Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 30
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR30 Á þessu ári er aldarfjórðung-ur liðinn frá því að Gunn-ar Thoroddsen, þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, myndaði ríkisstjórn í óþökk flokks síns með Alþýðubanda- laginu og Framsóknarflokknum. Þetta var í febrúar 1980. Atburð- irnir sem leiddu til myndunar ríkisstjórnarinnar hafa verið kall- aðir „Býsnavetur“, en nafngiftin er sprottin af heiti samnefndrar greinar sem Matthías Johann- essen, þáverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, birti í blaðinu þegar stjórn Gunnars tók við. Um þessa atburði er fjallað í nýútkominni bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings Völundarhús valds- ins. Byggir hann skrif sín meðal annars á áður ónotuðum heimild- um sem eru dagbækur og minnis- blöð Kristjáns Eldjárns, þáverandi forseta Íslands. Landssamband sjálfstæðis- kvenna og vefritið Tíkin efndu til fundar um þetta efni á veitinga- húsinu Sólon í vikunni sem leið. Hafði Guðni framsögu en að auki lögðu orð í belg Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. Í upphafi gerði Guðni grein fyrir efnistökum sínum í bókinni og heimildum. Hann taldi ekki rétt að skoða málið eingöngu út frá átökum tveggja arma í Sjálfstæðis- flokknum, eins og ýmsir hafa til- hneigingu til, heldur yrði einnig að líta til sérskra aðstæðna sem ríktu í íslenskum stjórnmálum veturinn 1979 til 1980. Án þeirra hefði stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen ekki heppnast. Forystumaður Guðni, sem vinnur að því að rita ævisögu Gunnars Thoroddsen, rakti stuttlega feril hans í Sjálf- stæðisflokknum. Gunnar var orðinn einn helsti forystumaður flokksins, meðal annars borgar- stjóri í Reykjavík, þegar hann árið 1952 ákvað að styðja forseta- framboð tengdaföður síns Ásgeirs Ásgeirssonar í stað þess að fylgja flokkslínunni og kjósa Bjarna Jónsson vígslubiskup. Fyrir þetta uppskar Gunnar reiði flokksfor- ystunnar, þar á meðal Ólafs Thors forsætisráðherra og ýmissa ann- arra málsmetandi manna. Ásgeir sigraði í forsetakjörinu sem kunn- ugt er. Frami Gunnars stöðvaðist þó ekki, því hann varð fjármála- ráðherra í viðreisnarstjórninni árið 1959 og gegndi embættinu til 1965 þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum og gerðist sendi- herra í Kaupmannahöfn. Gunnar hafði árið 1961 verið kjörinn vara- formaður Sjálfstæðisflokksins en lét af þeim starfa þegar hann fór til Kaupmannahafnar. Guðni benti á að hefði Gunnar ekki farið utan hefði hann verið sjálfkjörinn eftir- maður flokksformannsins Bjarna Benediktssonar þegar hann féll frá sumarið 1970. Formennskan og forsætisráðherraembættið kom þá í hlut Jóhanns Hafstein. Í forsetakosningunum árið 1968 var Gunnar í framboði á móti Kristjáni Eldjárn, sem sigraði með yfirburðum. Ekki fór leynt að Gunnari fannst flokksforystan vera deig og ótraust í stuðningi við sig og kenndi um atburðunum árið 1952. Honum fannst Morgun- blaðið ekki heldur styðja sig nógu vel og taldi að áhrifamenn í Sjálf- stæðisflokknum honum andsnún- ir réðu mestu um það. Gunnar snýr aftur Eftir kosningaósigurinn gegndi Gunnar um skeið embætti hæsta- réttardómara en hann hafði á yngri árum verið lagaprófessor við Háskóla Íslands. En honum fór fljótlega að leiðast í dómnum, fékk þá á ný embætti við lagadeildina en ákvað svo að hasla sér völl í stjórn- málum á ný. Vakti það talsverð- an titring í Sjálfstæðisflokknum því við blasti að þar mundi hann sækjast eftir æðstu embættum. Á landsfundi vorið 1971 bauð hann sig fram í embætti varaformanns á móti Geir Hallgrímssyni, vin- sælum borgarstjóra í Reykjavík. Munaði ekki miklu á fylgi þeirra; Geir vann sigur með 375 atkvæð- um en Gunnar fékk 328 atkvæði. Þó að Gunnar tæki í hönd Geirs og óskaði honum til hamingju með úrslitin var öllum ljóst að mynd- ast höfðu tvær öflugar fylkingar í flokknum, sem ættu eftir að takast á, Geirsarmur og Gunnarsarmur. Haustið 1973 varð Jóhann Haf- stein að draga sig í hlé sem flokks- formaður af heilsufarsástæðum. Tók Geir þá við formennsku en Magnús Jónsson frá Mel varð varaformaður samkvæmt ákvörð- un flokksráðs. Í alþingiskosning- unum árið 1974 vann Sjálfstæðis- flokkurinn einhvern mesta sigur í sögu sinni og myndaði Geir Hallgrímsson í framhaldinu rík- isstjórn með framsóknarmönn- um. Geir var forsætisráðherra en Gunnar þáði embætti iðnaðar- og félagsmálaráðherra í stjórninni. Haustið 1974, eftir að Magnús