Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 56
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR40 Blendnar tilfinningar bærð-ust meðal lækna og sið-fræðinga þegar spurðist að Isabelle Dinoire, konan sem fyrst allra fékk grætt á sig andlit annarrar manneskju, hefði ásamt læknunum sem framkvæmdu aðgerðina undirritað samning við fyrirtæki um einkaleyfi á mynd- um af henni. Samningurinn tryggir Din- oire fjárhagslegan ávinning af heimildarmynd sem gerð verður og ljósmyndum sem teknar voru í aðgerðinni. Læknar deila í fjöl- miðlum um hvers vegna aðgerðin var framkvæmd. Hvort læknarnir hafi gert hana til að verða fyrstir að græða nýtt andlit á sjúkling og hvort þeir hafi látið siðferðislegar spurningar lönd og leið. Spurt er hvort Dinoire sé í nægilegu and- legu jafnvægi til að takast á við afleiðingar aðgerðinnar. Fregnir herma að hún hafi hafi ætlað að stytta sér aldur kvöldið örlagaríka í lok maí þegar hundurinn hennar beit af henni andlitið. Einstakir læknar hræðast að fjölmiðlafárið eftir aðgerðina hafi áhrif á bata- horfur Isabelle Dinoire. Læknarnir hagnast Breski fjölmiðillinn The Lond- on Times upplýsti í síðustu viku að þremur mánuðum áður en hin þrjátíu og átta ára Dinoire gekkst undir aðgerðina hefði bæði hún og læknateymið skrifað undir samn- inginn við Microsoft’s Crofts- fyrirtækið. Margir sérfræðilækn- ar telja að samningurinn hafi orðið til þess að Dinoire ákvað að verða fyrst allra til að fá grætt á sig and- lit, en einnig að slíkir samningar hvetji lækna til að framkvæma aðgerðir sem ekki hafi verið reyndar áður. Lýtalæknir og prófessor við læknaskóla í Boston í Bandaríkj- unum, Raffi Der Sarkissian, er einn þeirra. Hann segir aðgerð- ina skrípaleik. Sjálfur myndi hann aldrei selja myndefni úr svo áhættusömum aðgerðum. Það geti ýtt undir að tímamótaaðgerðir séu framkvæmdar fyrir peninga og upphafningu læknanna sem þær framkvæmi. Prófessorinn Rosamond Rhodes, sem kennir líffræðilega siðfræði við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum, taldi þó að Din- oire hefði að öllum líkindum tekið samningnum feginshendi. „Jafn- vel þó franska heilbrigðiskerfið greiði allan kostnað við aðgerð- ina er erfitt að sjá að Dinoire hefði getað unnið fyrir sér fyrir aðgerðina. Það getur hún ekki gert á meðan hún jafnar sig. Þá er allsendis óvíst að hún finni vinnu í framtíðinni,“ segir Rhodes. Læknar hræðast einnig að Din- oire hafi ekki gert sér grein fyrir hve áhættusöm aðgerðin væri og hvaða áhrif hún hefði á geð- heilsu hennar. Jonathan Moreno, sérfræðingur í siðfræði læknis- fræðinnar, sagði við ABC-frétta- stofuna að hann vonaði að franska læknateymið myndi rannsaka sál- arástand hennar. „Læknar eiga að vernda sjúklinga sína, sem hljóta að vera í sálarflækju í þessari aðstöðu.“ Kallað eftir rannsókn Prófessor Emmanuel Hirsch, sem situr í nefnd á vegum eftirlits- stöðvar í Frakklandi sem veitir leyfi fyrir aðgerðum af þessari gráðu, hefur kallað eftir rannsókn á því hvort skurðlæknarnir sem stóðu að aðgerðinni hafi sneitt hjá þeim siðferðislegu spurningum sem vöknuðu, til þess eins að geta framkvæmt andlitságræðsluna fyrstir. Hann segir að nefndin hafi ekki vitað af fyrirætlununum. „Ég hef það á tilfinningunni að aðgerðinni hafi verið hraðað og svara við ýmsum knýjandi spurningum hafi ekki verið leit- að,“ er haft eftir Hirsch í The Guardian. „Við erum að tala um hreina tilraunastarfsemi. Sjálf- ur hef ég mínar efasemdir um þessa aðgerð. Mig langar að vita hvers vegna okkur var ekki sagt frá henni.