Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 10
30. december 2005 FRIDAY
STÓR HUMAR
Nýlöguð fiskisúpa
INNBAKAÐIR SJÁVARRÉTTIR
LÚÐUSNEIÐAR
LÚÐUFLÖK
TÚNFISKUR OG LAX
opið alla laugardaga 10-14
BÍLABRUNI Umboðsaðili Citroën
á Íslandi, Brimborg, hefur lokið
skoðun á metanbílnum sem
varð eldi að bráð á Miklubraut á
þriðjudag. Fyrirtækinu er skylt
að fylgja ákveðnum verklags-
reglum frá framleiðandanum
þegar slíkt gerist.
Að sögn Egils Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra Brimborg-
ar, hafði einn eigandi metanbíls,
sömu gerðar, í sinni þjónustu haft
samband til að spyrjast fyrir um
stöðuna.
Mat fyrirtækisins á þessu stigi
er að það hafi ekki skipt sköpum
að bílarnir voru metanbílar, raf-
kerfi bílanna hafi bilað, en end-
anleg niðurstaða hefur ekki enn
borist frá framleiðandanum.
Bílarnir höfðu báðir verið í
notkun í um þrjú ár.
- æþe
Metangasbíllinn sem brann á Miklubraut:
Bilun í rafkerfinu
CITROËN-METANBÍLL Brimborg telur að
metangasbílum sé ekki hættari við að
kvikna í en öðrum bílum.
MANNRÉTTINDI Utanríkisráðherra
hefur ákveðið að styrkja baráttu
gegn mansali á vegum Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE)
um rúmar þrjár milljónir króna.
Samkvæmt fjárlögum fyrir árið
2005 voru fjórar milljónir króna til
ráðstöfunar til stuðnings verkefn-
um á sviði mannréttindamála og
hafði átta hundruð þúsund krónum
áður verið ráðstafað til Mannrétt-
indastofnunar Háskóla Íslands.
Íslensk stjórnvöld hafa lagt ríka
áherslu á baráttuna gegn mansali
á vettvangi ÖSE samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Utanríkisráðu-
neytinu. - æþe
Utanríkisráðherra styrkir baráttu:
Þrjár milljónir
gegn mansali
SKRÁNINGARLÝSING
FL GROUP hf. hefur gefið út skráningarlýsingu í kjölfar á útboði nýrra hluta sem beint var að
stofnana- og fagfjárfestum í nóvember síðastliðnum. Hlutafé var aukið um 3.235.294.118
hluti og hefur það þegar verið skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf.
Skráningarlýsingin er gefin út á ensku undir heitinu Prospectus. Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings
banka hf. og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. höfðu umsjón með útboði og skráningu.
Lýsinguna má nálgast hjá útgefanda og umsjónaraðilum:
• FL GROUP hf.
Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
sími 591 4400, www.flgroup.is
• Kaupþing banki hf. - Fyrirtækjaráðgjöf
Borgartúni 19, 105 Reykjavík
sími 444 6000, www.kbbanki.is
• Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjaráðgjöf
Austurstræti 11, 101 Reykjavík
sími 410 4000, www.landsbanki.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
F
LL
3
07
77
12
/2
00
5
ÍRAK, AP Fulltrúar súnní-araba og
veraldlega þenkjandi stjórnmála-
afla í Írak neituðu í gær að hefja
þreifingarviðræður um myndun
þjóðstjórnar við fulltrúa flokks
trúaðra sjía-múslima, en hann
hlaut langflest atkvæði í þing-
kosningunum fyrr í mánuðinum.
Settu hinir fyrrnefndu það skil-
yrði fyrir viðræðum að allsherjar-
endurskoðun á kosningaúrslitun-
um fari fram.
Þessi harða afstaða gæti sett
stjórnmálaástandið í landinu í
ennþá meiri hnút en orðið er, en
kosningaeftirlitsnefnd Samein-
uðu þjóðanna vottaði á miðviku-
dag fyrir sitt leyti að annmarkar
á framkvæmd þeirra hefðu verið
það litlir að hún sæi ekki ástæðu
til að véfengja úrslitin.
„Við tökum ekki þátt í viðræð-
um,“ sagði Nasser al-Ani, hátt-
settur fulltrúi í helsta kosninga-
bandalagi súnní-araba. Hann tjáði
AP-fréttastofunni að stjórnmála-
hreyfing hans vildi eiga aðild að
þjóðstjórn en hún myndi ekki
koma nálægt stjórnarmyndun-
arviðræðum „fyrr en við höfum
fengið skýra mynd af rannsókn-
inni á kosningaúrslitunum“.
Samkvæmt bráðabirgðaúr-
slitum verður fylking trúaðra
sjía-múslima langstærsti þing-
flokkurinn án þess þó að hafa
hreinan meirihluta. Forystumenn
sjía-fylkingarinnar hafa undan-
farna daga setið að viðræðum
við fulltrúa Kúrda og aðra stjórn-
málamenn. Jalal Talabani Íraks-
forseti, sem sjálfur er Kúrdi, hélt
í gær viðræður í bústað sínum í
Kúrdahéruðunum við Abdul Aziz
al-Hakim, leiðtoga sjía-fylking-
arinnar og fleiri fulltrúa hennr.
Engir fulltrúar súnní-araba né
veraldlegra sjía-múslima voru
viðstaddir fundinn.
Al-Hakim sagði að verið væri
að ræða vænleg forsætisráð-
herraefni, en að hans sögn yrði
ríkisstórnarleiðtoginn að koma úr
stærsta flokknum. Ónafngreind-
ir fulltrúar sjía-fylkingarinnar
sögðu Ibrahim al-Jaafari, núver-
andi forsætisráðherra, koma til
greina, eða Adel Abdul-Mahdi,
sem kemur úr hinum stærsta
flokki sjía-múslima. - aa
Vilja úrslitin
endurskoðuð
Fulltrúar súnní-araba og veraldlegra afla í Írak vilja
ekki taka þátt í viðræðum um myndun þjóðstjórnar
nema ásakanir um kosningasvik verði rannsakaðar.
AL-HAKIM OG TALABANI Jalal Talabani, kúrdískur forseti Íraks (t.h.) og sjíaklerkurinn Abdul Aziz
al-Hakim, leiðtogi stærstu stjórnmálafylkingar sjíamúslima í landinu, ræðast við um væntan-
lega stjórnarmyndun í gær. Fulltrúar súnní-araba og veraldlegra sjía voru fjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP