Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 76
60 SEK SIGURÐUR EGGERTSSON > Dagný fékk ekki að spreyta sig Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, fékk ekki tækifæri til þess reyna sig í heimsbikarkeppninni í bruni í Val d‘Isere í Frakklandi, þar sem keppni var hætt áður en Dagný átti að renna sér niður. Tíu konur af 46 fyrstu kepp- endunum féllu úr keppni, en brautar- skilyrði voru afar erfið í Frakklandi og ákváðu mótshaldarar að best væri að hætta keppni. Dagný hefur æft vel að undanförnu og fær vonandi að renna sér niður brautina í næstu keppni. 60 18. desember 2005 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Góður árangur Kristjönu Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, úr fim- leikafélaginu Gerplu, varð þriðja í úrslit- um í stökki á móti í Moskvu. Kristjana fékk 8,65 í einkunn fyrir æfingar sínar. Eitt þekktasta fimleikafélag heimsins, Dinamo Moskva, var mótshaldari en tveir aðrir íslenskir keppendur voru á mótinu, þær Inga Rós Gunnarsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir. FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þor- valdsson, markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar á síð- asta tímabili, er að öllum líkindum á leiðinni frá Halmstad í janúar. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Fréttablaðsins munu sænsku meistararnir í Djurgården bjóða í Gunnar Heiðar en með liðinu leika Kári Árnason og Sölvi Geir Otte- sen. Auk þess hafa nokkur sterk lið úr ensku 1. deildinni staðfest að þau vilji Gunnar, auk liðs í þýsku úrvalsdeildinni og 1. deildinni í Frakklandi. „Ég vil ekki staðfesta neitt að svo stöddu en ég get þó staðfest að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann fari frá Halm- stad í janúar,“ sagði Ólafur Garð- arsson, umboðsmaður Gunnars, í gær. Gunnar sagði svo sjálfur við Fréttablaðið að áttatíu prósent líkur væru á því að hann yfirgæfi Svíþjóð: „Þýskaland og England eru mjög spennandi kostir og það væri gaman að komast þangað en þetta gæti farið eftir því hvað Halmstad vill fá fyrir mig. Ég vona að þeir verði ekkert erfiðir í þessu enda gæti ég farið frítt næsta sumar og þar sem deild- in byrjar í apríl gæti ég spilað í tvo mánuði og farið svo,“ sagði Gunnar Heiðar, sem er kominn til Íslands í jólafrí. Gunnar vildi ekki staðfesta hvaða lið á Englandi hefðu áhuga á honum en sex Íslendingar leika í deildinni: Brynjar Björn Gunn- arsson og Ívar Ingimarsson með Reading, Gylfi Einarsson með Leeds, Hannes Þ. Sigurðsson með Stoke, Jóhannes Karl Guðjóns- son með Leicester og bróðir hans Bjarni með Plymouth. „Maður verður að vanda valið vel á liðinu, það má ekki vera of gott og ekki of lélegt, maður verð- ur jú að fá að spila. Ég vona bara að þetta skýrist sem allra fyrst og það er líkegt að það gerist núna á næstu vikum. Það væri frábær jólagjöf að fá samning frá ein- hverju stórliði,“ sagði Gunnar Heiðar á léttu nótunum að lokum en hann skoraði sextán mörk fyrir Halmstad á tímabilinu auk þess að stimpla sig rækilega inn í íslenska landsliðið. hjalti@frettabladid.is Samningstilboð frá nýju félagi besta jólagjöfin Nokkur félög ætla sér að gera kauptilboð í Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik- mann Halmstad. Þar á meðal er Íslendingaliðið Djurgården. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON Gunnar Heiðar mun að öllum líkindum yfirgefa herbúðir Halmstad í janúar en hefur staðið sig frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá ÍBV. HANDBOLTI „Ég er alls ekki svekktur, því það eru góðir leikmenn í minni stöðu,“ sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Fylkis. sem var ekki val- inn í íslenska landsliðið sem fer á EM í Sviss. Sigurður Eggertsson var val- inn í hans stað en Heimir er sammála Viggó í valinu. „Ég vil meina að Siggi sé svona týpa sem þarf að vera þarna, svona jóker eins og Viggó segir. Hann getur breytt leikjum og klúðrað þeim líka en ég er kannski heilsteyptari leik- maður og öruggari. Þannig að ég skil Viggó vel, ég hefði valið Sigga líka ef ég væri þjálfari.