfl
risu upp og mótmæltu bókinni,
og voru þessi öfl „íslömsk“ en
ekki „asísk“. Niðurstaða þessa er
sú að umræðan um fjölmenningu
hefur orðið að innri rökræðu
fyrir mig, að rifrildi í sjálfinu.
Ég er ekki einn um þetta.
Sambreyskja menningarheima
hefur haft áhrif á okkur öll ásamt
öllum þeim ósættanlegu mót-
sögnum sem því fylgir. Í okkar
úttroðnu borgum þar sem tungu-
málablandan er orðin meginein-
kenni ósættanlegra hugmynda
um raunveruleikann, eins og ein
af sögupersónunum í Söngvum
Satans kallar þær, erum við öll
menningarlegir blendingar, og
þessi innri rökræða geisar að
einhverju leyti innra með okkur
öllum.
Hreinleiki og óhreinleiki
Mikilvægt er að gera greinar-
mun á hugtökunum fjölbreyti-
legri menningu og fjölmenningu.
Á dögum gríðarlegra fólksflutn-
inga og alnetsins er menning-
arleg fjölhyggja óumflýjanleg
staðreynd líkt og alþjóðavæðing.
Hvort sem þér líkar það betur eða
verr lifum við á þannig tímum og
draumurinn um samfélag þar sem
aðeins ein menningarhefð er ríkj-
andi er í besta falli hugarburður
sem einkennist af fortíðarþrá og
í versta falli lífshættuleg plága
þar sem kynþáttahyggja, ofstopi
í trúmálum eða hugmyndir um
menningarlegan hreinleika geta
orðið að áætlunum um kynþátta-
hreinsanir, eða þegar hindúískir
ofstækismenn á Indlandi gagn-
rýna trúverðugleika reynslu ind-
verskra múslíma, eða þegar hug-
myndafræðingar Íslam hrekja
ungt fólk til að farga sér til dýrð-
ar hinni hreinu trú án nokkurrar
meðaumkunar eða efa.
„Hreinleiki“ er slagorð sem
leiðir til aðskilnaðar og sprengju-
árása. Hættum að nota þetta orð.
Ég bið vinsamlegast um dálítið
meiri „óhreinleika“, ég bið um
dálítið minna hreinlæti og dálítið
meiri skít. Þá munum við öll sofa
værar í rúmunum okkar.
Fjölhyggja hefur hins vegar
allt of oft orðið að menningar-
legri afstæðishyggju sem er ekki
eins æskileg hugmynd því margt
sem er afturhaldssamt og kúg-
andi getur lúrt undir yfirborði
slíkrar afstæðishyggju og verið
réttlætt út frá henni; til dæmis
ofbeldi gegn konum.
Tilræðismenn sprengjuárás-
anna í London þann 7. júlí grófu
undan bresku hugmyndinni um
fjölhyggju sem gengur út á að fólk
sem kemur úr ólíkum menning-
arheimum geti búið saman í sátt
og samlyndi. Af öðrum möguleg-
um félagslegum leiðum virðist
hugmyndin um algera aðlögun
fólks sem tilheyrir ólíkum menn-
ingarheimum ekki aðeins vera
óæskileg heldur einnig ómögu-
leg og það sem stendur eftir
er nálgunin sem kenna má við
„grundvallargildin“ sem Parekh
minnist á, þar sem hugmyndin
um „próf í breskleika“ er ekkert
annað en ósmekklegur brandari,
í það minnsta í sinni núverandi
mynd.
Fjölhyggja og þjóðernishyggja
Þegar við sem einstaklingar velj-
um og blöndum menningarleg-
um eiginleikum eftir eigin höfði
gerum við það ekki án þess að
taka eitt fram yfir annað, heldur
eftir því sem eðlið segir okkur.
Samfélög verða líka að viðhalda
þeim eiginleika að þegnar þeirra
geti tekið eitt fram yfir annað, að
hafna sem og að samþykkja, að
meta suma hluti meira en aðra
hluti, og að krefjast þess að allir
þegnar samfélagsins samþykki
þessi gildi. Þetta er spurningin
sem brennur á að leita svara við
í samtímanum: Hvernig getur
vængbrotið samfélag sem er
samkrull fjölmargra menning-
arheima ákveðið hvaða gildum
það vilji deila til þess að viðhalda
jafnvægi innan samfélagsins og
hvernig getur samfélagið varið
þessi gildi þegar þau brjóta í bága
við hefðir og trú borgaranna?
Við getum tekið spor í áttina
að svari með því snúa spurning-
unni við: Hvað skuldar samfé-
lagið þegnunum? Óeirðirnar í
Frakklandi sanna eitt: Ef fólki
finnst sem það sé ekki litið á það
sem hluta þjóðarinnar mun ein-
angrun þess á endanum leiða til
mikillar reiði. Chouhan og aðrir
hafa á réttu að standa er þeir
krefjast þess að tekið sé á málum
eins og félagslegu réttlæti, kyn-
þáttahatri og skorti almennings
á nauðsynjum. Ef við ætlum að
byggja upp fjölmenningarlegt
samfélag á grunni þess sem sam-
einar okkur verðum við fyrst að
taka á þeim málum sem sundra
okkur.
