Fréttablaðið - 30.12.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
Sími: 550 5000
FÖSTUDAGUR
30. desember 2005 — 353. tölublað — 5. árgangur
FBL 1x9 forsíðukubbur
Þökkum
landsmönnum
frábærar
viðtökur
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR
Sótti snemma í
sviðsljósið
partíbrennsla • glamúr
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
WOYZECK
Valin ein besta sýningin
í London
Leikstjórinn í skýjunum
FÓLK 50
Fær hlébarða í
afmælisgjöf
María Pálsdóttir
leikkona á von á góðri
afmælisgjöf frá þriggja
ára syni sínum.
TÍMAMÓT 44
JÓN INGI SIGVALDASON
Öryggið ofar öllu í
meðferð flugelda
áramót • matur
Í MIÐJU BLAÐSINS
Lét gamninn geisa
Quentin Tarantino fór
hamförum á blaða-
mannafundi í gær og lét
allt flakka. Hann vill gera
víkingamynd.
FÓLK 44
Pólitísk áramótasprengja
Það mun mikið mæða á Hall-
dóri Ásgrímssyni á næstu
vikum og mánuðum, segir
Birgir Guðmundsson,
sem telur forsætisráð-
herra dæmdan til
pólitísks mótlætis.
Í DAG 24
t í s k a á r a m ó t t í ð a r a n d i t ó n l i s t h e i l s a m a t u r s u d o k u
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
30
. d
es
em
be
r –
5.
ja
nú
ar
» á leið inn í nýtt ár
Halla Vilhjálmsdóttir:
Sótti snemma
í sviðsljósið
STJÖRNUSPÁ
Allt árið 2006
ÁRAMÓT
Girnilegir munnbitar
01 birta-forsíða 23.12.2005 13.08 Page 1
RIGNING EÐA SLYDDA á landinu
sunnanverðu en úrkomulítið fyrir norð-
an. Yfirleitt frostlaust með ströndum en
frost til landsins.
VEÐUR 4
24%
43%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Atvinnublað
Morgunblaðsins
Allt-atvinna.
á sunnudegi
Atvinnuleitin hefst
í Fréttablaðinu!
LESTUR MEÐAL 25-49 ÁRA
VIÐSKIPTI Samningar á sölu 28 pró-
senta hlutar Straums-Burðaráss
í Íslandsbanka voru á lokastigi
fyrir jól, en upp úr þeim slitnaði
nú milli jóla og nýárs.
Síðustu dagana fyrir jól var
lögð lokahönd á samkomulag um
sölu hlutarins til Þáttar, sem er
í eigu Milestone undir forystu
Karls Wernerssonar og Baugs, FL
Group og Ólafs Ólafssonar, aðal-
eiganda Samskipa, SÍF og Kers.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var samkomulag nánast
tilbúið og var Ólafur tilbúinn að
láta Straum hafa hluti í KB banka
sem hluta greiðslu og hugsanlega
eignir Kers, sem á meðal ann-
ars olíufélagið Essó. Straumur
átti einnig að fá hlutabréf sem
greiðslu frá FL Group, meðal
annars í KB banka. Samkvæmt
heimildum varð ágreiningur um
bréfin í KB banka til þess að upp
úr viðræðunum slitnaði, í bili að
minnsta kosti. Stjórn Straums
vildi meira af bréfum í bankanum
en FL Group var tilbúið að láta af
hendi. Kaupendur töldu samninga
í höfn og kom niðurstaða stjórnar
Straums þeim á óvart.
Straumur og Þáttur eru stærstu
einstöku hluthafar í bankanum og
er hlutur Þáttar um tuttugu pró-
sent. Milestone á áttatíu prósent í
Þætti, en Baugur tuttugu prósent.
Fyrir utan eignina í Íslandsbanka
er Þáttur eigandi 66 prósenta hlut-
ar í Sjóvá.
Vitað hefur verið um nokkurt
skeið að áhugi er á að selja hlut
Straums í bankanum og hafa
nöfn þessara aðila oft komið upp
í þeirri umræðu. Markaðsvirði
hlutar Straums er ríflega sextíu
milljarðar króna. Ekki er talið úti-
lokað að viðræður hefjist að nýju
eftir áramót. - hh
Samningar um kaup Þáttar á 28 prósenta hlut Straums í Íslandsbanka:
Viðræðum slitið vegna deilna
um hlutabréf í KB banka
SEÚL, AP Rannsóknarnefnd Seúl-
háskóla greindi frá því í gær að allar
n i ð u r s t ö ð u r
vísindamanns-
ins Hwang
Woo-suk væru
f a l s a ð a r .
Hann sagðist
á sínum tíma
hafa tekist að
þróa ellefu
stofnfrumu-
klasa sem nýst
gætu þeim
s j ú k l i n g u m
sem erfðaefn-
ið var úr.
