Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 68
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR52 baekur@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR „Ef til vill hafði ég ekki misst eins mikið blóð og ég óttaðist í fyrstu og það þýddi kannski að ég hefði bara verið bitinn einu sinni. Mér leið eins og ég væri ég sjálfur en ekki skrímsli; mig þyrsti ekki í blóð og fann enga illsku í hjarta mínu.“ - Það er grínlaust að vera bitinn af Drakúla greifa eins og prófessor Rossi kemst að í Sagnfræðingnum. BÓK VIKUNNAR Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Gagnrýnendur hafa keppst við að hlaða Yosoy lofi og þannig sagði til dæmis Gauti Kristmannsson um bókina í Víðsjá Rásar 1 að sagan væri sögð af mikilli list „skáldskaparlist, og lyftir hún andanum vissulega á hærra plan, enda hef ég alltaf ætlað það vera eitt af meginhlutverkum bókmennta, kannski það helsta.“ Þetta er alvöru skáldverk sem ristir djúpt og hreyfir við lesendum. Jólastressið tekur á hjá mörgum og allt umstangið í kringum þau getur orðið til þess að hinn sanni andi jólanna týnist í atganginum og kaupæðinu. Gunnar Hersveinn heimspekingur sendi nýlega frá sér bókina Gæfuspor - gildin í lífinu og er því alveg með það á hreinu hvað skiptir mestu máli í lífinu. Hann segir ást, kærleika og gleði vera þungamiðju jólanna. „Jólin búa yfir mörgum táknum og í þeim er að finna nokkur megingildi. Jólatré táknar til dæmis lífsins tréð í aldingarðinum forðum, tréð sem Adam og Eva máttu alls ekki snæða af, enda voru þau rekin burt eftir að hafa etið af skilningstrénu. Jólatréð er sígrænt og sá litur merkir ódauðleikann, en þessi græni litur táknar einnig vonina sem aldrei deyr,“ segir Gunnar Hersveinn. „Rauður er annar táknlitur jólanna og merkir andann, kærleikann og ástina milli manna. Þriðji litur jólanna er hvítur og táknar hann bæði gleði og heiðarleika eða hreinleika. Því má segja að gildin sem búi í jólahátíðinni séu augljóslega ást eða kærleikur, gleði, von og heiðarleiki. En það er sitthvað fleira sem býr í þeim, því við köllum þennan viðburð iðulega hátíð árs og friðar og á þessum tíma gefum við gjafir sem aldrei fyrr, og því má bæta við gildunum friður og gjöf.“ Tími kærleikans Kærleikurinn er ef til vill oftast nefndur um jólin en Gunnar segir að hann felist í því að elska aðra eins og sjálfan sig. „Hann er náungakærleikur og beinist einnig að guði. Hann gerir ekki mannamun eða greinarmun og fullyrt er að hann sé eina ráðið til að bera sigurorð af óvildarmönnum sínum, enda mælti Jesú svo: „Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður,“ sem var á skjön við tíðarandann sem hann bjó við en þó í samhljómi við það sem Sókrates hafði sagt löngu áður í Aþenu. Kærleikur er víðtækara hugtak en ást og felst í því að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Hann merkir að líta náunga sinn geðfelldum augum.“ Gleðin að gefa Gunnar segir að gjöfin sé mikilsverður þáttur jólanna. „Segja má að jólapakkinn sé kraftbirting gjafarinnar en sjálf er hún hugarfarið sem liggur að baki og hugurinn sem þiggur hana. En hvernig sem gjöfin er gefin þá er hún góð í eðli sínu. Hugtakið gjöf rúmar ekki illkvittni, því gjöf er gefin af góðsemi og hefur gæfu að geyma. Gjöfin er sögð leyndardómur velgengni og rósemdar hjartans og uppspretta gæfu og gleði. Sá sem gefur með sér verður andlega ríkur. Ástæða gjafarinnar er aukaatriði, því gjafir bera ríkulegan ávöxt enda finna margir þörf til að gefa um jólin. Auðvitað er talað um firringu um jólin: að fólk gefi að skyldurækni en ekki gleði, en ég tel að þetta sé nokkuð sem hver einstaklingur og hópur getur unnið úr á sinn hátt með því að tala saman og komast að samkomulagi. Það eru ekki gildin sem eru vandamálið, heldur samskiptin.