Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 58
18. desember 2005 SUNNUDAGUR42
Seðlabanki Íslands hefur prýðilegum hagfræðingum á að skipa, mönnum, sem
myndu sóma sér vel í starfsliði
erlendra seðlabanka. Það er ekki
sízt þeirra verk, að nýju seðla-
bankalögin frá 2001 kveða á um
nútímalegt verðbólgumarkmið að
erlendri fyrirmynd og gagnsærri
peningastefnu en áður og verklag-
ið í bankanum hefur batnað und-
angengin ár í skjóli nýju laganna.
Og það er að sönnu ekki þeirra
sök, að sjálfstæði Seðlabankans
samkvæmt lögunum hefur ekki
verið viðurkennt í reynd, og ekki
heldur, að verðbólgan hefur lang-
tímum saman verið yfir lögboðn-
um þolmörkum. Það ætti að segja
sig sjálft, að eðlilegt væri að gera
sömu hæfniskröfur til bankastjór-
anna. Hvaða kröfur eru það?
Tvær kröfur
Seðlabankastjórinn þarf að lifa og
hrærast í efnahagsmálum og helzt
að vera hagfræðingur fram í fing-
urgóma, og þá á ég ekki við þess
konar kjaftavit um efnahagsmál,
sem menn geta komið sér upp í
áralöngu stjórnmálavafstri, held-
ur mikla og góða þjálfun, reynslu
og dómgreind, sem gerir honum
kleift að fjalla af hyggindum og
yfirgripsmikilli þekkingu um
þjóðarbúskapinn og heimsbúskap-
inn og leiða stefnumótun bankans
og fylgjast gerla með því, sem efst
er á baugi í bankamálum, fjármál-
um og hagstjórn í öðrum löndum.
Því er stundum haldið fram, að
seðlabankastjórn sé list ekki síður
en vísindi, og það er ýmislegt til
í því, en sú kenning leysir banka-
stjórnendur ekki undan þeirri
kvöð að kunna sitt fag.
Hin höfuðkrafan er sú, að
seðlabankastjóri þarf að neyta
sjálfstæðis seðlabankans sam-
kvæmt lögum með því að taka þátt
og stundum beinlínis frumkvæði
í almennum umræðum um efna-
hagsmál og hagstjórn. Það getur
hann gert með því að vara t.d.
við lausatökum í ríkisfjármálum,
erlendri skuldasöfnun og ýmsum
skipulagsbrestum í atvinnulífinu,
þ.e. með því að leggjast gegn öllu,
sem getur leitt til aukinnar verð-
bólgu. Pólitískt skipaðir seðla-
bankastjórar geta ekki rækt þetta
fortöluhlutverk að neinu gagni:
hvernig á Ketill skrækur að geta
skammað Skugga-Svein? Þannig
hefur Seðlabanki Íslands staðið
máttlítill frammi fyrir gríðarlegri
skuldasöfnun í útlöndum og með-
fylgjandi útlánaaukningu bank-
anna undangengin ár: bankinn
hefur að vísu hækkað stýrivexti,
en umvandanir hans - tilraunir til
að setja rækilega ofan í við bank-
ana og stjórnvöld til að fá þau til að
rétta kúrsinn af - hefðu lítinn sem
engan árangur getað borið eins
og allt var í pottinn búið. Aðal-
bankastjórinn fyrrverandi var
fyrirvaralaust látinn taka pokann
sinn um leið og flokksformanni
hans þóknaðist að færa sig yfir í
bankann nú í haust, af því að setan
í ríkisstjórninni var af ýmsum
ástæðum orðin óþægileg: bara
það segir allt, sem segja þarf um
sjálfstæði Seðlabankans hvað sem
lögunum líður. Erlendar skuldir
þjóðarbúsins í lok september 2005
námu 235% af landsframleiðslu.
Fólkið í landinu lifir langt um
efni fram. Viðskiptahallinn 2005
nemur 13% af landsframleiðslu,
sem er Íslandsmet, og verður
12% 2006 skv. spá
Seðlabankans. Ef
gengi krónunn-
ar fellur, munu
va x tag reiðsl -
ur af lánum
innan lands og
utan rjúka upp.
