Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 86
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR70 HIN HLIÐIN RÚNA K. TETZCHNER RITHÖFUNDUR Frá Íslandi með skrýtið ættarnafn OPIÐ 12-16 SKATA saltfiskur siginn fiskur Spurningaþátturinn Popppunktur lýkur göngu sinni á Skjá einum í kvöld þegar Geirfuglarnir og Milljónamæringarnir eigast við í úrslitum í þessari fjórðu þáttaröð þar sem þeir bestu úr sögu Popp- punkts keppa innbyrðis. Geirfuglarnir unnu síðustu þáttaröð en Milljónamæringarnir duttu út í átta liða úrslitum í þeirri fyrstu. Hefur árangur þeirra því komið töluvert á óvart. Þeir félagar Dr. Gunni og Felix Bergsson hafa stjórnað Popp- punkti með góðum árangri en nú er komið að leiðarlokum, í það minnsta þangað til annað kemur í ljós. 66. og síðasti þátturinn verður sem sagt í kvöld. „Þetta er ágætis ending á spurn- ingaþætti á Íslandi,“ segir Dr. Gunni, sem er ánægður með útkom- una. „Við hrúguðum öllum stærstu og mest spennandi nöfnunum saman sem okkur fannst þá. Síðan gátum við gert tvær góðar seríur í viðbót og núna erum við með „Créme de la créme“. Það voru nokkur bönd sem komust ekki. Það stóð til að fá strákana í Sigur Rós og þeir voru spenntir en voru alltaf eitthvað uppteknir,“ segir Gunni. „Það gæti kannski orðið og það má alveg end- urvekja þáttinn eftir fimm til tíu ár. Þá verður væntanlega búið að bæt- ast eitthvað við. Kannski tekur Jak- obínarína þátt, orðin heimsfræg,“ segir hann og hlær. Felix Bergsson hefur rétt eins og Gunni skemmt sér vel í Popp- punktinum. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Það er búið að vera skemmtilegast að vinna með þessum poppurum öllum sem taka sig ekki ekki of hátíðlega. Það mættu fleiri taka sér þá til fyrir- myndar. Það er líka stutt í grínið hjá þeim og þeir eru vanir að koma fram. Það gerir mitt hlutverk mun auðveldara,“ segir hann. Gunni segir þá félaga ekkert hafa pælt í mögulegum vinsæld- um þáttarins í upphafi. „Ég bjóst við því að þeir sem hefðu áhuga á músík og tónlistarsögu myndu hafa gaman af. Það var alls konar fólk sem maður bjóst ekki við að myndi horfa sem var að horfa. Það eru oft eldri konur að víkja sér að mér og þakka mér fyrir þáttinn, en það er líklega bara út af Felix.“ Aðspurður segist Gunni vera að íhuga að búa næst til sambland af söngleik og rokkóperu. „Það vill brenna við að maður gefi út plötu og síðan séu allir búnir að gleyma henni eftir að hún kemur út. Plöt- ur eru dálítið einnota fyrirbæri. Skáldsögur fá miklu meira vægi í umræðunni og það væri því gaman að geta sameinað skáldsögu og plötu með blöndu af söngleik og rokkóperu,“ segir hann. „Mest seldu plöturnar núna eru með „cover“ lögum. Kannski þyrfti ég bara að finna sætan óperusöngv- ara og láta hann jarma nokkur popplög. Þá myndi ég kannski fara í gull,“ segir doktorinn og hlær. Þess má geta að Spaugstofan heiðaði Felix og Dr. Gunna í þætti sínum í gærkvöldi með því að gera grín að Popppunkti og mátti vart á milli sjá hver væri Dr. Gunni, Örn Árnason eða doktorinn sjálfur. freyr@frettabladid.is POPPPUNKTUR: SÍÐASTI ÞÁTTURINN Í KVÖLD Felix og Dr. Gunni kveðja HVER ER HVAÐ? Örn Árnason brá sér í hlutverk Dr. Gunna í Spaugstofunni í gærkvöldi í tilefni af endalokum Popppunkts. Hér sést hann með fyrirmyndinni og Felix Bergssyni, sem virðist eiga í erfiðleikum með að átta sig á hver sé hinn rétti doktor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikarinn góðkunni Kiefer Suth- erland er væntanlegur til lands- ins í lok þessarar viku. Kemur hann hingað ásamt hljómsveitinni Rocco and the Burden sem er á útgáfusamningi hjá plötufyrir- tæki leikarans, Ironworks. Hljóm- sveitin heldur tvenna tónleika hér á landi. Fyrri tónleikarnir verða á Nasa fimmtudaginn 22. desem- ber og þeir seinni á Grand Rokk á Þorláksmessu. Með Sutherland og hljómsveitinni verður fimm manna tökulið sem ætlar að taka upp efni hér á landi sem síðan verður notað í heimildarmynd um ferðalag leikarans og hljómsveit- arinnar um Evrópu. Myndin hefur þegar verið seld til breska sjónvarpsrisans Sky One en þetta kemur fram í viðtali við leikarann í Fréttablaðinu sem birtist á morgun. Þetta er í annað skiptið sem