Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 8

Fréttablaðið - 30.12.2005, Page 8
8 30. december 2005 FRIDAY HRYÐJUVERK Hryðjuverkaárás í einu Norðurlandanna er aðeins tímaspursmál. Þetta hefur þýska fréttatímaritið Der Spiegel eftir Jørn Holme, yfirmanni norsku öryggislögreglunnar. Þegar Al-Kaída-hryðjuverka- netið lýsti því yfir fyrir tveimur árum að Noregur væri skotmark hryðjuverkaárása töldu margir sérfræðingar að þeir sem að baki hótuninni stóðu væru að rugla saman Noregi og Danmörku. Norðmenn hefðu jú passað að veita engan formlegan stuðn- ing við innrásina í Írak, ólíkt Dönum. En nú kváðu öryggismálasér- fræðingar í þessum löndum vera orðnir áhyggjufullir. Eftir norska öryggislögreglustjóranum er haft að öfgamenn hafi smyglað sér inn í Noreg, Svíþjóð og Danmörku og þeir gengið á lagið og nýtt sér frjálslynda löggjöf þessara landa til að undirbúa sprengjuárásir í ró og næði. Danskir sérfræðingar óttast jafnvel að nú þegar sé Al-Kaída að virkja sellur í löndunum þrem- ur. Nýlegar handtökur sjö ungra múslima á Kaupmannahafnar- svæðinu vegna gruns um undir- búning hryðjuverkaárásar virðast sýna að þessar áhyggjur séu ekki ástæðulausar. - aa JARÐLESTARSTÖÐ Í KAUPMANNAHÖFN Óttinn við hryðjuverk beinist ekki síst að lestarstöðvum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN S. Mat á hættunni á hryðjuverkum á Norðurlöndum: Árás aðeins sögð tímaspursmál BRETLAND Írski tónlistarmaðurinn Bob Geldof hefur tekið að sér að vera ráðgjafi nýs hóps um fátækt sem breski Íhalds- flokkurinn hefur sett á laggirnar. Bob Geldof er þekktur fyrir baráttu sína gegn fátækt og lýsti David Cameron, leiðtogi flokksins, yfir ánægju sinni með að fá hann til liðs við hópinn. Geldof hefur þó ekki skráð sig í flokkinn. Hlutverk hópsins verður að þróa hugmyndir um hvernig best sé að efla stöðu fátækustu íbúa jarðar- innar. Alls voru sex hópar stofnaðir í því augnamiði að laða að konur og yngri kjósendur. ■ Geldof berst gegn fátækt: Til liðs við Íhaldsflokkinn BOB GELDOF Skipulagði meðal annars Live 8 tón- leikana í sumar. Sjálfskiptur, álfelgur, spoiler, nagladekk og 3 drifstillingar. EKKI FESTAST Í FRAMTÍ‹INNI! F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 X-TRAIL NISSAN X-Trail Ver› 2.690.000,- Sport X-Trail Ver› 2.890.000,- Elegance SKIPT_um væntingar DÓMSMÁL 23 ára maður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið í þrjú ár, í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Manninum var einnig gert að greiða 200.000 krónur í sekt. Tvítugur sambýlingur hans var dæmdur til greiðslu 150.000 króna sektar. Sá var að fá sinn fyrsta dóm meðan hinn á sér nokkra brotasögu og rauf skilorð hálfs árs fangelsisdóms sem hann hlaut í fyrravor. Þeim yngri var sömuleiðis gert að greiða tvítugum pilti 8.000 krónur í skaðabætur, en hann hafði slegið eign sinni á seðla- veski piltsins, tekið úr því 3.000 krónur og notað debetkort sem í því var til að taka út 5.000 krónur í hraðbanka. Báðir voru dæmdir fyrir vörslu fíkniefna en hjá þeim fannst ítrekað nokkuð magn af hassi, auk þess sem þeir höfðu komið sér upp tveimur kannabis- jurtum. Þá voru 29 ára gamall maður og nítján ára stúlka dæmd til að greiða hvort um sig 28.000 krónur í sekt fyrir að hafa hass í fórum sínum. Tæpt gramm fannst við leit á manninum eftir að lögregla fylgdi honum eftir frá íbúð félag- anna á Selfossi og stúlkan kastaði frá sér tæpu hálfu grammi í íbúð ungu mannanna þegar lögreglu bar að garði einn föstudag snemmsumars. - óká Fíkniefni urðu fjórum að falli í Héraðsdómi Suðurlands: Sambýlingar fá sekt og fangelsisdóm EITUREFNI Milli tuttugu og þrjá- tíu manns deyja úr eitrunum hér á landi á hverju ári, að sögn Jakobs