Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 64

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 64
Kl. 15.00 Hrafnhildur Schram verður með leiðsögn um sýninguna Huldukonur í íslenskri myndlist í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær ruddu brautina fyrir aðra sem á eftir komu og eiga sinn sess í sögu íslenskrar myndlistar. > Ekki missa af ... ... sýningum Tilraunaeldhússins og Snorra Ásmundssonar í Nýlistasafninu. Báðum sýningunum lýkur í dag. ... jólatónleikum í Dómkirkjunni í dag klukkan 17 þar sem Unglingakór Dómkirkjunnar undir stjórn Kristínar Valsdóttur og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar syngja jólasöngva. ... Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem les í hádeginu úr bók sinni, Yosoy - af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss, í bókasal Þjóðmenningar- hússins. Ljúf jólastemning við kerta- ljós og piparkökuilm verður á söngtónleikum í Norræna húsinu í dag þar sem þau Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Árni Heiðar Karlsson pínaóleikari koma fram. Þau ætla að bregða á leik og flytja jólalög úr ýmsum áttum í bland við klassískar söngperlur. Á efnisskránni eru meðal annars sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Sig- valda Kaldalóns, Regel, Rubbra og Yon. Tónleikarnir eru í boði hússins. Listafólkið hefur allt verið áberandi í íslensku tónlistarlífi að undanförnu. Björg Þórhallsdóttir söng nýver- ið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra hér á landi sem og erlendis. Hjörleifur Valsson hélt nýver- ið tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH í Grafarvog- skirkju þar sem hann flutti Árstíð- irnar eftir Vivaldi. Þessa dagana má sjá og heyra Hjörleif í Þjóðleik- húsinu þar sem hann spilar í Edith Piaf og barnasýningunni Klaufar og kóngsdætur. Árni Heiðar Karlsson píanóleik- ari og tónskáld er höfundur tón- listar og tónlistarstjóri í leikritinu Halldór í Hollywood sem frumsýnt var hjá Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur. Fyrsta sólóplata Árna Heiðars „Q“ sem kom út árið 2001 var tilnefnd til íslensku tón- listarverðlaunanna sem besta djassplata ársins. Kertaljós og piparkökur „Ég sýni ekkert en í nýju sam- hengi,“ er yfirskrift sýningar Erlings Þ.V. Klingenberg, sem opnuð var í gallerí Kling og Bang í gær. „Ég sýni þarna afrit eða spegla Safn, sem er á Laugavegi 37,“ segir Erling, „þannig að í raun og veru er ég að sýna ekkert, en það er svo margt á bak við þetta ekk- ert, það er svo margt í engu.“ Til hliðar við sýninguna er Erling enn fremur með annað verk sem heitir Listamannsalbínóandi. „Það er fígúra sem fær svolítið annað samhengi í þessa speglun, en er þó ekki nein útskýring.“ Sýning Erlings er á jarðhæð gallerísins, en í kjallaranum var í gær jafnframt opnuð sýning Sirru, Sigrúnar Sigurðardóttur. Hún hefur sagt um sýninguna að þar blasi við „sjálfsmynd tog- streitunnar. Sjálfið leggst á bæn - er með höfuðið falið eins og strút- urinn í kassalaga heimi þar sem vindurinn og straumarnir leika um.“ Sirra sýnir þarna tvö vídeóverk og tvo skúlptúra, en yfirskrift sýningarinnar er Hreyfing. „Þetta er í rauninni sami hlut- urinn, vídeóin og skúlptúrarnir,“ segir Sirra. „Með Hreyfingu er bæði vísað til myndlistarhreyf- inga í gegnum tíðina, og svo kemur skákin inn í þetta líka. Þar er líka hreyfing.“ Hún segir sýningar þeirra beggja, Erlings og hennar, fjalla um umhverfi myndlistarinnar, þótt með ólíkum hætti sé. „Þetta eru skuggar og eftir- myndir.“ ■ HREYFINGAR Mynd eftir Sirru á sýningu hennar í gallerí Kling og Bang. Margt er á bak við ekkert ������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������ ��������������������� ������������������� Kammersveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Áskirkju í dag klukkan 17. Á efnisskránni eru fjögur verk eftir Leopold Mozart, föður undrabarnsins Wolfgangs Amadeusar. Á næsta ári verða liðin 250 ár frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozart og verður þess minnst víða um heim með tónleikum og öðrum uppákomum af ýmsu tagi. Kammersveitinni þótti vert, sem upptakt að því ári, að kynna föður tónskáldsins mikla, sem sjálfur var gott tónskáld og samdi fjölda verka. Hann skrifaði einnig og gaf út kennslubók í fiðluleik. Nú á síðustu áratugum, þegar áhugi á hljóðfæraleik í barokkstíl hefur kviknað, hefur sú bók verið góð heimild um hvernig leikið var á fiðluna á hans tíma. Einleikarar á tónleikunum verða hornleikararnir Jósef Ognibene, Emil Friðfinnsson, Stefán Jón Bernharðsson og Þor- kell Jóelsson ásamt Eiríki Erni Pálssyni trompetleikara og Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara. Með þeim leikur fjórtán manna strengjasveit undir forystu Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. ■ RUT INGÓLFSDÓTTIR Listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur. Faðir snillingsins 18. desember 2005 SUNNUDAGUR48 menning@frettabladid.is !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.