Munu menn
þá finna fyrir
ýmsum veikleik-
um og vanrækslu
í hagstjórn undan-
genginna ára, enda
þótt hagstjórnarfarið
hafi að sönnu breytzt
til batnaðar í ýmsum grein-
um.
Stjórnmál
Starfsreynsla forsætisráðherra
hentar ekki vel til seðlabanka-
stjórnar, enda tíðkast það varla
nokkurs staðar á byggðu bóli, að
menn færi sig úr forsætisráðu-
neytinu yfir í seðlabankann. Til
þess liggja ekki aðeins augljósar
velsæmisástæður, heldur einnig
hagnýtar ástæður. Forsætisráð-
herrann er eðli málsins samkvæmt
eins og aðrir stjórnmálamenn of
nátengdur þeim stjórnmálahags-
munum, sem sjálfstæðum seðla-
banka er ætlað að hafa þrek til
að standa gegn. Forsætisráðherra
er verkstjóri ríkisstjórnarinnar
á hverjum tíma og leggur línurn-
ar, og til þess starfs veljast jafn-
an ekki aðrir en þeir, sem njóta
mikils álits í sínum röðum, þótt
almannahyllin láti oft á sér standa
af ástæðum, sem ekki er rúm til að
rekja hér. Rýrt traust almennings
á stjórnmálamönnum samkvæmt
iðulegum viðhorfskönnunum er
annað veikleikamerki okkar unga
lýðveldis og rýrir jafnframt trú-
verðugleika seðlabankans, ef
stjórnmálamennirnir halda áfram
að raða hver öðrum og sjálfum
sér þangað inn eins og tíðkazt
hefur hér heima. Þess vegna m.a.
ættu ekki aðrir að koma til álita
sem seðlabankastjórar en þeir,
sem njóta almennrar virðingar
og trausts meðal hagfræðinga og
annarra, sem bera glöggt skyn-
bragð á gang efnahagsmálanna
innan lands og utan. Seðlabanka-
stjórar þurfa á hinn bóginn ekki
að njóta almannahylli, ekki frekar
t.a.m. en flugstjórar, læknar eða
dómarar.
Það er eðlilegt, þótt ekki sé það
heppilegt, að forsætisráðherra
sé líkt og aðrir stjórnmálamenn
hlynntur lausatökum í hagstjórn,
þegar dregur að kosningum. Lífið
er þannig. Einmitt þess vegna þarf
að búa svo um hnútana í lögum,
reglum og reynd, að forsætisráð-
herrann og aðrir stjórnmálamenn
hafi ekki tök á að skipta sér af
útfærslu og framkvæmd stefnu
seðlabankans í peningamálum,
ekki frekar en þeir eiga að geta
skipt sér af afgreiðslu mála í
Hæstarétti eða stefnu farþega-
flugvéla. Lögin í landinu
eiga að tryggja, að djúpstæður
ágreiningur milli ríkisstjórnar og
seðlabankans, ef til slíks kemur,
fái heilbrigða og lýðræðislega
úrlausn. Sjálfstæður seðlabanki
þarf vitaskuld að lúta leikreglum
lýðræðisins ekki síður en t.a.m.
sjálfstæðir dómstólar. Sjálfstæði
og ábyrgð þurfa að haldast í hend-
ur. Því er stundum haldið á loft,
að sjálfstæðir seðlabankar ógni
lýðræðislegum stjórnarháttum,
en það eru falsrök, sem engum
lýðræðissinna myndi detta í hug
að halda fram um sjálfstæða
dómstóla, háskóla eða frjálsa
fjölmiðla. Virkt lýðræði kallar á
valddreifingu. Það er þó ekki nóg
að greina framkvæmdarvald frá
löggjafarvaldi og dómsvaldi. Það
þarf einnig að greina ýmsa þætti
framkvæmdarvaldsins hvern frá
öðrum. Krafan um sjálfstæða
seðlabanka er náskyld kröfunni
um einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja, kröfunni um minni íhlut-
un stjórnmálamanna til hagsbóta
fyrir fólkið.