Kristinssonar, dósents í eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Á árunum 2000 til 2004 greindust 119 einstakling- ar með banvænt magn eiturefna í blóðinu. Blóðsýni úr þeim ein- staklingum, þar sem dánarorsök er ekki ljós, fara til greiningar á rannsóknarstofu lyfja- og eitur- efnafræði. „Þetta eru ekki nákvæmar tölur um fjölda eiturefnatilfella því við fáum ekki öll tilvik til rannsóknar, til að mynda ekki þá sem deyja inni á sjúkrahúsum,“ segir Jakob. „Við höldum ekki sérstaka skrá yfir þessi tilvik þar sem eitranir gætu hafa leitt til dauða, því það sem við finnum í blóðinu er enginn endan- legur úrskurður um dánarorsök. Það er réttarlæknirinn sem gefur út dánarvottorð. Þar kemur dánar- orsökin fram. Í þessum tilvikum eru margar samverkandi ástæður andláts en ein ástæðan getur verið yfirgnæfandi umfram aðra. Sem dæmi má nefna að maður getur hafa hengt sig en samt verið með það sem flokkast undir banvæna eitrun í blóðinu. Þetta dæmi nefni ég einungis til að sýna fram á hversu flóknir þessir hlutir geta verið og varasamt að alhæfa út frá þeim.“ Jakob segir enn fremur að tilvik þar sem eiturefni eru yfir þeim mörkum sem banvæn geta talist, séu mjög mismörg milli ára og miklar sveiflur milli tíma- bila. Frá áttunda áratug síðustu aldar og fram til aldamóta hafi fjöldinn sveiflast frá tíu tilvik- um og upp í þrjátíu á ári. Ekki sé hægt að fullyrða að eitrunum hafi fjölgað. Jakob segir að hér áður fyrr hafi verið til svokölluð dánar- meinaskrá. Þá hafi dánarorsakir birst niðurflokkaðar í heilbrigð- isskýrslum, en þær séu ekki leng- ur til í því formi sem verið hafi áður. Spurður hvaða eiturefni hafi reynst algengust í blóði þeirra sem hafi verið með magn sem gæti talist banvænt segir Jakob að mörg lyf og eiturefni komi við sögu í hverju máli. Ekki sé hægt að festa eitthvert tiltekið efni við eitt dauðsfall, heldur séu þau miklu fleiri í hverju máli. „En ef við lítum á algengustu efnin í mjög grófum dráttum var algengast á þessu tímabili, 2000- 2004, að menn væru með eitran- ir af völdum verkjalyfja, einnig lyfja sem notuð eru við þunglyndi og loks alkóhóls. Þessi efni eru nokkuð jöfn hvað tíðni tilvika varðar. Þá má nefna kolmónoxíð, sem kemur af útblæstri bifreiða, róandi lyf og svefnlyf. En morf- ínlyfin eru hættulegust, einkum kódeinlyf og lyf skyld morfíni að verkun.“ jss@frettabladid.is LYF OG ÁFENGI Verkjalyf, róandi lyf, svefnlyf og lyf gegn þunglyndi eru hættulegust þegar um er að ræða eitranir, sem eru yfir banvænum mörkum, í blóði fólks. Alkóhól er einnig eitt af þessum hættulegu efnum. Um 25 deyja úr eitrunum 119 látnir einstaklingar greindust með banvænan skammt af eiturefnum í blóði á árunum 2000 til 2004. Milli 20 og 30 látast árlega af þessum sökum. JAPAN, AP Fæðingartíðni í Japan hefur aldrei verið lægri en á árinu sem er að líða. Samkvæmt bráða- birgðatölum sem dagblaðið Yom- iuri Shimbun birti í gær er hún nú fallin niður í 1,26 börn á konu. Andlát umfram fæðingar voru 10.000 á árinu og íbúum Japans fækkaði um 19.000 manns. Þessi óhagstæða lýðfræðilega þróun boðar ekki gott fyrir jap- anskt efnahagslíf. Hlutfall elli- lífeyrisþega hækkar stöðugt og skattgreiðendum fækkar. Fæð- ingartíðnin þarf að vera 2,1 börn á konu til að viðhalda mannfjöldan- um, þ.e. til að jafn margir fæðist og deyja. ■ Mannfjöldaþróun í Japan: Fæðingartíðn- in aldrei lægri VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir yfirlæknirinn á Vogi 2 Hvaða hljómsveit var valin sú besta í heimi á dögunum af bresku útvarpsstöðinni Planet Rock? 3 Hvaða knattspyrnuþjálfari sagði að það myndi vera draumur að fá að þjálfa Man. Utd. SVÖR Á SÍÐU 50.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.