Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.12.2005, Qupperneq 10
 30. december 2005 FRIDAY STÓR HUMAR Nýlöguð fiskisúpa INNBAKAÐIR SJÁVARRÉTTIR LÚÐUSNEIÐAR LÚÐUFLÖK TÚNFISKUR OG LAX opið alla laugardaga 10-14 BÍLABRUNI Umboðsaðili Citroën á Íslandi, Brimborg, hefur lokið skoðun á metanbílnum sem varð eldi að bráð á Miklubraut á þriðjudag. Fyrirtækinu er skylt að fylgja ákveðnum verklags- reglum frá framleiðandanum þegar slíkt gerist. Að sögn Egils Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Brimborg- ar, hafði einn eigandi metanbíls, sömu gerðar, í sinni þjónustu haft samband til að spyrjast fyrir um stöðuna. Mat fyrirtækisins á þessu stigi er að það hafi ekki skipt sköpum að bílarnir voru metanbílar, raf- kerfi bílanna hafi bilað, en end- anleg niðurstaða hefur ekki enn borist frá framleiðandanum. Bílarnir höfðu báðir verið í notkun í um þrjú ár. - æþe Metangasbíllinn sem brann á Miklubraut: Bilun í rafkerfinu CITROËN-METANBÍLL Brimborg telur að metangasbílum sé ekki hættari við að kvikna í en öðrum bílum. MANNRÉTTINDI Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja baráttu gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um rúmar þrjár milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2005 voru fjórar milljónir króna til ráðstöfunar til stuðnings verkefn- um á sviði mannréttindamála og hafði átta hundruð þúsund krónum áður verið ráðstafað til Mannrétt- indastofnunar Háskóla Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á baráttuna gegn mansali á vettvangi ÖSE samkvæmt frétta- tilkynningu frá Utanríkisráðu- neytinu. - æþe Utanríkisráðherra styrkir baráttu: Þrjár milljónir gegn mansali SKRÁNINGARLÝSING FL GROUP hf. hefur gefið út skráningarlýsingu í kjölfar á útboði nýrra hluta sem beint var að stofnana- og fagfjárfestum í nóvember síðastliðnum. Hlutafé var aukið um 3.235.294.118 hluti og hefur það þegar verið skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. Skráningarlýsingin er gefin út á ensku undir heitinu Prospectus. Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. höfðu umsjón með útboði og skráningu. Lýsinguna má nálgast hjá útgefanda og umsjónaraðilum: • FL GROUP hf. Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík sími 591 4400, www.flgroup.is • Kaupþing banki hf. - Fyrirtækjaráðgjöf Borgartúni 19, 105 Reykjavík sími 444 6000, www.kbbanki.is • Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjaráðgjöf Austurstræti 11, 101 Reykjavík sími 410 4000, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LL 3 07 77 12 /2 00 5 ÍRAK, AP Fulltrúar súnní-araba og veraldlega þenkjandi stjórnmála- afla í Írak neituðu í gær að hefja þreifingarviðræður um myndun þjóðstjórnar við fulltrúa flokks trúaðra sjía-múslima, en hann hlaut langflest atkvæði í þing- kosningunum fyrr í mánuðinum. Settu hinir fyrrnefndu það skil- yrði fyrir viðræðum að allsherjar- endurskoðun á kosningaúrslitun- um fari fram. Þessi harða afstaða gæti sett stjórnmálaástandið í landinu í ennþá meiri hnút en orðið er, en kosningaeftirlitsnefnd Samein- uðu þjóðanna vottaði á miðviku- dag fyrir sitt leyti að annmarkar á framkvæmd þeirra hefðu verið það litlir að hún sæi ekki ástæðu til að véfengja úrslitin. „Við tökum ekki þátt í viðræð- um,“ sagði Nasser al-Ani, hátt- settur fulltrúi í helsta kosninga- bandalagi súnní-araba. Hann tjáði AP-fréttastofunni að stjórnmála- hreyfing hans vildi eiga aðild að þjóðstjórn en hún myndi ekki koma nálægt stjórnarmyndun- arviðræðum „fyrr en við höfum fengið skýra mynd af rannsókn- inni á kosningaúrslitunum“. Samkvæmt bráðabirgðaúr- slitum verður fylking trúaðra sjía-múslima langstærsti þing- flokkurinn án þess þó að hafa hreinan meirihluta. Forystumenn sjía-fylkingarinnar hafa undan- farna daga setið að viðræðum við fulltrúa Kúrda og aðra stjórn- málamenn. Jalal Talabani Íraks- forseti, sem sjálfur er Kúrdi, hélt í gær viðræður í bústað sínum í Kúrdahéruðunum við Abdul Aziz al-Hakim, leiðtoga sjía-fylking- arinnar og fleiri fulltrúa hennr. Engir fulltrúar súnní-araba né veraldlegra sjía-múslima voru viðstaddir fundinn. Al-Hakim sagði að verið væri að ræða vænleg forsætisráð- herraefni, en að hans sögn yrði ríkisstórnarleiðtoginn að koma úr stærsta flokknum. Ónafngreind- ir fulltrúar sjía-fylkingarinnar sögðu Ibrahim al-Jaafari, núver- andi forsætisráðherra, koma til greina, eða Adel Abdul-Mahdi, sem kemur úr hinum stærsta flokki sjía-múslima. - aa Vilja úrslitin endurskoðuð Fulltrúar súnní-araba og veraldlegra afla í Írak vilja ekki taka þátt í viðræðum um myndun þjóðstjórnar nema ásakanir um kosningasvik verði rannsakaðar. AL-HAKIM OG TALABANI Jalal Talabani, kúrdískur forseti Íraks (t.h.) og sjíaklerkurinn Abdul Aziz al-Hakim, leiðtogi stærstu stjórnmálafylkingar sjíamúslima í landinu, ræðast við um væntan- lega stjórnarmyndun í gær. Fulltrúar súnní-araba og veraldlegra sjía voru fjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.