Veik staða
Það var að minni hyggju misráðið
á sínum tíma að færa eftirlit og
umsjón með stjórn efnahagsmál-
anna yfir til forsætisráðuneytis-
ins. Það hefði verið heppilegra að
hafa efnahagsmálin áfram í fjár-
málaráðuneytinu og iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu, sem ætti
reyndar fyrir löngu að hafa sam-
einazt nokkrum öðrum ráðuneyt-
um í einu atvinnuráðuneyti til að
draga úr togstreitu milli atvinnu-
vega og jafna aðstöðu þeirra, eða
þá fela efnahagsmálin sérstöku
efnahagsráðuneyti. Núverandi
skipan hefur dregið úr yfirsýn
forsætisráðherrans yfir sviðið
allt, og ég hygg, að langvarandi
vanrækslu heilbrigðis- og mennta-
málanna og meðfylgjandi ófremd-
arástand víða í þeim mikilvægu
m á l a -
f l o k k -
um vegna
fjá rskor ts
og skipulags-
bresta megi
að nokkru leyti
rekja til þess, að
menn reyndu að gera
forsætisráðuneytið að
eins konar fagráðuneyti
fyrir efnahagsmálin. En
þetta tókst ekki vel: það er
eftirsjá að Þjóðhagsstofnun,
því að hún vann gott starf
undir stjórn Jóns Sigurðs-
sonar, Þórðar Friðjónsson-
ar og Friðriks Más Bald-
urssonar, og aðrar stofnanir og
ráðuneyti hafa að minni hyggju
ekki náð að fylla skarðið, sem hún
skildi eftir sig.
Staða Seðlabankans er nú
veik að því leyti, að hann ætti að
lúta faglegri stjórn og gerir það
ekki. Málflutningur nýja seðla-
bankastjórans lýsti ekki næmum
skilningi á ástandi og horfum
efnahagsmálanna, þegar hann
var forsætisráðherra: hann var-
aði t.d. aldrei við skuldasöfnun
þjóðarinnar í útlöndum, svo að
eftir væri tekið, heldur gerði hann
þvert á móti lítið úr viðvörunum
annarra. Hann sýndi ekki held-
ur mikinn áhuga eða skilning á
skipulagsvanda atvinnuveganna,
vitleysunni í landbúnaðarmálun-
um, bjögun atvinnulífsins af völd-
um þráláts hágengis og þannig
áfram. Hann sá m.a.s. ekkert
athugavert við núverandi stað-
setningu Reykjavíkurflugvallar,
hvorki sem borgarstjóri né forsæt-
isráðherra, þrátt fyrir þann gríð-
arlega kostnað, sem flugrekstur
á svo verðmætri landspildu hefur
í för með sér. Davíð Oddsson var
að þessu leytinu til sem forsæt-
isráðherra líkari Steingrími Her-
mannssyni en Geir Hallgrímssyni,
sem tók sér á undan Steingrími
sæti í bankastjórn Seðlabankans
að loknum ráðherradómi. Geir
bar glöggt skynbragð á efnahags-
mál, enda gerðu ungir sjálfstæðis-
menn sumir óspart grín að honum,
þegar hann var forsætisráðherra.
Sá, sem þótti fyndnastur í hópn-
um og þykir enn, sagði, að Geir
talaði eins og blaðafulltrúi Þjóð-
hagsstofnunar, ha ha ha, enda átti
Geir löngum undir högg að sækja
í Sjálfstæðisflokknum, þótt hann
væri formaður flokksins um skeið.
Hann mátti jafnvel sæta því, að
andstæðingur hans í eigin flokki
myndaði ríkisstjórn án aðildar
Geirs og Sjálfstæðisflokksins
og stjórnaði landinu 1980-1983.
Ábyrg hagstjórn hefur yfirleitt
ekki verið aðalsmerki Sjálfstæð-
isflokksins. Það var ríkisstjórn
undir forsæti Sjálfstæðisflokks-
ins, sem eyddi öllum stríðsgróð-
anum eins og hendi væri veifað
eftir síðari heimsstyrjöldina, og
það er með líku lagi ríkisstjórn
undir forsæti Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hefur horft á erlendar
skuldir þjóðarbúsins fjórfaldast
miðað við landsframleiðslu á örfá-
um árum án samsvarandi eigna-
myndunar á móti og án þess að
segja múkk.
Öll þau rök, sem hér hafa
verið rakin, ber að einum brunni.
Seðlabanki Íslands þyrfti að lúta
faglegri stjórn í stað þeirrar pól-
itísku stjórnar, sem hann hefur
lotið síðustu ár og lýtur enn.
