Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 20
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR Magnús Þorsteinsson hefur ekki verið mjög áberandi í íslensku samfélagi þrátt fyrir að umsvif hans séu umtalsverð. Hann var viðskiptafélagi Björg- ólfsfeðga í Pétursborg og keypti með þeim Landsbanka Íslands þegar íslenska ríkið einkavæddi bankann. Hann fylgdi þeim feðg- um á leið en hefur síðustu miss- erin einbeitt sér að uppbyggingu flutningafélags með kaupum á félögum sem hann hefur unnið að hörðum höndum að gera úr heild. Avion Group var stofnað fyrir tæpu ári en Magnús steig sín fyrstu skref í átt að núverandi fyrirtæki með kaupum á helm- ingshlut í flugfélaginu Atlanta. Atlanta á sér merkilega sögu. Frumkvöðlar fyrirtækisins voru Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, sem stofnuðu það árið 1986. Félagið óx hröðum skrefum og stefndi á sínum tíma á skráningu í Kauphöll Íslands. Af því varð þó ekki. Fókus á flutninga Mikð vatn hefur runnið til sjáv- ar og tíminn verið notaður til að byggja upp fjárfestingarfélag sem einbeitir sér að flutninga- starfsemi með stoð í flugstarf- semi, leiguflugi og sjó- og land- flutningum. „Við erum mjög fókuseruð,“ segir Magnús þegar hann er spurður hvort annars konar fjárfestingar kunni að vera á dagskrá. Avion ætlar sér að einbeita sér að flutningastarfsemi. Sá geiri er spennandi, sérstak- lega í ljósi þess að með aukinni alþjóðavæðingu eykst sérhæf- ing svæða í framleiðslu á til- teknum vörutegundum. Þeirri framleiðslu þarf síðan að koma á markaði víða um heim. Því er talið að flutningar muni vaxa verulega, ekki síst kæliflutn- ingar með matvöru. Þá munu vaxandi kröfur um ferskleika auka flutninga með flugi. Því geta legið ýmis tækifæri í því að vera með skipaflutninga og flug- rekstur undir sama hatti. Ekkert félag sambærilegt Avion er sem fyrr segir fjárfest- ingarfélag og undir hatti þess eru þrjú megin fyrirtæki: Eim- skip í sjó- og landflutningum, Atlanta í flugvéla og áhafnaleigu en einnig viðhaldsþjónustu flug- véla og annan stoðrekstur við kjarnastarfsemina. Þriðja stoðin er svo leiguflug með farþega og ferðaþjónusta. Excel Airways er leiguflugfélag og undir þá starf- semi heyrir einnig rekstur ferða- skrifstofa í Bretlandi. Magnús segir að ekkert sambærilegt félag við Avion sé til í heiminum og samsetning þessara þriggja þátta einstök. Félögin eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en nýta kosti þess að vera undir sama móðurfélagi sem bæði býr til samlegð í ýmis konar stoðþjón- ustu og betri kjör í innkaupum á eldsneyti og ýmis konar þjónustu í krafti stærðar. Bið eftir íslenskri skráningu Starfsemin er að stærstum hluta erlendis. Leiguflug og ferðaþjón- usta félagsins er með höfuðstöðv- ar í Bretlandi og Atlanta hefur frá upphafi sinnt verkefnum um allan heim. Eimskip hefur markvisst verið að byggja upp erlenda starfsemi. Avion passar því vel inn í hóp stærstu félag- anna í Kauphöll Íslands sem eru með stærstan hluta tekna sinna af erlendri starfsemi eða útflutn- ingi. Um fimmtán prósent tekna Avion eru af innlendri starfsemi og vegur þar langþyngst flutn- ingastarfsemi Eimskipa. Í talsverðan tíma hefur verið ljóst að Avion stefndi í Kauphöll Íslands. Markaðsaðstæður hafa verið einstaklega hagstæðar und- anfarin misseri og ýmsir velt því fyrir sér hversu lengi þetta blóma- skeið muni standa. Ekki sér fyrir endan á því og nú þegar Avion stefnir á markaðinn eru aðstæð- urnar góðar og því miklar líkur á að útboð heppnist vel. Félögum í Kauphöllinni hefur farið fækk- andi og markaðnum því mikill akkur að fá ný félög inn. Avion er fyrsta íslenska félagið til að skrá sig á markað í rúm tvö ár. Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarið ár og merki endurskipulagningar farið að gæta þegar það stígur inn í Kauphöllina. Lykilstjórn- endur félagsins hafa unnið að því hörðum höndum undanfarið ár að móta stefnuna og samþætta rekst- ur félaga sem hafa verið samein- uð inn í samstæðuna. Erfitt hefði verið fyrir félag á svo róttæku mótunarskeiði að stíga skrefið til skráningar mikið fyrr. Eimskip aftur til fyrri hluthafa Útboðið nú er til fagfjárfesta, en við kaupin á Eimskipafélaginu fékk Straumur Burðarás hlut í Avion sem væntanlega verður greiddur hluthöfum Straums sem arður að fengnu samþykki hlut- hafafundar. Sex milljarðar verða því boðnir út nú en ef marka má hlutafjárútboð FL Group ætti Avion ekki að þurfa að kvíða miklu um niðurstöðuna. Búast má við talsverðri eftirspurn. Sú lausn að Straumur láti bréf í Avion til hluthafa sinna er nokk- uð snjöll. Það tryggir Avion stór- an hluthafahóp og er sögulega skemmtilegt þar sem stór hópur þeirra sem áttu áður hlut í Eim- skipafélaginu eignast nú hlut í því aftur. Áttunda stærsta í höllinni Miðað við að útboðsgengið sé á bilinu 34,3 til 38,3 er markaðs- virði Avion 58 til 63 milljarðar króna. Félagið verður áttunda verðmætasta félagið í Kaup- höll Íslands og það fjórða verð- mætasta ef fjármálafyrirtækin eru frátalin. Hjá félaginu starfa 4.500 manns og starfsemin er á 85 stöðum víða um heim. Tekj- ur félagsins eru áætlaðar hátt í tveir milljarðar dollara á næsta ári, eða 120 milljarðar íslenskra króna, og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir verði 165 milljón- ir dollara eða rúmir tíu milljarð- ar króna. Rekstrahagnaður þessa árs fyrir afskriftir nam 7,4 millj- örðum króna. Avion hefur verið á fleygiferð undanfarin misseri og keypt önnur félög sem falla að fram- tíðarsýn félagsins. Magnús Þorsteinsson leiðir þá vinnu og stefna hans er skýr. Avion er stefnt til þess að verða leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á alþjóða- vísu. Félagið ræður nú yfir tæp- lega sextíu þotum, 25 skipum og fimmtán frystigeymslum. Miðað við ganginn í starfseminni og þá stefnu sem mörkuð hefur verið þarf enginn að búast við kyrr- stöðu hjá félaginu. Það kæmi alla vega engum á óvart ef frekari fyrirtækjakaup sæju dagsins ljós á næsta ári þegar félagið verð- ur að fullu komið í hóp stærstu íslensku almenningshlutafélag- anna. haflidi@frettabladid.is Avion í innsiglingu Kauphallarinnar Avion Group er ungt félag sem hefur innanborðs rótgróinn öldung eins og Eimskip. Félagið hefur verið í mótun og vexti undir stjórn Magnúsar Þor- steinssonar. Nú er félagið ferðbúið og næsti áfangastaður er Kauphöll Íslands. TILBÚINN Í KAUPHÖLLINA Magnús Þorsteinsson hefur skýra sýn um að heimurinn krefjist sífellt meiri flutninga. Hann hefur mótað Avion Group og stefnir að því að sigla félaginu í fremstu röð fyrirtækja á sviði flutningaþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.