Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 80

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 80
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR64 Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA - MAN. UTD. 0-2 0-1 Ruud van Nistelrooy (10.), 0-2 Wayne Roon- ey (51.). EVERTON - B0LTON 0-4 0-1 K. Davies (32.), 0-1 S. Giannakopulos (74.), 0-3 G. Speed v. (78.), 0-4 S. Giannakopoulos (79.). FULHAM - BLACKBURN 2-1 1-0 Diop (45.), 2-0 B. Morte (51.), 2-1 Z. Knight sjm.(89.). Heiðar Helguson kom inn á 35. mínútu og lagði upp síðara mark Fulham. PORTSMOUTH - WEST BROM 1-0 1-0 S. Todorov (56.) WEST HAM - NEWCASTLE 2-4 0-1 M. Owen (5.), 1-1 N. Solano sjm. (20.), 1-2 M. Owen (43.), 1-3 Alan Shearer (65.), 2-3 M. Hare- wood (72.), 2-4 M. Owen (90). WIGAN - CHARLTON 3-0 1-0 H. Camara (9.), 2-0 H. Camara (51.), 3-0 H. Camara (63.). Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton. MAN. CITY - BIRMINGHAM 4-1 1-0 D. Sommeil (1.), 2-0 Joey Barton (15.), 3-0 A. Sibierski (40.), 4-0 B. Wright-Phillips (70.), 4-1 J.Jarosik (76.). Enska 1. deildin LUTON - STOKE CITY 2-3 Hannes Sigurðsson var í byrjunarliði Stoke en fór útaf á 76. mínútu. MILWALL - READING 0-2 Ívar Ingimarsson lék allan leikinnn fyrir Reading. Brynjar Björn Gunnarsson byrjaði á bekknum en lék síðustu tíu mínútur leiksins fyrir Reading. LEICESTER - CREWE 1-1 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinnn fyrir Leicester. WOLVES - LEEDS 1-0 Gylfi Einarsson var ekki leikmannahópi Leeds í leiknum vegna meiðsla. DHL-deild karla í handbolta AFTURELDING - FH 26-32 HAUKAR - FRAM 26-33 Mörk Hauka: Arnar Pétursson 6, Jón Karl Björns- son 5, Árni Þór Sigtryggsson 5, Guðmundur Ped- ersen 4, Samúel Ívar Árnason 3, Andri Stefan 2, Kári Kristjánsson 1. Mörk Fram: Jóhann Einarsson 11/9, Sigfús Sig- fússon 4, Sergiy Serenko 4, Þorri Gunnarsson 3, Rúnar Kárason 3, Björgvin Björgvinsson 2, Harald- ur Þorvarðarson 2, Stefán Stefánsson 2, Gunnar Harðarson. Magnús Erlendsson varði 24 skot á 45 mínútum í marki Fram. VÍKINGUR/FJÖLNIR - FYLKIR 25-32 Mörk Víkings/Fjölnis: Björn Guðmundsson 5, Brjánn Bjarnason 4, Sverir Hermannsson 4, Pálm- ar Sigurpálsson 3, Brynjar Loftsson 3, Andri Örn Jakobsson 2, Brynjar Hreggviðsson 2, Sveinn Þor- geirsson 1, Einar Steindórsson 1. Mörk Fylkis: Arnar Agnarsson 11, Arnar Sæþórs- son 6, Brynjar Hreinsson 3, Guðlaugur Arnarsson 5, Ásbjörn Stefánsson 2, Ingólfur Axelsson 2, Heimir Örn Árnason 2, Davíð Óskarsson 1. ÍR - ÍBV 28-32 Mörk ÍR: Hafsteinn Ingason 9, Ólafur Sigurjónsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Karl Gunnarsson 3, Tryggvi Haraldsson 3, Ragnar Helgason 2, Davíð Georgsson 1, Ísleifur Sigurðsson 1. Gísli Guð- munsson varði 12 skot í marki ÍR. Mörk ÍBV: Mladen Cacic 17, Ólafur Ólafsson 8, Mikael Dostalik 4, Grétar Eyþórsson 3. Björgvin Páll Gústavsson varði 19 skot. Iceland Express-deild karla GRINDAVÍK - SKALLAGRÍMUR 92-89 Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 30, Páll Axel Vilbergsson 20, Páll Kristinsson 16, Guðlaugur Eyjólfsson 12, Hjörtur Harðarson 6, Pétur Guð- mundsson 3, Helgi Jónas Guðfinsson 3, Þorleifur Ólafsson 2. Stig Skallagríms: Jovan Zdravevski 23, George Byrd 16, Pétur Sigurðsson 14, Hafþór Gunnarsson 