“ Heimir gerir sér ekki miklar vonir um að fá síðasta sætið í hópn- um en hann mun halda sér í formi um jólin. „Ég held að það sé greinilegt að það er á milli Loga og Baldvins því þó svo að Guðjón Valur Sigurðs- son spili nánast allar mínúturnar á mótinu þá notar hann eflaust Guðjón í skyttunni líka og því verður hann að hafa hornamenn til vara líka. Ég tel mig alveg vera fjölhæfan líka og ekkert lakari en Sigga en mín staða er bara full eins og er.“ - hþh Heimir Árnason: Hefði sjálfur valið Sigga HEIMIR ÁRNASON Heimir hefur verið einn besti leikmaður DHL-deildarinnar í vetur. KÖRFUBOLTI „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, ég hef ekki séð ÍS spila mjög lengi eða frá því við mættum því um miðjan október en síðan þá hefur liðið bætt við sig töluvert af mannskap. Það er með mikið af landsliðskon- um sem eru hoknar af reynslu og á pappírunum er ÍS með eitt allra besta lið deildarinnar ef ekki það besta miðað við aldur og fyrri störf. Þó svo að þær eigi kannski ekkert svo mikið eftir vega þær það upp á móti með reynslunni,“ sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta, sem tekur á móti ÍS á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Haukar sigruðu Breiðablik á fimmtudaginn í fyrsta leiknum eftir að liðið varð bikarmeistari og viðurkenndi Ágúst að vissulega tæki tíma að koma niður á jörðina: „Jú, það gerir það og við vorum nokkuð smeyk fyrir leikinn gegn Breiðablik en stelpurnar mættu mjög einbeittar og tilbúnar til leiks og við unnum þægilegan sigur. Ef við spilum okkar leik þá eigum við að vinna þetta.“ - hþh Ágúst Björgvinsson: Verður erfitt gegn ÍS í dag HELENA SVERRISDÓTTIR Helena hefur leikið vel með Haukum í vetur, þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FÓTBOLTI Hugsanlega er að KR semji við 24 ára gamlan Norðmann, Nahom Debesay, sem hefur verið til reynslu hjá liðinu í vikunni. Debes- ay er fjölhæfur leikmaður sem finn- ur sig þó best á vinstri kantinum. „Debesay hefur góða tækni sem er hans helsti kostur auk fjölhæfn- innar. Það var flott að geta borið hann saman við ungu strákana okkar og hvernig hann pass- ar inn í hópinn,“ sagði Teitur Þórðar- son, þjálfari KR, við Fréttablaðið í gær. Teitur býst ekki við því að fá til sín marga útlendinga en fyrir hjá KR er varnarmaður inn Dalibor Paulet- ic. „Það getur verið að við kíkjum á fleiri leikmenn en það er ekki ákveðið. Það sækjast margir eftir því að koma til mín hjá KR og það er bara besta mál. Annars hafa ungu strákarnir verið að standa sig frá- bærlega og ég er virkilega ánægður með þá. Það er ljóst að þeir munu fá tækifæri næsta sumar,“ sagði Teit- ur. - hþh KR að skoða leikmenn: Debesay gæti farið til KR TEITUR ÞÓRÐ- ARSON Teitur er þessa dagana að vega og meta leikmannahóp sinn. Landsliðssætið er... Toppurinn. Besti samherjinn? Bjarni Ólafur Eiríksson, lands- liðsmaður í fótbolta. Hann hefði átt að velja hand- boltann. Sætasti sigurinn? Sigur á Esso-mótinu í fótbolta í 5. flokki. Kaffi eða te? Kók og vatn. Alvöru konur? Þeim svipar til Tinnu Þorsteinsdótt- ur. Erfiðasti andstæðingur? Helvítið hann Roland Valur Eradze. Auðveldasti andstæðingur? Ægir Hrafn Jónsson. Sálin hans Jóns míns eða Botnleðja... Valsband- ið Sálin. Skemmtilegast er... Að sofa hjá konunni minni. Leiðinlegast er... Þegar konan neitar mér. Sopranos eða Simpsons? Að sjálfsögðu Simp- sons. Besti íslenski handboltamaðurinn? Valsarinn Bjarki Sigurðsson. Ef ekki handbolti þá... Fótbolti. Er í raun betri í fótbolta. Er glasið hálftómt eða hálffullt? Tómt. MEÐ SIGURÐI EGGERTSSYNI 60 SEKÚNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.