En ekki er hægt að forðast
spurninguna um grundvall-
arréttindi og tryggð fólks við
uppruna sinn. Ekkert samfé-
lag, alveg sama hversu mikið
umburðarlyndi ríkir innan þess,
getur búist við því að vaxa og
dafna á eðlilegan hátt ef þegn-
ar þess hafa það ekki í háveg-
um sem felst í ríkisborgararétti
þeirra, ef þeir geta ekki svarað
því á skýran máta fyrir hvaða
gildi þeir standa sem Frakkar,
Indverjar, Bandaríkjamenn eða
Bretar.
Greinin birtist áður í New York
Times.
Til varnar fjölmenningu
Í DAG
FJÖLMENNINGAR-
SAMFÉLAG
SALMAN RUSHDIE
Samkvæmt nokkrum skoðana-
könnunum hafa breskir borgar-
ar lýst yfir áframhaldandi
stuðningi sínum við hugmynd-
ina um fjölmenningu, og það
jafnvel stuttu eftir sprengju-
árásirnar þann 7. júlí.
Ef fólki finnst sem það sé ekki
litið á það sem hluta þjóðar-
innar, mun einangrun þess
á endanum leiða til mikillar
reiði.
Eins og það var nöturlegt að lesa frétt Fréttablaðsins á föstudag um öryrkjann Sævar Arnfjörð var gleðilegt að lesa í blaðinu í gær um viðbrögð formanns Öryrkjabanda-
lags Íslands. Sigursteinn Másson brást skjótt við fréttinni og
kom Sævari umsvifalaust í hús.
Líkt og rakið var í fréttinni hefur Sævar búið í tjaldi í Öskju-
hlíð í Reykjavík síðan í ágúst. „Ég kvarta ekki, ég er bara þannig
uppalinn,“ sagði hann meðal annars og eru þau orð hans sjálf-
sagt lýsandi fyrir þann mann sem hann hefur að geima. Sævar
var lengi til sjós en slasaðist fyrir áratug og hefur verið öryrki
síðan. Mánaðarlega fær hann 85 þúsund krónur frá Trygginga-
stofnun og með þá peninga upp á vasann gerir hann sér dagamun
í byrjun hvers mánaðar og kaupir sér nokkrar nætur á gisti-
heimili. Fimm ára tilraunir til að fá íbúð í félagslega kerfinu eða
hjá Öryrkjabandalaginu hafa ekki borið árangur.
Sigursteinn Másson hefur nú tekið mál Sævars í sínar hendur.
Á föstudag hittust þeir á „heimili“ Sævars í Öskjuhlíð og úr varð
að Sævar er kominn í hús. Fyrst í stað fær hann inni á gistiheim-
ili en vonir eru bundnar við að hann fái varanlegt húsaskjól á
næstu dögum eða vikum.
Það er Fréttablaðinu bæði ljúft og skylt að greina frá því að
í kjölfar fréttarinnar á föstudag hafði fjöldi fólks samband við
blaðið og bauðst til að rétta Sævari hjálparhönd. Meðal annars
var boðist til að greiða fyrir hann húsnæði. Öryrkjabandalagið
varð hins vegar fyrra til.
Enginn hringdi frá Reykjavíkurborg eða ríkinu og bauð fram
aðstoð hins opinbera. Kannski fréttin hafi ekki hreyft við stjórn-
mála- og embættismönnum. Og þó. Það hlýtur að snerta fólk
þegar það spyrst að samborgarar okkar hafa ekki ráð á að búa í
húsi. Líklegra er að kerfið bjóði hreinlega ekki upp á að brugðist
sé í snatri við tilvikum sem þessu.
Enginn hringdi frá Reykjavíkurborg eða ríkinu og
bauð fram aðstoð hins opinbera. Kannski fréttin hafi
ekki hreyft við stjórnmála- og embættismönnum.
Nokkur félög og samtök láta sig þá varða sem hvergi eiga
höfði sínu að að halla. Samhjálp, Byrgið, Hjálpræðisherinn og
Rauði krossinn skulu nefnd hér, auk Öryrkjabandalagsins, og
eflaust eru þau fleiri. Á þessum bæjum er unnið fórnfúst starf
og manngæskan er höfð að leiðarljósi. Oftar en ekki er trúin á
Jesúm leiðarstefið í slíku starfi. Margir eiga allt sitt undir starf-
semi frjálsra félagasamtaka og lifa í raun í skjóli þeirra.
Tugir Íslendinga eru húsnæðislausir og um það er yfirvöldum
kunnugt. Til stendur að koma á fót heimili í Reykjavík fyrir átta
húsnæðislausa á næsta ári og takist vel til verður annað slíkt
heimili opnað árið 2007. Það er því ljóst að áfram verða tugir
Íslendinga húsnæðislausir. Má heita furðulegt að ekki sé stefnt
að því að opna heimili fyrir alla húsnæðislausa.
Það var tilviljun að Fréttablaðið komst á snoðir um að maður
hefðist við í tjaldi í Öskjuhlíð. Sú tilviljun varð til þess að Sævar
Arnfjörð heldur jólin í húsi.
SJÓNARMIÐ
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
Öryrkjabandalagið bregst við fréttum Frétta-
blaðsins af öryrkja sem býr í tjaldi í Öskjuhlíð.
Sævar Arnfjörð
heldur jólin í húsi
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
Mest lesna vi›skiptabla›i›
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
Mest lesna vi›skiptabla›i›
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
Mest lesna vi›skiptabla›i›
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.