14, Dimitar Karadzovski 13, Axel Kárason 9. Iceland Express-deild kvenna GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 89-83 Stig Grindavíkur: Jerica Watson 39 (tók 30 fráköst að auki), Jovana L. Stefánsdóttir 14, Alma Garðars- dóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 11, Erna Magnús- dóttir 8, Ólöf Pálsdóttir 3, Harpa Hallgímsdóttir 2. Stig Keflavíkur: María Erlingsdóttir 22, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Reshea Bristol 17, Birna Val- garðdsóttir 16, Rannveig Randversdóttir 6, Bára Bragadóttir 5. FÓTBOLTI Hægri bakvörður Bayern München og franska landsliðsins, Willy Sagnol, mun í vor ganga til liðs við Juventus en hann staðfesti þetta við þýska fjölmiðla í gær. „Juventus er stórkostlegt félag og ég ber mikla virðingu fyrir leik- mönnum og knattspyrnustjóra félagsins.“ Sagnol hefur verið lykilmaður í sterkri vörn Bayern undanfarin ár en hann ætlar sér að breyta um starfsumhverfi í von um að vinna fleiri titla. „Ég hef alltaf fylgst vel með ítalskri knattspyrnu því marg- ir félaga minna úr franska lands- liðinu leika þar. Ég vil vinna fleiri titla og ég sé fram á bjarta tíma með Juventus næsta sumar.“ Nokkrir franskir landsliðsmenn eru fyrir í herbúðum Juventus og má þar nefna Patrick Vieira, Lili- an Thuram, David Trezeguet og Jonathan Zebina. - mh Willy Sagnol til Ítalíu: Fer til Juventus næsta sumar KÖRFUBOLTI Grindavík vann góðan sigur á Keflavík gær, 89-83, í Ice- land Express-deild kvenna eftir að Keflavíkurstúlkur höfðu haft frumkvæðið í leiknum framan af. Góð byrjun Keflavíkur lofaði góðu á meðan Grindavíkurstúlk- ur virtust slegnar út af laginu. Með sigrinum er Grindavík nú komið upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar. Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með baráttu sinna stúlkna. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með leikinn. Það er gott að taka þennan sigur með sér í jólafríið. Það er mikil- vægt að halda að minnsta kosti öðru sætinu í deildinni. Ég var mjög ánægður með baráttuna í liðinu. Við lentum undir en náðum að spila okkar leik og vorum ekk- ert að hengja haus þrátt fyrir að á móti hafi blásið. Leikur okkar var kannski ekki sá fallegasti en við sýndum karakter með því að klára þetta og um leið og við náuðm yfirhöndinni héldum við haus allan tímann og létum ekk- ert stressa okkur alveg sama hvað þær reyndu að stressa okkur með óþarfa villum og nánast grófum leik.“ Unndór var ánægður með Jer- icu Watson og framlag yngstu leikmannana. „Jerica Watson stóð sig mjög vel og Alma Rut Garð- arsdóttir var alveg frábær. Hún stígur upp fimmtán ára gömul í svona spennuleik og skorar tíu mikilvæg stig sem er alveg frá- bært. Við erum með mjög ungt lið og við spiluðum vel í vörninni en það var smá hikst í sókninni sem er kannski bara eðlilegt. Það er ekki hægt að segja annað að framtíðin sé björt með þessum árgangi,“ sagði Unndór og bætti við: „Stefnan er alltaf sett á titil- inn og eins og deildin hefur þró- ast þá skiptir hún alltaf aðeins um takt eftir áramót en við ætlum að æfa vel um jólin og reyna að halda okkar striki.“ - hþh Nágrannar börðust hetjulega á Suðurnesjum í gær: Barátta Grindvíkinga skilaði góðum sigri á Keflavík HANDBOLTI ÍBV byrjaði leikinn betur og náði fljótt þriggja marka forskoti 4-7 en ÍR-ingar tóku sig saman í andlitinu og jöfnuðu leik- inn fljótt, 8-8. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og skiptust liðin á að skora. Staðan í hálfleik var 14-15 ÍBV í vil. Heimamenn komu svo grimmir til leiks í síðari hálf- leik og tókst að ná undirtökunum í leiknum, eftir að hafa komist yfir í fyrsta skipti í leiknum, 19- 18. ÍR gekk svo á lagið og náði þriggja marka forskoti, 21-18. Leikmenn ÍBV voru ekki til- búnir að gefast og með mikilli baráttu tókst þeim að snúa leikn- um sér í vil. ÍBV náði undirtökunum og leikmenn liðsins hreinlega keyrðu yfir ÍR á lokasprettinum. Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með leik sinna manna. „Það vantaði taktinn í sóknarleik beggja liða framan af leik. Við vorum að gera mikið af klaufalegum mistökum og það hafði mikið að segja um gang leiksins. En við höfum einn allra besta markvörð landsins í okkar röðum, Björgvin Gústavsson, og hann varði vel á mikilvægum augnablikum í leiknum.“ Mladen Cacic spilaði einstak- lega vel í liði í ÍBV og skoraði hvorki meira né minna en sautján mörk, en einhverra hluta vegna var hann ekki tekinn úr umferð fyrr hann hafði skorað sextán mörk. „Cacic er besta skytta deildarinnar í dag. Hann er góður spilari þó hann skjóti mikið, enda þarf hann að gera það þegar hann er að leika með okkur.“ Þetta var sjötti tapleikur ÍR í röð og ljóst að leikmenn liðsins þurfa að fara taka sig á ef ekki á illa að fara. - egm ÍR tók á móti ÍBV í Austurbergi í gær í DHL-deild karla: Magnaður sigur ÍBV á ÍR RAGNAR HELGASON SKÝTUR AÐ MARKI Ragnar náði sér ekki á strik með ÍR í gær en hann hefur leikið ágætlega í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN WILLY SAGNOL Sagnol hefur verið í hópi bestu varnarmanna þýsku úrvalsdeildarinn- ar undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STAÐAN Í ENSKU ÚRVALSDEILD- INNI 1 CHELSEA 16 14 1 1 35 7 28 43 2 MAN. UTD. 17 11 4 2 31 14 17 37 3 LIVERPOOL 15 9 4 2 20 8 12 31 4 TOTTENHAM 16 8 6 2 22 13 9 30 5 BOLTON 16 9 3 4 22 14 8 30 6 WIGAN 17 9 1 7 19 18 1 28 7 MAN. CITY 17 8 3 6 24 17 7 27 8 ARSENAL 15 8 2 5 22 13 9 26 9 WEST HAM 17 7 4 6 25 22 3 25 10 NEWCASTLE 17 7 4 6 18 17 1 25 11 CHARLTON 16 7 1 8 21 26 -5 22 12 BLACKBURN 17 6 3 8 19 24 -5 21 13 MIDDLESBR. 16 5 4 7 20 23 -3 19 14 FULHAM 17 5 4 8 18 22 -4 19 15 ASTON VILLA 17 4 5 8 16 26 -10 17 16 EVERTON 17 5 2 10 9 23 -14 17 17 WEST BROM 17 4 4 9 17 25 -8 16 18 PORTSM. 17 3 4 10 13 26 -13 13 19 BIRMINGHAM 16 3 3 10 11 23 -12 12 20 SUNDERLAND 17 1 2 14 14 35 -21 5 FÓTBOLTI Örn Kató Hauksson, sem leikið hefur með KA undanfarin ár, gekk í gær í raðir Valsmanna. Örn hefur verið einn af máttarstólpum KA en samningur hans við KA rann út fyrir nokkru síðan. Örn, sem hefur leikið tvo U-21 landsleiki fyrir Ísland, hefur mikla leikreynslu miðað við aldur en hann er 23 ára gamall. Hann meiddist illa fyrir einu og hálfu ári síðan og lék ekki nema fimm leiki með KA í fyrstu deild á síðustu leiktíð. Valur að styrkja sig: Örn Kató frá KA til Vals FÓTBOLTI Steve Bruce, knattspyrnu- stjóri Birmingham City, segir Emile Heskey vera betri leikmann en Peter Crouch, framherja Liverpool, en Sven Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari Englands, hefur tekið Crouch fram yfir Heskey í enska landsliðið. „Að mínu mati er Heskey betri en Crouch. Hann hefur leikið frábærlega í vetur og ég veit ekki hvar við værum ef hann hefði ekki verið í framlínunni. Hann spilar í hverri viku og hann er sífellt að bæta sig.