Heldur hefur fjarað undan
Hwang að undanförnu. Orðspor hans
beið mikinn hnekki í síðasta mánuði
þegar upp komst að hann fékk lánuð
egg úr starfsmönnum rannsóknar-
stofu sinnar.
Miklar vonir voru bundnar við
að á grundvelli uppgötvana Hwang
mætti þróa lækningar við ýmsum
sjúkdómum, til dæmis Parkinson-
veiki. Því eru fréttirnar um svikin
töluvert áfall. ■
Suður-kóreskur vísindamaður:
Falsaði allar
niðurstöður
STUTT VIÐ BAK HWANG
Nokkrir stuðningsmenn
Hwang komu saman
fyrir utan háskólann
í gær.
Getum unnið alla titla
Jeb Ivey, sem hefur farið á kostum
með Njarðvík í vetur, segir Njarðvík
hafa burði til að vinna alla
titla í vetur. Hann er sáttur
í Njarðvík eftir mögur ár
með KFÍ og Fjölni þar sem
hann vann enga
titla.
ÍÞRÓTTIR 46
LÖGREGLA Lögregla fann merki um
umfangsmikla kannabisræktun í
fyrrum húsnæði Júdógym við Einholt
í Reykjavík þegar þar var gerð húsleit
um miðjan dag í gær. Einn var hand-
tekinn á staðnum og annar skömmu
síðar annars staðar í bænum.
Haukur Ólafsson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að
á staðnum hafi fundist á annan tug
rytjulegra kannabisplantna. „Allt ber
þetta þess merki að þarna hafi verið
einhver starfsemi. Mesta magnið var
greinilega farið,“ segir hann.
Upphafleg ástæða þess að lög-
regla hafði afskipti af húsinu var
tilkynning sem barst um grunsam-
legar mannaferðir. „Svo vatt þetta
svona upp á sig þegar farið var að
skoða þessar mannaferðir, rétt upp
úr klukkan þrjú í gær.“ Í gærkvöldi
voru mennirnir tveir í yfirheyrslu
og gerði Haukur ráð fyrir að umfang
málsins yrði kannað. - óká
Kannabisræktun í Reykjavík:
Fundu rytjuleg-
ar plöntur
KJARAMÁL Litlar líkur eru á því að
þing verði kallað saman til þess
að setja einföld lög um frestun
gildistöku úrskurðar Kjaradóms
um launahækkun þingmanna, ráð-
herra, forseta Íslands, dómara og
nokkurra embættismanna.
Stjórnarandstöðuflokkarnir
standa fast við kröfu um að Alþingi
verði kallað saman í dag eða á
morgun eftir að Kjaradómur neitaði
að breyta ákvörðun sinni.
„Þingið gæti afgreitt mjög ein-
föld lög um frestun launahækkana
í tiltekinn tíma eða þess vegna um
ótiltekinn tíma þangað til búið væri
að endurskoða lögin og ákveða nýtt
fyrirkomulag,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna. Undir þetta tekur Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar.
„Við viljum gera skýran
greinarmun á starfi nefndar sem
ætlað er að fara yfir skipan þessara
mála til framtíðar og þessu tiltekna
úrlausnarefni. Nefnd sem skipuð
verður hefur ekkert með það að
gera,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Þingflokkur Vinstri grænna
gerir að skilyrði að þing komi saman
áður en hann tilnefnir fulltrúa í
þverpólítíska nefnd á vegum stjórn-
valda sem ætlað er að endurskoða
lög um Kjaradóm og kjaranefnd.
Ríkisstjórnin hefur boðað
forystu stjórnarandstöðuflokkanna
á sinn fund fyrir hádegi í dag að
loknum ríkisstjórnarfundi þar sem
fjallað verður um málið.
Geir H. Haarde utanríkisráð-
herra hafnar setningu bráðabirgða-
laga. „Þá væri nær að kalla saman
þing,“ segir hann en boðar að ríkis-
stjórnin haldi sínu striki og útfæri
málið nánar á fundi ríkisstjórnar-
innar í dag.
Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, hefur
efasemdir um að kalla þing saman
vegna málsins og telur að athuguðu
máli tæknilega mögulegt að aftur-
kalla launahækkanirnar í janúar.
- jh / sjá síðu 6
Líkur á þingfundi
fyrir áramót litlar
Forsætisráðherra boðar forystu stjórnarandstöðuflokkanna á sinn fund eftir
ríkisstjórnarfund í dag. Utanríkisráðherra er mótfallinn því að kalla þing
saman fyrir áramót til að fresta launahækkunum þingmanna og ráðherra.
GRIPINN GLÓÐVOLGUR Tveir menn voru í gær handteknir í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í fyrrum húsnæði Júdógym við
Einholt í Reykjavík um miðjan dag í gær. Lögreglu hafði borist tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN