Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 78

Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 78
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR62 FÓTBOLTI Heimsmeistarakeppnin næsta sumar verður einstakur við- burður fyrir Holland á fleiri vegu en þann að landslið þjóðarinnar er á meðal þátttakenda. Hvorki fleiri né færri en fjórir hollensk- ir þjálfarar verða þar í eldlínunni Þetta eru þeir Marco van Basten með Holland, Dick Advocaat með Suður-Kóreu, Leo Beenhakker með með Trínidad og Tóbagó og Guus Hiddink með Ástralíu, en hann er að taka þátt í sinni fjórðu heims- meistarakeppni. Ljóst er að hróður hollenska þjálfara fer ört vaxandi á alþjóðavettvangi því fjórar aðrar þjóðir sem keppa ekki á HM eru með hollenskan landsliðsþjálfara. „Ég held að ástæðan fyrir þessu sé margþætt,“ segir Jan Reker, formaður hollenska þjálf- arasambandsins. „Hollendingar eiga almennt mjög auðvelt með að aðlagast nýjum löndum, siðum þeirra og venjum. Þeir eiga auð- velt með að læra ný tungumál og eru mjög ævintýragjarnir. Síðan má ekki gleyma hollenskum þjálf- unaraðferðum, sem fyrir löngu eru orðnar heimsfrægar,“ segir Reker. Þessi fjöldi þjálfara af sama þjóðerni á HM er þó ekki eins- dæmi því á HM árið 1998 voru fimm lið undir stjórn Frakka. Alls eru 93 starfandi þjálfarar frá Hol- landi sem stunda sína vinnu úti um allan heim. Segja má að þeir séu afsprengi Rinus Michels, upphafs- manns hins „fullkomna fótbolta“ og fyrrverandi þjálfara hollenska landsliðsins en hann lést fyrr á árinu. Hann þróaði öðruvísi leikstíl í fótbolta sem byggir að mestu leyti á mjög svo áhorfendavænum sókn- arleik sem síðan þá hefur fylgt hol- lenskum þjálfurum almennt. „Stór hluti af þessari eftir- sókn í hollenska þjálfara er vegna hæfileika þeirra til miðla hug- myndafræði sinni um fótboltann til leikmanna. Þjálfarar í Hollandi hafa ekki peninga til að ná fram hagstæðum úrslitum, þeir þurfa sjálfir að framleiða leikmenn sem eru nógu góðir til að ná árangri,“ segir Reker og bendir réttilega á að oftast séu Hollendingar ráðnir af þjóðum sem búi yfir landslið- um sem hafa innanborðs fáar eða engar stjórstjörnur. „Sjáið bara Guus Hiddink og Suður-Kóreu á síðustu heims- meistarakeppni. Hann var besti sendiherra sem Holland gat óskað sér og komst í guðatölu hjá þjóð sem hafði aldrei gert neitt í fót- bolta. Með slíka þjálfara til að setja fordæmin má gera ráð fyrir því að vinsældir hollenskra þjálf- ara muni aukast enn frekar í fram- tíðinni,“ segir Reker. vignir@frettabladid.is Hollenskir þjálfarar eru þeir eftirsóttustu í heimi Orðspor hollenskra þjálfara í knattspyrnu fer ört vaxandi, sem sést líklega best á því að fjögur af þeim landsliðum sem taka þátt í HM á Þýskalandi næsta sumar eru undir stjórn Hollendinga. FÓTBOLTI David Moyes, knatt- spyrnustjóri Everton, greindi frá því gær að framherjinn litríki Duncan Ferguson þyrfti líklega að hætta að leika knattspyrnu. „Duncan hefur átt í erfiðleikum vegna meiðsla aftan í læri. Hann er að hugsa um að hætta að leika knattspyrnu. Ég hef fylgst náið með honum og ég skil vel að hann sé að velta því fyrir sér að hætta því hann er sárkvalinn í hvert einasta skipti sem hann reynir að æfa.