“ Bruce segir Heskey og Crouch vera svipaða leikmenn að mörgu leyti. „Hlutverk þeirra í framlín- unni er svipað. Þeir eiga báðir að reyna að halda knettinum framar- lega á vellinum til þess að hjálpa öllu liðinu í sóknarleiknum. Ég tel engan betri en Heskey í þessu. Crouch hefur verið í landsliðinu að undanförnu en ég trúi því að Heskey vinni sér sæti í hópnum fyrir HM í Þýskalandi,“ sagði Bruce. - mh Steve Bruce um Heskey: Heskey er betri en Crouch HANDBOLTI „Við erum í skýjunum með þetta. Við héldum haus allan leikinn og það var það sem reið baggamuninn undir lokin. Þrátt fyrir að við höfum verið undir og á móti hafi blásið þá gáfumst við aldrei upp og börðumst allt til loka,“ sagði kampakátur Magnús Erlendsson markmaður Fram sem fór hamförum á þeim 45 mínút- um sem hann spilaði og varði 24 bolta og lagði grunninn að 33-26 sigri Fram sem er nú komið á topp deildarinnar en við tekur langt frá vegna Evrópumótsins í handbolta. „Við vorum lengi í gang en ég náði að taka þessa auðveldu bolta sem skiptir öllu og þá fór þetta í gang hjá okkur. Það einkennir kannski Fram þessi barátta og dugnaður, við gefumst aldrei upp. Við erum búnir að læra það á því að spila alltof marga jafna leiki í vetur að þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið og þetta er bara frábært og gott að vera komnir á toppinn. Það er mjög gott upp á sjálfstraustið núna fyrir pásuna og þetta er allt á réttri leið,“ sagði Magnús að lokum. Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur Framara með ellefu mörk, þar af níu úr vítum en Arnar Pétursson skoraði sex fyrir Hauka sem byrjuðu vel en staðan í hálf- leik var 15-15. Í seínni hálfleik var það sama uppi á teningnum þar til Framarar sigu fram úr og undir lokin voru Haukar kærulausir og voru aldrei nálægt því að jafna. „Því miður vorum við bara á hælunum megnið af leiknum og þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik vorum við ekki að spila vel,“ sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við vorum greinilega þreyttir enda búið að vera mikið álag á okkur undanfarið og það kom klárlega í höfuðið á okkur í dag, við réðum einfaldlega ekki við þennan leik. Þeir voru mun frískari en við og mér fannst þeir vera með undirtökin megn- ið af leiknum. Við vorum með ótímabær skot og forum illa með dauðafæri og það gerist oft þegar menn eru ekki með kollinn í lagi, þá eru menn að skjóta vitlaust og taka rangar ákvarðanir sem varð okkur að falli. Framararnir voru klárlega miklu betra liðið í dag og unnu sann- gjarnan sigur og við verðum bara að hysja upp um okkur buxurn- ar.“ hjalti@frettabladid.is Framskútan ill viðráðanleg Framarar unnu enn einn sigurinn í DHL deild karla í handbolta í gær þegar þeir unnu 33-26 sigur á Haukum að Ásvöllum og tylltu sér þar með á top deild- arinnar. JÓHANN EINARSSON ÞRUMAR AÐ MARKI Jóhann lék vel með Fram í gær og skoraði ellefu mörk, þar af níu á vítalínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.