“ Framkvæmdastjóri stöðvarinnar, Carine Camby, bar í bætifláka fyrir læknateymið og stöðina og sagði umsóknina hafa borist strax í maí. Nefndin sem Hirsch sitji í hafi hins vegar ekki verið sett á laggirnar fyrr en í september. Þá hafi verið of seint að láta hana úrskurða í málinu. Comby bar einnig fyrir sig að siðfræðingaráð Frakklands hefði í fyrra sæst á að hluti af andliti einnar manneskju væri græddur á aðra en þó aðeins í sérstökum tilvikum. Sjálfsmorðstilraun eða ekki? „Dinoire líður frábærlega líkam- lega,“ sagði skurðlæknirinn Bern- ard Devauchelle á mánudaginn. Andlega liði henni rétt nægilega vel, sem skýrðist af því mikla álagi sem hún væri undir vegna ágangs fjölmiðla. Misvísandi fréttaflutningur væri konunni erf- iðastur. Aftur og aftur kæmu fram sögusagnir um að hún hefði reynt að fremja sjálfsmorð kvöldið sem hundurinn beit af henni andlitið. Eins að líffæragjafinn hefði hengt sig. Sjálfur hefði hann ekki séð ummerki þess er hann fjarlægði hluta andlitsins af líkinu. Hann hefði ekki talið konuna heppilegan líffæragjafa ef hann hefði vitað af slíkum dauðdaga, af hræðslu við að vefjirnir í andlitinu hefðu skemmst. Devauchelle tekur undir þær raddir lækna sem segja ágang fjölmiðla og deilur lækna hafa áhrif á bata frönsku konunn- ar. Isabelle Dinoire missti hluta andlitsins 27. maí síðastliðinn. Stað- arblað hafði þá eftir dóttur Din- oire að hundurinn hefði klórað og bitið andlit móður hennar eftir að hún hefði gleypt of stóran skammt af svefntöflum. Hún hefði ætlað að stytta sér aldur. Staðfesti Dinoire það í stuttu viðtali við The Sunday Times í byrjun mánaðarins. Bandarískir læknar hafa gagn- rýnt að Dinoire hafi orðið fyrir valinu sem fyrsti andlitsþeginn vegna sjálfsmorðtilraunarinn- ar, en frönsku læknarnir segja að þótt fólk reyni að fyrirfara sér eigi ekki að afskrifa það sem óheppilega líffæraþega. Jean-Michel Dubernard, sem fer fyrir læknateyminu sem stóð að aðgerðinni, neitar því reyndar að Dinoire hafi ætlað að fyrirfara sér. Hún hafi tekið svefntöflurnar til að slaka á. Hundurinn hafi ráð- ist á hana þegar hún steig á hann í lyfjavímunni. „Hún tók tvo eða þrjá skammta af svefntöflunum og var vakin af hundinum,“ sagði hann í símaviðtali. „Hún var ekki að reyna að fremja sjálfsvíg.“ Telja margir að með þessum orðum séu læknarnir að reyna að verjast gegn þeim gagnrýnisrödd- um að þeir hafi aðeins viljað vera fyrstir til að framkvæma andlits- skiptin. Fyrrum læknar Dinoire, nágrannar og aðrir sem þekktu til hennar standa þó enn á sínu og segja að hún hafi verið þunglynd og að þeir telji að hún hafi ætlað að fyrirfara sér kvöldið örlaga- ríka. Sálarkvalir Dinoire gætu þó aukist. Einstakir læknar telja að það geti orðið henni erfitt að horfa í spegil og sjá kinnar, nef og munn líffæragjafans sem hafi tekist að stytta sér aldur. Um það er reynd- ar einnig deilt. Franski læknirinn Olivier Jardé, sem kom að undir- búningi aðgerðarinnar, hefur staðfest að líffæragjafinn hafi framið sjálfsmorð. Hins vegar hefur útfararstjórinn eftir fjöl- skyldu hinnar látnu að hún hafi látist af slysförum. Langt í bros Isabelle Sálfræðingar bjuggu Isabelle Dinoire undir aðgerðina og þær breytingar sem yrðu á lífi hennar við ágræðslu andlitsins. Hún verð- ur á lyfjum það sem hún á eftir ólifað svo líkaminn hafni ekki húðinni. Hún þarf að sætta sig við nýtt útlit, hluta andlits sem áður tilheyrði annarri manneskju. Devauchelle segir að í það minnsta sex mánuðir líði áður en ljóst verði hvort Isabelle Din- oire fái tilfinningu í nýja andlitið. Hann neitar að taka þátt í frekari rökræðum í fjölmiðlum og segist ekki vera siðfræðingur eða heim- spekingur. Hann sé læknir sem reyni að hjálpa sjúklingi sínum. Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði gert aðgerðina til þess að verða fyrstur var svar- ið: „Það er alltaf gaman að taka framförum, en ekki fyrir fram- farirnar sjálfar heldur fyrir sjúk- lingana.“ Áður en frönsku læknarn- ir gerðu aðgerðina á Dinoire hafði fjöldi læknateyma í mörg- um löndum, þar á meðal tvö í Bandaríkjunum, tilkynnt að þau myndi framkvæma svona aðgerð þegar réttu líffæragjaf- arnir fyndust. Heimildir: ABC News, The New York Times, The Guardian. Keppnin um fyrstu andlitságræðsluna Isabelle Dinoire var fyrsta konan sem fékk grætt á sig andlit annarrar manneskju, en hundur hafði bitið hana í andlitið. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir fer yfir sögu Dinoire og blendnar tilfinningar lækna og siðfræðinga vegna ígræðslunnar. TÖLVUTEIKNING AF ÁVERKUNUM Sálfræðingur Dinoire sagði að það hefði verið óbærilegt að fylgjast með henni fyrir aðgerðina. Hauskúp- an hefði sést í gegnum sárið. Henni hefði liðið eins og hún horfði á lífið og dauðann á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FYRIR AÐGERÐ Læknarnir velta fyrir sér hvernig best sé að samræma andlitin tvö. Báðar reyndu konurnar sjálfsvíg. Annarri mistókst og fékk andlit hinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KONAN EFTIR AÐGERÐ Ekki er ljóst hvort líkami Dinoire samþykkir nýja andlitið. Hún verður á lyfjum það sem eftir er til að halda ónæmiskerfinu niðri. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Isabelle Dinoire ólst upp í iðnaðar- bænum Maubeuge nálægt belgísku landamærunum í Norðaustur-Frakk- landi. Þegar faðir hennar lést flutti Isabelle með móður sinni í félagsbú- staði í Mary, sem er um 35 kílómetra frá Valenciennes. Dinoire giftist og eignaðist tvær dætur, sem núna eru þrettán og sautj- án ára, en skildi fyrir þó nokkuð mörg- um árum. Hún vann áður í hannyrða- verslun en hafði verið atvinnulaus í ár þegar slysið átti sér stað. Hún hafði barist við þunglyndi og tekið geðlyf og svefntöflur. Hún reifst við aðra dóttur sína kvöldið örlagaríka og lognaðist útaf í sófanum eftir að hafa tekið svefnpill- urnar. Hundurinn hennar Tania, svartur labrador, beit af henni varirnar, nefið og aðra kinnina. Jeanne-Marie Binot, framkvæmdastjóri dýravinafélags í bænum, sagði atferli hundsins ekki óeðlilegt. Hundar væru kjötætur en myndu aðeins leggja sér líflaust fólks til munns. Forseti franskra svæfingarlækna, Michel Levy, segir að þar sem hún hafi ekki vaknað við sársaukann þegar húðin rifnaði frá andlitinu hlyti skammturinn af svefnlyfjunum að hafa verið allt of stór. Önnur eða báðar dætur hennar fundu hana daginn eftir áganginn og hringdu í neyðarlínuna. Isabella fékk aðhlynningu á háskólasjúkrahúsi í Amiens undir eftir- liti Devauchelle, sem fljótlega ákvað að hún væri vænlegur líffæraþegi. Fram að þeim tíma gekk hún með læknagrímu um vitin til að forðast neikvæða athygli samborgaranna. Labrador-hundurinn fór í dýraathvarf, fékk vírussýkingu og drapst tveimur vikum síðar. Sagt er að Dinoire hafi ekki hætt að reykja þrátt fyrir áverkana. Næstu sex mánuðir skera að sögn lækna úr um hvort hún muni geta hreyft andlitið eðlilega. Ekki þrautalaus ævi Isabelle Dinoire: Rænulaus eftir rifrildi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.