Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 24
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR24 timamot@frettabladid.is V-dags samtökin gáfu Stíga- mótum hálfa milljón króna í gær. „Gjöfin er gefin af því tilefni að fyrr í haust fengu V-dags samtökin einnar milljón króna í styrk frá versluninni Debenhams og samtökin vilja deila þeim styrk með Stígamótum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri V-dags samtakanna. Hildur segir samtökin vilja styðja við samtök sem vinna nauðsynlegt starf í þágu baráttu gegn ofbeldi á konum. Að þessu sinni urðu Stígamót fyrir valinu, enda hafi Stígamót alltaf gefið V- dags samtökunum mikinn andlegan stuðning í barátt- unni. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður V-dags samtak- anna, afhenti Rúnu Jóns- dóttur hjá Stígamótum styrkinn. - óká KEITH RICHARDS (1943-) fæddist á þessum degi. „Ég hef aldrei átt við eiturlyfjavandmál að stríða, einungis lögregluvandamál.“ Keith Richards er gítarleikari hljómsveitarinnar The Rolling Stones. MERKISATBURÐIR 1865 Þrælahald afnumið í Bandaríkjunum samkvæmt þrettándu stjórnarskrár- breytingu. 1894 Konur í Suður-Ástralíu fá rétt til að kjósa og bjóða sig fram til þings fyrstar kvenna þar í landi. 1642 Abel Tasman kemur til Nýja- Sjálands fyrstur Evrópubúa. 1965 Japan og Suður-Kórea taka upp stjórnmálasamband. 1966 Richard L. Walker finnur tungl Satúrnusar, Epimet- heus. 1969 Dauðarefsing afnumin í Bretlandi. Þennan dag árið 1996 ályktaði skólanefnd í Oak- land í Kaliforníu að ebonics-tungumálið væri mál- lýska. Ebonics, sem einnig er kallað svört enska, móð- urmál svartra eða Jive, er sérstök tegund ensku sem á rætur sínar að rekja til þræl- aflutninga Bandaríkjamanna frá Afríku. Þá er hún líka skyld ensku sem töluð var á Bretlandseyjum á 16. og 17. öld. Sérstakar mállýskur svartra, afrískra þræla og mismunandi beiting þeirra á enskri tungu til að hafa samskipti við þrælahaldarana urðu til þess að ebonics varð til. Stuðningsmenn mállýskunnar í Bandaríkjum nútímans vilja margir hverjir að ebonics verði formlega viðurkennt sem mállýska en það hefði í för með sér fjárframlög til kennslu mállýskunnar í skólum. Áðurnefnd skólanefnd gaf út formlega ályktun þess efnis að ebonics væri góð og gild mállýska sem kenna ætti í skólum. Hins vegar stóð til að skipta um skólanefnd í Oakland og ályktunin um ebonics-mállýskuna var síðasta áyktun fráfarandi skólanefndar. Við tók ný skólanefnd sem gaf fljótlega út álykt- un þess efnis að ebonics væri ekki hluti af indó-evrópska tungumálastofninum og gæti nefndin ekki verið sammála því að ebonics væri skylt ensku. Nefndin felldi því ályktun fyrri skólanefndar úr gildi. Þeir sem berjast fyrir því að ebonics- mállýskan verði tekin til kennslu í skólum segja ástæðu þess að hún er ekki kennd stjórnmálalegs eðlis og segja að svartir nemendur geti náð betri tökum á almennri ensku ef þeir fá að kynnast málfræði ebonics. Í dag hefur mállýskan ekki enn verið tekin til kennslu í skólum í Bandaríkjunum. ÞETTA GERÐIST > 18. DESEMBER 1996 AFMÆLI Sigvaldi Arason verktaki í Borgar- nesi er 68 ára. Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, er 65 ára. Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður er 57 ára. Sif Ragnhildardóttir söngkona er 53 ára. Vilhjálmur Egilsson ráðuneytis- stjóri er 53 ára. Björg Eva Erlendsdóttir frétta- maður er 45 ára. Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri og knattspyrnumaður, er 37 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1626 Kristín Svíadrottning. 1863 Frans Ferdinand, erkihertogi og ríkiserfingi Austurríkis. 1878 Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna. 1913 Willy Brandt, kanslari Þýskalands og friðarverðlaunahafi Nóbels. 1946 Steve Biko, leiðtogi svartra og baráttumaður gegn aðskilnað- arstefnu í Suður-Afríku. 1963 Brad Pitt, bandarískur leikari. