Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 54

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 54
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR38 Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 19.900 kr. NOKIA 6101 SÍMI Nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin, er tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna í ár. Þar snýr höfundur aftur á kunnugar slóð- ir. Valur Gunnarsson ræddi við hann um stjörnufræði, eðlisfræði- námið á Suðurnesjum og Vesturland. Allir staðir eru heppilegir til sköpunar, nema kannski fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöf- undur. Jón býr í Mosfellsbæ þótt hann skrifi gjarnan um Vestur- land. „Það eru bara látalæti, jafn- vel grunnhyggni, að halda því fram að það skipti einhverju máli hvort maður er í póstnúmeri 101 eða 270. En það er gott að vera hér, stutt í náttúruna og svo kemst maður í bæinn á 15 mínútum ef maður vill.“ Jón hefur áður skrifað þríleik sem gerist á Vesturlandi og snýr aftur á sömu slóðir með bók sinni Sumarljós og svo kemur nóttin. „Ég var í sveit á Vesturlandi á sumrin og vann í sláturhúsum á haustin sem unglingur. Þessi bók tengist hinum fyrri þó ekki, nema að þetta er sami staður og sami höfundur. Þríleikurinn gerðist aðallega á áttunda áratug síðustu aldar en ég er þó líka að velta fyrir mér þeim tíma sem við lifum hér og nú. Maður er auðvit- að barns síns tíma og dagurinn í dag skín alltaf í gegnum textann, sama hvort ég er að lýsa atvikum frá 1910 eða 1990.“ Peningar til óþurftar Ein af aðalpersónum Sumarljóss er framkvæmdarstjóri sem selur flestallar eigur sínar og kaupir bækur um stjörnufræði í stað- inn. Bækurnar eru sumar hverjar ómetanlegar frumútgáfur af verk- um manna eins og Kópernikusar og Galileos. „Ég fór á netið til að skoða hvað þessar bækur kosta og þetta er ekki eitthvað sem maður kaup- ir á milli mála. Stjörnufræðing- urinn er andsvar við þrá okkar eftir einskisnýtum hlutum. Það er táknrænt að hann kaupir bækur til að nálgast þekkingu og öðlast ný lífsviðhorf. Peningar eru oft til mikillar óþurftar.“ En hvernig kviknaði hugmyndin? „Ég hef gengið með hugmynd- ina um þennan karakter lengi, enda hef ég sjálfur mikinn áhuga á stjörnufræði. Þegar ég var 18 ára var ég að vinna í fiski og ætlaði aldrei aftur í skóla. Þá sá ég þættina Cosmos eftir stjörnu- fræðinginn Carl Sagan og ákvað að skrá mig á eðlisfræðibraut á Suðurnesjum, þrátt fyrir að hafa fengið 2 í stærðfræði í gaggó. Það gekk ágætlega þannig að stærð- fræði virðist vera eins og svo margt annað einungis spurning um hugarfar.“ Skúraði fyrir skáldskapinn Bók Jóns á undan þessari nefn- ist Snarkið, en hann hefur gefið út bækur á tveggja ára fresti frá 1996. „Maður sest niður með mis- mótaður hugmyndir og einhverj- ar tilfinningar sem ólmast inni í manni og fram til þessa hefur það tekið mig tæp tvö ár að vinna úr þeim svo úr verði fullmótað verk. Ég er í þessum ryþma núna en það tók mig rúm þrjú ár að ná tökum á prósanum. Ég skrifaði tvær skáld- sögur á árunum 1992-95 sem fóru beint í ruslið. Það er ekki alltaf skemmtilegt að henda því sem maður hefur unnið að í marga mánuði. Ég byrjaði sem ljóðskáld en til að skrifa prósa þarf tíma.“ Og varstu í aðstöðu til að geta ein- beitt þér að skrifunum? „Ég reyndi að skapa mér mögu- leika til að skrifa og gerði ekki miklar kröfur um lúxus. Ég skúr- aði eða vann á bókasafni og reyndi að vakna nógu snemma til að geta skrifað á morgnana.