Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 79
SUNNUDAGUR 18. desember 2005 63
FÓTBOLTI „Leikur okkar var full-
komið svar við gagnrýninni sem
við höfum fengið á okkur að undan-
förnu,“ sagði Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
eftir að lið hans lagði Aston Villa
að velli með tveimur mörkum gegn
engu, á Villa Park í Birmingham.
Man. Utd. lék einstaklega vel í
leiknum og var Wayne Rooney þar
fremstur flokki. Rooney var allt
í öllu í sókninni hjá liðinu og var
greinilegt að leikmenn Aston Villa
hræddust hann mikið.
Ruud van Nistelrooy skor-
aði fyrsta mark leiksins á tíundu
mínútu eftir fallega sendingu frá
skoska landsliðsmanninum Darren
Fletcher. Wayne Rooney bætti
svo öðru marki við byrjun seinni
hálfleiks. David O’Leary, knatt-
spyrnustjóri Aston Villa, var ósátt-
ur við leik sinna manna en hrósaði
Rooney í hástert eftir leikinn. „Við
lékum skelfilegan varnarleik í dag
og áttum í miklum erfiðleikum
með Rooney og van Nistelrooy. Ef
Rooney heldur áfram að spila eins
og hann hefur gert að undanförnu
verður hann orðinn besti leikmað-
ur sem Englendingar hafa átt, áður
en ég veit af. Það var stórkostlega
gaman að fylgjast með hreyfingum
hans í dag en á móti kom að það var
niðurlægjandi að sjá hann fara illa
með lið mitt.“
Fulham sigraði í Blackburn á
heimavelli sínum, Craven Cottage,
og lék Heiðar Helguson frá 35. mín-
útu leiksins en hann kom þá inn á
fyrir Collins John sem fór meiddur
af velli. Heiðar fékk að líta gula
spjaldið eftir að hafa verið inn á sjö
mínútur en hann lagði upp seinn
mark Fulham sem Luis Boa Morte
skoraði.
Michael Owen og Alan Shearer
náðu vel saman í framlínunni hjá
Newcastle gegn West Ham á Upton
Park, Newcastle hafði sigur í leikn-
um, 2-4. Michael Owen skoraði tvö
fyrstu mörk Newcastle en Alan
Shearer skoraði þriðja markið.
Owen bætti svo fjórða marki New-
castle við og fullkomnaði þar með
þrennu sína í leiknum.
Nolberto Solano skoraði sjálfs-
mark fyrir Newcastle og jafnaði
þar með leikinn 1-1 eftir að Owen
hafði komið Newcastle yfir. Marlon
Harewood minnkaði svo muninn
í 3-2 undir lok leiksins en lengra
komust heimamenn ekki, þrátt
fyrir mikla pressu á lokamínútun-
um, og bætti Owen við fjórða mark-
inu í uppbótartíma.
magnush@frettabladid.is
Wayne Rooney virðist
óstöðvandi þessa dagana
Manchester United lagði Aston Villa að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Wayne
Rooney, sem er tvítugur að aldri, átti enn einn stórleikinn fyrir Man. Utd.
WAYNE ROONEY Rooney hefur leikið
frábærlega á leiktíðinni. Á myndinni sést
þegar hann skýtur að marki í leiknum gegn
Aston Villa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Gordon Strachan, knatt-
spyrnustjóri Celtic, leitaði til Neil
Lennon, fyrirliða Celtic, áður en
ákveðið var að falast eftir Roy
Keane.
Neil Lennon og
Roy Keane leika
sömu stöðu á vell-
inum og því þótti
Strachan það mik-
ilvægt að Lennon
yrði hafður með í
ráðum. „Ég ákvað
að ræða við Lennon
því hann er þrosk-
aður leikmaður
sem veit hvað hann
syngur. Hann sagði
mér að fá Keane
til félagsins og það
hafði áhrif á ákvörð-
un mína. Þegar
svona stór mál
koma upp verður maður að ræða
við alla þá sem að málinu koma og
mér þótti eðlilegt að segja Lennon
frá þessu á undan öðrum leikmönn-
um. Ég mun ekki láta Keane bera
fyrirliðabandið þó hann hafi verið
fyrirliði hjá Manchester United.
Lennon er fyrirliði Celtic og ég get
ekki ímyndað mér betri fyrirliða en
hann.“
- mh
Gordon Strachan:
Spurði Lennon
ráða um Keane
NEIL LENNON
Lennon hefur
leikið vel á
miðjunni hjá
Celtic í vetur og
er lykilmaður
liðsins í vörn og
sókn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Húsvíkingurinn Hall-
grímur Jónasson er gekk í gær til
liðs við úrvalsdeildarlið Keflavík-
ur frá Þór á Akureyri.
Hallgrímur lék með yngri
flokkum Völsungs og steig sín
fyrstu skref með meistaraflokki
félagsins árið 2002. Þaðan fór
hann til Þórs á Akureyri.
Hallgrímur hefur átt við meiðsl
að stríða undanfarið ár en hann
lék fjóra leiki með Þór á síðast-
liðnu sumri. - mh
Nýr leikmaður hjá Keflavík:
Hallgrímur til
Keflavíkur
FÓTBOLTI „Michael Owen verður
markakóngur í vor,“ sagði Alan
Shearer, fyrirliði Newcastle, eftir
2-4 sigurleik Newcastle á West
Ham United, en Owen skoraði
þrennu í leiknum.
Shearer sagði Owen stórkost-
legan markaskorara. „Fyrir mér
er ekki til betri markaskorari
í heiminum en Michael Owen.
Hann er ótrúlega góður í að koma
sér í marktækifæri og það er að
auki erfitt að finna leikmenn sem
er jafn einbeittur og hann. Hann
lætur aldrei neitt slá sig út af lag-
inu og það er gott fyrir ungu leik-
mennina hjá Newcastle að kynn-
ast því hvernig er að spila gegn
leikamanni eins og Owen.“
Þetta var annar sigurleikur
Newcastle í röð og má því segja
að þungu fargi sé létt af knatt-
spyrnustjóranum Graeme Sou-
ness, sem hefur verið undir miklu
álagi síðustu misseri. - mh
Shearer um Owen:
Owen verður
markakóngur
MICHAEL OWEN Owen hefur byrjað feril
sinn hjá Newcastle af miklum krafti og er
nú kominn í hóp markahæstu leikmanna
liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Paul Scholes, leikmaður
Manchester United, segir sam-
herja sinn Wayne Rooney vera
besta leikmann heims. „Rooney
var keyptur hingað til þess að leika
rétt fyrir aftan fremsta mann.
Hann hefur hins vegar sýnt mikla
fjölhæfni og fyrir mér er hann
besti leikmaður heims. Hann er
gríðarlega góður í því að snúa sér
snöggt við með boltann og sækja
hratt að vörn andstæðingana.“
Scholes segir Rooney líklegan
til þess að verða stjarna heims-
meistaramótsins í Þýskalandi.
„Rooney hefur ótrúlega hæfileika
og hann gæti orðið stjarna næsta
heimsmeistaramóts ef hann nær
fram sínu besta.“ - mh
Paul Scholes um Rooney:
Rooney er best-
ur í heiminum