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndi okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Óskar Geirssonar frá Hallanda, Miðengi 12, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigríður Ólafsdóttir, Hreggviður Óskarsson, Hafdís Hall- dórsdóttir, Ólafur Gunnar Óskarsson, Sigríður Jónsdóttir, Fjóla Margrét Óskarsdóttir, Sören Nagel, Óskar Þór Óskars- son, barnabörn og barnabarnabarn. V-DAGURINN OG STÍGAMÓT Fulltrúar V-dagsins og Stígamóta hittust í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stígamót fengu hálfa milljón Svört enska viðurkennd sem mállýska Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Arnkell Bergmann Guðmundsson bókbandsmeistari, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 15. desember. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Hulda Guðmundsdóttir Ásdís J.B. Arnkelsdóttir Róbert V. Tómasson Arnkell Bergmann Arnkelsson Hulda Nanna Lúðvíksdóttir og barnabörn. ANDLÁT Bettý Marsellíusdóttir, Ásbyrgi, Hofsósi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 15. desember. Guðný Maren Matthíasdóttir lést mánudaginn 12. desember. Hreinn Elíasson, listmálari, Jörundarholti 108, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudag- inn 15. desember. Jónas Sigurðsson lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 7. desember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Magnús Eggert Pálsson, Ásvalla- götu 17, lést miðvikudaginn 23. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Níels Frímann Sveinsson, Kirkju- teigi 23, er látinn. Hátíðarsamkoma í Háskól- anum á Akureyri síðastlið- inn föstudag markaði tvenn merk tímamót varðandi upp- byggingu og þróun asískra fræða á Íslandi. Í fyrsta lagi var því fagnað að eftir ára- mót hefst kennsla í kínversku og kínverskum fræðum við símenntunardeild Háskólans á Akureyri og í öðru lagi var Asíuver Íslands (ASÍS) form- lega opnað. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti hátíðina og í kjöl- farið voru flutt fjölmörg ávörp. Á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs voru Wang Xinshi, sendiherra Kína á Íslandi, Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kína árin 1998-2002, Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Hátíðargestum var boðið upp á kínverska rétti sem gerð voru góð skil og Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, Baldur Guðnason hjá Avion Group og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, undirrituðu stuðningsyfirlýsingu við nám í kínversku og kínverskum fræðum. Fyrst um sinn mun símenntunardeild Háskólans á Akureyri bjóða upp á þrjú námskeið: kínversku fyrir byrjendur, kínverska nútíma- menningu og viðskipti í Kína, en gert er ráð fyrir að náms- framboð verði aukið í náinni framtíð. Boðið verður upp á sameiginlegt BA-nám í Aust- ur-Asíufræðum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akur- eyri en skólarnir hafa ekki fyrr átt í sambærilegu samstarfi. Hægt verður að leggja stund á námskeiðin með fjarnámi og því verða þau aðgengileg fólki víða um land. Asíuver Íslands (ASÍS) verður vettvangur fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði asískra fræða á Íslandi. Að stofnunun Asíuversins standa Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri en stofnaðilar gera ráð fyrir að aðrar íslenskar mennta- og rannsóknastofn- anir hafi hug á að gerast aðilar að verinu í framtíðinni. ASÍS mun beita sér fyrir samhæfingu og aukinni sérþekkingu fræðimanna á Íslandi um asísk málefni, meðal annars með ráðstefnu- haldi og útgáfu. kk@frettabladid.is HÁSKÓLINN Á AKUREYRI: ASÍUVER ÍSLANDS STOFNAÐ Akademískum dyrum Asíu lokið upp MENNINGARHEIMAR MÆTAST Hátíðargestir voru af ýmsu þjóðerni en allir nutu ljúffengra kínverskra rétta sem boðið var upp á. STAÐIÐ OG SNÆTT Forseti íslenska lýðveldisins handlék kínversku matarprjónanna af lipurð og Stein- grímur J. Sigfússon naut veiting- anna ekki síður þó áhöldin væru með hefðbundnara sniði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.