Fleira hangir á spýtunni. Ef bank-
inn lyti faglegri og hæfri stjórn,
þá væri hann nú þegar búinn að
vinna talsvert af þeirri undirbún-
ingsvinnu, sem vinna þarf til að
búa Ísland undir umsókn um aðild
að Evrópusambandinu, ef á skyldi
reyna. Sjálfstæður og ábyrgur
seðlabanki undir faglegri stjórn
myndi vinna slíka vinnu í tækan
tíma til að vera við öllu búinn og
þurfa ekki að láta bíða eftir sér, ef
kallið kemur, og hann myndi ekki
bíða eftir tilskipunum úr stjórn-
arráðinu. Það er ólíklegt, nánast
óhugsandi, að núverandi banka-
stjórn Seðlabankans muni beita
sér fyrir slíkum undirbúningi
innan bankans til að vinna tíma.
Formaður bankastjórnarinnar
er stjórnmálamaður og virðist
telja flokk sinn hafa hag af því,
að Ísland verði áfram utan Evr-
ópusambandsins og taki ekki upp
evruna í stað krónunnar, úr því
að hann og flokkur hans hafa lýst
þeirri skoðun í stjórnmálabarátt-
unni. Þess vegna er hætt við því,
að þessi eindræga afstaða spilli
getu bankans á næstunni til að
gera gagn á þessu sviði, og það er
bæði bagalegt og dýrt.
Valddreifing
Hugmyndin um sjálfstæða seðla-
banka skv. lögum er sprottin
af þörfinni fyrir virkt lýðræði
og valddreifingu. Peningamál
og stjórnmál eru vond blanda
vegna þess, að stjórnmálamönn-
um hættir til að misbeita valdi
sínu í peningamálum. Reynslan
sýnir það. Stjórnmálamenn eiga
ekki heima í seðlabankastjórn-
um vegna þess, að seta þeirra
þar grefur undan lögboðnu sjálf-
stæði seðlabankanna. Jafnvel vel
menntaðir og þaulreyndir hag-
fræðingar úr hópi stjórnmála-
manna henta yfirleitt ekki heldur
vel sem seðlabankastjórar, þar eð
þeir eru eins og hinir of nátengdir
stjórnmálum og stjórnmálahags-
munum. Dómsmál og stjórnmál
eru með líku lagi vond blanda, af
því að dómstólar þurfa einnig að
vera óháðir stjórnmálahagsmun-
um. Stjórnmálamenn eiga ekki
heima í réttarsölum. Þetta segir
sig sjálft í dómsmáladæminu,
og samt hefur það færzt í vöxt
að undanförnu, að menn skipi
frændur og vini í dómarastöður í
Hæstarétti Íslands.
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
16.900 kr.
MOTOROLA V360v
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
Máttlítill undangengin ár
Því er stundum haldið á
loft, að sjálfstæðir seðla-
bankar ógni lýðræðisleg-
um stjórnarháttum, en
það eru falsrök, sem eng-
um lýðræðissinna myndi
detta í hug að halda
fram um sjálfstæða dóm-
stóla, háskóla eða frjálsa
fjölmiðla.
[ SEÐLABANKASÖGUR II ]
Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor tók þennan texta upphaflega saman í þrem hlutum handa vikuritinu Vísbendingu. Þegar
upp var staðið, þótti fara betur á því, að efnið kæmi fyrir sjónir breiðari lesendahóps, svo að úr ráði varð að birta það heldur í
tvennu lagi hér í Fréttablaðinu. Fyrri hlutinn birtist í gær.
HAGSTJÓRN OG
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Ábyrg hagstjórn hefur yfirleitt ekki
verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokks-
ins. Það var ríkisstjórn undir forsæti
Sjálfstæðisflokksins, sem eyddi
öllum stríðsgróðanum eins og
hendi væri veifað eftir síðari heims-
styrjöldina, og það er með líku
lagi ríkisstjórn undir forsæti Sjálf-
stæðisflokksins, sem hefur horft á
erlendar skuldir þjóðarbúsins fjór-
faldast miðað við landsframleiðslu
á örfáum árum án samsvarandi
eignamyndunar á móti og án þess
að segja múkk.