“ Vonin er órjúfanleg frá jólunum og Gunnar bendir á að augu kærleikans séu sögð vera vonaraugu. „Vonin stílar á framtíðina; hækkandi sól. Hún er tilgáta hugans um betri tíð. Hún er vænting lætur lítið yfir sér og stundum tekur enginn eftir henni, en hún hefur undramátt því hún er driffjöður verkanna,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Von er byggð á grun um hvernig hlutirnir gætu verið eða ættu að vera. Hún miðar á framtíðina því enginn ber nokkra von í brjósti um að fortíðin breytist til betri vegar. Í táknmáli jólanna snýst vonin yfirleitt um lengri dag og góða tíð fram undan.“ Friður á jörð „Friður er líka mikilvægur boðskapur jólanna en hann er gildi sem þjóðir heims telja iðulega eitt það verðmætasta, þrátt fyrir fljótfærni sína í því að hefja stríð eins og við höfum orðið vitni að. Ég hef hugsað mikið um aðferðir til að festa friðarmenningu í sessi,“ segir Gunnar. „Friðarmenning felst að mínu mati í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans, sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félaglegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Með friðarmenningu er því ekki átt við vopnahlé eða stutt friðarferli heldur markvissa aðferð til að uppræta þá þætti sem oftast valda stríði. Friðurinn fæst allra síst með því að fljúga yfir óvinalönd og sleppa sprengjum, sú aðferð brotlenti í alvarlegum slysum á tuttugustu öld.“ Engin drápstól fyrir börn Gunnar segist því vonast til þess að börn fái ekki stríðsleiki í jólapakkana sína. „Vopnaframleiðendur leynast nefnilega víða. Einna söluhæstu framleiðendur vopna heims hanna drápstól handa börnum. Framleiðendur stríðsleikja þjálfa í raun börn til að berjast með tölvuvopnum og þau setja sig með því í spor stríðsmanna í blóðugu stríði. Hugtakið friður er viðamikið að mínu mati og felur í sér margar góðar tilfinningar og dyggðir. Friður er mennska sem flestallir óbreyttir borgarar vilja rækta með sér. Allar þjóðir þurfa því að spyrja sig: „Hvaða dyggðir og tilfinningar þarf að rækta, og hvaða þætti þarf að leggja áherslu á í uppeldi barna til að tryggja frið í framtíðinni?“ Hugmyndin um mögulegan frið á jörðu var ein af ástæðunum fyrir því að ég skrifaði bókina Gæfuspor - gildin í lífinu.“  Von um lengri dag og bjarta framtíð GUNNAR HERSVEINN Leggur áherslu á friðarboðskap jólanna enda sé friður nokkuð sem flest fólk vilji rækta. Hann hafði hugmyndina um frið á jðrð að leiðarljósi þegar hann skrifaði bókina Gæfuspor - gildin í lífinu. Ljóðlistin er rödd skáldsins að tala við sjálfan sig, eða engan, sagði enska skáldið T. S. Eliot fyrir margt löngu. Nú var hann að vísu að reyna að skilgreina ljóðrænu, lýrík, en ekki að fjalla um sölumál, en orð hans koma samt í hugann þegar maður veltir fyrir sé afdrifum ljóðlistarinnar á jólabókamarkaði: Sjálfsagt finnst mörgum höfundum og útgefendum ljóðabóka að þeir séu þar að tala við sjálfa sig, eða engan. Þær fara ekki með himinskautum á metsölulistum og það fer ekki mikið fyrir þeim í svokallaðri bókmenntaumræðu fyrir jól, „þar sem bókvitið / er í kjaftaskana látið“ einsog segir af öðru tilefni í nýrri bók Þórarins Eldjárns (Hættir og mörk). Það er ofur skiljanlegt að unnendur ljóðlistar séu stundum mæddir yfir þessu: Ljóðlistin var virtasta bókmenntagrein Íslendinga á 19. öld, og þá þótti ekki par merkilegt að skrifa rómana, enda fengust ekki margir við það. En 20. öldin varð öld skáldsögunnar og á síðustu áratugum hefur æ minna farið fyrir ljóðunum. Samt ættu jólin eiginlega að vera upplagður tími fyrir ljóð: Að halla sér aftur eftir allt umstang desembermánaðar við kertaljós og fletta ljóðabók? Hljómar það ekki afar jólalega? Í beinu framhald af sálmasöng á jólamessum, því sálmar eru auðvitað ljóð eða öllu heldur brúksljóð, ljóð til dýrðar drottni. Eða þá sem