Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 16

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 16
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR16 HM BOLTINN 2006 FRÁBÆR JÓLAGJÖF FYRIR FÓTBOLTAÁHUGAMANNINN 1.890 Nánari upplýsingar um keppnina finnur þú á www. adidas.com/flagbearer BERÐU FÁNANN HÁTT! Langar þig að ganga inn á völlinn með besta vini þínum og besta knattspyrnu- manni í heimi? Frammi fyrir tugum þúsunda fagnandi áhorfenda? Þá ættir þú að taka þátt í keppninni um hver verður “Fair Play” fánaberi alþjóða knattspyrnu- samtakanna FÍFA “Fair Play” þýðir drengilegur leikur og er hluti af átaki FÍFA til að stuðla að góðri hegðun jafnt utan vallar sem innan. Allir sem eru á aldrinum 10-14 ára geta tekið þátt í keppninni um að komast með vini og einu foreldri á HM í knattspyrnu í Þýskalandi árið 2006 sem fánaberi FÍFA. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á vefsíðuna www.adidas.com/flagbearer með kóðann þinn og svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvað taka mörg lið þátt í HM í Þýskalandi 2006? a) 24 lið b) 32 lið c) 40 lið 2. Hvaða dag er lokaleikur HM í fótbolta a) 9. júlí b) 10. júní c) 12. ágúst 3. Í hvaða borg fer úrslitaleikurinn fram? a) Berlín b) Munchen c) Hamborg Útskýrðu með hámark 20 orðum hvers vegna þú ættir að fara á HM í Þýskalandi og bera “Fair Play” fána FÍFA með besta vini þínum. HM-boltinn 2006 fæst í Intersport. Boltinn er sannkölluð drauma jólagjöf allra fótboltaáhugamanna, og kemur í skemmtilegri gjafapakkningu. Verð: 1.890 Intersport Húsgagnahöll sími 585 7220 Intersport Smáralind s ÍMi 585 7240 Intersport Selfossi s ÍMi 585 7197 Geislaplatan er komin í eftirfarandi verslanir: Topshop, 10-11, Bónus og Hagkaup „Hjálpum þeim” er söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan. Ný útgáfa af laginu er flutt af landsliði íslenskra tónlistarmanna. Söluandvirði þessarar geislaplötu, utan við virðisaukaskatt, rennur óskipt til söfnunarátaksins. Því miður er ég ekki í hópi þeirra sem fá Fréttablaðið reglulega. Mér berst það með höppum og glöpp- um. Ég get heldur ekki nálgast það neins staðar í nágrenni mínu, bý ég þó í 101 Reykjavík. Það var ekki fyrr en á fimmtudag sem kunningi minn rétti mér úrklippu úr Frétta- blaðinu og benti mér á leiðara sem fjallaði um hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Um þann leiðara hef ég þetta að segja: Hátíðartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands eru eins konar árs- hátíð okkar. Þeir hafa þann tilgang að sýna tryggustu áskrifendum okkar, velunnurum, bakhjörlum og hljómsveitinni ásamt mökum þakklæti okkar. Hátíðartónleikar voru fyrst haldnir fyrir einu ári síðan, þegar Osmo Vänskä kom hingað fyrir tilstilli forseta Íslands. Án atbeina forsetans hefði hann ekki komið til landsins. Nú tókst okkur að fá til landsins Bryn Terfel. Hann hefði ekki komið hingað nema fyrir tilstilli forseta Íslands og KB banka. Við fögnum samstarfi við atvinnulífið því það gerir okkur kleift að gera hluti sem við ella hefðum aldrei getað gert. Hverjir komu á tónleikana? Af þeim gestum sem voru á hátíð- artónleikunum 2004 og 2005 voru um sexhundruð á okkar vegum. Þar voru áskrifendur sem hald- ið höfðu tryggð við okkur allt frá árinu 1994 í yfirgnæfandi meiri- hluta. Makar hljóðfæraleikara og starfsfólk voru um eitthundrað. Síðan komu gestir hljómsveitar- innar sem boðnir eru á alla tón- leika auk nokkurra velunnara hljómsveitarinnar. Gestir KB banka voru um þriðjungur gesta. Ég vænti þess að enginn telji það ósiðlegt eða óviðeigandi að bjóða tryggum áskrifendum og öðrum velunnurum á tónleika. Við höldum um 60 tónleika árlega. Þar koma fram fjölmargir heims- frægir listamenn. Tónleikar þess- ir eru opnir öllum eftir að áskrif- endur hafa fengið sína miða. Þetta eru allt tónleikar sem áskrifendur okkar hafa keypt sig inn á. Ef við viljum hygla þeim sérstaklega, sem við viljum, þá verðum við að búa til sérstaka tónleika fyrir þá. Sá er tilgangur með hátíðartón- leikum. Aðeins þetta eina sinn og með þessum hætti Bryn Terfel gaf því miður ekki kost nema á einum tónleikum. Þrátt fyrir miklar annir kom hann vegna þess að þetta voru hátíðar- tónleikar þar sem hann var gest- ur forseta Íslands og bjó í gesta- bústað embættisins. Við gátum fengið hann fyrir rausnarskap KB banka, sem gerði okkur það kleift fjárhagslega. Ef þetta tvennt hefði ekki komið til hefðu þessir tónleikar ekki átt sér stað á Íslandi. Tónleikunum var útvarpað um land allt. Ríkissjónvarpinu stóð einnig til boða, eins og endra- nær, að sjónvarpa frá tónleikun- um og gefa þannig landsmönnum öllum kost á að fylgjast sjónrænt með þeim. Þeir sáu ekki ástæðu til fremur en þeir hafa ekki séð ástæðu til að sjónvarpa neinu frá tónleikum okkar, alveg sama hve frægir listamenn komu til okkar. Það er mikið vanmat sem ber að harma. Sinfóníuhljómsveit Íslands er enginn fínn klúbbur. Ástríða fólks á klassískri tónlist tengist ekki efnahag þess. Áskrifendur að tón- leikum hljómsveitarinnar koma úr öllum stéttum samfélagsins. Það var þetta fólk sem var stærsti hluti áheyrenda á hátíðartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands 8. desember sl. Þessu fólki ásamt hljómsveitinni vildum við gera dagamun. Ef Sinfóníuhljómsveit Íslands á að fá að dafna og þrífast og þrosk- ast verðum við að fá tækifæri til að laða að okkur bestu listamenn heims. Hún verður að rækja starf sitt á sambærilegan hátt og ann- ars staðar tíðkast. Hún má ekki einangrast og verða að eins konar nátttrölli á reginfjöllum. Breyttir tímar kalla á breytt vinnubrögð. Við eins og margar aðrar lista- og menningarstofnanir þurfum á samstarfi við velunnara okkar að halda. Við þökkum því fyrir samstarfið við embætti forseta Íslands og myndarlegan stuðning frá stórhuga fyrirtæki á borð við KB banka. Tónleikarnir með Bryn Terfel voru hljómsveitinni mikils virði og styrktu hana í bráð og lengd. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og stjórnarformaður Máls og menn- ingar. Sinfónían má ekki einangrast UMRÆÐAN SINFÓNÍUHLJÓM- SVEIT ÍSLANDS ÞRÖSTUR ÓLAFSSON SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Ríkissjón- varpið sá því miður ekki ástæðu til að sjón- varpa tónleikunum, segir greinarhöfundur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.