“ Moyes vonast þó til þess að Ferguson nái bata sem allra fyrst en efast þó um að hann muni hjálpa liðinu mikið á næstu mánuðum. „Ég ber mikla virð- ingu fyrir Duncan því hann hefur reynst Everton gríðarlega vel. Hann er frábær leikmaður sem leggur allt sitt í alla leiki sem hann spilar. En í sannleika sagt hef ég ekki trú á því að hann muni geta beitt sér að fullum krafti vegna meiðsla. Ég vor- kenni honum mikið því hann er allur af vilja gerður og er alltaf tilbúinn að leggja mikið á sig. Á einhverjum tímapunkti verður hann samt að velja og hafna og því miður er útlit fyrir að hann þurfi að hætta að spila. En það má aldrei afskrifa Duncan Ferg- uson. Kannski nær hann á ein- hvern undraverðan hátt að vinna sig út úr þessu.“ - mh Skotinn harðskeytti Duncan Ferguson á í erfiðleikum þessa dagana: Hættir að óbreyttu í janúar DUNCAN FERGUSON Ferguson hefur lengi verið í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton en nú er útlit fyrir að hann þurfi að hætt að spila vegna meiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GUUS HIDDINK Hefur náð mögnuðum árangri með lítil lið í heimsmeistarmótum í gegnum tíðina og lagt grunninn fyrir aðra þjálfara að fá tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GOÐSAGNIR Marco van Basten og Johan Cruyff eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem Holland hefur alið af sér en eftir að ferlinum lauk hafa þeir báðir snúið sér að þjálf- un. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Joan Laporta, forseti Barcelona, var ánægður með að lið hans hefði dregist gegn Chel- sea í sextán liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu. „Ég vonast til þess að Barcelona hefni fyrir ósigur knattspyrnunnar á síðustu leiktíð, því við áttum alls ekki skil- ið að falla út úr keppninni. Eins og þúsundir aðdáenda Barcelona vil ég hefnd fyrir það sem mér þótti afar ósanngjörn niðurstaða í ein- vígi liðana í fyrra.“ Laporta segist eiga sér þann draum að Barcelona vinni Meist- aradeildina í vor. „Það var allan tímann ljóst að við þyrftum að etja kappi við Chelsea á einhverjum tímapunkti. Ég er viss um að Bar- celona sé besta lið í Evrópu eins og staða mála er nú en ég er veit að hlutirnir eru fljótir að breytast í knattspyrnuheiminum og það er langt þangað til við munum mæta Chelsea. Leikmennirnir eru hins vegar þegar farnir að hugsa um þessa leiki.“ Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir leikina gegn Chelsea á síð- ustu leiktíð hafa verið einstaklega eftirminnilega. „Við klúðruðum þessu sjálfir síðast. Við áttum að skora fleiri mörk á heimavelli og ef við hefðum gert það hefðum við komist áfram. En við erum reynsl- unni ríkari nú og ætlum okkur að vinna keppnina.“ - mh Sálfræðistríðið hafið hjá forseta Barcelona: Knattspyrnuleg hefnd fram undan RONALDINHO Ronaldinho lék frábærlega gegn Chelsea á síðustu leiktíð. Hann er hér í baráttu við Eið Smára Guðjohnsen. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Sænski landsliðsmaðurinn Henrik Larsson hefur að undan- förnu verið orðaður við félög í heima- landi sínu en hann er ekki sáttur við að þurfa að verma varamannabekkinn hjá Barcelona. „Þó ég sé ósáttur við að sitja á bekknum er ég ekki á leið til Sví- þjóðar. Ég hef tvo kosti. Það er að gef- ast upp eða að halda áfram að reyna að komast í liðið. Ég hef valið seinni kostinn og ætla að halda mínu striki.“ - mh Svíar spenntir yfir Larsson: Er ekki á heimleið HENRIK LARS- SON Larsson er án efa einn besti knatt- spyrnumaður Svíþjóðar, fyrr og síðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.