Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 67

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 67
51 80% fleiri lesa fasteignablað Fréttablaðsins 35% 20% Er fasteignin þín að seljast? F ré tt a b la ð ið F ré tt a b la ð ið M b l. M b l. F í t o n / S Í A Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til um 80% fleiri Íslendinga með því að auglýsa í fasteignablaði Fréttablaðsins frekar en fasteignablaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 35% fólks á aldrinum 25 - 54 ára á höfuðborgarsvæðinu les Allt – fasteignir, sem berst frítt með Fréttablaðinu á mánudögum, á meðan einungis 20% lesa fasteignablað Morgunblaðsins. Allar eignir eru einnig skráðar á visir.is. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? – mest lesna fasteignablaðið Í kvöld klukkkan níu verður upplestur á Kaffi Hljómalind þar sem lesið verður úr nokkrum verkum sem koma út fyrir þessi jól. Meðal þeirra sem koma fram eru Kristjón Kormákur sem les úr Frægasti maður í heimi og Eyvindur P. Eiríksson sem ætlar að lesa úr Örfoki. Þá verður einnig boðið upp á tónlistaratriði en um það sjá þeir Simon Jermyn og Eiríkur Orri Ólafsson sem eru báðir meðlimir í Benna Hemm Hemm. Upplestur á Kaffi Hljómalind KRISTJÓN KORMÁKUR Les úr bók sinni Frægasti maður í heimi á upplestrarkvöldi á Kaffi Hljómalind í kvöld. „Ég starfa mjög mikið á and- legu nótunum,“ segir Reynir Katrínarson myndlistarmaður, sem er með sýningu núna um helgina á vinnustofu sinni að Uppsalavegi 2 í Sandgerði. Reynir kemur víða við og segist vera bæði myndlistarmaður og miðill, kallar sig galdrameistara og nefnir sig Hvít Víðbláin. „En núna er ég að sýna olíumálverk. Á sýningunni er ég reyndar líka með litla skúlptúra, steina sem ég er búinn að grafa goð og gyðjur í. Þetta eru hálsmen og orkusteinar.“ Reynir kallar þessa steina Djúpalónsperlur. „Þær eru týndar á Snæfellsnesi. Þetta tengist allt ákveðinni speki, heilun og spádómum.“ Á sýningunni eru líka ljós- myndir af þurrkuðum þorsk- hausum, sem við fyrstu sýn virðast þó vera myndir af einhverju allt öðru. „Þegar þú sérð þessar ljósmyndir geturðu ekki ímyndað þér að þetta séu þorskhausar,“ segir Reynir býsna hreykinn. „Þetta eru ævintýralegar myndir. Þegar ég er að mynda inni í þorskhausunum sé ég alveg hvaða fígúra er í gangi. Ég þarf ekkert annað en að stækka myndina aðeins upp. En þetta er tíu ára gömul hugmynd hjá mér. Ég hef tekið ákveðið efni fyrir í einu og núna er ég byrjaður að vinna með vatn.“ Sýning Reynis var opin í gær og síðan aftur í dag frá tíu að morgni til klukkan tíu um kvöldið. ■ Ævintýralegir þorskhausar REYNIR KATRÍNARSON Tekur ljósmyndir af þorskhausum, málar málverk og býr til hálsmen úr steinvölum frá Djúpalóni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.