Jónsson varð að draga sig í hlé vegna veikinda, kaus flokksráðið Gunnar í embætti varaformanns. Ráðabrugg 1974 Fram kemur í bók Guðna Th. Jóhannessonar úr gögnum Kristj- áns Eldjárns að við stjórnarmynd- unina 1974 gældi Gunnar Thor- oddsen um tíma við það að mynda sjálfur stjórn, en honum fannst Geir ekki takast nægilega vel upp í viðræðunum við hina flokkana. Þetta hefur ekki verið kunnugt áður og hefur Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins látið þau orð falla að um markverðustu tíð- indin í bók Guðna sé að ræða. Upp- lýsingarnar sýni stjórnarmyndun Gunnars í ársbyrjun 1980 í nýju ljósi. Gunnar hafi þá ekki aðeins verið að bregðast við ákveðnum aðstæðum heldur hafi hann mark- visst stefnt að því lengi að grafa undan Geir Hallgrímssyni og verða sjálfur forsætisráðherra. Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar féll í þingkosningunum árið 1978 og við tók vinstri stjórn þriggja flokka undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins. Hún varð skammlíf, fór frá rúmu ári seinna eftir skrautlegan og misheppnað- an feril. Var þá efnt til kosninga um hávetur, í byrjun desember. Sjálfstæðisflokkurinn hafði mik- inn byr í kosningabaráttunni og setti fram heilsteypta efnahags- stefnu sem mikla athygli vakti og kosningabaráttan snerist um að meira að minna leyti. Sner- ist þessi stefna, sem nefnd var „Leiftursókn gegn verðbólgu“, um að koma á jafnvægi í efna- hagslífinu á ný eftir langt tímabil óðaverðbólgu og koma á auknu frjálsræði í atvinnu- og efnahags- málum. En tími slíkra umbóta var ekki runninn upp og náði flokk- urinn ekki afgerandi forystu. Við tóku margra vikna tilraunir til að mynda nýja ríkisstjórn þar sem allir flokksformenn fengu sín tækifæri en engum tókst að mynda stjórn. Leyniviðræður Þegar liðið var nokkuð á jan- úarmánuð 1980 hófst Kristján Eldjárn forseti handa um að undirbúa myndun utanþings- stjórnar, þar sem ekkert benti til að þingflokkarnir gætu komið sér saman um ríkisstjórn. En þá átti varaformaður Sjálf- stæðisflokksins óvænt útspil. Hann hóf leynilegar viðræður við forystumenn vinstri flokk- anna og nokkra þingmenn í Sjálfstæðisflokknum með það í huga að koma á þingræðisstjórn undir sinni forystu. Þegar þetta spurðist út varð mikil sprengja í íslenskum stjórnmálum og sjálf- stæðismenn urðu ævareiðir. Birti Morgunblaðið þungar ádeilu- greinar á framferði Gunnars Thoroddsen. En þrátt fyrir allan hamaganginn og mótspyrnuna tókst Gunnari hið ómögulega og myndaði snemma í febrúar rík- isstjórn með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum. Til liðs við hann gengu fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson, sem urðu ráðherrar, og Albert Guðmundsson og Eggert Hauk- dal. Allir aðrir þingmenn flokks- ins voru í stjórnarandstöðu. Efnahagslíf í kaldakoli Ríkisstjórn Gunnars sat fram á vor 1983 þegar fram fóru þing- kosningar. Gunnar var ekki í framboði enda kominn á áttræð- isaldur. Stjórn hans hafði notið talsverðs meðbyrs í upphafi og fannst mörgum að Gunnar hefði teflt refskák stjórnmálanna af mikilli snilld. En stjórnmál snú- ast ekki aðeins um völd eins og Þorsteinn Pálsson, arftaki Geirs, benti á í stuttu erindi á fundin- um á Sólon. Gunnari lánaðist ekki að koma fram árangurs- ríkri stjórnarstefnu heldur skildi hann við efnahagslíf landsins í algerri óstjórn og upplausn sem að drýgstum hluta mátti rekja til vanmáttar stjórnarinnar og sund- urþykkju stjórnarflokkanna. Völd hans voru því dýru verði keypt. Vorið 1983 myndaði Geir Hall- grímsson aftur á móti ríkisstjórn sem náði markverðum tökum á efnahagsmálum og lagði grunn að miklum breytingum í efna- hagslífinu. Staða Geirs var hins vegar veik í Sjálfstæðisflokknum eftir átök undanfarinna ára og leiddi það til þess að Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, fékk forsætis- ráðherraembættið í sinn hlut en Geir varð utanríkisráðherra. ■ Stjórnmál snúast ekki bara um völd Gunnar Thoroddsen með ráðherrum sínum, Pálma Jónssyni og Friðjóni Þórðarsyni. Frá fundinum á Sólon þar sem „Býsnaveturinn“ var ræddur: Guðni Th. Jóhannesson, Þor- steinn Pálsson og Björn Bjarnason. Aldarfjórðungur er liðinn frá „Býsnavetri“ ís- lenskra stjórnmála, sögulegri stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen árið 1980. Gunnar tefldi refskákina glæsilega en stjórnarstefnan varð ekki árangursrík. Guðmundur Magnússon rifjar hér upp þennan sögulega vetur. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.