eðlilegt framhald af dansi í kringum jólatrén þar sem jólakvæði af ýmsu tagi eru sungin. Sem minnir á að mest selda jólabók Íslendinga fyrr og síðar er einmitt kvæðabók: Hið yfirlætislausa kver Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Það seldist í 1-2 þúsund eintökum á ári þau 20 ár sem ég fylgdist með því, og sjálfsagt í mörg ár áður, og ég sá ekki betur en að Jóhannes gægðist inn á metsölulistana núna í nóvember. Svo ljóðin eru ennþá allt í kringum okkar og þeim er ekki alls varnað í sölumennskunni. En styrkur þeirra liggur annars staðar. Ljóðskáldin eru landkönnuðir í heimsálfu orðanna. Þau kortleggja áður ókunn svæði, bjarga orðum úr útrýmingarhættu, forða þeim frá rándýrum nútímans, klisjunum, og dubba jafnvel upp gatslitin orð svo þau verða merkingarbær að nýju. Auðvitað lenda skáldin stundum í ógöngum einsog aðrir landkönnuðir, lesandinn getur ekki alltaf fylgt þeim eftir né forðað þeim úr sjálfheldu. En þegar vel miðar nema þau ný lönd. Og við lesum ekki ljóð af samúð með skáldunum, heldur okkur sjálfum, til að heyra betur og skilja í þeim anda sem Þórarinn Eldjárn lýsir svo: Við liggjum hér undir súð og hlustum á rigninguna vélrita á bárujárnið. Þá er gott að leggja eyrun við og sjá í huganum myndir sem skína á okkar skárri mann, „þann föla svein“ einsog Þorsteinn frá Hamri segir í nýrri bók sinni (Dyr að draumi). Þorsteinn yrkir um það að yrkja, um það hvers ljóðið má sín þegar þau koma með stroknu fasi, „hin sjálfbirgu svör.“ Og svarar sér sjálfur í „ljóði um ljóð“, þar sem ljóðið upphefur eina bæn: að orðið, í því skyni að spyrja megi til langframa lifa. Það er einungis í spurninni og efanum sem orðið geta geymt þann „ilm af óliðnum dögum“ sem Matthías Johannessen yrkir um í nýrri bók sinni (Kvöldganga með fuglum). Auðvitað hendir það mann að grípa ljóðabók og ná engu sambandi við það sem skáldið er að segja, en þegar vel tekst til er rödd skáldsins að tala við okkur, eða lesandinn við sjálfan sig: og við brjótum af okkur skurnið eins og ungar sem hverfa úr einni veröld í aðra svo aftur sé vitnað til Matthíasar. Þess vegna er ekki hægt annað en að taka undir vísu Þórarins Eldjárns, sem hann nefnir „Hagmælisgrey um ljóðið“: Víst er það löngu ljóst og bert að ljóðið ratar til sinna. Samt finnst mér ekki einsiskvert að ýta því líka til hinna. Kannski er ljóðalestur hin eina sanna jólatiltekt hugans. Ljóð um jól Opið í dag frá klukkan 11 - 16. 19-22 des 08-22 23 des 09-23 24 des 11-13 Mjódd, Álfabakka 12, sími 557 2400 Íslenska þýðingin af Harry Potter og Blendingsprinsinum selst að vonum eins og heitar lummur þessa dagana og í herbúðum bókaforlagsins Bjarts er reiknað með því að hundrað þúsundasta eintakið af Harry Potter á íslensku verði selt á allra næstu dögum. Harry Potter og blendingsprinsinn hefur setið sem fastast í efsta sæti barnabókalista Pennans Eymundssonar. Heppinn kaupandi bókarinnar á von á glaðningi, helgarferð til Edinborgar fyrir tvo. Bjartur hefur á undanförnum sjö árum gefið út sex bækur í bókaflokknum um galdrastrákinn ráðagóða spár gerðu ráð fyrir að 100.000 eintakið af íslenskri Harry Potter bók seldist í einhverri bókabúð landsins um helgina. Búið er að dreifa Harry Potter og blendingsprinsinum í yfir 12.000 eintökum en áður en sala hennar hófst höfðu tæplega 88.000 eintök af eldri Harry Potter-bókunum selst hér á landi. Hundrað þúsundasta Harry Potter- bókin var keyrð út af lager Bjarts á föstudaginn, Á síðu 333 í þessu eintaki bíður lesandans gjafabréf á ævintýralega helgarferð fyrir tvo til Edinborgar í boði Bjarts og Icelandair. Þetta eru þær slóðir þar sem J.K. Rowling hóf að skrifa fyrstu Harry Potter bókina, þá fátæk einstæð móðir. Hundrað þúsund eintök af Harry Potter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.