“ Er þá von á næstu bók eftir tvö ár? „Það er alltaf djöfullega langt í endann þegar byrjað er á bók, maður er oft fullur vanmáttar, hræddur um að það verði ekki neitt úr neinu, eða það taki minnst 10 ár að klára bókina.“ Nauðsynlegt að veita verðlaunum aðhald Sumarljós var nýlega tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverð- launa. Þetta er fyrsta tilnefning hans en hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Því virðist hann nú loks einnig ætla að verða spámaður í sínu föðurlandi. „Þetta þýðir ekki endilega að bók manns sé í hópi þeirra bestu, þetta eru bara hópar fólks með mismunandi smekk og skoðanir, ekki alvitrir dómarar. Það eru allt- af góðar bækur sem komast ekki í þennan hóp. Það má líka alltaf gagnrýna hvernig að þessu er stað- ið og nauðsynlegt að veita aðhald. Ég hef gagnrýnt bókmenntaverð- launin áður og stend við það. Ég er skeptískur á þá hugsun að einn þriggja nefndarmanna þurfi að vera „fulltrúi almennings“. Menn þurfa að lesa 60 bækur á nokkrum vikum og verða því að vera nokk- uð þjálfaðir lesendur. Það vakti til dæmis athygli þegar Gísli Mart- einn og Ingibjörg Sólrún sátu í dómnefnd. Ef ákvörðun er tekin um stjórnmál eða múrverk er yfirleitt fengið fagfólk til. Þetta eru fyrst og fremst útgefenda- verðlaun og mjög góð sem slík en af hverju þarf að kalla þau Hin íslensku bókmenntaverðlaun?“ Varðandi gagnrýnendur segir hann: „Gagnrýni á að vera eins og lífið, bæði jákvæð og neikvæð. Orðið gagnrýni þýðir jú að rýna til gagns.“ valurg@frettabladid.is Barn síns tíma JÓN KALMANN „Það er alltaf djöfullega langt í endann þegar byrjað er á bók, maður er oft fullur van- máttar, hræddur um að það verði ekki neitt úr neinu, Ljósin á sviðinu slökkna og kvikna aftur. Strengja-kvintett gengur inná og sest í sæti. Á tjaldi handan gera öldurnar sitt besta til að bryðja níður fastlendið. Daníel Ágúst gengur inn lítandi út eins og Werther ungi hefði gert hefði hann fundið ástina í stað þess að eiga munnmök við framhleypu. Mikið meira artí er ekki hægt að vera. Og hvað, má ég spyrja, er að því? Meðan fyrrum félagar hans í Nýdönsk ritstýra misheppnuðum klámblöðum og syngja Hjálpaðu mér upp á sveitaballarúntinum og fyrrum félagar hans í Gusgus eru hættir að þykjast vera fjöllistahópur og jafnvel hljómsveit og lítið annað er eftir en tvær plötusnúðar er Danni Boy enn listamaður í full- um blóma og sífelldri þróun. Það geta ekki allir staðið einir og óvopnaðir fyrir fram- an fullan sal og haldið athygli jafn sem kúli út í gegn. Það er óneitanlega meiri reisn yfir Danna en yfir fyrrum kollega og keppinaut hans Helga Björns sem syngur gamla slagara eftir sig og aðra í matarboðum, eða Stefáni Hilmarssyni sem enn stýrir retróbandinu Sálinni hans jóns míns. Danni Boy hefur skilið alla eftir í valnum. Hann sveiflar sér um sviðið eins og óður maestro að stýra ímyndaðri hljómsveit og þegar hann stendur kyrr minnir hann á Rimbaud, ef hann hefði ekki hætt að skrifa 19 ára og gerst vopnasmyglari í Eþíópíu. Daniel er hæfur tónlistar- maður og slær sjaldan feilnótu sem söngvari en skáld er hann þó ekki. Eins og hjá svotil öllum íslenskum lagahöfundum eru textar hans veika hlið, og flest viðlaga hans innihalda orðin „respect,“ „love,“ og/eða „harm- ony“. En ef maður lokar eyrun- um fyrir orðunum og einbeitir sér að tónunum er hægt að svífa um á öldunum. Og verða pínulítið artí sjálfur. valurg@frettabladid.is Rimbaud rokksins rís á ný MR. SILLA HITAÐI UPP FYRIR DANÍEL RASS Sá um seinni helminginn (afturend- ann) á tónleikunum. DANÍEL HEFUR SIG Á FLUG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.