Sutherland sækir landið heim en hann var hér um áramótin í fyrra. Heimsóknin vakti mikla athygli enda er Kiefer einhver allra vin- sælasti leikarinn þar vestra. Vakti það athygli þegar hann sló sér upp með íslenskri blómarós en sú saga fór eins og eldur í sinu um heims- byggðina. Sutherland mun að öllum lík- indum ekki eyða áramótunum hér heldur fer af landi brott skömmu eftir jólahaldið því Rocco á bók- aða tónleika á Írlandi 27. desem- ber og í Berlin 31. desember þar sem þeir félagar fagna eflaust nýju ári með Þjóðverjum. Kiefer er mjög hrifinn af landi af þjóð en mjög eftirminnilegt er þegar hann lýsti upplifun sinni af gamlárskvöldi hér í spjallþætti David Letterman. „Þetta er eins og stríðssvæði og það er ekkert skipulag. Ég sá sex ára krakka halda á fimmtán kílóa sprengju- vörpu og sex ára krakki elti hann með eldspýtur,“ sagði Kiefer. - fgg Heimildarmynd um Íslandsförina KIEFER SUTHERLAND Á DILLON Kiefer kemur hingað aftur í lok þessarar viku með hljómsveitinni Rocco and the Burden og fimm manna tökuliði sem vinnur að gerð heimildarmyndar um ferðalag hans og hljómsveitarinnar. Hvað er að frétta? Fyrst og fremst Ófétabörnin. Augnlitur: Blár. Starf: Myndlistakona, skáld, sérfræðingur á Þjóðminjasafninu og skrautritari. Fjölskylduhagir: Einhleyp. Hvaðan ertu? Ég er frá Íslandi með skrýtið ættarnafn. Ertu hjátrúarfull? Nei, ekki hjátrúarfull en kannski þjóðtrúarfull. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Ég horfi aldrei á sjónvarpið. Ég á ekki einu sinni sjónvarp. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Víðsjá. Uppáhaldsmatur: Lax. Fallegasti staður: Snæfellsnes. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Að teikna og yrkja. Hvað er leiðinlegast? Að vakna á morgnana. Helsti veikleiki: Karlmenn. Helsti kostur: Ég á auðvelt með að umgangast fólk. Helsta afrek: Þau eru svo mörg. Mestu vonbrigði: Að Þorgeir Kjartansson, maðurinn minn heitinn, hafi ekki getað lifað lengur. Hver er fyndnastur/fyndnust? Rakel vinkona mín. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Meðalmennska og hroki. Uppáhaldskvikmynd: Delicat- essen. Uppáhaldsbók: Lord of the Rings á ensku er eig- inlega uppáhaldsbókin mín, sem ég las fyrst fyrir 20 árum. Hvað er mikilvæg- ast? Að vera sátt við lífið og tilveruna. HRÓSIÐ ...fær Aníta Ólöf Jónsdóttir fyrir að fá hugmynd að styrktartón- leikum fyrir fórnarlömb jarð- skjálftans í Pakistan og Hjördís Einarsdóttir fyrir að aðstoða hana við að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. 06.03.67. FRÉTTIR AF FÓLKI Sala á kvikmyndinni A Little Trip to Heaven hefur tekið mikinn kipp eftir að tilkynnt var um að hún færi á Sundance-kvikmyndahátíðina. Í vikunni voru gerðir stórir dreifingarsamningar til Spánar og Portúgals en þeir eru víst stærri og umfangsmeiri en nokkrir aðrir samn- ingar sem gerðir hafa verið við „íslenskar“ myndir. A Little Trip verður til að mynda sýnd í hundrað bíóhúsum á Spáni og veðja kvikmyndahúsaeigendur þar í landi á að hún gæti orðið nokkuð vinsæl því þeir hafa lofað að eyða töluverðum pen- ingum í kynningu og markaðssetningu. Um þessar mundir standa einnig yfir samningavið- ræður við aðila í Banda- ríkjunum og Bretlandi en myndin hefur nú þegar verið seld til yfir fjörtíu landa. Hún verður frumsýnd hér á landi á annan í jólum. Sigurjón Sighvatsson, einn framleiðandi myndarinnar, og Baltasar Kormákur, leikstjóri hennar, ættu að geta andað léttar. Eftir sýningu myndarinnar í Toronto varð ljóst að myndin þyrfti andlitslyftingu og þá settu misjafnir dómar smá strik í reikningin. Sú viðurkenning að komast á Sundance hefur því greinilega verið henni dýrmæt enda mjög eftirsótt að komast á háíðina sem bandaríski leikarinn Robert Redford á mestallan heiðurinn af. Meðal kappa sem hafa frumsýnt sínar myndir þarna eru Quentin Tarantino en hann sló í gegn á hátíðinni með Reservoir Dogs og Steven Soderbergh með Sex, Lies and Videotape. A Little Trip verður sýnd í Premier-flokknum sem er utan keppni en í honum eru sýndar myndir eftir leikstjóra sem miklar vonir eru bundnar við og myndir leikstjóra sem þegar hafa skapað sér nafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.